Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992.
3
Fréttir
Efnahagskreppan í Færeyjum:
ísland er á sömu leið
- segir Eiríkur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar í Færeyjum
„Mér finnst á öllu að ísland sé
hægt og sígandi að fara sömu leið
og Færeyjar. Færeyjar eru svo litl-
ar að svona efnahagskreppa kemur
mjög fljótt og hart fram og er að
sama skapi fljótari að ganga yfir.
Ég er sannfærður um að ísland er
á sömu leið en þar mun þetta taka
lengri tíma,“ segir Eiríkur Þor-
valdsson, framkvæmdasljóri
Mjólkavirkisins, sem er nokkurs
konar Mjólkursamsala Færeyja.
Eiríkur er íslendingur en hann
hefur búið í Færeyjum í 14 ár og
er giftur færeyskri konu. Hann seg-
ir gott að búa í Færeyjum en nú
sé mikil svartsýni í fólki.
„Þessi kreppa hefur tekið allt loft
úr fólki. Það virðist allt áræði búið
og fnnnkvæði dautt. Þetta byxjaði
á því að ætið í sjónum hvarf, svart-
fuglinn fór og lítið veiddist af grind.
Svo einn dag var fiskurinn bara
horfinn. Gamlir sjómenn héma
segja að svona gerist tvisvar til
þrisvar á öld. Nú virðist ætið hins
vegar komið aftur og lundinn er í
aukningu svo ég hef trú á því að
fiskurinn komi aftur og allt falli í
rétt horf. Ég vona bara að fólk hafi
þá lært af þessu og hætti að bruöla
og fari að hfa af því sem fæst,“ seg-
ir Eiríkur.
Hann segir sjálfstæði Færeyja
ekki ofarlega í hugum manna núna
þó að óánægja ríki yfir sjáifræðis-
sviptingunni.
„Fólk er fyrst núna að jafna sig
eftir áfallið. Það vissu allir að eitt-
hvað þurfti að gera til að koma lagi
á efnahagslífið en það er skömm-
ustulegt yfir því að ekkert gerðist
fyrr en utanaðkomandi aðilar gripu
inn í máhð. Fólki finnst réttast að
koma öhum stjómmálamönnum
landsins fyrir á eyðieyju og henda
til þeirra mat öðm hveiju. Annars
er ekki hægt að kenna neinum ein-
um einstaklingi um ástandið. Þetta
er skriða sem fer af stað, vítahring-
ur sem erfitt er að losna út úr,“ seg-
irEiríkur. -ból
Eiríkur Þorvaldsson er Islendingur sem hefur verið búsettur I Færeyjum 114 ár. Hann segir að fólk sé rétt
aðjafnasigáfréttumundangenginnadaga. ___ „
DV-mynd bol
„Mér finnst ungt fólk hugsa mikið um ástandið í landinu en það veit ekki
hvað er til ráða,“ sagði Jannie sem er 16 ára og vinnur við að passa börn
í Þórshöfn. Hún segist þó ekki hafa áhyggjur af sinni framtíð, alia vega ekki
i bili, því hún komi til með að halda vinnunni enn um sinn. DV-mynd ból
Það er ekki bara ríkissjóður Færeyja sem stendur illa. Sveitarfélög lands-
ins eru vel flest komin að gjaldþroti. Á þessu grafi má sjá hvernig skuldir
sveitarfélaganna hafa aukist síðustu árin á meðan tekjur þeirra hafa farið
minnkandi.
Nýstofnaður atvinnuleysistryggingasjóður Færeyja:
Riðar á barmi
gjaldþrots
„Ef atvinnuleysi eykst eins hratt
og það hefur gert hingað til þá stefnir
í að atvinnuleysistryggingasjóður
landsins, sem settur var á stofn fyrir
einungis um tveimur mánuðum, fari
á hausinn innan tíðar. Áður fyrr fékk
fólk ekki greiddar atvinnuleysisbæt-
ur ef það missti vinnu sína og það
var ekki fyrr en fólk haíði misst aht
ofan af sér sem það fékk einhverja
félagslega hjálp. Ég má ekki til þess
hugsa að ástandið verði aftur eins
og þá,“ segir Ingehorg Vinther, for-
maður Verkamannasambands Fær-
eyja, en hún situr einnig í stjóm hins
nýstofnaða Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs Færeyja.
Ingeliorg segir ástandið í atvinnu-
málum vera verst á Suðurey og á
norðureyjunum þaðan sem margir
hafa nú þegar flutt í burtu.
„En hvert á fólk að fara? Það er
atvinnuleysi ahs staðar á Norður-
löndum. Verst af öhu er að fjármála-
ráðherra okkar, Jógvan Sundstein,
og lögmaður, Ath Dam, halda því
ennþá fram að allt sé í lagi og að
þeir stjómi landinu þegar þaö er í
raun danska stjómin. Við höfum
færst aftur á nýlendutímann og það
er alveg Ijóst að við getum gleymt
sjálfstæðiskröfum okkar núna. Það
em margir sem segja að danska
stjómin hafi tekið við og að lands-
stjómin geti bara farið heim, hún
hafi ekkert að gera lengur,“ segir
Ingeborg.
Um 7.500 manns af um 47 þúsund
íbúum Færeyja em í Verkamanna-
sambandinu. Ingeborg segir að at-
vinnuleysi í röðum meðlima sé mikið
eða um 10-15 prósent og um 80 pró-
sent vinni ekki fulla vinnuviku.
„Þetta er ófaglærða fólkið með
Ingeborg Vinther, formaður Verka-
mannasambands Færeyja, segir
landsstjórnina ekki viðurkenna að
Færeyjar séu orðnar að nýlendu á
nýjan leik.
lægstu launin. Þetta fólk á erfitt og
það getur ekki tekið við meiri byrð-
um. Það er ekki nóg að færeyskir
skattborgarar hafi borgað ahar þær
skuldir sem hafa falhð á ríkissjóð
vegna ábyrgða á fiskiskipum og
frystihúsum sem hafa farið á haus-
inn. Nú eigum við líka að fara að
borga þær 500 mihjónir sem þurfti
til að bjarga Sjóviimubankanum. Það
hafa allir misst trúna á stjórnmála-
menn landsins og fólki finnst það
hafa verið svikið," segir Ingeborg.
Hún segir að mikið starf sé fram-
imdan í Verkamannasambandinu í
vetur. „Við munum ekki taka á okk-
ur kjaraskerðingu. Ef það á að gerast
þá fórum við í gang og þá útiloka ég
ekki verkfah," segir Ingeborg. -ból
Fyrirsjáanlegt gjaldþrot Sjóvinnubankans varð upphafið að því að dönsk
stjórnvöld tóku í taumana og fyrirskipuðu færeysku landsstjórninni að grípa
til raunhæfra aðgerða í efnahagsmálum sínum. DV-myndir ból
Sódóma Reykjavík:
Mjög góð aðsókn
„Rúmlega 6500 manns höfðu séð
Sódómu um helgina og við erum
auðvitað mjög ánægðir með viðtök-
umar enda held ég að engin kvik-
mynd hérlendis hafi fengið slíka
aðsókn fyrstu dagana,“ sagði Ing-
var H. Þórðarson, annar fram-
leiðslustjóra Sódómu, í samtah við
DV.
Sódóma Reykjavík var frumsýnd
sl. fimmtudagskvöld og er nú sýnd
í þremur kvikmyndahúsum í
Reykjavík.
-GRS
Ólafsíjörður:
Sigurbjörgin braut tvo báta
Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Tveir þilfarsbátar eru ónýtir eftir
harkalegan árekstur við togarann
Sigurbjörgu en áreksturinn varð í
höfninni á Ólafsfirði sl. föstudags-
kvöld.
Þegar verið var að færa Sigur-
björgu tókst ekki betur th en svo að
skipið festist í bakkgír og sigldi tog-
arinn á bátana tvo sem eru 10 og 11
tonn. Togarinn lenti fyrst á öðrum
þeirra og mölbraut hann með þeim
afleiðingum að hann sökk. Síðan fór
togarinn á hinn hátinn og hann
skemmdist einnig mjög mikið og er
jafnvel talinn ónýtur einnig. Bátnum
sem sökk var náð upp með aðstoð
krana en hinum var siglt upp í fjöru.