Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Síða 24
36
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1992.
Mig langar til þess að koma hér
að hugleiðingum minum um fækk-
un í áhöfnum fiskiskipa og far-
skipa. Mér finnst með ólíkindum
hvað lítið hefur heyrst frá Sjó-
mannasambandinu um þessi mál
og er það eftir öðru frá forystu
þessa félagsskapar. Slysum hefur
stórfjölgað um borð í skipunum og
tel ég þessa fækkun eiga stóran
þátt í því. Þessa óheillaþróun verð-
ur að stöðva með öllum ráðum og
þá meina ég með öllum ráðum!!!
Sömu lögmál
Mér og mörgum félögum mínum
finnst vera komið að tímamótum
og finnst vera kominn tími til að
skipta um mannskap í brúnni að
einhverju leyti, enda menn að
verða hálfsteinrunnir eftir langa
setu í stjóm sambandsins.
Eflaust hefur núverandi stjórn
gert góða hluti og er það vel. En
nú er kominn tími til að leyfa ein-
hverjum öðrum að spreyta sig,
helst sem fyrst. Og oft hvarflar að
mér og fleirum sem um þessi mál
hugsa að til séu forystumenn í
verkalýðshreyfingunni sem hugsa
þannig: „Hvað getur félagið gert
fyrir mig,“ en ekki „Hvað get ég
gert fyrir félagið."
Til sjós er það yfirleitt venjan að
ef skipstjórinn fiskai- ekki og það
er talin hans sök er skipt um og
annar fenginn í staðinn. Þvi dæmið
gengur ekki upp fyrir áhöfn og út-
gerð ef ekkert fiskast. Ég get ekki
séð betur en að sömu lögmál eigi
að gilda hjá forystumönnum sjó-
manna og annarra samtaka.
Ég tel að ef vel er unnið fyrir Sjó-
mannasamband íslands af stjóm
þess og félögum sé hægt að gera
Sjómannasámband íslands að
Fyrir Sjómanna-
sambandsþing
Kjallariim
Birgir Björgvinsson
í sljórn Sjómannafélags
Reykjavikur
mannaafsláttinn aftur þangað til
hún nær honum öllum. Menn virð-
ast hafa gleymt því að hann kom
inn í kjarasamningum og slegið var
af öðrum kröfum í staðinn.
Reikninginn yfir borðið
Komi til að aftur veröi ráðist á
sjómannaafsláttinn og hann tekinn
af „aivöru" sjómönnum á skilyrðis-
laust að rétta reikninginn yfir
borðið til útgerðarinnar því að af-
slátturinn var þáttur ríkisins til
styrktar útgerðinni til að Uðka fyr-
ir kjarasamningum.
Nú á komandi árum veitir okkur
ekki af sterkri og öflugri forystu í
stéttarfélögum sjómanna í því að
halda störfum okkar til sjós og
lands. Það stefnir í harðnandi sam-
keppni á vinnumarkaði og þá er
enginn undanskilinn fyrir ásókn
„Eflaust hefur núverandi stjóm gert
góða hluti og er það vel. En nú er koni-
inn tími til að leyfa einhverjum öðrum
að spreyta sig, helst sem fyrst.“
öflugum félagsskap sem hlustað er
á og tekið mark á og menn úti á
sjó fái trú á Sjómannasambandinu
og er þá vel. Eins og staðan er í dag
líta menn á Sjómannasambandiö
eins og enn eina óþarfa stofnun.
Við stjómarkjör í verkalýðsfélög-
um eru notaðar sömu aðferðir og
hjá stjómmálamönnum, öllu lofað
og engar efndir. Tökúm sem dæmi
sjómannaafsláttinn. Það heyrðist
varla stuna frá Sjómannasamband-
inu og er ég handviss um að ríkis-
stjórnin á eftir að kmkka í sjó-
erlends vinnuafls nema þá helst
ráðherrar. En þeir eru nú sá vinnu-
kraftur sem helst mætti skipta út
vegna lélegra vinnubragða, enda
sést það best á því aö þeir leita allra
ráða til að koma okkur inn í EES
svo að þeir geti leitað aðstoðar er-
lendra kerfiskarla því þeir virðast
algjörlega ráðþrota og gjörsamlega
úr öllu sambandi við fólkið í land-
inu.
Við í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur erum aðilar að Norræna flutn-
ingaverkamannasambandinu og
Greinarhöfundur telur að sömu lögmál eigi að gilda hjá forystumönnum
sjómanna og annarra samtaka.
Alþjóða flutningaverkamanna-
sambandinu og munum nýta okkur
þau sambönd í baráttunni við að
halda störfum okkar gegn ódýru
erlendu vinnuafli sem útgerðar-
menn á farskipum sækjast stíft eft-
ir. Enda veitir okkur ekki af öflugri
samstöðu til að halda okkar rétt-
indum þegar við virðumst vera á
fullri ferð inn í EES sem opnar all-
ar gáttir fyrir erlendu vinnuafli.
Frábær tillaga
Nú eru íslenskar kaupskipaút-
gerðir að segja upp sjómönnum, á
meðan eru erlend leiguskip með
erlendum áhöfnum að sigla hingað
í áætlunarsiglingum. Vona ég að
komandi Sjómannasambandsþing,
sem verður í lok þessa mánaðar,
taki ákveðna afstöðu til þessa máls,
því ég sé ekki betur en að þetta séu
fyrstu skrefin til að útrýma ís-
lenskri sjómannastétt. Og hveijir
verða næstir?
Einn félagi minn í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur kom með frábæra
tillögu sem mér finnst eiga fullan
rétt á sér. Hún gengur út á þaö að
sjómenn, sem starfað hafa við fisk-
veiðar í áraraðir og þurfa að fara
í land einhverra hluta vegna, gangi
fyrir um úthlutun krókaveiðileyfa
þegar þeim er útbýtt.
Þessir sjómenn hafa átt stóran
þátt í því að afla viðkomandi út-
gerðum þeirra kvóta með vinnu
sinni um borð í skipunum.
Birgir Björgvinsson
Er EES-samningur-
inn mikilvægur
- íslenskum sjávarútvegi og fiskvinnslu?
Svarið við spumingunni er tví-
mælalaust já. Mikilvægi Evrópu-
bandalagsmarkaðarins kemur
skýrast fram í þeirri staðreynd að
80% af útflutningi íslendinga er
útflutningur á sjávarafurðum og
67% af öllum útflutningi fer til
EB-landanna. Því er ekki hægt að
líta framhjá þeim samkeppnislega
ávinningi sem íslendingum hlotn-
ast með miklum tollalækkunum í
kjölfar gildistöku samningsins. Þar
sem ég þekki til erlendis er verð á
fiski talsvert hærra en á kjötvör-
um. Strax við gildistöku samnings-
ins falla 76% núverandi tolla-
greiðslna niður sem mun væntan-
lega koma að miklu leyti fram í
lægra vöruverði á fiskafurðum.
Það sem er þó mest um vert er að
með brottfalii þess 18% tolls, sem
lagður er á unnar ferskar fiskaf-
urðir í dag, opnast nýir og mikil-
vægir möguleikar til verkunar og
útflutnings á ferskum unnum sjáv-
arafuröum sem getur gefið af sér
mikinn virðisauka fyrir íslendinga.
Erlend eignaraðild?
En hvað um erlenda eignaraðild
í sjávarútvegi og fiskvinnslu? Mun
samningurinn leiða til þess að er-
lendum aðilum verði heimilt að
fjárfesta í þessum greinum?
Samningurinn mun ekki afnema
eða leiða til breytinga á núverandi
ákvæðum laga um fjárfestingar og
eignarhald erlendra aðila í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu. Það liggur
alveg ijóst fyrir, því er allur gamal-
dags ótti um að útlendingar muni
koma til íslands og kaupa allt upp
óþarfur. Þar sem spurt er um er-
lendar fjárfestingar þá er Ijóst aö
við íslendingar höfum hingað til
viljað ráða yfir okkar fiskimiðum
og hvar fiskurinn er unninn enda
er það eðlilegt. Aftur á móti er ekki
eðhlegt að bera ótta í bijósti í garð
erlends eignarfjármagns því hægt
er að ná fram markmiðunum um
yfirráð íslendinga yfir fiskauðlind-
um okkar með einfaldari hætti sem
ekki útilokar allt erlent hlutafé.
Erlent fjármagn gæti styrkt rekst-
„Erlent fjármagn gæti styrkt rekstur og fjármögnun íslenskra útgeröar-
og fiskvinnslufyrirtækja," segir m.a. i greininni.
ur og fjármögnun íslenskra útgerð- að tengja hana viö sjálfstæði þjóö-
ar- og fiskvinnslufyrirtækja. Ein- arinnar. Þetta eru tvö óskyld mál
angrunarstefna er löngu orðin úr- sem okkur mun lærast aö skilja.
elt fyrirbæri og tímabært að hætta Jóhann Þorvarðarson
Kja]larinn
Jóhann Þorvarðarson
hagfræðingur
Verslunarráðs íslands
„Þaö sem er þó mest um vert er að með
brottfalli þessa 18 % tolls, sem lagður
er á unnar, ferskar fiskafurðir í dag,
opnast nýir og mikilvægir möguleikar
tn verkunar og útflutnings á ferskum
unnum sjávarafurðum...“