Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 10
10 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. Myndbönd í hefndarhug PAYOFF Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Stuart Cooper. Aðalhlutverk: Keith Carradine, Kim Greist og Harry Dean Stanton. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 110 mfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þegar Peter MacAllister (Keith Carradine) er unglingur verður hann vitni að því að foreldrar hans eru drepnir. Andlitið á þeim manni sem bar ábyrgð á verknaðinum greipist inn í huga Peters. Mörgum árum seinna sér hann andhtið og þótt hann komist að því að maður- inn er háttsettur í mafíunni og tengdasonur mafluforingja aftrar það ekki honum frá að hefna for- eldra sinna... Payoff er formúluspennumynd sem rennur hnökralaust í gegn. Keith Carradine leikur kappann Peter með hangandi hendi, enda býður hiutverkið ekki upp á mikil tilþrif, svo er einnig um aðra leik- ara. Payoff hefur B-mynda brag yfir sér en er samt vandaðri en flestar af sömu gerð og er í heild hin sæmilegasta afþreying. Brúðgumaraunir THE PERFECT BRIDE Útgefandi: Myndform. Lelkstjóri: Terence O'Hara. Aðalhlutverk: Sammi Davis, Kelly Pres- ton og Linden Asby. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 95 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hin unga breska léikkona, Sammi Davis, leikur í The Perfect Bride sálsjúka stúlku sem þráir það heitast aö komast í hjónaband og gerir allt til að þóknast væntanleg- um brúðguma og víst er hún áht- legur kostur. En það er eins gott fyrir brúðgumann að misstíga sig ekki áður en að brúðkaupinu kem- ur. Einnig er öruggast fyrir þann sem áöur hefur séð Stephanie að vera ekki aö segja henni frá því. The Perfect Bride er sálfræði- þriher en langt í frá að vera nógu spennandi, aðahega vegna þess að ekkert kemur á óvart. Byijunaratr- iðið er athafnalýsing þar sem mað- ur er myrtur. Morðinginn sést ekki en mínútu seinna eru allir búnir að uppgötva hver morðinginn er. Þá er leikur ahs ekki nógu góður og Sammi Davis, sem hefur hingað th sýnt góða leikhæfileika, er mjög ósannfærandi í hlutverki sálsjúks morðingja. Tvær Verónikur - ein sál TVÖFALT LÍF VERÓNIKU Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Krzysztof Kielslowski. Aðalhlutverk: Iréne Jacob og Philippe Volter. Frönsk, 1991 - sýningartimi 97 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Pólski leikstjórinn Krzysztof Ki- elslowski var, áður en hann gerði Tvöfalt líf Veróniku, þekktastur fyrir verðlaunamynd sína Stutt- mynd um morð en í kjölfarið gerði hann sjónvarpsmyndir um boðorð- in ásamt kvikmyndinni Stuttmynd tun ást. Tvöfalt líf Veróniku er fyrsta kvikmyndin sem hann gerir fyrir aðha utan Póhands en myndin ger- ist samt að hluta th í Póllandi og að hluta til í Frakklandi. Með þess- ari eftirtektarverðu kvikmynd hef- ur Kielslowski skipað sér í fremstu röð leikstjóra í Evrópu. Eins og í öllum myndum Ki- elslowski er söguþráðurinn drama- tískur en á mun breiðari grund- velh. Stuttmynd um morð var þrátt fyrir snhldarthþrif og áhrifamik- inn boðskap niðurdrepandi og þungmelt. Tvöfalt líf Veróniku er ekkert léttmeti en mun jákvæðari í afstöðu sinni th persónanna. Dul- úðin gerir myndina hehlandi þótt sálarflækja sú sem fylgir persón- unum fari kannski fyrir hrjóstið á sumum. í myndinni kynnumst við tveim- ur Verónikum. Þær eru ekkert skyldar, önnur er fædd í Póllandi. en hin í Frakklandi. Þær eru samt alveg eins í úthti, hugsa eins og hafa sama áhugamál, tónhstina. Þegar önnur þeirra deyr finnur hin fyrir svo miklu tómarúmi í sál sinni að hún hættir námi í tónlist og snýr sér að tónlistarkennslu. Veróniku finnst ávaht að einhver sé henni nálægur. Það er samt ekki fyrr en hún lendir í sérkennilegu ástarsambandi sem hún fer að skhja samhengið og lokaatriðið, Iréne Jacob leikur Verónikurnar tvær i Tvöfalt líf Veróniku. þegar hún gerir sér grein fyrir að hluti af henni er ekki th lengur, er sterkur endir en kannski ekki fuh- nægjandi. í heild er Tvöfalt líf Ver- óniku áhrifamikil kvikmynd sem snertir tilfinningar um leið og hún krefst mikhs af áhorfandanum. Ung leikkona, Iréne Jacob, fer með hlutverk Veróniku og gerir það meistaralega og er hún vel að Guhpálmanum komin sem hún fékk á kvikmyndahátíðinni í Fe- neyjum fyrir leik sinn í myndinni. -HK DV-myndbandalistiim Hin ágæta kvikmynd, Boyz N the Hood, sem nánar er fjallað um hér á siðunni, fer beint í sjöunda sætið á listanum þessa vlkuna. Á myndinni er aðalpersóna myndarinnar, Tre (Cuba Gooding, jr.), og vinur hans, Ricky (Morris Chestnut). 1 (1) The Last Boyscout 2 (4) Father of the Bríde 3 (3) Pure Luck 4(2) JFK 5 (5) Deceived 6(7) MyGirl 7 (-) BoyzNtheHood 8 (10) Once upon a Crime 9 (6) Dead again 10 (8) The Lawnmower Man 11 (9) Freejack 12 (11) True Identity 13 (-) Bingo 14 (-) What about Bob? 15 (14) Rocketeer Atök í hverfinu BOYZ N THE HOOD Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Singleton. Aöalhlutverk: lce Cube, Cuba Gooding, jr. Morris Chestnut og Larry Fishburne. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 107 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Boyz N the Hood er fyrsta mynd hins unga leikstjóra John Single- ton. Er kominn fram á sjónarsviðið leikstjóri sem vert er að fylgjast með. Myndin er meöal bestu kvik- mynda frá byijenda í langan tíma, spennandi og dramatísk en fyrst og fremst mannleg. Kvikmynd Singletons leiðir hug- ann að öðrum svörtum og reiðum kvikmyndagerðarmanni, Spike Lee. Þrátt fyrir að þeir fjahi um sama efni, Úfsstrit blökkumanna, þá nálgast þeir viðfangsefnið á ólík- an hátt. Ef Spike Lee ræður enn sem komið er meira yfir möguleik- um kvikmyndavélarinnar þá verða persónur Singletons mun mann- legri í meðförum hans og hann gef- ur þeim meiri möguleika. $fl££H9É í byrjun myndarinnar kemur fram að svartir menn eru mun oft- ar myrtir en hvítir og að það eru svartir sem drepa svarta. Með þetta að leiðarljósi reynir faðir Styles, sem er aöalpersónan, að ala upp son sinn í hverfi þar sem leið ungl- inganna liggur oftast í eitthvert glæpagengi. í myndinni fylgjumst við meö nokkrum persónum í bhöu og stríðu og örlögum þeirra, per- sónum sem tengjast Styles en þrátt fyrir skhjanlegt hatur, sem kemur upp í Styles, sleppur hann heih aö þvi er virðist í gegnum erfitt tíma- bil. Singleton er í mynd sinni að segja frá atburðum sem hann þekkir frá eigin uppeldi. Persónur hans veröa lifandi í meðförum ágætra léikara og áhorfandanum er ahs ekki sama um þær, ólíkt því sem var th að mynda í New Jack City sem einnig fjallaði um hverfaátök í hverfi svartra. Mynd á borö við Boyz N the Hood getur ekki leitt annað en gott af sér. Það er ekki beint verið að ásaka hvíta kynstofninn en sagt réttilega að ástæður séu fyrir því að hvítir vilji hafa svarta sér. En það sé aftur á móti sök svartra sjálfra að þeir skuh vera að berja hverjir á öðrum og þaö sé einmitt þaö sem hvítir vilji. -HK Fallglæpaforingja BILLY BATHGATE Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Robert Benton. Aóalhlutverk: Dustin Hoffman, Nicole Kidman, Loren Dean og Bruce Willis. Bandarisk, 1991 -sýningartimi102min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þrátt fyrir að mikið úrval hæfi- leikafólks standi að gerð Billy Bathgate er ekki nema um míðl- ungsgóða mynd að ræða sem hald- ið er á floti af stórgóðum leik Dust- ins Hofiman. Myndin gerist á fyrri hluta aldar- innar. Bihy Bathgate (Loren Dean) er götustrákur sem sér draum sinn rætast þegar hann fær vinnu hjá glæpaforingjanum Dutch Schultz (Dustin Hoffman). Dutch er að missa tökin á starfsemi sinni um leið og réttarhöld yfir honum standa fyrir dyrum. Bathgate fær það verk að gæta unnustu hans, Drew Preston (Nicole Kidman), sem Dutch „erföi“ eftir besta vin sinn sem hann lét drepa þegar hann komst að því að sá haföi svik- ið hann. Dustin Hoffman sýnir mikh th- þrif og gnæfir yfir aha aðra. Það er aðeins Steven Hih í hlutverki gjaldkera Dutch sem vert er að minnast. Bruce Wilhs leikur htið hlutverk vinar Dutch og er hálf- vandræðalegur og sá mikh kyn- þokki, sem á aö streyma frá Drew, skhar sér ekki í meðförum Nicole Kidman á persónunni. í hehd er Bihy Bathgate ahs ekki slæm mynd en heföi átt að geta verið mun betri. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.