Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Side 3
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992. 3 Fréttir íbúar í þjónustuíbúðum telja sig hlunnfama: Borga fyrir aðgang að þjónustu Borið hefur á óánægju nokkurra íbúa í þjónustuíbúðum Hrafnistu í Laugarásnum sem telja sig hafa keypt köttinn í sekknum þegar þeir keyptu íbúöir sínar. „Við kaupum þessar íbúðir, sem heita þjónustuíbúöir, með sérstökum neyðarhnöppum sem eiga að vera tengdir öryggiskerfi. Svo kemur í ljós að við þurfum að greiða sérstakt gjald eingöngu fyrir að hafa aðgang að þessari þjónustu auk þess sem við greiðum auðvitað sérstaklega fyrir alia þá þjónustu sem við svo fáum, svo sem aðstoð hjúkrunarkonu og læknis. Það var hvergi í kaupsamn- ingnum minnst einu orði á þetta, þannig aö við teljum okkur hafa ver- ið hlunnfarin í þessum viðskiptum," segir íbúi í þjónustuíbúð Hrafnistu sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann segir að þeir sem ekki hafa borgað þetta gjald hafi nú fengið hót- unarbréf þess efnis að ef þeir borgi ekki undir eins þá fái þeir enga þjón- ustu. „Þetta eru sjálfseignaríbúðir aldr- aðra og í þeim eru neyðarhnappar sem eru innifaldir í verði íbúðanna. Að baki þessum hnöppum er hins vegar öryggisþjónusta frá Hrafnistu allan sólarhringinn, allan ársins hring. íbúarnir hafa borgað stofn- kostnaðinn en ekki rekstrarkostnað- inn sem er nú 1930 krónur fyrir hvern íbúa á rnánuði," segir Ásgeir Ingvason, fjármálastjóri Hrafnistu- heimilanna. íbúðir Hrafnistu í Laugarásnum eru 85-92 fermetra raðhús, sum með bílskúr, og kosta þær á bilinu 10-14 milljónir króna. Ásgeir segir að það hafi verið tekið fram við fólkið að fyrirkomulagið á öryggiskerfinu yrði sams konar og hjá Hrafnistu í Hafn- arfirði þar sem fólk borgar sérstak- lega fyrir öryggisþjónustuna. „Þessar íbúðir eru byggðar með öryggi fólks í huga en það hefur auð- vitað val um það hvort það vill vera inni í þessari þjónustu eða ekki. Þetta er leiðindamál og okkur þykir miður að þessi misskilningur skuli hafa komið upp en það kostar bara pen- inga að reka þessa þjónustu 365 daga á ári. Innifalið í þessu gjaldi er líka aðgangur að margs konar félagslegri aðstöðu hjá Hrafnistu auk þess sem fólk fær aila þjónustu, svo sem mat, á niðursettu verði,“ segir Ásgeir. -ból íbúðir Hrafnistu i Laugarásnum eru 85-92 fermetra raðhús, sum með bil- skúr, og kosta þær á bilinu 10-14 milljónir króna. DV-mynd Brynjar Gauti Óljósar upplýsingar um þjónustuíbúöir: Fólk telur sig kaupa annað og meira - segir Jóhannes Gunnarsson „Það hafa borist til okkar almenn- ar fyrirspumir varðandi þjónustu- íbúöir aldraðra þar sem fólk hefur talið sig vera að kaupa eitthvaö ann- að og meira en raunin svo er. Fólk á auðvitað rétt á að fá þá þjónustu sem því er lofað en því miður virðast upplýsingar stundum vera óljósar og fólk hefur þar af leiðandi talið sig vera að kaupa eitthvað meira. Síðan hefur ekki verið hægt að sýna fram á að það hafi verið vísvitandi blekkt," segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. „Við leggjum áherslu á að þegar seljendur kynna íbúðimar fyrir fólki liggi allar upplýsingar fyrir þannig að það fari ekkert á milli mála hvað er verið að selja. Seljendur þurfa að standa sig miklu betur í aö upplýsa nákvæmlega hvað fólk er að borga fyrir. Er fólk til dæmis að kaupa sér ákveðið öryggi eða ekki?“ segir Jó- hannes. í þeim tilvikum sem íbúar í þjón- ustuíbúðum aldraðra hafa leitað til Neytendasamtakanna hafa ekki fundist neinar sannanir fyrir því að um vísvitandi blekkingar hafí verið aö ræða. Jóhannes tekur þó ekki fyr- ir að svo kunni að vera í einhveijum tilvikum. „Það er rétt að benda fólki, sem kaupir sér svona íbúðir, á að kynna sér málin afar vel þannig að það sé ekki að kaupa köttinn í sekknum. Ég hef heyrt ávæning af svona mál- um og þetta er að sjálfsögðu afar slæmt,“ segir Kristján Benediktsson, formaður félags eldri borgara í Reykjavík. Hann segir marga aðOa byggja íbúðir fyrir aldraða og mjög mismun- andi sé hvaða form sé á málunum, hvaða þjónusta sé innifalin í kaupun- um og annað slíkt. „Það er mismikil þjónusta innifalin og aðalatriðið er að fólk kynni sér rækilega hvað felst í kaupunum," segir Kristján. -ból Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi' fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að . leggja af embætti hreppstjóra. Ein- Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hver sparnaður nsest meö þessari ríkisstjómarinnar, sem nú liggur ráðstöfun. Ekki liggur fyrir hvernig farið verður með þau störf sera hrepp- stjórum ber að sinna samkvæmt gildandi lögum. 7,-2*^L'ö Mtur í Komdu í Kringlukast, síðast gerðu margir ævintýraiega góð kaup Stórafsiáttur í þrjá daga Ekki útsala - ekki rýmingarsala Allt nýjar vörur Sértilboð á veitingastöðunum Aðeins þessa þrjá daga Þrjár Hyundai bifreiðar frá Bifreiðum & Landbúnaðarvélum verða seidar á Kringlukastverði þessa þrjá daga. Takið þátt í spennandi leik. Leikreglur verða kynntar við kynningarbás B&L k í Kringlunni. A í Kringlunni er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 18:30, föstudaga frá kl. 10 til 19, laugardaga frá kl. 10 til 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.