Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 8
8 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. Svipmyndin Af hverri er svipmyndin? Enginn gat verið óhultur. Hver sem var gat orðið fyrir því að vera handtekinn. Hver dauðadómurinn á fætur öðrum var kveðinn upp. Þetta var í miðjum júlímánuði 1793. Franska stjómarbyltingin var komin á nýtt stig sem einkenndist af ofbeldi og ógnum. Þeir sem vildu halda lífi létu lítið á sér bera. Þess vegna varð sú sem hér er dregin upp svipmynd af ekki ánægð þegar barið var að dyrum hjá henni. Háværir menn spuröu um Marie Groshaltz. Það var nafn þeirrar sem svipmyndin er af. Hún yrði að koma án tafar. Um það hefði borist skipun frá þjóðþinginu. Marat hefði verið myrtur! Marie var því vön að vera kölluð til í skyndi. Hún var mjög hæf í sinni grein og gat starfað við frum- stæöar aðstæður. Þess vegna flýtti hún sér á stað- inn þar sem morðið hafði veriö framið. Þar lá Marat látinn með opin augu. Hann var ekki geðsleg sjón. Marie hafði kynnst honum mörg- um árum áður. Hann hafði oft ver- ið gestur á heimili hennar. En henni hafði aldrei fallið við hann. Hann gekk um klæddur eins og betlari og var gagntekinn djúp- stæðu hatri á yfirstéttinni. Nú var hann ekki lengur lífs. Sú sem hér er lýst tók til starfa. Lýsa varð því sem gerst hafði svo að aðrir gætu gert sér það ljóst. Þegar hún hafði lokið verki sínu fór hún til Conciergerie-fangelsis- ins. Þar fékk hún að hitta morðingj- ann, unga stúlka sem hét Charlotte Corday. Marie virti hana fyrir sér. Charl- otte var bara tuttugu og fimm ára. Hún hafði komið Marat að óvörum í baði og stungið hann nokkrum sinnum með hníf. Nú var hún dæmd til dauða. Marie varð döpur yfir örlögum hennar. Charlotte var ein af fáum sem hafði þoraö að gera eitthvað til að binda enda á byltinguna. Nokkrum dögum síðar var Charl- otte færð að failöxinni. Mikill mannfjöldi safnaöist saman tfi að vera við aftökuna. Eftir hana voru líkamshlutamir settir í hesta- kerru. Hún ók síðan af stað til Madeleine-kirkjugarðsins. Þar beiö Marie eftir farminum. Hún var að ljúka því sem hún hafði byrjað á nokkrum dögum áður. Sú sem svipmyndin er af hafði mjög sérstæðan starfa. Hún var listamaður. En hún var líka skemmtikraftur. Hún hafði fyrst og fremst áhuga á kunnu fólki. Sýningar hennar drógu að mikinn fjölda. Marie Groshaltz var heppin. Hún var bara nítján ára þegar henni var boðið að flytja til hirðarinnar í Versailles. Þar varð hún kennari Elísabetar prinsessu, systur franska kommgsins Loðvíks XVI. Sú sem hér er lýst varð góð vin- kona prinsessunnar. Hún kynntist einnig öðrum í konungsfjölskyld- unni. Eftir að hafa verið við hirðina í átta ár fluttist hún aftur til Parísar. Það var vorið 1789. Nokkrum mán- uöum síðar hófst byltingin. Þegar konungurinn og drottningin voru tekin af lífi árið 1793 hélt Marie í kirkjugarðinn. Þar sá hún aftur marga úr háaölinum. Marie hafði lært grein sína hjá þýskum lækni, Philippe Curtius. Hann studdi byltingarsinna. Fyrir milligöngu hans kynntist hún hin- um helstu þeirra, Danton, Mirabe- au, Marat og Robespierre. Þegar Curtius lést í september 1794 kom í ljós að hann hafði látið allar eigur sínar ganga til Marie. Hún varð rík. Nú gat hún farið að hugsa um hjónaband. Marie var ekki lagleg. Nefiö var í stærra lagi og hakan sterkleg. En hún var gædd vissum töfrum og bjó yfir góðum smekk. Þar að auki var hún nú fjáð. Þess vegna skorti ekki vonbiðlana. Loks játaðist hún ungum manni sem hér Francois. Hann var átta árum yngri en hún. Þau giftu sig í október 1795. Hjónabandið varð ekki mjög hamingjusamt. Francois var verk- fræðingur. Hann haföi aldrei mik- inn áhuga á starfi konu sinnar. Þau eignuöust tvo syni og síðar tóku þeir við rekstri fyrirtækis móður sinnar. Breyttar aðstæður urðu til þess að sú sem hér er lýst varð að fara úr landi með sýningar sínar. í október 1802 fór hún frá París. Maður hennar varð eftir. Hún sá hann aldrei aftur. Francois er gleymdur. En þakka má Marie aö eftimafn hans varð heimsþekkt. Það er nú hluti af nafni frægasta viðkomustaöar strætisvagnanna í London. Hver var þessi kona? Svariö er á bls. 56 Matgæðingur vikuimar Bragðsterkur kjúklingur „Ég tel mér skylt að verða við áskorun Gríms vinar míns og ná- granna. Grímur er einn besti kokk- ur landsins og veisluþjónustan hans er orðin þekkt fyrir góðan mat,“ sagði Marinó Sigursteinsson, pípulagningamaður í Vestmanna- eyjum og matgæðingur þessarar viku. „Grímur hefur oft notið þess að stutt er að leita til mín þegar hann hefur þurft ráð í eldamennsk- unni. Reyndar elda ég ekki mikið núorðið en gerði það oft áður fyrr. Þá matreiddi ég aðallega fuglakjöt, t.d. súlu, lunda og svartfugl sem mér finnst mjög góður matur,“ sagði Marinó. Hann ætlar að láta lesendum í té uppskrift að kjúklingarétti sem er einn af uppáhaldsréttum flölskyldu hans. „Þetta er bragðmikill og góð- ur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af sterkum mat.“ Kjúklingaréttur 1- 2 kjúklingar 1 peU ijómi (1 1/2 ef notaðir eru fleiri en einn kjúkUngur) Sósa 3 dl tómatsósa (ca ein meðalstór tómatsósuflaska) 1 '/2-3 tsk. pipar 2- 3 tsk. karrí (gæta verður þess að Marinó Sigursteinsson. hafa ekki of sterkt karrí ef böm eiga að boröa réttinn, ails ekki meira er 3 tsk. og ekki minna en 1 /2 (bragðsins vegna) 1 tsk. salt Allt hrært saman. Af eigin reynslu er alveg nóg að hafa einum fjórða meira af öllu í sósuna ef fleiri en einn kjúklingur er notaður í réttinn. Þá er 4 'A dl tómatsósa, 2 '/< tsk. pipar, 3-4 tsk. karrí og 2 tsk. salt. Kjúklingurinn er hlutaður í tvennt og settur í ofnskúffu (með álpappír undir). Sósunni smiu*t á kjúklinginn (ekki allri) og hann settur í ofn í 200 gráða hita og bak- aður í þrjátíu mínútur. Þá er hann tekinn út og einum pela af ijóma heUt yfir. Kjúklingurinn er því næst settur í ofninn aftur og bakað- ur áfram í háifa klukkustund á sama hita. Rjómanum, sem nú hef- ur blandast sósunni, er ausið yfir um það bil fjórum til sex sinnum á síðustu mínútunum. Kjúklingurinn er borinn fram með sósimni, sem er í sér skál, hrísgrjónum og fersku salati t.d. að blanda saman kínakáh eða ice- berg, papriku, tómötum og gúrku. í salatsósu er gott aö nota appels- ínusafa (EgUsdjús) blandaðan með mæjónesi og hrært saman þannig að Uturinn sé ljósgulur. Rjóma má blanda saman við tíl hátíðarbrigða og tíl að mýkja. Marinó ítrekar að réttur þessi sé einn sá albesti og vel þess virði að prófa og vanda sig við matargerð- ina. „Ég ætia síðan að skora á Önnu Svölu Johnsen að vera matgæðing- ur í næstu viku. Hún býr einnig hér í Eyjum,“ sagði Marinó og bætti við að Anna Svala væri sérlega lag- in við að matreiða fuglakjöt eins og súlu, lunda og svartfugl. -ELA Hinhliöm: Koreskur krabbi er lostæti - segir Hallur Helgason, framkvæmdastjóri Sódómu Reykjavíkur Kvikmyndin Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson var frumsýnd í fyrradag. Framkvæmdasljóri myndarinnar er HaUur Helgason sem nýlega kom heim ffá Los Ang- eles þar sem hann stundaði nám í kvikmyndagerð. HaUur er líklegast þekktastur sem Andri úr bíómynd- inni Punktur, punktur, komma, strik. Einnig hefur hann getið sér frægðarorð sem meðlimur hljóm- sveitarinnar Kátir pUtar en hún er einmitt um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja hljómplötu. HaUur segjr myndina Sódómu vera eina albestu íslensku bíómynda og þar munu nokkrar stjömur skína. Það er HaUur Helgason sem sýnir hina hUðina að þessu sinni: FuUt nafn: HaUur Helgason. Fæðingardagur og ár: 22. nóvember 1964. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Eg á Skoda 110L, árgerð 1975, Ford Sierra, árgerð 1984, og í Bandaríkjunum á ég Ford Mustang Mach H með blæju, árgerð 1972. Starf: Kvikmyndagerðarmaöur og poppari. Laun: Eins og vindamir blása. Áhugamól: Konur, vín og íjár- hættuspU. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Mest þijár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að standa á vel völdum hraunbala í Hafnarfirði, horfa til Keilis og komast í samband við al- Hallur Helgason er þekktastur sem einn í Kátum piltum og leikari i kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik. DV-mynd Brynjar Gauti heiminn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Kolkrabbi, eld- aður af kóreskum hætti. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa ffemstur í dag? Júdókapp- amir Bjami Friðriksson ogSteinn Armann Magnússon. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Maria Jose Femandez karatemeistari. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Éinar Benediktsson. Uppáhaldsleikari: Steinn Armann Magnússon. Uppáhaldsleikkona: Sóley Elías- dóttir. Uppáhaldssöngvari: Atii Geir Grét- arsson. Uppóhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Þýska hetjan Nick Knatterton. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru vamarliðsins hér á landi? Hlynntur en tel þó að þaö eigi að vera í stöð- ugri endurskoðun. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás eitt. Uppóhaldssútvarpsmaður: Jón Múli Ámason. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp en öllu meira þó á RÚV. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Er ekki dómbær vegna þess hve lítið ég horfi. Uppáhaldsskemmtistaður: Tungl- iö. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Nei. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Mexíkó, þrisvar til Las Veg- as, einu sinni til San Fransisco og endaði fríið á Búðum á Snæfells- nesi. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.