Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
35
DV POPP
Merming
INXS:
Á nýjum
leiðum
Ég var farinn að óttast að INXS
ætlaði að festast endanlega í „Anot-
her One Bites The Dust-formúlu“
hljómsveitarinnar Queen. Vissulega
hafa áströlsku sexmenningamir
komið með ýmis tilbrigði við stefið
sem þeir lærðu af Mercury og félög-
um. Staðnaðir voru þeir samt. En
ekki lengur.
Nýja platan, Welcome Wherever
You Are, ber þess öll merki að nú
skal leitað á ný miö. Ætla mætti að
lagasmiöur hljómsveitarinnar hefði
farið á námskeið í faginu og væri nú
að vinna úr þeirri visku sem á hann
hefur verið dengt og sýnishornum
sem honum hafa verið kynnt. Heyra
má eitt og annað sem fengið er að
láni frá eldri tónsmiðum og útsetjur-
um. Bítlamir hér, Stones þar. Raddir
Stranglers í lagi í Lou Reed-stíl. Jafn-
Hljómplötur
Ásgeir Tómasson
Vönduð orðabók
Þetta er víst þriðja sinni sem dönsk-íslensk
orðabók er frumsamin, fyrir utan endurprent-
anir. Og svo mikil eru samskipti íslendinga við
Dani að mikil þörf er á vandaðri orðabók af
þessu tagi, m.a. mun vandfundið betra tæki til
að verjast dönskuslettum!
Orðaforði bókarinnar er verulegur, 45 þúsund
orð. Meiru skiptir að hann var vandlega vahnn,
með því einfaldlega aö leggja til grundvallar
Nudansk ordbog (NO). Það er sú danska orða-
bók sem flestir Danir hafa við höndina, hvort
heldur lærðir eða leikir. Við svo almenna at-
hygh hefur hún verið að slípast í 14 útgáfum
undanfarinn aldarþriðjung. Nýjasta útgáfa hef-
m- 60 þúsund uppsláttarorð, en þar eru mörg
staðarnöfn, sem að sjálfsögðu er flestum sleppt
í Dönsk-íslensku orðabókinni. Einnig er sleppt
upprunaskýringum NO og finnst mér missir að.
Nýlegt slangur er í hvorugri, en um það er til
sérstök orðabók, svo sem um framandlegustu
tökuorð, Dansk fremmedordbog. Sama gildir um
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Leó Lðve, útgefandi Dönsk-íslensku orðabókarinnar, ásamt ritstjórum bókarinnar.
vel ögn af David Bowie (eða kannski
frekar Ian Hunter) á einum stað.
En þrátt fyrir mikið af lánshljóðum
og -steíjum er Welcome Wherever
You Are skemmtileg plata áheymar.
Sannast sagna bráðskemmtileg. Og
af því aö maður átti ekki von á neinu
öðru en svo sem enn einum tug af
tilbrigðum við gamla Queens-stefið
hljómar platan meira aö segja fersk.
Fimmtán ára reynsla sexmenning-
anna í INXS skilar sér vel. AUt er
vel spfiað. AUs konar breUur í stúdí-
ói njóta sín vel. Svo að dæmi sé tekið
hefði söngurinn í Heaven Sent sjálf-
sagt skrifast sem mistök hjá mörg-
um. Menn með hálfs annars áratugs
reynslu geta látið sUkan gjaUar-
homshljóm hljóma fagmannlega.
INXS hefur brotið sér leið úr far-
vegi sem var farinn að vera hljóm-
sveitinni til trafala. Ég hlakka til að
heyra næstu plötu hennar.
samheiti, en vonandi eru þessar sérhæfðu
orðabækur til á helstu skóla- og almennings-
bókasöfnum á íslandf.
Framburður er hér sýndur, þegar ekki er aug-
ljóst af almennum reglum hvemig hann skuU
vera. Og hér hefur einn helsti sérfræðingur
Dana um vélað, Lars Brink, prófessor í dönsku
við Háskóla íslands, en hann var ritstjóri ný-
birtrar danskrar orðabókar, sem leggur meginá-
herslu á framburð (Den Store Danske Udtale-
ordbog, 1991). Tákn um framburð eru margvís-
leg tíl, eftir mismunandi kerfum, og ekki öll
aðgengUeg almenningi. En hér er táknkerfi sér-
staklega miðað við íslenskan framburð.
Málfræðiupplýsingar em svo sem vera ber,
fyrst um orðflokk en síðan um beygingu, reglu-
lega eða óreglulega. Auk þess er sérstök skrá
um beygingu óreglulegra sagna, svo sem jafnan
tíðkast. Glöggar skýringar em fremst í bókinni,
m.a. á merkjum við orð sem em fagmál, eða
merki um stílblæ. Þetta er viðbót við NO og
mjög gott, þarna eru greinargóðar upplýsingar
í mjög stuttu máli. Ennfremur er skrá um al-
gengar skammstafanir'í dönsku.
Þýðingar orða skipta mestu, en þær era oft
erfiðar. Ég man að í Ensk-íslenskri orðabók
þurfti oft að setja útskýringar, þegar ekki fannst
orð á íslensku sem samsvaraði hinu útlenda.
En það virðist hafa gengið betur núna, sbr. t.d.
„fetichisme: 1. dýrkun töfragripa (meðal frum-
stæðra þjóða) 2. (S). blætisdýrkun, munalosti,
dálæti á hlutum til kynörvunar og nautnar. 3.
dýrkun hluta (sem t.d. e-r látinn hefur átt)“. Hér
em stuttar og glöggar skýringar eftir þörfum,
en umfram allt, þýtt með góðum íslenskum orð-
um. Meginmáli skiptir líka að orðtökum virðast
gerð góð skil. Þýðingar danskra orða á íslensku
eru einkum miöaðar við íslendinga, en þó var
sérstaklega reynt að koma til móts við Dani sem
þurfa að orða hugsun sína á íslensku. Að venju
er mismunandi merking orðs hér vandlega
greind í sundur í tölusetta liði, og gefin em
dæmi í hveijum, þannig ætti t.d. Dani að geta
fundið viðeigandi íslenskt orð, auk þess hve
nauðsynlegt þetta er íslenskum notendum. Tök-
um dæmi:
„fiks [figs] no 1. duglegur, fimur være f pá fin-
grene, vera handlaginn, 2. snotur en f. kjole, 3.
fastur en f. idé meinloka, þráhyggja, 4. eing. í
samb. f. og færdig tilbúinn“.
Heyrt hef ég danska notendur kvarta yfir því
að hér skuh vanta málfræðiupplýsingar um ís-
lensku orðin. Þessi bók nýtist þeim þá ekki að
fullu nema með annarri, t.d. Orðabók Menning-
arsjóðs. Væri ekki ráö að bæta þessum upplýs-
ingum við í næstu útgáfu? Þá stæði t.d. við
meinloka, þráhyggja: „no.f. -u/-ur“. Það ætti
hvorki að kosta mikla vinnu né rými, en bókin
yrði fleirum gagnlegri og þá seljanlegri. Þetta
er t.d. gert í Norsk-íslenskri orðabók.
Hér er ekki rúm fyrir ítarlegri umfjöllun, en
ljóst virðist að þetta sé vönduð orðabók og mik-
Úl fengur að henni.
Dönsk-íslensk oröabók
ísafoldarprentsmiöja 1992, 945 bls.
Svart leður
með riffluðum
gúmmisóla.
Stærð 36-42
Brúnt eða svart leður.
Með höggdeyfi í hæl
og slitsterkum sólum.
Stærðir 40-47
BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT
Brúnt olíuborið
leður með mjög
slitsterkum sólum.
^ Stærðir 40-47
Svart leður
með slitsterkum
sóla og höggdeyfi.
Stærð 36-42
sköpunargleði
TRACK
Teg. 3424
ÍB
Svart leður
með slitsterkum,
grófum gúmmísóla.
Stærðir 40-47
Skóverslun
Þórðar
Kirkjustræti 8, simi 14181.
Teg. 3013
Svart, brúnt
eða vínrautt
leður.
Loðfóðraðir
með grófum
gúmmisóla.
Stærðir 36-42
Skóverslun
þórðar
ILUI) Teg. 3434
Svart eða brúnt
leður með slitsterkum,
grófum gúmmísóla.
Æ Stærðir 40-47
Borgarnesi, Brákarbraut 3, sími 93-71904
Laugavegi 41, s. 13570