Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992.
17
LífsstHL
Skólagjöld í framhaldsskólunum:
Verslingar borga tæjjlega
sjöfalt meira en MR-ingar
Aö undaníomu hefur nokkuð verið
rætt um skólagjöld í framhaldsskól-
um. Menntamálaráðherra þarf að ná
fram 200 milljóna króna spamaði í
ráðuneyti sínu og ein leið til sparnað-
ar, sem nefnd hefur verið, er hækkun
skólagjalda í framhaldsskólum. Ekki
lítur þó út fyrir í bráð að af þessu
verði.
Neytendasíðan kannaði hvað nem-
endur í framhaldsskólum höfuðborg-
arsvæðisins þurftu að borga nú 1
haust til skólanna. Hér er um aö
ræða skólagjöld, auk gjalds sem
nemendafélögin taka. Skólagjöldin
eru iðulega einnig kölluð pappírs-
gjald eða efniskostnaður.
Haft var samband við 16 fram-
haldsskóla, þ.e.a.s. Menntaskólann
við Hamrahhð, Menntaskólann í
Kópavogi, Menntaskólann í Reykja-
vík, Menntaskólann við Sund, Fjöl-
brautaskólann Armúla, Fjölbrauta-
skólann Breiðholti, Fjölbrautaskól-
ann í Garöabæ, Flensborgarskólann
í Hafnarfirði, Iðnkólann í Hafnar-
firði, Iðnskólann í Reykjavík, Sjó-
mannaskólann, Tækniskóla íslands,
Verslunarskóla íslands, Tölvuhá-
skóla Islands, Háskóla Islands og
Kennaraháskóla íslands.
Af þessum 16 skólum þarf að borga
gjöld tvisvar á ári í 11 þeirra þar sem
gjaldið gildir aðeins fyrir eina önn í
einu. í Menntaskólanum í Reykjavík,
Verslunarskóla íslands, Tölvuhá-
skóla íslands, Háskólanum og Kenn-
araháskólanum gilda skólagjöldin
fyrir aUt árið.
Þeir sem stunda nám við Verslun-
arskóla íslands eða Tölvuháskóla ís-
lands þurfa að greiða 39.000 krónur
í skólagjöld fyrir veturinn. Til sam-
anburðar má geta þess að skólagjöld
í Verslunarskólanum vora rétt um
1.600 krónur fyrir tíu árum og er hér
því um að ræða hækkun upp á 2.337,5
prósent á áratug. Ef skólagjöldin í
Verslunarskólanum halda áfram að
hækka með sama hraða næstu tíu
árin þá þurfa nemendur ársins 2002
að borga 950.625 krónur.
Nemendur Menntaskólans í
Reykjavík borga aðeins 5.600 krónur
fyrir veturinn eða tæplega 600 pró-
sentum minna en Vershngar. Er það
í rauninni lægsta gjaldið sem nem-
endur framhaldsskólanna þurfa að
borga því eins og áður sagði tvöfald-
ast skólagjöld hinna skólanna þar
sem nemendur þeirra þurfa að reiða
fram sömu upphæð aftur um jóhn.
Eins og sjá má af töflunni þá er það
á bilinu 4.000 til 12.000 krónur sem
nemendur annarra skóla þurfa að
greiða fyrir önnina. í Tækniskóla
Islands greiða nemendur 4.100 krón-
ur á önn og var það tekið skýrt fram
að sú upphæð rynni öll til nemenda-
félagsins. Nemendur Iðnskólans í
Hafnarfirði borga 4.000 til 12.000
krónur á önn og er upphæöin háð
því á hvaða braut neminn er enda
er efniskostnaður mismikih eftir
greinum.
Skólagjöld í Kennaraháskóla ís-
lands eru 23.000 krónur í vetur. Af
þeirri upphæð fara 17.000 krónur
beint til skólans. í Háskóla íslands
eru skólagjöldin í vetur 22.350 krónur
en voru í fyrra 7.700 krónur. Er því
um að ræða 190 prósent hækkun
Skólagjöld í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu
Kennaraháskóli Islands
Háskóli íslands
Tölvuháskóli íslands
Verslunarskóli íslands
Tækniskóli íslands
Sjómannaskólinn
Iðnskólinn í Reykjavík
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn í Kópavogi
Menntaskólinn við Hamrahlíð
I 23.000
22.350
39.000
39.000
8.200
10.000
16.000
K 8.000 - 24.000
8.000
9.600
10.800
8.800
_____13.000
5.600
9.000
18.000
Skólagjöld í einkaskólum á grunnskólastigi:
Kostar svipað að eiga
bam í Miðskólanum og
reykja tvo pakka á dag
Tiltölulega stutt er síðan gefið var
leyfi til rekstrar einkaskóla á grunn-
skólastigi hér á landi. Nú eru starf-
ræktir fjórir einkaskólar, þ.e.a.s.
Skóh ísaks Jónssonar fyrir fimm til
átta ára böm, Miðskólinn fyrir níu
til tóf ára börn, Tjamarskólinn fyrir
þrettán til fimmtán ára unglinga og
Landakotsskóh sem er fyrir aldurs-
hópinn fimm til tólf ára.
Skólagjöld í þessum fjórum skólum
eru mjög mishá. Börn í Landakots-
skólanum borga minnst, eða 46.800
krónur á ári. Em það 5.200 krónur á
mánuöi. í Skóla ísaks Jónssonar
borga fimm ára bömin tvisvar sinn-
um 13.500 krónur eða 27.000 krónur
fyrir skólaárið en böm á aldrinum
sex til átta ára borga tvisvar á ári
12.500 krónur eða 25.000 krónur fyrir
veturinn.
Nemendur Miðskólans borga 15.000
krónur í níu mánuði. Gerir það sam-
tals 135.000 krónur fyrir veturinn.
Til samanburöar má geta þess að sá
sem reykir tvo pakka af sígarettum
á dag eyðir 14.198 krónur yfir mánuö-
inn og er þá miðað við að pakkinn
Skólagjöld í einkaskólum á grunnskólastigi
á höfuðborgarsvæðinu
Landakotsskóli (5-12 ára)
Tjarnarskólinn (13 - 15 ára)
Miðskólinn (9-12 ára)
Skóli fsaks Jónss. (5 - 8 ára)
46.800 kr.
25.000 - 27.000 kr.
kosti 229 krónur. í Tjamarskólanum
kostar skólavistin 16.560 fyrir hvem
mánuð í níu mánuði og þýðir það að
samtals þarf að borga 149.040 krónur
fyrir veturinn.
Erfitt er að gera hreinan saman-
burð milh skólanna þar sem um mis-
Nokkuð hefur verið rætt um það að undanförnu að hækka skólagjöld I fram-
haldsskólum landsins. Þau eru nokkuð misjöfn eftir skólum og geta legið
á bilinu 5.600 krónur til 39.000 krónur fyrir veturinn.
milh ára. Skal þó tekið fram hér að
ef þessi upphæð var ekki greidd á
tilskildum tíma þá hækkuðu skóla-
gjöld í Háskólanum um 15 prósent,
þannig að þau urðu 25.702 krónur.
Við gerð súluritsins var miðað við
hvað nemendur þurfa að borga fyrir
áriö í heild og voru gjöld einnar ann-
ar því tvöfölduð til að fá raunhæfan
samanburð á skólunum. -GHK
jafna aldurshópa er að ræða. Ekki
er ólíklegt að sumir af þeim nemend-
um sem fara í Miðskólann haldi
áfram upp í Tjarnarskóla. Væri
hækkunin fyrir þá nemendur um 10
prósent.
-GHK
NY
MYNDBÖND
15. september: Bllnd Man's
Bluff og Keeping Secrets
Bllnd Man's Bluff: Thomas
Booker er blindur. Nú deyr
fólk allt i kringum hann.
Fyrir fjórum árum lenti
söguprófessorinn Thomas
Booker (Robert Urich) í
slysi sem kostaði hann sjón-
ina, kærustuna og draum-
ana. Eftir itarlega endurhæf-
ingu og sálkönnun nær
Booker tökum á lifi slnu á
ný og tekst að sætta sig við
blindu sina og að hafa misst
kærustuna (Lisa Eilbacher,
Beverly Hills Cop) i hendur
besta vinar síns, (Ron Perl-
man. TV-s Beauty and the
Beast). Hið reglubundna lif
Bookers umhverfist þegar
hann uppgötvar að ná-
grannakona hans var myrt
og hann er grunaður um
morðið.
Keeping Secrets: Suzanne
Somers leikur sjálfa sig I
þessari hjartnæmu mynd
um erfiða æsku sína og
uppeldisár. I myndinni er
fjallað um alkóhólisma fjöl-
skyldunnar (þrír nánir ætt-
ingjar Somers eru alkóhól-
istar) ásamt misheppnuðu
hjónabandi hennar, fram-
hjáhöldum, fóstureyðing-
og handtökum fyrir
ávísanafals og nektarsýn-
ingar. Þetta er áhrifamikil
og sönn saga um stórkost-
legt hugrekki, skapstyrk og
mikilvaegi fjölskyldueining-
arinnar þegar allt virðist
vonlaust.
MYNDBANALlNAN
99-1020
Á MYNDBANDALEIGUR I DAG
CIC MYNDBÖND
SÍMI 679787