Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augíýsingar - Áskríft - Dreifing: $imi 63 27 0©
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992.
Lára Halla
þekkir ekki
læknalögin
Röntgentæknar:
Tilboði haf nað
Þrettán röntgentæknar af sextán á
Borgarspítala og forráöamenn spítal-
ans hafa enn ekki náð samkomulagi.
Röntgentæknar lögðu fram tilboð um
að vinnutími þeirra yrði óbreyttur
þar til gerður yröi nýr kjarasamning-
ur og það yrði gert fyrir 1. nóvemb-
er. Tilboðinu var hafnaö.
Þrír röntgentæknar, sem btu á
breyttan vinnutíma sem uppsögn,
hafa fengið yflrlýsingu um óbreyttan
vinnutíma og eru því komnir aftur
til starfa. -sme
Harðurárekstur
vegna hálkunnar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Harður árekstur varð á Ólafsfjarö-
arvegi í gær á móts við Baldurs-
heima. Þar skullu saman tvær bif-
reiðar og var ástæðan sú að önnur
rann yfir á rangan vegarhelming í
hálku sem var á veginum.
Einn farþegi var í hvorri bifreið
auk ökumanns, og voru ailir fjórir
fluttir á sjúkrahús á Akureyri. Að
sögn lögreglu voru meiðsli ekki al-
varleg nema hjá öðrum farþeganna
sem mun hafa hlotið beinbrot og
önnur meiðsli. Bifreiðarnar eru báð-
ar mjög mikið skemmdar.
LOKI
Varekki einfaldara að
skilja eftir ökuskírteinið?
- - segir landlæknir
Lára Halla Maack, réttargeðlæknir
á geðdeild Landspítalans, hefur kært
Ólaf Ólafsson landlækni til siða-
nefndar læknafélagsins fyrir að hafa
misbeitt valdi sínu gagnvart sér.
Landlæknir hafði vítt Láru Höllu
fyrir umrnæh sem hún lét falla um
starfsfólk og sjúklinga að Sogni. Hún
segir aö ummælin hafi verið blákald-
ar staðreyndir.
„Henni er fijálst að kæra en ég
held að hún geri sér ekki Ijósa grein
fyrir vandamálinu sem hér er á ferð-
inni. Það er leitt hvað hún þekkir illa
læknalögin sem jafnframt eru lands-
lög. Öllum læknum, nema henni, er
ljóst að þeir geta ekki tjáð sig um
íSjúklinga sem þeir hafa hvorki rann-
sakað né séð. Hún talar auk þess
niðrandi um starfsfólk á Sogni en
gætir þess ekki að meðferðaheimilið
er byggt upp af lækni sem hefur
stjómað einni stærstu svona deild í
Skandinavíu í 25 ár. Margir af
starfsliðinu hafa auk þess verulega
reynslu af meðferö geðsjúkra og ó-
sakhæfs geðsjúks fólks,“ segir Ólaf-
ur. -ból
„Meginforsenda stöðugleikans er
gengisfesta," sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra í stefnuræöu
sínni í gærkvöldi. Hann sagði að
erfið staða sjávarútvegs væri engin
rök fyrir gengisfellingu því að
raungengið hefði ekki hækkað þeg-
ar á allt dæmið væri litið. Sam-
keppnisstaðan heíöi ekki versnað.
En Steingrímur Hermannsson (F)
sagði að „leiðrétta" yrði gengiö sem
væri vægasí sagt afai- veikt. Skrá
ætti gengið „rétt“ til stuðnings at-
vinnu og atvinnuvegum. Stein-
grimur sagði að þröngva yröi vöxt-
um niöur með handafli.
Jón Sigurðsson ráðherra lagðist
gegn gengisfellingu og valdboði i
vaxtamálum. Hann og fleiri ræddu
„sænsku leiðina", samvinnu
stjórnar og stjómarandstöðu í
glimu við efnahagsvandann. AI-
þýöubandalagið og Halldór Ás-
grímsson (F) mæltu fyrir breiðara
samstarfi viö lausn vandans. For-
sætisráðherra kvaðst reiðubúinn
að ræða viö hvem sem væri, En
Tómas Ingi Olrich (S) kallaði boð
Alþýöubandalags um samvinnu
„leiksýningu".
Ólafur Ragnar Grimsson (Ab)
sagði að ftokkur sinn hefði undir- :
búið tilboð um samvinnu gegn
efnahagsvandanura áður en fréttir
hefðu borist um slíka samvinnu í
Svíþjóð. Ýta yrði til hliðar þröngum
hagsmunum flokka. Guöný Guð-
björnsdóttir (K) kvaöst sammála
ríkisstjórninm um að halda geng-
inu fiistu „eða því sem næst“.
Veturínánd:
Skafrenningur
á Norðurlandi
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu íslands í morgun var vægt
frost eiginlega um allt land. Norðan-
áttin er hins vegar býsna þurr þann-
ig aö ekki snjóaði nema á Norðaust-
urlandi. Á morgmi á norðanáttin að
ganga niður og á fimmtudag eða
fóstudag er búist við hlýnandi veðri.
Að öðru leyti verður veður bjart og
fallegt um mestallt land þegar líður
á morgundaginn.
Hjá Vegaeftirlitinu fengust þær
upplýsingar í morgun að allir helstu
vegir væru enn vel færir. Hálka hefði
þó myndast á vegum á Vestfjörðum
og Norðurlandi og skafrenningur
hefði gert vart við sig í Þingeyjarsýsl-
um. Hálendisvegir munu hins vegar
vera orðnir varhugaverðir.
-kaa
Árekstur 1 gærkvöldi:
Stakk af en náðist |
er bíllinn gafst upp r
Ökumaður, sem grunaður er um
ölvun við akstur, stakk af frá árekstri
sem varð við Bústaðaveg í gær-
kvöldi. Við áreksturinn varð stuðari
og skráningarplata bíls hans eftir á
vettvangi. Nokkru eftir að ökumað-
urinn yfirgaf vettvang tók lögreglan
í Hafnarfirði manninn í Engidal við
Hafnargörð. Hann var þá fótgang-
andi og hafði bíll hans gefist upp.
Vatnskassinn lak og ofhitnaði vélin.
Maðurinn var í gæslu lögreglunnar
í morgun og verður málið rannsakað
í dag. Hafnarfjarðarlögreglan tók tvo
aðra ökumenn sem grunaðir eru um
ölvunarakstur og því óvenjumargir
teknir fyrir slíkt á mánudagskvöldi.
-ÓTT
Skákmótið í Tilburg:
Stórmeistaramir Margeir Péturs-
son og Jóhann Hjartarson skildu
jafnir í seinni skák sinni á stórmót-
inu í Tilburg í Hollandi í gær. Jó-
hann, sem hafði hvítt, komst ekkert
áleiðis gegn öruggri vöm Margeirs
og sömdu þeir um jafntefli eftir 42
leiki.
Margeir vann fyrri skák þeirra fé-
laga á sunnudag og verður því í hópi
32 skákmanna sem halda áfram
keppni en Jóhann er úr leik. í 3.
umferð, sem hefst á morgun, teflir
Margeir við enska áskorandann Nig-
el Short eða ástralska stórmeistar-
ann Ian Rogers. Einvigi þeirra lauk
1-1 og þurfa þeir að skera úr um það
með bráðabana í dag hvor mætir
Margeiri.
Margir kunnir kappar tefla á mót-
inu enda er til mikils að vinna.
Fyrstu verðlaun nema 100 þúsund
gyllinum eða tæpum 3,4 millj. ísl.
króna. -JLÁ
26 ára verkamaður lést samstundis er hann féll af vinnupalli á 12. hæð
nýbyggingar við Árskóga 6 i Mjóddinni sfðdegis i gær. Hann var að losa
vinnupall frá, sem festur var i krana, þegar slysið varð. Maður í bygging-
arkrana var i talstöðvarsambandi við manninn stuttu fyrir slysið en enginn
varö þó sjónarvottur að þvi. Eitthvert kast er talið hafa komið á vinnupall-
inn með manninum I þannig að hann féll niður. Ekki er unnt að greina frá
nafni hins látna að svo stöddu. DV-mynd Sveinn
Ryksöf nun olli eldi í sjónvarpi
Eldur kviknaði í sjónvarpi þegar
verið var að horfa á spennumynd í
íbúð í Smiðshúsi í Grafarvogi í gær-
kvöldi. Að sögn slökkviliðs var tækið
í eldra lagi og er talið að ryk hafi
verið farið að safnast fyrir í því. Eld-
urinn kviknaði án þess að sprenging
yröi.
Búið var að rjúfa straum af tækinu
þegar slökkvilið kom á staðinn.
Skemmdir urðu ekki verulegar en
þóeinhveijarafvöldumreyks. -ÓTT
Veðriöámorgun:
Slydduél á
Norðaustur-
og Austur-
Á hádegi á morgun verður
norðanátt, allhvöss eða hvöss
austast á landinu en mun hægari
vestanlands. Slydduél norðaust-
an- og austanlands en bjart veður
um sunnanvert landið.
Veðrið í dag er á bls. 28
ÖFenner
Reimar og reimskífur
Vtnulsen
SuAuriandsbraut 10. S. 680409.