Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992.
Útlönd
Björgunarmenn i Kaíró verða að róta í rústunum með berum höndum vegna skorts á vinnuvélum. Gífurlegar skemmdir hafa orðið i borginni þrátt fyrir
að jarðskjálftinn hafi verið innan við 6 stig á Richter. Yfirvöld segja að 340 hafi farist en jafnframt er tekið fram að sú tala kunni að hækka. Talið er að
þúsundir manna hafi slasast. Simamynd Reuter
Versti jarðskjálfti 1 sögu Egyptalands ríður yfir höfuðborgina Kaíró:
Skólabörn tróðust til
bana eftir skjálftann
skjálftinn var vægur en flöldi húsa hrundi til grunna og hundruð fórust
Björgunarmenn í Kaíró í Egypta-
landi segja aö í það minnsta 340
manns hafi farist í öflugasta jarö-
skjálfta sem riðið hefur yflr landið í
manna minnum. Enn eru þó endan-
legar tölur um látna ekki komnar
fram og verða ekki ljósar á næstunni.
Skjálftinn var tiltölulega vægur en
tjóniö samt óskaplegt. Heilu skýja-
kljúfamir hrundu til gnmna og
ótölulegur íjöldi húsa skemmdist
meira og minna. í Kaíró búa um 12
milljónir manna. Talið er að ekki
færri en 4000 manns hafi slasast.
Jarðfræðingar segja að skjálftinn
hafi mælst á bilinu 5,3 til 5,9 á Richt-
er.
Margir létust í troðningi þegar
skelfmgu lostið fólk reyndi að ryðja
sér braut út úr hrundum húsum.
Þannig segja björgunarmenn að
fjöldi skólabama hafi farist í troðn-
ingi þegar skólahúsið hálfhrundi. Því
hafi ekki færri látist í óreiðunni aö
skjálftanum loknum en í honum
sjálfum.
Upptökin voru um 30 kílómetra
suðvestan borgarinnar. Óttast var að
Aswan-stíflan ofar í Nílardalnum
hefði laskast en svo reyndist ekki
vera. Verði stíflan fyrir skemmdum
má búast við miklum hörmungum í
Kaíró og víðar við Níl vegna flóða.
Píramídamir miklu em að sögn
óskemmdir eftir náttúruhamfarirn-
ar.
Björgunarstörf ganga mjög illa í
Kaíró. Sagt er að björgunarmenn
róti í rústimum með bemm höndum
vegna þess að skortur er að stórvirk-
um vinnuvélum. Sími og rafmagn er
og úr lagið gengið og torveldar það
skipulagningu björgunarstarfanna.
í morgun tókst að bjarga mörgum
ur rústum 14 hæða fjölbýlishúss sem
jafnaðist viö jörðu. Björgunarmenn
segja að enn séu góðar vonir um aö
finna fleiri á lífi því fólk hafi lokast
inni í hálfhrundum húsum án þess
að slasast.
Atef Sedki forsætisráðherra sagði
í morgun að stjóm sín hygðist ræða
á neyðarfundi hvort beðið yrði um
aðstoð alþjóölegra hjálparstofnana.
Hosni Mubarak forseti kom heim í
skyndingu í gær en hann var á
flokksþingi kommúnista í Kína.
Reuter
SÞ viðurkenna
mistöksíni
Sómalíu
Sameinuðu þjóðimar hvöttu
Vesturlönd í gær til þess að styöja
eitt hundraö daga neyðaráæflun
til að draga úr hungursneyðinni
í Sómalíu og bjarga um milljón
sveltandi Ibúum landsins frá
bráðum bana, Á sama tíma viöur-
kenndu samtökin að þau hefðu
ekki brugðist tímanlega við
neyðarástandinu þar.
Starfsmenn hjálparstofnana
segja að um eitt þúsund manns
látist á degi hverjum í Sómalíu.
„Við vitum að neyðin er gífur-
leg og að við erum að gjalda van-
rækslu okkar,“ sagði Mohamed
Sahnoun, sérstakur fulltrúi
framkvæmdastjóra SÞ í málefn-
um Sómalíu, á ráðstefnu í Genf í
Sviss. . Heuter
Flokksþmg kommúnista í Kína:
Efnahagsumbótum hraðað
Kommúnistaflokkur Kína veitti
Deng Xiaoping, æðsta leiötoga lands-
ins, yfirgnæfandi stuðning við að
hraða efnahagsumbótum í anda
markaðshagkerfisins á fyrsta degi
flokksþingsins í gær. Þingið er hið
fyrsta frá hruni kommúnismans í
Sovétríkjunum.
Þingfulltrúar lögðu blessun sína
yfir áætlanir Dengs þar sem notast á
við öll tæki kapítalismans, allt frá
hlutabréfamörkuðum til húsnæðis-
markaðarins. En á sama tíma gerðu
þeir lýöum ljóst að ekki yrði nein
breyting á einsflokkskerfinu.
Jiang Zemin, aðalritari flokksins,
lýsti í ræðu sinni yfir endalokum
rúmlega íjögurra áratuga miðstýr-
ingar í anda Stalíns og sagði að eina
leiðin til að bjarga ríkisiönaðinum,
Jiang Zemin, aðalritari kínverska
kommúnistaflokksins, segir rangt aö
efast um flokkinn. Símamynd Reuter
sem væri að hruni kominn, væri að
etja honum út á markaðina.
Þeim Kínverjum, sem þrá póhtísk-
ar breytingar í takt við bættan efna-
hag, var þó lítil huggun í ræðu for-
mannsins þar sem hann dustaði ryk-
ið af orðfæri harðlínumanna.
„Það væri fullkomlega rangt og
skaðlegt hveijum og einum að efast
um, veikja eða afneita valdastöðu
flokksins og forustuhlutverki hans,“
sagði hann.
Til að undirstrika orð sín enn frek-
ar minntist hann hersveitanna sem
tóku þátt í fjöldamorðunum á lýð-
ræðissinnuöum námsmönnum á
Torgi hins himneska friðar í júni
1989 og sór þess eið að hart yrði tek-
ið á óróa í framtíðinni.
Reuter
Langar biðraðir
Grænlands
Vegna skorts á starfsfólki á
sjúkrahúsi Ingiríðar drottningar
i Nuuk, helsta sjúkraliúsi Græn-
lands, hafa rayndast langir bið-
listar sjúklinga.
Um þessar mundir bíða 686
manns eftir að komast í skurðað-
geröir á sjúkrahúsinu í Nuuk á
sama tíma og 660 sjúklingar bíða
eftir aö komast í aðgerð á ríkis-
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Ove Rosing Olsen, sem fer með
heilbrigðismál innan heima-
stjórnarhmar, lagöi fram neyð-
aráætlun fyrir sjúkrahúsið á
fostudag þar sem gert er ráö fyrir
að loka 28 sjúkrarúmum til viö-
bótar þann 15. október, auk þess
sem tilflutningur veröur innan
stofnunarinnar. Bæði læknar og
hjúkrunarfræðingar hafa fallist á
neyðaráætlunina.
Þann 1. desember næstkomandi
kemur til með að vanta 27 hjúkr-
unarfræðinga og 25 sjúkraliða á
sjúkrahúsið.
Madonnaklippt
kantahjáBBC
Breska sjónvarpið, BBC, ætlar
að koma íyegfyrir að áliorfendur
blygðist sín með því að beita
skærunum allótæpilega ó nýjasta
tónlistarmyndband söngkonunn-
ar Madonnu. Myndband þetta
þykir í æsilegra lagi.
Myndband Madonnu er sjö
mínútna langt en þegar skæra-
meistarar BBC hafa farið hönd-
um um það verður það aðeins
þrjár mínútur. Og þannig verður
það sýnt í vinsælum poppþætti á
fimmtudag.
Að sögn talsmanns sjónvarps-
þáttarins verða engin nektarat-
riöi send út né neitt þvíumlíkt.
Myndbandið er af laginu
„Erotica" sem er í ellefta sæti
breska vinsældalistans.
Sígarettufirma
kaupirmeiri-
hlutaFreiu
Marabou
Bandaríska risafyrirtækið
Phibp Morris sigraði í kapp-
hlaupinu um rúman helming
stærsta súkkulaðiframleiðanda
Norðurlanda, hið norska Preia
Marabou, í gær. Sigarettufram-
leiðandinn, með meiru, hafði bet-
ur en helsti keppinauturinn,
Hershey Foods.
Þrír stærstu hluthafarnir í
Freiu, sem eiga samtals 54,9 pró-
sent, sögðu að þeir hefðu fallist á
tilboð Kraft General Foods, und-
irdeíldar Philip Morris. Amer-
íska fyrirtækið metur hið norska
á tæpa níutíu milljarða króna.
ISiescu hélt
forsetastólnumi
Rúmeníu
Ion Iliescu, forseti í Rúmeníu,
hélt velli í síðari umferö forseta-
kosninganna sem fór fram á
sunnudag. Iliescu fékk rúm 61
prósent atkvæða en andstæðing-
ur hans, Emil Constantinescu,
fékk rúm 38 prósent. Constantin-
escu játaði ósigur sinn í gær og
sagði að úrslitin sýndu að taka
þyrfti tillit til stjórnarandstöö-
unnar.
í þingkosningum, sem fram
fóru 27. september, fékk flokkur
forsetans flest atkvæði en náði
þó ekki hreinum meirihluta. Þvi
er búist við að erfitt gæti reynst
að mynda starfliæfa tíkissfj óm.
Kosningarnar fóru friösamlega
fram. RltzauogReuter