Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992. Spumingin Ferð þú til útlanda að kaupa jólagjafir? Valdimar Sigfússon múrari: Nei, ég kaupi allt hér á landi. Elín Sigurðardóttir, nemi í HÍ: Nei, það held ég ekki en gæti hugsað mér það. Snæbjörn Adolfsson vélvirki: Nei, það geri ég örugglega ekki. Rúnar Bjarnason, fyrrverandi slökkviliðsstjóri: Nei, ég fer oft til útlanda en samt ekki til að kaupa jólagjafir. Ólafur Gústafsson lögmaður: Nei, ef ég ætti annað erindi á þeim tíma gæti það hugsast. Kristbjörg Marteinsdóttir lyfjatækn- ir: Nei, ég fer bara út til að skemmta mér en ekki til að kaupa jólagjafir. Lesendur Mannaveiðar Wiesenthal Bj.Bj. skrifar: Fjölmiðlamenn hafa um langt skeið virst vera handbendi Wiesenthal- stofnunarinnar. Þeir hafa dyggilega dreift áróðri hennar án innskota eða gagnrýni. Það að Wiesenthal-stofnunin held- ur því fram að dagurinn þegar lög- mannanefnd dómsmálaráðherra kynnti niðurstöður sínar „hafi verið íslandi og íslendingum til skammar“ lýsir best hugarfari þessara at- vinnu-„mannaveiðara“. Eg fyrir mitt leyti er stoltur af því að vera íslend- ingur og að ég skuh búa í landi þar sem yfirvöld láta ekki kúga sig af erlendum ofstækisseggjum. Dagur- inn var okkur til sóma. Wiesenthal-kapparnir ættu að snúa sér að eigin fólki, gyðingunum sem hafa stundað þjóðarmorð og landrán frá aröbum allt frá stríðslok- um. Þeir ættu að rannsaka glæpafer- il Begins, Shamirs og fyrrverandi félagsmanna Stem-hryðjuverkasam- takanna. Þar er af nógu að taka. Og hver myrti Folke Bemadotte? Það er staðreynd að það ber mest á áróðurs- öflum gyðinga þegar glæpaverk þeirra heima fyrir em í hámarki. Tilgangurinn er aö reyna að breiða yfir glæpi sína og að vekja samúð manna með þessari þjóð. Ég undrast að sjaldnast er minnst Bréfritari bendir starfsmönnum Wiesenthal-stofnunarinnar á að ránnsaka glæpaferil Shamirs, sem hér svarar spurningum fréttamanna, Begins og annarra fyrrverandi félagsmanna Stern-hryðjuverkasamtakanna. á að draga til ábyrgðar þá menn sem stóðu að stríðsglæpum sigurvegar- anna eða frömdu þeir e.t.v. enga glæpi? Var ekki verið að reisa styttu í Bretlandi af breskum hershöfð- ingja, „Bomber Harris“, sem stóð fyrir fjöldamorðum á almennum borgurum og flóttafólki í Dresden, Pforzheim og víða undir lok heims- styrjaldarinnar? Fáir virðast muna eftir þeim voðaverkum. Wiesenthal- menn ættu að snúa sér að því verk- efni hafi þeir ekki annað að gera. Framferði Wiesenthal-kappanna kyndir undir gyðingahatur á Vestur- löndum en það er víst ærið fyrir auk þess sem það eflir þjóðernishreyfing- ar í anda Adolfs sáluga. Wiesenthal-mannvinir! Skiptið ykkur ekki af innanríkismálum okk- ar íslendinga. Þið hafið úr nógu að moða heima fyrir. BirSð myndir og nöf n eiturlyfjasala Amma skrifar: Ég er orðin fullorðin kona sem hef liðið miklar sálarkvalir vegna eitur- lyflaneyslu afkomanda míns. Eins og margir fleiri byrjaði hann að fikta við þetta þegar hann var 15 ára. En það er auðveldara að ánetjast þessu eitri en að losna úr þvi aftur. Dreng- urinn var rekinn að heiman og eng- inn vildi hafa hann. Það endaði því með því að ég tók hann til mín. Þessi tími hefur verið martröð lík- astur. Það var átakanlegt að sjá ungl- inginn koma heim í alla vega, hræði- legu ástandi. Stundum kom hann ekki í 2-3 sólarhringa. Þá vissi ég ekkert hvar hann var, hvort hann var yfirleitt á lífi. Margar voru ferð- imar á Borgarspítalann í neyðarbíl þar sem dælt var upp úr honum. Hann lenti einnig í fangelsi og þau vom þung, sporin mín, þegar ég þurfti að fara til hans með það sem hann vanhagaði um. Eins og gefur að skilja fékk ég ekki mikinn svefn á þessum tíma. Ég kveið alltaf því sem koma skyldi. Drengurinn er greindur en flosnaði upp úr skóla. Hann er búinn að fara í meðferð nokkrum sinnum en allt kemur fyrir ekki. Það hefur verið reynt að koma honum aftur í skóla. En hann hefur alltaf falhð fýrir eitur- lyfjunum. Nú er ég búin að gefast upp og það er stúlkan hans líka. Eg vil að blöðin birti nöfn og mynd- ir af eiturlyfjasölunum. Slíkt er gert af minni ástæðu. Ég skil ekki hugs- anagang þessara manna sem vilja græða peninga á því að eyðileggja börnin okkar. Óhuggulegri hugsun- arháttur er ekki til. Þeir ættu að vita hversu margar sálir þeir bijóta niður þegar aðstandendur missa heilsuna af áhyggjum og andvökunóttum. Of beldi og afskiptasemi H.P. skrifar: Mikið er nú rætt um ofbeldi gagn- vart börnum, bæði heima og annars staðar. Ég hef sjálf orðiö fyrir slíkri reynslu í tvígang. I fyrra skiptið var drengurinn minn, þá sex ára, hlaupinn uppi af fullorðnum manni og rassskelltur í margra manna viðurvist. Sonur þessa manns óg minn höfðu lent upp á kant. Seinna bar maðurinn því við að hann hefði misst sfjóm á skapi sínu. Ekki fannst mér það réttlæta gerðir hans. Hitt dæmið er í svipuðum dúr en þá lagði maður, sem var vel kominn Hringiö í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eöa skrifiö ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Bréfritari veltir fyrir sér afskiptasemi fullorðinna i garð barna sem stund- um getur leitt til ofbeldis. á fertugsaldur, hendur á þennan sama son minn sem þá var á níunda ári. Þetta gerði maðurinn fyrir það eitt að honum fannst sonur minn ekki hafa verið nægilega kurteis við móður hans sem vann í sjoppu í næsta nágrenni. Síðar bar maðurinn því við að hann hefði misst stjóm á sér. Oft hef ég velt því fyrir mér síðan hvemig þessir menn fari með eigin böm og jafnvel konur sínar þegar þeir leggjast það lágt að misþyrma annarra manna bömum. Nú em dæmi um það að mæður misþyrmi bömum sínum og að feður misþyrmi börnum sínum. Hvemig getur sá sem upp á það horfir setið aðgerðarlaus hjá? Jafnvel í mörg ár. Bíður bara eftir að ástandið lagist. Er ekki fulllangt gengið þegar jafnvel faðir eða móðir horfa upp á slíkar misþyrmingar? Nágrannar vita kannski af þessu líka. En alhr standa hjá og aðhafast ekki. Hvar á að setja mörkin varðandi afskiptasemi og hvenær ber okkur að grípa í taum- ana? DV Dýrt Prins póió Stína hringdi: Það er ekki logið á álagninguna í íslenskum verslunum. Ég hef alllengi verið búsett í Bandaríkjunum, nánar tiltekiö á Manhattan. Eins og margir vita er mjög dýrt að búa þar, húsa- leiga er há og matvara dýr. Þar kostar kassi af Prins póló 5 doll- ara, eða sem nemur 277 krónum íslenskum. Þegar ég kom hingaö heim keypti ég sams konar kassa í Hagkaupi. Hann kostaði heilar 669 krónur! Hvers vegna er Prins póló svona rándýrt hérna? Það hlýtur aö vera talsvert dýrara að fiytja það frá Póllandi til Ameríku held- ur en til fslands. Samt er útkom- an þessi. Kirkjanog afgreiðslutími verslana Eiríkur hringdi: Hvað er nú kirkjan að skipta sér af því hvort verslanir eru opnar á sunnudögum eða ekki? Ég hefði talið að kirkjunnar menn hefðu í öðru að snúast held- ur en aö skipta sér af því hvort hjörðin kaupir sér í matinn um helgar eða á virkum dögum. Ég er hlymitur því að hafa verslanir opnar á sunnudögum. Ég vil geta skroppið í búðir þá. Þetta er mál afgreiðslufólks og verslanaeigenda, ekki kirkjuyfir- valda. Hærrimeðiög Svava Guðmundsdóttir hringdi: Loksins kom að því að einstæð- ir foreldrar fóru fram á hækkun á meðlögum. Þessar rúmu 7.500 krónur, sem nú eru greiddar með hveriu barni, duga ekki nema fyrir örlitlu broti af öllu þvi sem barnið þarf. Það er hlálegt að það skuli ekki vera búið að hækka þetta fyrir löngu, eins og verð- lagsþróunin hefur veriö. Þeir sem eiga unglinga vita að þeir þurfa talsvert í hreina fram- færslu og svo vasapeninga. Mað- ur verður fyrst var við það hjá þeim ef verðlag hækkar, t.d. mat- ur, fatnaður o.s.frv. Það eina sem staðið hefur í stað um langan tíma eru meðlögin. Þetta kalla ég öfugþróun. Atvinnuleysið segirekki alla söguna Sigurborg Atladóttir hringdi: Það er ekki allt sem sýnist um umfjöllun Qölmiðla á atvinnu- leysi einstæöra foreldra. Sumir þeirra eiga þak yfir höfuðið, jafn- vel Iúxusbíl, og svo fara þeir á atyinnuleysisbætur. Ég er einstæð móöir méð tvo htla drengi. Ég leigi ásamt móður minni húsnæði sem ég þarf að borga 45.000 krónur á mánuði fyrir, auk ljóss og hita. Við mæð- gurnar erum með lágar tekjur þannig að þaö er ekkert eftir þeg- ar við erum búnar að borga leig- una og brýnustu framfærslu. Við fáum enga aðstoð þannig að við beijumst i bökkum. Mér sýnist við vera verr settar heldur en sumt af þessu fólki sem íjölmiölar hafa verið aö ræða við að undanf- ömu. Atvinnuleysið segir sumsé ekki alla söguna. Kristín Kolbeins hringdi: Ég móttnæli þeim sýningartlma sem kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hvita víkingnum, hefur verið valinn í sjónvarpi. Þessi mynd er ógeðsleg og alls ekki fyrir börn. Hana ætti því að sýna seint á kvöldin þegar þau i eru sofnuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.