Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Page 26
34
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992.
Afmæli
Bjöm Ríkarður Lárusson
Bjöm Ríkaröur Lámsson hús-
gagnasmíðameistari, Hringbraut
JM í Hafnarfirði, verður fimmtugur
á morgun, laugardag.
Starfsferill
Bjöm fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Skuggahverfinu. Hann lauk
prófi í húsgagnasmíði frá Iðnskól-
anum í Reykjavík árið 1964 og hefur
starfað í iðninni upp frá því.
Frá árinu 1967 hefur Bjöm rekið
eigið fyrirtæki, Grein hf., ásamt
Geir Oddgeirssyni.
Bjöm hefur í mörg ár setið í stjóm
Félags húsgagna- og innréttinga-
framleiðenda og var þar formaöur
1975-79. Hann var einnig í fram-
kvæmdastjóm Landssambands iðn-
aöarmanna frá 1985-89 og hefur ver-
ið í iðnfræðsluráði frá 1990.
Bjöm sat í stjóm Lyftingadeildar
KR fyrstu árin eftir að hún var
stofnuð 1970 og var fyrsti formaður
Lyftingasambands íslands 1973.
Ennfremur sat Bjöm í Olympíu-
nefnd íslands 1973-89 og hefur setið
í aðalstjóm KR frá 1979, sem með-
stjórnandi, ritari og varaformaður.
Fjölskylda
Björn kvæntist 26.6.1976 Eddu
Ársælsdóttur, f. 17.2.1948, kennara-
skólanema. Hún er dóttir Ársæls
Pálssonar og Álfheiðar Guðmunds-
dóttur.
Böm Björns og Eddu eru: Skarp-
héðinn Orri, f. 25.1.1971; Ingibjörg
Hrefna, f. 10.7.1974; og Sigurbjörn
Jóhannes, f. 1.12.1975.
Björn á fimm systkini. Þau em:
Hrafnlúldur, læknir í Svíþjóð;
Heimir Fjeldsted, mjólkurfræðing-
ur; Eggert, formaður HÍK; Birgir,
verslunarstjóri; og Sigurbjöm.
Faöir Björns var Láms Harrý
Eggertsson, f. 22.6.1910, d. 7.4.1991,
sjómaður. Móðir hans er Ingibjörg
Bjömsdóttir, f. 22.8.1911, húsmóðir
íReykjavík.
Ætt
Láms Harrý var sonur Eggerts
Fjeldsted, b. á Klukkulandi í Dýra-
Til hamingju með
afmælið 6. nóvember
firði, bróður Lárusínu, móður Helga
Hjörvar útvarpsmanns og ömmu
Auðar Haralds rithöfundar. Eggert
var sonur Lárusar Fjeldsted, b. í
Kolgröf í Eyrarsveit, bróður Andr-
ésar á Hvítárvöllum, afa Lámsar
Fjeldsted hæstaréttardómara, afa
Katrínar Fjeldsted, læknis og borg-
arráðsmanns. Andrés var einnig
langafi Guðjóns Teitssonar, for-
stjóra Ríkisskipa. Láms var sonur
Vigfúsar, gullsmiðs í Stóm-Tungu á
Fellsströnd og ættfoður Fjeldsted-
ættarinnar, Sigurðsonar og Karitas-
ar Magnúsdóttur, sýslumanns í
Búðardal, Ketilssonar.
Móðir Lárusar var Ríkey Jóns-
dóttir, b. á Meiribakka, Jóhannes-
sonar, b. á Blámýrum, Jónssonar.
Móðir Jóhannesar var Þóra Jóns-
dóttir, b. á Laugabóli í Ögurhreppi,
Bárðarsonar, ættfóður Arnardals-
ættarinnar, Illugasonar. Móðir Rík-
eyjar var Helga Bjarnadóttir í Haga-
koti, Einarssonar.
Ingibjörg er dóttir Bjöms, vörubíl-
stjóra í Reykjavík, Guðmundssonar,
b. á Hrafnagili í Laxárdal, Guð-
mundssonar, b. á Ingveldarstöðum,
bróður Sigríðar, langömmu Péturs,
fóður Siguijóns borgarráðsmanns.
Guðmundur var einnig bróðir Þor-
valds á Skefilsstöðum, langafa Jóns,
alþingisforseta á Akri, föður Pálma
alþingismanns en Þorvaldur var
einnigrafi Ragnheiðar, langömmu
Magnúsar frá Mel fjármálaráðherra
og Halldórs Þormar, sýslumanns á
Sauðárkróki, Jónssona. Guðmund-
ur var sonur Gunnars, hreppstjóra
og ættfóður Skíðastaðaættarinnar,
Gunnarssonar. Móðir Björns var
Ingibjörg Bjömsdóttir, hreppstjóra
á Hafragili í Skagafiröi, bróður Guð-
mundar á Ingveldarstöðum. Móðir
Ingibjargar var Guðrún Ólafsdóttir,
smiðs á Ingveldarstöðum og Hafra-
gili, Kristjánssonar og Sigurlaugar,
systur Gunnars á Skíðastöðum.
Móðir Ingibjargar og amma Egg-
erts var Evlalia Olafsdóttir, sjó-
manns og steinsmiðs í Hlíðarhúsum
í Reykjavík, Jónssonar, b. í Hrúts-
staðahjáleigu, Bjarnasonar, b. á
Björn Ríkarður Lárusson.
Syðra-Velli í Flóa, Þorgrímssonar,
b. í Ranakoti, Bergssonar, hrepp-
stjóra og ættföður Bergsættarinnar,
Sturlaugssonar. Móðir Evlalíu var
Sigurbjörg Jónsdóttir, b. í Hvammi
í Kjós og á Gróttu á Seltjamarnesi,
Jónssonar.
Björn verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Þórður Kr. Guðmundsson
95 ára
isdaginn.
Ragnheiður Pálsdóttir,
Laufvangi9, Hafharfírði.
Guðný Kristjana Magnúsdóttir,
Kirkjubrautl2,
HöfníHoma-
flrði. Guðný er
fráHoltaseliá
MýrumiA-
Skaftafellss. Hún
dvelurnúáElli-
oghjúkmnar-
heimilinu Skjól-
garðiáHöfh.
90 ára
Oddgerður Geirsdóttir,
Aragötu 12, Reykjavfk.
60 ára
Jóhann Antoniusson,
Haðalandi 13, Reykjavík.
Magnús Hallgrimsson,
Boilagötu 3, Reykíavik.
Sigurður O. Bjarnason,
Suðurgötu 13, Hafnarfirði,
Reynir Ástþórsson,
Bleikjukvísl 20, Reykjavík.
Reynir verður erlendis á afmælis-
daginn.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Hólagötu 18, SandgerðL
Magnús Magnússon,
Sraárahvammi 12, Hafnarfirði.
80ára__________ 50ára
Ingigerður Bjarnadóttir,
Andrésfjósi, Skeiðahreppi.
Sesselja Gísladóttir,
Garöasenda 5, Reykjavik.
75 ára
Júiíus Jóakimsson,
Túngötu 16, Grenivík.
Ámi Ingóifur Arthúrsson,
Réttarholtsvegi 61, Reykjavík.
40ára
Kristrún Jónsdóttir,
Lónabrautö, Vopnafirði.
Unnur Ingvarsdóttir,
Tómasarhaga 38, Reykjavik.
Sigurjóna Friðjónsdóttir,
Háaleitisbraut 151, Reykjavík.
70 ára
Fanney Jónsdóttir,
Seljahlið 3f, Akureyn.
Fanney ver ður að heiman á afinæl-
Magnús Bergmann Matthíasson,
Garðavegi 1, Keflavík.
Ásiaugur Haddsson,
Skútahrauni 3, Mývatnssveit.
Guðmundur S. Stefánsson,
Fögmbrekku 15, Kópavogi.
" Jarðþrúður Baidursdóttir,
Klébergi 15, Þorlákshöfn.
Bjarni Eiiasson,
Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík.
Heiga Sigurðardóttir,
Egilsstöðum 1, Egilstöðum.
Bridge_________________________________________________________
Stórmót
Bridgefélags Munans
Mikil keppni var um efstu sæti á stórmóti Bridgefélags Munans í Sand-
gerði sem spilað var laugardaginn 31. október en að lokum stóðu uppi
sem sigurvegarar þeir Valur Sigurðsson og Sigurður Sverrisson. Alls
skráðu 53 pör sig til leiks í mótið aö þessu sinni, en það hefur jafnan
verið vel skipað keppendum. Keppnisstjóri og útreiknismeistari á mótinu
var Kristján Hauksson. Lokastaða efstu para varð þannig:
1. Valur Sigurðsson-Sigurður Sverrisson 2326
2. Helgi Sigurðsson-Helgi Jónsson 2319
3. Matthias Þorvaldsson-Sverrir Ármannsson 2305
4. Hjördís Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson 2300
5. Páll Valdimarsson-Karl Sigurhjartarson 2270
6. Ólafur Steinason-Stefán Jóhannsson 2264
7. Gylfi Baldursson-ísak Öm Sigurðsson 2258
8. Guðmundur Sveinsson-Magnús Ólafsson 2228
9. Hermann Lárusson-Jakob Kristinsson 2201
10. Bragi Hauksson-Sigtryggur Sigurðsson 2184
Þórður Kr. Guðmundsson vélfræð-
ingur, Akurgerði 12, Vogum á
Vatnsleysuströnd, verður fertugur á
morgun.
Starfsferill
Þórður fæddist í Garðhúsum í
Vogimum og ólst upp á Vatnsleysu-
ströndinni. Hann útskrifáðist sem
vélfræðingur úr Vélskóla íslands
áriö 1973 og lauk síðar meistara-
prófiívélvirkjun.
Þórður starfaði sem vélstjóri á
mótorbátnum Héðni árið 1971 og
hefur lengst af síðan þá verið vél-
stjóri á ýmsum skipum.
í dag rekur hann eigið verkstæði
í Vogunum og annast þar m.a. við-
gerðir á bátum og bílum.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 27.9.1975 Maríu
Gunnarsdóttur, f. 23.8.1950, sjúkra-
liða. Hún er dóttir Gunnars Einars-
sonar, verkstjóra í Keflavík, og Jó-
hönnu Júlíusdóttur húsmóður.
Böm Þórðar og Maríu eru: ívar
Öm, f. 16.2.1975; Guðríður Kristín,
f. 26.12.1977; Halla Guðbjörg, f. 7.4.
1983.
Þórður átti fimm systkini, eitt
þeirra er látið. Þau em:.Þórunn
Kristín, f. 8.5.1947; Lfija Júlia, f.
13.6.1948; Andrés Ágúst Þorkell, f.
31.3.1951; Sigurður Magnús, f. 14.9.
1957, d. febr. 1987; Guðrún, f. 27.8.
1959.
Foreldrar Þórðar em Guðmundur
í. Ágústsson, f. 25.8.1918, skipstjóri,
og Guðríður Þórðardóttir, f. 15.6.
1923, ljósmóðir og húsmóðir. Þau
búa í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Ætt
Guðmundur er sonur Ágústs
Andrésar Þorkels, útvegsb. í Hala-
koti á Vatnsleysuströnd, en systur
hans vom Ragnheiöur María í Há-
koti, amma Hauks Helgasonar, að-
stoðaritstjóra DV, og Margrét, móð-
ir Guðmundar í. Guðmundssonar,
ráðherra og sendiherra. Ágúst var
sonur Guðmundar, útvegsb. á
Neðri-Bmnnastöðum, ívarssonar,
formanns í Skjaldarkoti, Jónssonar.
Móðir Guðmundar var Ragnheiður
Gísladóttir. Móðir Ágústs var Kat-
rín, systir Magnúsar, prófasts og
alþingismanns á Gilsbakka, föður
Péturs ráðherra og Ragnheiðar,
ömmu Jakobs Frímanns Magnús-
sonar menningarfulltrúa. Katrín
var dóttir Andrésar, hreppstjóra í
Syðra-Langholti, Magnússonar, al-
þingismanns þar, Andréssonar.
Móðir Andrésar í Syðra-Langholti
var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og
ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfús-
Þórður Kr. Guðmundsson.
sonar.
Móðir Guðmundar skipstjóra var
Þuríður Kristín Halldórsdóttir, b. á
Kistufelli í Lundarreykjadal, Jóns-
sonar, b. á Skálpastöðum, Bjarna-
sonar. Móðir Halldórs var Guðrún
Jóhannsdóttir. Móðir Þuríðar var
Kristín Magnúsdóttir, b. í Hrafna-
björgum á Hvalfjarðarströnd, Ein-
arssonar, og Þuríðar Árnadóttur.
Guðríður er af Víkingslækjarætt,
dóttir Þórðar Kristins Jónassonar,
b. í Sviðugörðum og síöar útvegsb.
á Stóru-Vatnsleysu, og konu hans,
Þórunnar Einarsdóttur húsmóður.
Merming_____________________
Glæsilegur orgelleikur
Tónlistardögum Dómkirkjunnar var fram haldið í
gærkvöldi. Þá lék Hörður Áskelsson einleik á orgel. Á
efnisskránni voru verk eftir Pedro Arajo, Francois
Couperin, Louis Nicolais Marchand, Domenico Zipoli,
Johann Sebastian Bach og Jón Nordal.
Eins og sjá má af þessari upptalningu tónskálda var
efnisvalið um margt dálítið sérstakt, enda þótt allir
höfundamir nema Jón Nordal teljist til barokktímans.
Einleikarinn kynnti verkin og kvaðst hafa valið þau
m.a. með það fyrir augum að nýta blæbrigði orgelsins
sem best. Það kom og á daginn að raddaval hans lýsti
bæði vandvirkni og mikilli smekkvísi. Fyrsta verkið,
Batalha de saxto Tom eftir Araujo, sem er einfalt og
um sumt hrátt í sniðum, fékk þykkt hljóð, stundum
með grófum blæ. Annað verkið, Tierce en taille eftir
Couperin, var mjúklega samið og fékk þýðan hljóm.
Hann var þó truflaður af einni röddinni sem haföi
viðbætta þríund og hljómaði hrífandi ómstrítt í hinum
annars blíöa vef. Svo mætti áfram telja. Dialog eftir
Marchand geislaði af tilþrifum og All Elevazáoni eftir
Zipoli var ekki síður áhrifaríkt þótt með allt öðrum
hætti væri. Þar ríkti fegurð kyrrðarinnar og einleikar-
inn gaf sér nógan tíma til að blæbrigði smáatriðanna
fengju notið sín. Hápunktur barokkverkanna var Pra-
eludium et fuga í G-dúr eftir Bach. Þetta er glæsilegt
verk og saman sett af þeirri snilld sem hinum mikla
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
meistara er eiginleg. Hér fór fótbassinn í fullan gang
og haföi ekki minna hlutverk en aðrar raddir, hvort
sem spilað var hægt eða hratt.
Tónleikunum lauk með tveimur verkum eftir Jón
Nordal, Sálmforleik um sálm sem aldrei var sunginn
og Toccata. Þetta eru sérlega fersk og falleg verk. í
því fyrra eru áhrifamiklar andstæður ómstríðra og
ómblíðra hljóma. í því síðara eru einnig andstæður
en af öörum toga.
Hörður Áskelsson á mikið hrós skilið fyrir frammi-
stöðu sína á þessum tónleikum. Verkefnaval og með-
ferð hljóðfærisins sýndi alúð og góðan smekk. En
mestu skipti þó leikur hans, sem var í senn hugmynda-
ríkur og agaður, vandaður og þrunginn tilfmningu.
Þetta voru skemmtilegir tónleikar.