Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Færeysk hrollvekja íslendingar gantast gjarnan meö ástandið í Færeyjum og hafa það jafnvel í flimtingum. Ástandið hér heima kann að vera slæmt, segja menn, en það er þó verra í Færeyjum. Svo djúpt sökkvum við ekki, svo vitlausir erum við ekki, segja hinir vísu menn og þykjast hafa ráð undir rifi hverju. Það er hins vegar langur vegur frá því að efnahags- ástandið í Færeyjum sé gamanmál. Né heldur að sú hrollvekja sé svo langt undan að ástæðulaust sé fyrir íslendinga að hafa af henni áhyggjur. Færeyingar eru sennilega sú þjóð sem næst okkur stendur. Þeir skilja flestir hverjir íslensku, fylgjast vel með ástandi og fréttum héðan og líta til okkar sem bræðraþjóðar. Hér á landi er mikið af Færeyingum eða fólki sem ættað er frá Færeyjum og enginn vafi er á því að Færeyingar eru miklir vinir okkar og velvildar- menn. Stundum hvarflar að manni að íslendingar end- urgjaldi ekki þennan vinskap og erfiðleikar í færeysku efnahags- og atvinnulífi hafa lítið komið við okkur og er þá einna helst notað sem grýla og gamanmál. Víst geta Færeyingar sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir hafa offjárfest og lifað um efni fram. Þeir hafa treyst á fiskinn og guð og lukkuna. Fyrir það hegnist þeim um þessar mundir. Þeim hefnist fyrir að stjórnmálamenn hafa ekki haft kjark og dug til að hafa forystu um að stöðva þessa óheillaþróun. Enginn hefur þorað að segja sannleikann fyrr en of seint. Færeyska þjóðin geldur þess nú. Ástandið er hrikalegt. Síðustu fréttir eru þær að segja þurfi upp öllum opinberum starfsmönnum og ráða hluta þeirra aftur fyrir 15% lægri laun. Þrjú hundruð manns verða ekki endurráðin. Líkur eru á að hætta verði við allar framkvæmdir hins. opinbera. Atvinnurekendur draga og saman seglin, hætta að greiða fyrir yfirvinnu og laun verða lækkuð hjá öllum launþegum. 10,5% allra eyjaskeggja eru atvinnulausir. Gjaldþrot ríkisins er staðreynd og Færeyingar hafa verið settir í gjörgæslu Dana. Þeir eru aftur orðnir amt í Danaveldi. Heimastjómin ræður engu. Sennilega svíð- ur sú auðmýking verst að afsala sjálfsforræði sínu, enda eru Færeyingar stolt þjóð og dreymir um sjálfstæði. Þetta hnm hefur ekki átt sér stað á einni nóttu. Fær- eyingar hafa lifað um efni fram í mörg ár. Þeir hafa slegið lán og aftur lán og ýtt vandanum á undan sér. Kannast einhver við þá sögu? Kannast einhver hér heima við þessi teikn? Færeyingar eru ekki vitlausari eða duglausari en íslendingar en þar eins og hér hefur landsstjómin ekki bmgðist við í tíma og feigðarflanið er nákvæmlega það sama. Við erum aðeins nokkmm skrefum á eftir Færeyingum. Færeyingar eru að ganga í gegnum þær raunir sem bíða okkar Islendinga innan tíðar ef ekki er spornað við. Munurinn er kannske sá einn að íslendingar hafa enga Dani til að segja sig til sveitar hjá. Og það er heldur ekki sérlega eftirsóknar- verður kostur. Færeyingar em dugleg þjóð og hafa tekist á við óblíða náttúm. Þeir munu áreiðanlega ráða við óblíðan efna- hag og rétta sig af. En það mun kosta sitt og taka tíma. Það er erfiðara að borga skuldirnar en stofna til þeirra. Við íslendingar eigum ekki að hafa vandræði Færey- inga í flimtingum. Við eigum að sýna þeim samstöðu og samúð og umfram allt eigum við að læra af þeirra mistökum. Við eigum að byrgja okkar eigin brunn áður en þj óðin dettur ofan í hann. Ellert B. Schram EES TREYSTIR SJÁLFSTÆÐI ÍSLENDINGA ....munurinn á stuðningsmönnum og andstæðingum aðildar að EES er svo lítill að varla er mark á tak- andi“, segir Árni m.a. í grein sinni. Moldviðri eða skrum í fyrri viku var skýrt frá niður- stöðum skoðanakönnunar um að- ild íslands að EES, Evrópska efna- hagssvæðinu. Þar kom fram að munurinn á stuðningsmönnum og andstæðingum aðildar að EES er svo lítill aö varla er mark á tak- andi. Aftur á móti þótti þaö miklum tíðindum sæta að stuðningsmönn- um aðildar hefur fjölgaö þó nokkuð síðan síðast var spurt um EES á íslandi en þá höfðu andstæöingar hennar mun hetur. Ég hjó eftir því að þeir sem könn- unina pöntuðu töldu skýringuna á auknum stuðningi við aðild ekki síst tengda því að „atvinnulífið" (Vinnuveitendasambandið, Verk- takasambandið, LÍÚ o.fl.) hafði rekið öfluga auglýsingaherferð í fjölmiðlum, þar sem aðild að EES var lýst sem allra meina bót. En Morgunblaðið hafði í leiðara fyrir skemmstu lofað þetta auglýsinga- framtak flestra helstu fyrirtækja í landinu og vonað aö það mundi kveða niður það sem kallað var „póhtískt moldviðri“ um EES. Þar hlýtur að vera átt við mál- flutning andstæðinga EES og gerist blaðið í meira lagi glæfralegt í ein- kunnagjöf: gagnrýnið framlag til umræðu heitir moldviðri (af því Morgunblaðið trúir á EES), en aug- lýsingaherferð með tilheyrandi skrumi er dubbuð upp til að heita virðulegri upplýsingaþjónusta um flókið fyrirbæri. Þetta minnir á Don Kíkóta kallinn: hann tók sápu- skál rakarans og skírði hana ridd- arahjálm með mikilli viöhöfn. Auglýsingaherferð „atvinnulífs- ins“ var vitaskuld ekki ennað en sú blanda af óskhyggju, sjálfs- blekkingum, hálfsannleika og bein- um blekkingum sem fylgir hveiju átaki til að selja einhvem þann el- ixír sem á að vera allra meina bót. Sjálfstæðið og hagvöxturinn Ein helsta staðhæfing auglýs- ingaherferðarinnar var sú að aðild að EES mundi efla sjálfstæði lands- ins. Þetta er vitaskuld öfugmæli: aðild að EES þýðir að ákvarðanir um okkar mál flytjast úr landi í stórauknum mæli, hún skerðir stórlega möguleika íslenskrar rík- isstjómar og þings á að móta eigin stefnu í peningamálum og skatta- málum og fleiru. Þessi skerðing er hundsuð (hálfsannleikur, blekk- ing) og því í staðinn haldið á lofti að „raunverulegt sjálfstæði" (sem er víst eitthvað annað en það sem stjómvöld fara með) muni eflast vegna þess að atvinnulífið muni styrkjast við aðild að EES. Með öðrum orðum: lesendum auglýsinganna er, þar sem þeir sötra sitt kaffi mæddir í miðri kreppu, heitið því að hagvöxtur muni aukast og ungu fólki sérstak- lega er svo lofað (í annarri auglýs- KjáUariim Árni Bergmann rithöfundur ingu) að „EES eykur fjölbreytni í atvinnulífi og skapar fleiri og áhugaverðari störf‘. Þetta em líka öfugmæli. Það má vel vera aö einhver ný störf verði til á íslandi með aðild að EES. Hitt er svo nokkuð víst aö þau störf verða miklu fleiri sem hverfa. Það hggur í hlutarins eðh. Evrópu- bandalagið og útibú þess, EES, rísa á þeim gmndvaharþanka að það eigi að byggja á hámarkshag- kvæmni í verkaskiptingu milh landa og landshluta í allri Evrópu. Það á aðeins að framleiða hlut þar sem það er hagkvæmast. Og það era ekki ýkja margir hlut- ir sem hagkvæmast er að vinna einmitt hér á landi. Formúlan þýð- ir um leiö að það „atvinnuhf‘, sú framleiðsla sem ekki stenst ýtrastu hagkvæmniskröfu verður að víkja - og að það er bannað að trufla þá þróun með sérstökum aðgerðum. Samkeppnin harðnar um leið og störfum fækkar. Aðlögun að Evr- ópu hlýtur í reynd að þýða aðlögun að atvinnuleysisstigi álfunnar. Það þarf ekki endilega að verða jafnmikið á íslandi og það er í verst settu héraðum Evrópu, en það er aUs ekki við öðra að búast en að á komist stöðugt atvinnuleysi upp á 5-6% hér á landi sem annars staðar - og geti sveiflast upp fyrir það. Evrópskir stjóramálamenn hafa viðurkennt - a.m.k. í verki - að þeir telji verulegt og samfeUt at- vinnuleysi óhjákvæmflegt verð fyrir hagræðingu og lága verðbólgu - og svo væntanlegan hagvöxt. Hagvöxturinn sem alhr lofa, hann lætur hins vegar standa á sér sem vonlegt er: hver á að kaupa meira en hann gerir nú, ef langflest fyrir- tæki era aUsstaðar aö spara „kostn- að“ - og byija á vinnuafhnu, á upp- sögnum starfsfólks? Það væra þá helst forstjóramir: það helsta sem gerist í kjaramálum Evrópu nú um stundir er sigursæl stéttarbarátta forstjóranna. Þeir skammta sér æ hærri laun og fríðindi (óháð því hvort fyrirtæki þeirra tapa eða ekki) og stefna sem óðast á hina bandarísku fyrirmynd, en þar hefur forstjóragengið 160-fóld laun meða- ljónsins bandaríska. Falskar vonir Því er nú mest um þennan þátt hér fjallað að ósvífnasti hluti aug- lýsingaherferðarinnar var sá sem sneri að ungu fóUd. Því var lofað fleiri og áhugaverðari störfum og „tækifæram tfl að búa og starfa hvar sem er í Vestur-Evrópu". Þetta er skram svo ekki sé meira sagt: störfum mun fækka og þau gerast leiðinlegri ef nokkuð er. Órfáir menn munu ávallt geta - sem hingað tíl - ráðið sig í eftirsótt og vel launuð störf - eins í Ameríku sem Evrópu. Þarf ekki aðUd að EES tfl. En þeir eru undantekningar. Það þýðir htið að lofa íslensku skólafólki öUu fogru í Evrópu: þar er nú þegar 10-20% atvinnuleysi meðal ungs fólks. Auglýsingaherferðin með EES er ekki niiklu merkhegri en átak til að selja rósaohu, segularmbönd, fótanuddtæki eða eitthvað það ann- að sem gefur hraustlegt og gott út- ht, bætir meltinguna, eflir kyn- getuna, margfaldar sjálfstraustið, útrýmir streitu, gigt og höfuðverk - helst allt í einu. Verst ef vera kynni að auglýsendur trúi henni sjálfir. Nógu slæmt að hluti al- mennings hefur gripið í óskhyggj- una um EES sér tU nokkurrar huggunar í þrengingum síðustu vikna og mánuða - ef marka má þá skoöanakönnun sem fyrr var nefnd. En þær breytingar í almenn- ingsáhti segja reyndar meira um þá kreppu sem fólk er að sogast niður í en ágæti EES. Árni Bergmann „Formúlan þýöir um leið að það „at- vinnulífsú framleiðsla sem ekki stenst ýtrustu hagkvæmniskröfu verð- ur að víkja - og að það er bannað að trufla þá þróun með sérstökum aðgerð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.