Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Page 14
14 : r Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ákjósanleg millileið Forsætisráðherra gerði evrópska efnahagssvæðinu og þátttöku íslendinga í því að einu meginatriði í stefnu- ræðu sinni á mánudaginn. Forsætisráðherra vék í fyrstu að Evrópubandalaginu sjálfu og þeim möguleika að ís- land sækti um aðild. Þeim möguleika hafnaði ráðherr- ann afdráttarlaust. Síðan sagði forsætisráðherra: „Á hinn bóginn höfum við auðvitað viljað treysta stöðu þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hún einangr- ist eða útilokist frá þessum mikilvægustu viðskiptakost- um sínum. Ríkisstjórnarflokkarnir telja, og það sama töldu Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag þar til fyrir skömmu, að samningurinn um hið evrópska efna- hagssvæði sé ákjósanleg millileið fyrir íslendinga. Með aðild að þeim samningi eru okkur tryggð þau viðskipta- legu skilyrði og kjör sem við megum ekki vera án. Á hinn bóginn felst ekki í samningnum neitt fullveldisaf- sal, eins og óneitanlega í aðild að Evrópubandalaginu. Hin íslenska stjómskipun, allar greinar íslensks full- veldis, framkvæmdavald, dómsvald og löggjafarvald, stendur óhögguð eftir samninginn sem áður. Einnig má minna á að samningnum má hvenær sem er segja upp með tólf mánaða fyrirvara.“ Forsætisráðherra vék síðan að þeim ávinningi sem hlýst af niðurfellingu tolla á sjávarafurðum og hélt áfram: „Samningurinn tryggir að íslenskum fyrirtækjum verður ekki mismunað á Evrópumarkaði og hann opnar fyrirtækjunum möguleika á víðtæku samstarfi við er- lend fyrirtæki. Þetta mun styrkja stöðu íslenskra fyrir- tækja í harðnandi erlendri samkeppni. Síðast en ekki síst mun samkeppni í þjónustustarfsemi leiða til aukinn- ar hagkvæmni og verðlækkunar á þjónustu sem mun koma íslenskum neytendum og íslensku atvinnulífi til góða. Allt mun þetta skila sér í auknum hagvexti, lægri verðbólgu og vöxtum og auknum kaupmætti á næstu árum. Það væri ótrúlegt lánleysi og afglöp að láta slík tækifæri sér úr greipum ganga. Það er vissulega ósann- færandi að þeir tveir stjórnmálaflokkar, Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur, sem áður unnu að því er virtist af fullum heilindum að því að koma á samningi um hið evrópska efnahagssvæði, skuli nú, við lokaaf- greiðslu málsins, telja rétt að snúa gjörsamlega við blað- inu og reyna að fiska í því pólitiska gruggi sem af þeim mikla viðsnúningi hlýst. Þessir flokkar skulda þjóðinni skýringar, skiljanlegar skýringar, á þessum miklu sinnaskiptum.“ Aftur og aftur kemur það fram í stefnuræðu forsætis- ráðherra að hann bindur miklar vonir við evrópska efnahagssvæðið. Hann nefnir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja eitt hundrað milljónir króna til „sér- staks markaðsátaks á evrópska efnahagssvæðinu í því skyni að auðvelda fyrirtækjum að nýta þau tækifæri sem EES-samningurinn býður þeim upp á“. Þessar tilvitnanir í ræðu forsætisráðherra eru hér viðhafðar til að taka undir þær. íslendingar vilja ekki og mega ekki einangrast. Þeir eru ennþá ekki tilbúnir til að ganga alla leiðina inn í Evrópubandalagið. EES- samningurinn er að því leyti ákjósanleg millileið sem þjóðin hefur hreinlega ekki efni á að kasta frá sér. Einmitt af þeim sökum er hringsnúningur Framsókn- ar og Alþýðubandalags í svo augljósu hagsmunamáli þjóðarheildarinnar með öllu óskiljanlegur. Hann er glæfralegasta ábyrgðarleysið í stjórnmálum síðari tíma. Ellert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992. ’ ' ' < ■ , i I 'V ~: ’ „Nýting jarðvarma er afar mikilvæg fyrir ísland," segir m.a. í greininni. Jarðgufa til iðnaðar í byijun september héldu nokkr- ir aðilar, með Félag íslenskra iðn- rekenda í fararbroddi, alþjóðlega ráðstefnu um notkun jarðvarma I iðnaði. Ráðstefnan var íjölsótt. Þátttakendur voru yfir 200, þar af liðlega 100 erlendir aðilar. Þama voru flutt mörg fróðleg erindi um jarðvarma og iðnað. Landfræðilega var þátttakan mjög breið. Nefna má að þátttakendur voru frá Mongólíu, Kína og Síberíu í austri til Bandaríkjanna og Mexíkó í vestri, frá Nýja-Sjálandi og Keníu í suðri til íslands í norðri. Fjallað var um margháttuð við- fangsefni jarðvarma, en gjaman hefðu mátt vera fleiri erindi nær iðnaðinum og markaðnum sjálfum. Meðal þess sem fjallaö var um má nefna: Rannsóknir á jarðhita- svæðum og eðh þeirra, þróun síð- ustu ára á þessu sviði, notkun jarð- varma í iðnaði, jarðhitasvæði sem orkugjafa, tækni til hagnýtingar, umhverfisáhrif, hagkvæmni virkj- unar jarðvarma, staðsetningujarð- varmaorkuvera o.s.frv. Orkustefna Athyghsverðar upplýsingar komu fram um aðstoð erlendra rík- issfjóma við þróun orkunýtingar frá jarðvarma í ríkjum sínum. Bandarískur fyrirlesari lýsti því yfir að í landi sínu hefði jarðvarmi reynst áreiðanlegur orkugjafi til iðnaðarnota og flestir vom sam- mála um htiö skaðvænleg áhrif á umhverfið við nýtingu jarðvarma. Helstu umhverfisáhrif geta verið röskun jarðvegsyfirborðs, áhrif vegna dæhngar vökva úr jarölög- um, hávaði, varmaáhrif og útskilj- un efná. Erindi um orkustefnu Bandaríkj- anna sýna aö þar er um að ræða kerfisbundinn stuðning opinberra aðila við ýmsar rannsóknir er lúta að nýtingu jarðvarma. Þar má nefna rannsóknir til -bættrar tækni við mat jarðvarma- svæðá, hagkvæmari borunar og niðurdælinganá heitu vatni, sem notað hefur verið. Það var fróðlegt að heyra um orkustefnu Banda- ríkjanna, þess lands þar sem mark- aðsöfhn era talin hafa hvað mest áhrif á efnahagslífið. Þar er um verulega styrki að ræöa. Skyldu íslendingar vera að verða kaþólskari en páfinn Einn fyrirlesari skýrði þá styrki sem framkvæmdasfjóm Evrópu- bandalagsins veitir til rannsókna og þróunarverkefna á sviði jarð- KjáUaxinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðingafélags íslands verið virkjaður í Ungverjalandi, íslandi og Ítalíu. Þessi þijú lönd hafa virkjað um 75% þess jarð- varma sem virkjaöur hefur verið í álfunni. Reikningar sýna að í jarðvarma- aflstöð nemur borkostnaður 40-70% af heildarfjárfestingu. Hitaveita Reykjavíkur er stærsta fjarvarmaveita heims að ég held, sem byggir á jarðvarma, og athygl- isvert er, þegar skoðuð em fyrir- tæki sem nýta jarðvarma í iðnaði, þá reynist Kísihðjan viö Mývatn næststærsti notandi jarðgufu í heimi. Þessar tvær staðhæfingar segja sína sögu. Nýting jarðvarma er afar mikh- væg fyrir ísland. Tahð er að stærstu jarðvarmasvæði íslands búi yfir meiri orku en stærstu olíu- hndir heims. „Talið er að stærstu jarðvarmasvæði Islands búi yfir meiri orku en stærstu olíulindir heims.“ varma. Frá 1975 hefur Evrópu- bandalagið veitt fé til slíkra hluta. Sérstaklega má nefna rannsóknir á jarðvarmaforðabúram með mis- munandi sérkenni og einkenni og rannsóknir á nýtingu heitra berg- laga þar sem vatn er ekki th staðar. Evrópubandalagið hefur varið verulegum ljármunum til þess að kortleggja lönd bandalagsins með thhti th jarðvarma. Útbúnar hafa verið kortabækur sem sýna annars vegar hitastig á nokkurra khómetra dýpi í jörðu og hins vegar kort sem sýna jarðhita- svæði í sömu löndum. Fram kemur sú „einkennilega" staðreynd að tvískipta má Evrópu. A. Köld Norður- og Austur-Evrópa þar sem hitastig í 5 km dýpi er 80-120° C. B. Heit Vestur- og Suður-Evrópa þar sem hitastig í 5 km dýpi er um 200” C. ísland stór notandi Þó jarðvarmi sé mikhvægur th orkunota er hluti hans ekki stór sem hlutfah af hehdarorkunotkun í heiminum. Hehdarvirkjaö afl jarðvarma í Evrópu er tahð 4-5000 MW og stærsti hluti þeirrar orku kemur frá vatni með hitastig neöan við 150° C. Jarðvarmi hefur í Evrópu mest Notkun jarðvarma er hins vegar thtölulega lítil í heiminum. Það virðist því liggja beint við að ís- lendingar eigi að beina rannsókn- um sínum í talsverðum mæh að jarövarma, fremur en sömu svið- um og aðrir eru að rannsaka víða í heiminum. Þekking á jarðvarmasvæðunum er nauðsynleg ef nýta á þau. Meta þarf hversu svæðin bregðast við álagi, notkun til lengdar. Mönnum er að verða æ betur ljóst að í jarð- hitasvæðunum er takmarkaður orkuforði og þau hafa því takmark- aða endingu. Við virkjun er orku- forðinn þveginn úr berginu. Reynsla frá fleiri og fleiri jarð- hitasvæðum auðveldar aö meta af- kastagetu svæða. Langtímanotkun, dæhng úr svæði veldur niður- drætti og kælingu. Að lokum, Sverrir Þórhahsson sagði í athyghsveröu erindi að gufa th iðnaðamota framleidd með ohu kostaði á íslandi 15 dohara á tonn en jarðgufa væri seld á 2 dollara á tonn. Vekur þetta nokkum th umhugs- unar? Aðstandendur ráðstefnunnar eiga þakkir skhdar, en fylgja þarf máhnu eftir. Guðmundur G. Þórarinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.