Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Page 4
4 MÁNU^AfiUR 26. OKT0BER 1992. Fréttir Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri og útgerðarmaður: Guðjón á að segja af sér og snúa sér að atkvæðaveiðum - óhress vegna ummæla Guðjóns A. Kristjánssonar um fiystiskipaútgerðimar Gyifi Kristjánæon, DV, Akureyri; „Ég skil ekkert hvað Guðjón er að meina með þessum málflutningi, að rætt verði við útgerðir frystitogar- anna um að þessi skip fari meira að veiða á ójúpslóð og yfirgefi landhelg- ina í 2-3 mánuði á ári. Þessi skip eru orðið meira og minna á djúpslóð allt árið, það hefur bara komið af sjálfu sér vegna þess hvemig aflabrögð hafa verið. Þaö er bara bull að það þurfi að raeða viö okkur eða stópa okkur eitt eða annað í þessum efn- um,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson, skipsfjóri og einn af eigendum Sam- herja hf. á Akureyri, um ummæli Guðjóns A. Kristjánssonar, for- manns Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Þorsteinn segir það vekja fúrðu sína að maður í stöðu Guðjóns skuii ætlast til þess að hluti af umbjóðend- um hans eigi að sæta öðrum reglum en aðrir. „Ég hefði haldið að formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins ætti að gæta hagsmuna allra sinna umbjóðenda í stað þess að bera svona vitleysu á borð.“ Guðjón sagði í viötali við DV að hvati ykkar til aö kaupa upp aðrar útgerðir og eyða þannig sjávarpláss- um myndi minnka við þetta. „Já, hann segir þetta, og enn skil ég hann ekki. Það hefur ekki frekar verið hvati hjá frystiskipaútgerðum en öörum að kaupa kvóta, þetta gera menn um allt land. Ég veit ekki betur en það fyrirtæki, sem Guðjón vann Akureyrifær viðurkenn- ingu Jaf n- réttisráðs Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra afhenti á laugardag- inn forsvarsmönnum Akureyrar- bæjar viðurkenningu Jafnréttisráðs. Viðurkenningin er veitt fyrir það framtak í þjóðfélaginu sem er í anda jafnréttis og stuðlar að framgangi jafnréttis kynjanna. Akureyrarbær þótti skara fram úr á þessu sviði. Jafnréttisnefnd var skipuð í bænum fyrir tíu árum og 1985 var samþykkt aö Akureyrarbær tæki þátt í samnorræna verkefninu Bijótum múrana. Var m.a. staðið fyr- ir námskeiöum fyrir konur um stofn- un og rekstur fyrirtækja, gerð rann- sókn á stöðu kvenna í stjómunar- stöðum á Akureyri og gerð jafnrétt- isáætlun fyrir bæinn. -GHK hjá, hafi verið í því að kaupa sér kvóta og kvótaskip. Hann segir það líka rangt að úrelda verði rúmmetra á móti þeim rúm- metrum sem fara til að koma vinnslu fyrir um borð í frystitogurum. Sjálf- ur fór hann ásamt einhveijum Brjánslækjarmönnum með einn eða tvo ónýta spýtubáta og keypti sér frystitogara í staðinn. Menn eru famir að tala heldur betur í gegnum sjálfan sig Það em nógir um það að ráðast að frystiskipaútgeröinni þótt formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands blandi sér ekki í þann hóp. Þeir sem em í útgerð frystiskipanna hafa allt of lengi setið þegjandi undir alls kyns ásökimum og það hefur skaðað okkur. En Guðjón er kominn í bullandi pólitík, hann ætlar sér á Alþingi sem ég vona hins vegar að verði aldrei. Hann á að hætta sem formaður, segja af sér strax og snúa sér að atkvæðaveiöunum alfarið," segir Þorsteinn. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra afhendir Sigrfði Stefánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, viðurkenningu Jafnréttisráðs. DV-mynd JAK Smíði Malavískipsins hjá Slippstöðinni á Akureyri: Pólverjar f á engan „bita af kökunni“ Gylfi ÍCristjánsson, DV, Akureyri; „Við höfum verið að því undanf- arið aö leita allra leiða svo hægt yrði að smíða allt skipið hér heima og í samvinnu við iönaðarráöu- neyti og tiármálaráðuneyti hefur fengist lausn á þessu máli. Síðara skipið fyrir Malavímenn verður allt smíðað hjá okkur," segir Sig- uröur G. Ringsted, forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Tap varð hjá Slippstöðinni á smíði fyrra skipsins sem Malaví- mönnum hefur þegar verið afhent og ljóst varð að tap yrði einnig á smíði síðara skipsins yrði ekkert að gert. „Viö virtumst nauðbeygðir til aö fara með smíði skrokksins til Póllands en það er um fjórðungur viö smíðina. Viö töldum það betri kost að geta smíðað þrjá fjórðu hluta skipsins en verða að gefa það alveg frá okkur. Hins vegar vorum við ekki sáttir við þessa leið, og viðræður við ráðuneytismenn hafa leitt til þess að við smíðum allt sklpið, það sem átti að spara með því að fara með hluta smíðinnar til Póllands fáum við bætt,“ segir Sig- uröur. Sigurður sagði einnig í samtali við DV að undanfarið hefði farið fram góð umræða um málefni , skipasmíðaiðnaöarins. „Mér hefur oft fundist umræðan vera á þeim nótum að menn vildu ýta okkur frá sér en nú virðist mér sem menn séu að átta sig á vandanum og hafi vilja til að taka á þessu með okkur,“ sagði Sigurður. í dag mælir Dagíari Stærstu fjöldasamtökin íslendingar eru fundarglaðir og félagavanir menn. Hvarvetna þar sem tveir menn koma saman er stofnaður félagsskapur, sem fljótt verður að landssamtökum þegar sá þriðji bætist í hópinn. íslendingar eiga landssamtök gigtveikra, rauð- hærðra, piparsveina, áfengislausra og við eigum landssamtök þeirra sem eru með ESS og eru á móti EES og við eigum landssamtök fatlað- ara og ófatlaðra og þeirra sem stunda sjóinn og þeirra sem sigla í kringum heiminn og alltaf er verið að stofna ný félög um hvað eina. Lengi vel voru til landssamtök fyrir þá sem vinna. Nú er búið að stofna landssamtök fyrir þá sem ekki vinna. Ný samtök, Samtök atvinnulausra í landinu, hafa hald- ið stofnfund og kosið sér stjóm og það er mikil gróska í þessum fé- lagsskap og formaðurinn gerir sér vonir um að þetta veröi fjöldasam- tök um allt land og hvetur fólk til aö ganga í samtökin. Hann vill setja upp skrifstofur í hverju byggðar- lagi og vill aö fólk leggi niður störf sín og gangi í Landssamtök at- vinnulausra til að samtökin nái fótfestu og fái styrki og geti eflt sjóði sína til stuðnings fyrir þá sem í samtökin ganga. En til þess þurfa fleiri að vera með og borga félags- gjald til aö félagið beri sig og þess vegna er verið aö hvetja fólk til að gerast atvinnulaust og ganga 1 sam- tökin. Strax er hafin barátta fyrir því að þeir sem ekki teljast atvinnu- lausir og fá ekki atvinnuleysisbæt- ur úr atvinnuleysisbótasjóði fái full réttindi og er það skiljanleg barátta ef tekið er mið af því markmiði formannsins að sem flestir öðlist réttindi og gerist félag- ar. Hann vill að þetta verði út- breidd og öflug samtök. Félag at- vinnulausra verður aö sjálfsögðu að sýna styrk sinn og mátt með fjöl- menni í félaginu og nú er bara að vona aö sem flestir verði atvinnu- lausir svo að félagið eflist. Þannig hefur atvinnuleysið í landinu átt sinn þátt í því að þessu merka félagi er hleypt af stokkun- um. Ef ekkert atvinnuleysi væri hér á laridi hefðum við aldrei náð því að stofna landssamtök atvinnu- lausra og við getum hrósað happi yfir almennu atvinnuleysi, sem gerir þessi samtök möguleg, enda nauðsynleg og þörf samtök sem munu efla þjóðina til vitundar um rétt sinn og stöðu. Ef samtökin eru ekki til veit enginn um réttarstöðu sína í atvinnuleysinu og þess vegna er það guös þakkarvert að atvinnu- leysið sé skollið á af fullum þunga til að skapa tilverugrunn fyrir þessi nýju þjóðþrifasamtök. Góðu fréttimar eru þær að Þjóð- hagsstofnun spáir vaxandi at- vinnuleysi. Sjávarútvegurinn er aö hruni kominn og ætti því að geta hjálpaö þessum samtökum og veitt þeim brautargengi með fleiri fé- lagsmönnum. Almennt er talið að verslun dragist saman á næsta ári og þar mun örugglega fækka fólki sem stundar verslunarstörf og Samtök atvinnulausra ættu að fylgjast vel með þróuninni í þeirri grein og ekki má gleyma iðnaðin- um sem býr við það lán að íslensk framleiðsla er sniðgengin, ef þess er nokkur kostur, svo að sjálfsagt verða margir orðnir atvinnulausir í iðnaðinum áöur en langt um líð- ur. Fólk mun streyma í Samtök atvinnulausra og formanninum mun verða að ósk sinni og fyrr en varir situr hann uppi með fjöl- mennustu samtök þjóðarinnar. Þá mun honum verða klappað lof í lófa og samtökin styrkja sig í sessi. Krafan er sú að atvinnulausir rijóti fullra launa þótt þeir missi vinnuna og það er skiljanleg krafa sem þýðir auðvitað að taka verður hærra iðgjald til atvinnuleysis- bótasjóðs. Á endanum munu menn beinlíms forðast aö hafa vinnu og þiggja laun vegna þess að launin munu að mestu verða tekin í at- vinnuleysisjóðirin til aö tryggja at- vinnulausum lifsviöurværi og þeg- ar þar er komiö sögu er það aug- Ijóst að betra verður að vera at- vinnulaus heldur en að hafa vinnu til að komast af. Þannig ber allt aö sama brunni. Landssamtök atvinnulausra hafa verk að vinna til að útrýma því misrétti sem felst í því að sumir hafi laun fyrir viiinu þegar þeir þurfa miklu meira á laununum að halda sem ekki vinna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.