Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
Menning_______________________________
Rósir í mjöll:
Heildarsaf n Ijóða Vilhjálms
frá Skáholti komið út
„Vilhjálmur frá Skáholti gróður-
setti blóm í köldum reit. Oft næddi
líka um manninn og skáldið. Þess
vegna fannst mér eiga vel við að láta
bókina heita Rósir í mjöll. Nafnið er
tekið úr minningarljóði Kristjáns frá
Djúpalæk sem hann kvað um skáld-
bróður sinn. Það er táknrænt og
skáldlegt heiti og réttnefni um Vil-
hjálm,“ segir Helgi Sæmundsson rit-
stjóri. Hann hefur búið til prentunar
heildarsafn ljóða Vilhjálms sem nú
er komið út en ljóðabækur Vilhjálms
hafa verið ófáanlegar um árabil.
„Vilhjálmur var eitt af fyrstu
verkalýðsskáldunum en hafði sér-
stöðu að því leyti að hann leit ekki á
baráttuna tilsýndar heldur skipaði
sér við hhð hinna vinnandi og gerð-
ist andlegur forystumaður þeirra.
Hann orti líka mikið um Reykjavík
við hliðina á Tómasi og Steini en
hafði sérstöðu því hann var fæddur
Reykvíkingur en hinir voru aðkomu-
menn. Hann orti innan frá og ekkert
skáld hefur ort betur um skuggahlið-
ar borgarinnar."
í inngangi að ljóðasafninu skrifar
Helgi að Vilhjálmur hafi gerst eins
konar konungur í skuggaríki fá-
tækra og drykkfelldra utangarðs-
manna. Hann hafi hins vegar aldrei
dregið fjöður yfir ólán sitt og lýsi því
af einlægni og hreinskilni í mörgu
kvæði.
Samvinna tónskálds
og Ijóðskálds
Sigfús Halldórsson tónskáld mynd-
skreytir ljóðasafnið. Sigfús var
einkavinur Vilhjálms og unnu þeir
mikið saman. „Hann gerði til dæmis
texta við lög eftir mig, íslenskt ástar-
ljóð og Við tvö og blómiö, og svo gerði
ég lög við texta eftir hann. En það
voru fleiri en ég sem gerðu lög við
ljóð Villa,“ segir Sigfús og nefnir sér-
staklega Skúla Halldórsson.
„Skúli sagði mér einu sinni að svo
Guðjón og Sigfús Halldórssynir, vinir Vilhjálms, Jón og Bergur, synir Vilhjálms, Helgi Sæmundsson ritstjóri og
Bragi Þóróarson útgefandi komu saman i tilefni útgáfu heildarsafns Ijóða Vilhjálms frá Skáholti.
DV-mynd Brynjar Gauti
magnaður væri Villi að þegar hann
hélt sér þurrum stundaði hann þann-
ig björgunarstarf í Hafnarstræti að
tugir manna, sem þar héldu sig í
reiðuleysi, fóru að dæmi hans. Þeir
hættu að drekka ef hann hætti,“ seg-
ir Sigfús og vitnar aftur í Skúla:
„Hann vantaði eitt sinn mannskap
til að steypa grunn undir sumarbú-
staö við Hafravatn og hitti þá Villa á
fómum vegi og sagði honum farir
sínar ekki sléttar. Villi, sem kunni
múrverk, bauðst til að taka verkið
að sér. Morguninn eftir fór hann með
tíu menn úr Hafnarstræti og lauk
verkinu á einu'm degi. Þessi saga lýs-
ir Villa vel. Haim gekk heilshugar
og af ótrúlegri atorku að öllu sem
hann tók sér fyrir hendur."
Með þreifara í annan heim
Sigfús segir Vilhjálm hafa verið
ákaflega næman mann og eins og
með þreifara í þennan heim og ann-
an, eins og hann orðar það. „Eitt sinn
kom hann illa á sig kominn niður í
Útvegsbanka og spurði eftir mér.
Honum var mikið niðri fyrir. Erindið
var að biðja mig að fara með erfiljóð
eftir unga stúlku út á Morgunblað.
Það þoldi enga bið. Hann varð að
koma ljóðinu frá sér áður en hann
færi heim að sofa. Eins og þú sérð,
sagði hann, er ég ekki þannig á mig
kominn að ég geti farið sjálfur. Villi
þekkti stúlkuna ekki að öðru leyti
en því að hún afgreiddi í bakaríi sem
hann kom oft í. Hann sagði að hún
hefði oft gefið honum vínarbrauðs-
enda þegar hann var svangur. Hann
sagði að hún hefði veikst og dáið
þessa nótt og ég spurði hvemig hann
vissi það. Ég veit það því hún kom
til mín, svaraði hann. Við eftir-
grennslan fékk ég staðfestingu á þvi
að stúlkan hafði látist um nóttina,"
segir Sigfús.
„Vilh sagði mér eitt sinn eftir stutta
heimsókn hjá fjölskyldu minni á að-
fangadagskvöld að hann heíði lengi
þráð að eignast heimili. Hann vildi
hins vegar engri konu svo illt að deila
kjörum með honum. Villa varð að
þeirri ósk sinni að deyja allsgáður.
Hann féll frá langt fyrir aldur fram,
55 ára, og var fjölda manns harm-
dauði.“
-IBS
íslenskur málari vek-
ur athygli í Danmörku
Hjálmar Þorsteinsson heitir
maður, fæddur á Siglufirði 1932.
Hann fluttist 1946 til Akraness þar
sem hann var kennari fram til 1980.
1981 fluttist Hjálmar til Danmerkur
og hefur búið þar síðan. Fyrir utan
kennslu hefur hann stundað mál-
aralist. Hann hélt sína fyrstu sýn-
ingu á Akranesi. Síðan fylgdu fimm
sýningar á íslandi, síðast í Nor-
ræna húsinu 1984. í Danmörku
hefur hann sýnt sjö sinnum og nú
stendur sýning verka hans í Copen-
hagen City Galleri, rétt við Ráðhús-
torgið.
Hjálmar er dæmigerður íslend-
ingur, expressionisti. Gildir einu
hvort hann málar danskan kvöld-
himin eða deyjandi öm. Flest mál-
verkanna á þessari sýningu em
olíumálverk í rauðum og grænum
litum, auk nokkurra akvarell-
mynda. Ljóst er að Hjálmari hefur
tekist að hasla sér vöU í Danmörku
sem listamaður. Strax fyrsta dag-
innseldustsjömyndir. -HJ
Hjálmar Þorsteinsson og sambýliskona hans, Rita Mark. DV-mynd HJ
Það er fyrir stór verk eins og þetta sem Sigurður Orlygsson er þekktastur.
Hann sýnir nú litlar myndir í Galleri G-15 sem hann segir vera stórar mynd-
ir minnkaðar niður. DV-mynd GVA
«
Sigurður sýnir í
Galleri G-15
„Það má segja að sýningin sé fallið
minnismerki, hvaða skilning sem
menn nú leggja í það,“ segir Sigurður
Örlygsson listmálari sem nú heldur
sýningu í Gallerí G-15 á Skólavörðu-
stíg. Myndirnar á sýningunni, sem
flestar eru unnar úr pappír, eru litlar
en Sigurður er þekktastur fyrir stór
verk sín.
„Þetta eru stórar myndir minnkað-
ar niður, formin eru gömul," útskýr-
ir hann og bætir við að hann sýni til
skiptis litlar og stórar myndir. Um
er að ræöa aðra sýningu Sigurðar á
þessu ári og eru myndimar allar
nýjar.
Sýningin er opin virka daga klukk-
an 10 til 18 en 11-14 á laugardögum.
Henni lýkur 31. október.
-IBS
DV
Viðtalvið
Rósu Ingólfs-
dóttur-Jónína
Leósdóttir
skráði
Rósa Ingólfsdóttir, sem þekkt
er fyrir að segja skoðanir sínar
hispurslaust, heldur uppteknum
hætti í viðtalsbók sem Jónína
Leósdóttir hefur ritað og kemur
út hjá Fróða fyrir jólin.
í bókinni, sem heitir Rósumál,
dregur Rósa ekkert undan er hún
segir álit sitt á samferðamönnum.
Rósa segir einnig frá ferlí sínum
sem leikkona, söngkona, mynd-
listarkona og sjónvarpskona. Og
ást, harmur, erfið lífsbarátta,
kynlíf og karlar eru meðal
margra samtalsefha Rósu og Jón-
ínu.
Fullhugará
fimbulslóðum
í bók Sveins Sæmundssonar,
fyrrum blaðafulltrúa Flugleiða,
Fullhugar á fimbulslóðum, eru
frásagnir af merkum þætti í ís-
lenskrí flugsögu, Grænlandsflug-
inu. Aöstæöur i þvi voru oft ótrú-
lega erfiðar, ekki síst i sjúkraflugi
þegar teflt var á tæpasta vað, og
hékk líf flugmannanna oft á blá-
þræði. Bókin er gefin út af Fróða.
Spennusaga
eftir Þórunni
Valdimarsdóttur
Júlía heitir nýstárleg skáldsaga
eftir Þórunni Valdimarsdóttur.
Forlagið gefur bókina út og segir
í útgáfulista sinum að Júlia sé
mögnuö spennusaga um ástir og
örlög sem líka megi lesa sem
táknrænt framtíðarskáldverk.
Æviminningar
Svavars Gests
Útvarpsmaðurinn Svavar
Gests, sem um árabil var einn
vinsælasti skemmtikraftur
landsins, hefur skráð æríminn-
ingar sínar undir heitinu Hugsað
ugphátt.
í bók sinni, sem gefin er út af
Fróða, greinir Svavar frá erfiðum
bernskuárum, tónlistarferlinum
og kynnum af samferðamönnum
og svo því hvemig það var aö fa
þann úrskurð að hann væri hald-
inn illkynja sjúkdómi.
íslendingar
ogáfengi
íllOOár
Óttar Guömundsson læknir
skoöar dryklgusiöi íslendinga í
1100 ár í bók sinni, Tíminn og
tárið, sem Forlagið gefur út.
í útgáfulista yfir jólabækurþess
segir að við skoðunina beiti Ottar
augum sagnfræðings, spaugara,
læknis, alkóhólista og aðstand-
anda hans.
Kóngviljum
viðhafa
Skjaldborg gefur út fyrir jólin
bókina Kóng viljum við hafa eftir
Öm Helgason um þann atburö
er þrír Islendingar, Jón Leifs,
Guðmundur Kamban og Kristján
Albertsson, fóru á fund þýsks
prins og óskuðu eftir því við hann
að hann tæki við konungdórai á
íslandi. Prinsinn starfaði í áróð-
ursmálaráðuneytí Goebbels.
í kynningartexta frá bókafor-
laginu Skjaldborg segir að í þess-
ari bók sé upplýst eitt af mestu
feimnismálum islenskrar sögu á
þessari öld.