Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. 5 Fréttir Ragna Bergmann, formaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar: Þref alt fleiri konur atvinnulausar en áður - sé ekki hvað bíður þeirra kvenna sem nú eru atvinnulausar „Það verða sennilega 86 konur sem fá greiddar atvinnuleysisbætur hér á fóstudaginn kemur. Það hefur aldrei verið svo mikið atvinnuleysi hjá okk- ur á þessum árstíma," sagði Ragna Bergmann, formaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar í Reykjavík, þegar hún var spurð um atvinnu- leysi meðal félagskvenna í Fram- sókn. „Það hefur oft verið erfitt á sumrin en í byrjun september og október hefur atvinnuleysið alltaf hrapað niður í 27 til 30 konur. Nú eru þre- falt fleiri konur án atvinnu en áður hefur verið á þessum tíma. Það er annað að verða áberandi hjá okkur - en það virðist vera mikið um að stúlkur séu að flytja utan af landi í von um atvinnu hér í Reykjavík. Mikið af þeim nýjum skýrslum, sem eru að berast okkur, eru einmitt utan af landi," sagði Ragna Bergmann. Hún sagði enga vinnu að fá í Reykjavík og því væri ekkert fyrir atvinnulaust fólk á landsbyggðinni að sækja í til höfuðborgarinnar. Ragna sagði að eldri konur og þær yngstu væru frekar atvinnulausar en aðrar konur. „Það er verið að tala um að setja peninga í vegagerð, skipasmíðaiðn- aðinn og fleira. Mér finnst ekki nóg gert fyrir konur. Jóhanná Sigurðar- dóttir er búin að veita milljónir til atvinnubyggingar fyrir konur á landsbyggðinni. Mér finnst að það þurfi að skapa ný atvinnutækifæri fyrir konur hér í Reykjavík,“ sagði Ragna Bergmann. Hún sagöist vita að margir ungir menn ættu erfitt - ekki síður en kon- ur. - En hvemig líst þér á veturinn? „Mér líst illa á þetta allt. Staðan í þjóðfélaginu er þannig. Ég á eftir aö skoða íjárlögin betur og ég á því eftir að sjá hvað í þeim felst. Það sem mest mæðir á hjá mér eru eldri kon- urnar og þær yngstu. Hvar lenda þær? Hvað verður um þessar konur? Við verðum að vona að þetta lagist. Ég sé ekki hvar þær konur sem eru atvinnulausar lenda, ég sé það ekki,“ sagðiRagnaBergmann. -sme Konráð Valsson, atvinnúLaus Reykvikingur sem ætlar úr landi: Getur ekki verið verra en þetta - má ekki hætta að vona - sagði Ástríður Kristjánsdóttir sem hefur verið án atvinnu í tæpt ár „Ég hef verið atvinnulaus frá því í janúar. Ég hef sótt um mörg störf en án nokkurs árangurs. Það er hrikaleg tilfinning að vera svo lengi án atvinnu. Það hlýtur að vera ein- hverjum um að kenna. Stjórnmála- menn hafa sóst eftir að ráða þessum málum og því hlýt ég að kenna þeim um hvemig þessu er komið,“ sagði Konráð Valsson þegar hann kom frá því, eitt skiptið enn, að skrá sig at- vinnulausan. Konráð starfaði á bílaverkstæði en hann segist ekki vera lærður bifvéla- virki. Konráð býr í foreldrahúsum. „Ég ætla úr landi um áramótin fái ég ekki atvinnu. Ég veit að það er erfitt um atvinnu víðar en hér á landi en það getur ekki verið minni von annars staðar en hér á landi - því hér virðist ekkert að fá,“ sagði Kon- ráð Valsson. Konráð segist ekki geta verið bjart- sýnn þegar daglega berast fréttir af uppsögnum og erfiðleikum, jafnvel hjá þeim fyrirtækjum sem hann hélt vera sterk fyrir. „Ég hef verið atvinnulaus í tæpt ár. Ég hef sent fjöldann af umsóknum eftir störfum en ekkert fengið. Ég er gift og á tvö börn. Maðurinn minn er bílstjóri og hann hefur getað auk- ið sína vinnu - það hefur bjargað miklu fyrir okkur,“ sagði Ástríður Kirstjánsdóttir þegar hún var að koma frá því að láta stimpla sig á Ráðningaskrifstofu Reykjavíkur. Ástríður var bókari áður en hún missti atvinnuna. Hún er með menntun úr Skrifstofu- og ritara- skólanum. „Á vissan hátt finnst mér eins og mér hafi verið hafnað. Ég er þyngri, því er ekki að neita. Það vantar þenn- an félagslega þátt - það er að vera í vinnu. Það léttir ekki á mér að heyra um sífellt meira atvinnuleysi - en það þýðir ekki að hætta að vona,“ sagði Ástríður Kristjánsdóttir. „Ég var að láta skrá mig atvinnu- lausan. Þetta er varla nema sex mán- aða vinna nú orðið. Atvinnuleysiö skellur fyrr á okkur nú en áður og að auki var minni vinna í sumar en áður hefur veriö,“ sagði Borgar Skarphéðinsson, vörubílstjóri á Þrótti, en Borgar var að skrá sig at- vinnulausan í gær. Við erum fjögur í heimili. Konan er í vinnu en eigi að síður sjáum við fram á samdrátt á okkar heimili," sagði Borgar. -sme Borgar Skarphéðinsson vörubíl- stjóri. Hann segist sjá fram á sam- dráttarskeið hjá sér. Vinna vörubíl- stjóra hefur dregist mikið saman, segir Borgar. DV-myndir GVA Astriður Kristjánsdóttir þegar hún mætti á Ráðningaskrifstofuna í gær. Hún hefur verið án vinnu í tæpt ár. Atvinnulausir verslunarmenn í Reykjavík: 10% aukning á hálf um mánuði - úr 400 manns í 430 til 440 - segir Þorgerður Sigurðardóttir VR Mikið atvinnuleysi er meðal fé- lagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Fyrir hálfum mánuði fengu rétt um 400 manns greiddar atvinnuleysisbætur hjá Verszlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Þorgerður Sigurðardóttir, starfsmaður VR, seg- ir að næst þegar bætur verða greidd- ar, það er næsta mánudag, fái 430 til 440 manns greiddar bætur - það er um tíu prósent fleiri en fengu greitt fyrir rúmri viku. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélag Akraness, segir að í hans félagi séu 134 atvinnulausir. í ágúst var ástandið enn verra en þá voru um 170 atvinnulausir. Hervar tók fram að í þessar tölur vantaði uppsagnirnar á Grundartanga - en þar var 38 mönnum sagt upp. Hervar hafði ekki enn fengið að vita hversu margir af þeim sem sagt var upp á Grundartanga væru félagar í Verka- lýðsfélagi Akraness. „Ég sé ekkert framundan sem kem- ur til með að bæta úr þessu ástandi," sagðiHervarGunnarsson. -sme f THEFNI35 ÁRA AFMÆLIS S. WAAGE SF. VEITUM VIÐ 20% afslátt AF ÖLLUM VÖRUM í VERSLUNUM OKKAR DAGANA 13. OG 14. OKTÓBER. Binni bangsi úr brúöubílnum kemur /—— í heimsókn í verslunina í í Kringlunni báða dagana S milli kl. 15 og 16. 1 p STEINAR WAAGE ,rf> STEINAR WAAGE >T SKÓVERSLUN Jjfr* SKÓVERSLUN S 1 “ ' 1 8 5 19 -pv S i M 1 6 8 9 2 1 2 V- oppskórinn VELTUSUMDI • SjMI: 21212

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.