Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 8
Glæsileg þríréttuö máltíð frá 2250 kr. tii 2950 kr. KL m _ w f I BERGSTAÐASTRÆTI37 SÍMI: 91-25700 .. ' Útlönd MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992. + George Bush forseti reynir allt sem hann getur til aö sýnast alþýðlegur. Um helgina fór hann I fótbolta með ung- um drengjum í Montgomery I Alabama en forsetinn hefur undanfarna daga farið um suðurrikin og treyst stöðu sína þar. Hann hefur tapað fylgi til Ross Perot síðustu daga. Simamynd Reuter Ross Perot vinnur stöðugt fylgi af George Bush og BiU Clinton Clinton talar eins og forseti - Bush bað Gorbatsjov að taka ekki mark á orðum sínum Bill Clinton, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, er nú farinn að tala og haga sér eins og forseti þótt enn sé rúm vika til kosninga og allt óvíst um hvort hann nær kjöri þrátt fyrir góða stöðu samkvæmt skoðana- könnunum. Fylgismenn Bush gera mikið úr því að Clinton hafi náð leynilegu sam- komulagi við Jacques Delors, forseta stjómamefndar Evrópubandalags- ins, um að slá GATT-viðræðunum á frest fram yfir kosningar. Tilgangurinn er að sögn að spilla fyrir Bush í kosningabaráttunni. Svo virðist einnig sem Delors hti á Clin- ton sem næsta forseta Bandaríkj- anna og Clinton er næsta sigurviss því ef fréttir um samkomulagið eru réttar þá er hann þegar farinn að taka ákvaðanir sem forseta er annars ætlað að taka. Um helgina dró nokkuð saman með frambióðendunum samkvæmt skoð- anakönnunum. Nýjasta könnum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar og dag- blaðins USA Today sýnir að Clinton hefur 11% forskot á Bush. Hannhef- ur 41% fylgi en Bush 30%. Fylgi forsetaframbjódendanna 41% Clinton Bush Perot Mesta athygh vekur þó að Ross Perot, óháði frambjóðandinn, vinnur mest á og er hann nú með 20% fylgi. Sjáaniegt er að hann tekur mest frá Clinton en Bush verður einnig að sjá á bak stuðningsmönnum til hans. Aðrar skoðanakannanir gefa svipað- ar vísbendingar. Perot hefur nú meira fylgi en nokkru sinni áöur en Bush og Chnton tapa. Perot hamrar á því að hann eigi raunvérulega möguleika á að ná kjöri. Hann kom fram á fyrsta kosn- ingafundi sínum nú um helgina. Til þessa hefur hann eingöngu notað sjónvarþið í kosningabaráttunni og birt langar og dýrar auglýsingar. Perot sagði að repúbhkanar hefðu reynt að hræða hann frá að fara í framboð með hótunum um að sverta mannorð dóttur hans. Pprot sagði að litlu hefði munað aö þetta bragð tæk- ist. Demókratar hafa komist að því að Bush hringdi í Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseta, og bað hann að taka ekki mark á því sem hann segði í kosningabaráttunni um endalok kalda stríðsins. Bush hefur eignað sér heiöurinn af lokum stríðins en hann sagði Gorbatsjov að hann vissi vel að þetta væri aðeins hálfur sannleikurinn. Því væri ekki ástæða fyrir Gorbatsj- ov að móðgast þótt hans hlutar væri aðengUgetíð. Reuter NOTUM GRÓFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.