Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Side 28
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. 32 Merming Einsöngstónleikar í Haf narborg í gærkvöldi voru tónleikar í Hafnarborg í Hafnar- firði þar sem Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona söng einsöng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. A efnisskránni voru verk eftir Robert Schumann, Jo- hannes Brahms, Gustav Mahler, Richard Strauss, Wolfgang Amadeus Mozart, A. Boito, Giacomo Puccini og Gaetano Donizetti. Eins og sjá má af þessari upptalningu er þess gætt að fara ekki út fyrir nítjándu öldina í verkefnavalinu, ef frá er tahnn Mozart. Verður þaö að teljast þröngt skorinn stakkur. Af einhveijum ástæðum virðast söngvarar hafa takmarkaðri sögulegan skilning á list sinni en flest annað tónlistarfólk og er það upplagt verkefni fyrir tónlistarfræðinga að grafast fyrir um rætur þess. Með þessu er ekki sagt að verkefnavalið hafi ekki veriö gott. Þvert á móti var þama flest vel valið og gersemar og perlur inn á milli. Má þar nefna Von ewiger liebe eftir Brahms og Zueignung eftir Strauss. Aria Donnu Önnu úr Don Giovanni eftir Mozart „Non mi dir bell idol mia“ er af hreinni snilld gerð, en vandmeðfarin í flutningi, trúlega jafnvel erfið- ari en tónfimleikar Donisetti í Cavatínunni úr Don Pasquale. Af einhverjum ástæðum virðist ófullkom- leiki og snurður, jafnvel þótt litlar séu, meir áberandi í tónlist Mozarts en annarra manna. Er það sennilega vegna þess hve tónlistin sjálf er fullkomin. Aría Liu úr Turandot eftir Puccini, „Tu che di gel cinta“, getur ekki tahst með bestu aríum hans og aría úr óperu Boitos, Mefistofeles, sem þarna var flutt, er heldur sundurlaus tónsmíð. Með Guðrúnu Jónsdóttur hefur enn bæst góður liðs- kraftur í hóp íslenskra söngvara. Hún hefur ágæta rödd og góða hæð. Neðri hluti tónsviðsins er hins veg- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson ar veikari. Þá má finna aö því að hún sýndi stundum tilhneigingu th að hggja of hátt í tóninum og söng þá ekki nógu hreint. Þess utan geröi hún margt mjög fal- lega og sýndi góð tilþrif í fimleikaaríum ítölsku höf- undanna. Undirleikur Ólafs Vignis var smekklegur að vanda. Húsfylhr var og undirtektir mjög góðar og virðist áhugi landans á góðum söngvurum síst fara minnkandi. Smáauglýsingar Dráttarbeisli, kerrur. Ódýru, ensku dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun íslands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270. . Rýmingarsala á eldri sturtuklefum og baðkarshurðum, verð frá kr. 15.900 og 11.900. A & B, Skeifúnni 11 s. 681570. Bílar tíl sölu Chevrolet Impala sport, árg. '63. Glœsi- legur antik bfll. Allur yfirfarinn. Sjón er sögu ríkari. Verð 800.000 stað- greitt. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Bílagallerí, Dugguvogi 12, sími 91-812299. Þar sem bílamir seljast. Mazda 626 GTI, 16 v, árg. '88, svartur, álfelgur, ekinn 80 þúsí km. Bíll sem er sem nýr. Verð kr. 980.000 stað- greitt. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Bílagallerí, Dugguvogi 12, sími 91- 812299. Þar sem bílamir seljast. Til sölu Mazda 626 GLX 2000 '87, rauð- ur, vel með farinn. Skipti möguleg. Uppl. í síma 91-73399 eða 985-32878 e.kl. 17. Toyota Celica GTi 2000, árg. '88, sjálf- skiptur, álfelgur, ekinn 80 þús km. Toppeintak, verð 980.000 staðgreitt. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Bíla- gallerí, Dugguvogi 12, sími 91-812299. Þar sem bílamir seljast. VW Golf GLi 1800, árg. '88, 5 dyra, dökkblár, ekinn 36 þús. km, 5 gíra. Toppeintak, verð kr. 850.000 stað- greitt. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Bílagallerí, Dugguvogi 12, sími 91-812299. Þar sem bílamir seljast. Camaro Z28, árg. '84, til sölu, ekinn AÐEINS 32 þús. milur, aðeins 2 eigendur, skipti koma til greina. Nánari upplýsingar í síma 91-20361. Líkamsrækt Viltu megrast? Nýja ilmoliu-, appelsinu- húðar- (cellul.) og sogæðanuddið vinniu- á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálf- unartæki til að stinna og styrkja vöðva, um leið og það hjálpar þér til að megrast, einnig árangursrík meðferð við gigt og íþróttaskaða. 16% afsl. á 10 tímum. Tímapantanir í síma 36677. Opið frá kl. 10 til 19. Heilsustúdíó Maríu, Borgarkringlunni, 4. hæð. Hjónaband Þann 18. júll vom gefm saman í Seltjam- ameskirkju af séra Solveigu Lám Guö- ’ mundsdóttur Sigrún Benediktsdóttir og Ingólfur Friöjónsson. Heimih þeirra er aö Sólbraut 13, Seltjamamesi. Ljósm. Nýja myndastofan. , Þann 8. ágúst vom gefi fjarðarkirkju af séra Magnúsi Bjömssyni Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir og Við- ar Ingi Jónsson. Heimih þeirra er að Hæðarbyggð 8. Ljósm. Nýja myndastofan. Þann 15. ágúst vom gefin saman í Bú- staðakirkju af séra Guðmundi Þorsteins- syni Karen Krístjánsdóttir og Guð- mundur Hafsteinsson. Heimih þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Ljósmyndarinn-Jóhannes Long. Pppp________________________DV Red Hot And Dance -Ýmsir Góð- gerðardans Margir af þekktustu tónlistar- mönnum heims hafa verið iðnir við að leggja góðum málefnum hð á undaníomum árum og þær era ófáar plötumar sem komið hafa út til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna hungurs, slysa og sjúkdóma. Sér í lagi hafa tónhstar- menn stutt vel við bakið á rann- sóknum og ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þeim ihræmda vá- gesti eyðni. Og það er einmitt það málefni sem lagt er hð á plötunni Red Hot And Dance sem kemur í kjölfar plötunnar Red Hot And Blue sem kom út í fyrra og studdi sama málefni. Á Red Hot And Dance er saman- komið mikið úrvalshð tónhstar- manna og kvenna sem hafa nútíma danstónhst sem sérgrein, fönk, soul og það sem nefnt er house nú til dags; aht tónhst sem byggist á þétt- um, þungum takti. Og meðal þeirra stórmenna sem hér láta gamminn geisa eru George Michael, Madonna, EMF, Lisa Stansfield, PM Dawn, Seal, Sly And The Family Stone og Crystal Waters auk nokkurra minni spámanna. Lögin Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson eru vel flest þekkt frá fyrri tíð og því ekki sérstaklega samin fyrir þessa plötu en hins vegar endurblönduð sum hver. Hér eru til að mynda nýleg vinsæl lög eins ög Too Funky með George Michael, Crazy með Seal, Set Adrift On Memory Bhss með PM Dawn, Change með Úsu Stansfield, Gypsy Woman með Crystal Waters og Unbehvable með EMF, aht lög sem hafa gist vinsældalista um víða veröld undanfarin misseri. Eins og við er að búast þegar slíkt einvalalið og að framan greinir er samankomið á einni og sömu plötunni er efnið og öh umgjörð eins pott- þétt og hægt er. Og hafi menn sérstakan áhuga og ást á góðri danstónhst af því tagi sem hér er framreidd og vilji jafnframt styðja gott málefni, gefst hér ákjósanlegt tækifæri á að slá tvær flugur í einu höggi. Meiuiing___________________ Kammertónleikar Tónlistarfélagsins Tónhstarfélagið í Reykjavík stóð fyrir tónleikum í íslensku óperunni á laugardag. Tríó Reykjavíkur lék ásamt Margréti Bóasdóttur sópransöng- konu. Á efnisskránni voru verk eftir Ludwig van Beethoven, Dmítríj Shostakovítsj og Jóhannes Brahms. Tríó Reykjavikur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir, sem leikur á fiðlu, Gunnar Kvaran, sem leikur á selló, og Halldór Haraldsson sem leikur á píanó. Píanótríó Beethovens í c-moh er sérlega vel heppnað verk, vandað og heilsteypt en jafnframt uppfullt af afslappaðri hugmyndaauðgi þar sem má finna glaðværð, glettni og aht þar í mihi. Þótt sums staðar megi greina frækom ólgunnar, sem einkennir mörg síðari verk Beethovens, er hið klassíska yfirbragð að mestu ráðandi. Oft verður vart í túlkun Tónlist Finnur Torfi Stefánsson verka Beethovens tilhneigingar til að gera hana of rómantíska. Einkum á þetta við um suma flytjendur frá fyrri hluta þessarar aldar. Við þetta glatast sá hreinleiki og virki einfaldleiki sem þegar grannt er skoðað er eitt sterkasta einkenni hins mikla meistara. Beethoven túlkar tilfinningar og átök með því að skrifa skýran stíl og hreinan. Það var ánægjulegt að heyra að Tríó Reykjavíkur kann réttu tökin í þessu efni. Flutningur þess á verkinu var laus við ýkjur og öfga þótt hvergi skorti á blæbrigði eða tilbreytingu í túlkuninni. Hiö ágæta verk Brahms, tríóiö nr. 3 op. 87, er að sönnu í megindráttum rómantísk tón- smíð en hefur einnig ýmis klassísk einkenni, svo sem skýrleika í formi og framsetningu efnisins. Hinn hófsami flutningsmáti Tríós Reykjavíkur á þessu verki var einnig mjög viðeigandi. Það var forvitnhegt að heyra Sjö rómönsur eftir Schostakovic fyrir sópr- an, fiðlu, sehó og píanó. Oft er það að tónskáld hljóðfæratónhstar selja sig í aðrar stellingar þegar þau semja fyrir rödd og glata þá stundum ein- hveiju af persónuleikanum. Þetta er ekki uppi á teningnum hvað Schos- takovic varðar og hafa þessi sönglög flesta þá kosti sem gera önnur tón- verk hans áhrifarík. Má þar t.d. nefna sparsemi í efnisvah og fjölbreytni í úrvinnslu. Flutningur Margrétar Bóasdóttur á sönghlutverkinu var með ágætum og verður ekki á það fallist með Ríkarði Emi Pálssyni að raddb- lær hennar henti ekki þessu verki. Tríóið komst einnig vel frá sínum hlut og tókust þessir tónleikar í hehd mjög vel. PM Dawn eiga eitt lag á Red Hot and Dance.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.