Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992. Fréttir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson: Segja líf stjómar- innar ekki í hættu - þingmenn segja ekkert þokast og að nánast allt sé órætt Eftír þingflokksfundi stjómar- flokkanna í gær fór ekki á milli mála að innan þeirra ber talsvert á aö þingmenn undrist að nánast ekkert sé ákveðið um hvað gera eigi vegna efnahagsmálanna. „Þetta var bara ekki neitt, ekki neitt,“ sagði einn sjálfstæðismannanna. Aðrir þing- menn virtust vera sömu skoðunar. Er framtíð ríkisstjómarinnar í hættu nú þegar ástandið er með þeim hættí sem raun ber vitni og ekkert hefur enn verið ákveðið? Jón Baldvin Hannibalsson sagðist ekki meta ástandið þannig að ffamtíð ríkis- stjómarinnar væri í hættu. „Hún væri það hins vegar ef það kæmi á daginn að ríkisstjómin gætí ekki náð samstöðu um aðgerðir sem duga,“ sagði Jón Baldvin. Þegar Davíð Oddsson forsætísráðherra var spurður hvort framtíð stjórnarinnar væri í hættu svaraöi hann: „Nei, nei, nei.“ Engin ákvörðun tekin Þegar Davíð Oddsson var spurður hvort árangur hefði orðið af fundum gærdagsins sagði hann: „Menn kom- ast alltaf pínulítið nær markinu." - Hefur þingflokkur þinn komist að niðurstöðum? „Það var engin ákvörðun tekin í okkar flokki. Það var farið nákvæm- lega yfir öll málin og þetta var ákaf- lega sterkur og góður fundur. Aö lok- um næst samstaða innan flokksins." - Hvenær verður það? „Ég þori ekki að segja það. Við höfum áður talað um miðjan mánuð, að þá kæmumst við að niðurstööu, og staðreyndin er sú að menn hafa mjög nálgast niðurstöðu. Ég get ekki nefnt neinn ákveðinn dag, það er svo margt aö athuga." Ótímabært aö höggva Jón Baldvin sagði verið að tala um mörg mál. „í ríkisfjármálum er það svo að aðilar vinnumarkaðarins eru ekki fyrst og fremst að hugsa um þann vanda. Þann vanda verðum við að sjá um. Ég held að við og til dæm- is fjármálaráðherra höfum mjög svipuð sjónarmið í þeim efnum. Að því er varðar vanda sjávarútvegsins og þann hlut, sem sértækar aögerðir í honum þurfa að leysa, þá hafa kannski vinnuveitendur meiri áhyggjur af því en til dæmis forystu- menn launþega. Það vantar þama herslumun og það er ekki komin al- gjör samstaða, eða niðurstaða í sam- tölum aðila vinnumarkaðarins sjálfs. Það er ekki hægt að segja að ASÍ og VSÍ séu á einu máh. Því væri ótíma- bært fyrir ríkisstjómina að ætla að höggva á einhvern hnút, jafnvel þótt við værum búnir að komast að nið- urstöðu um vflja flokkanna. Ég segi þess vegna: engar dagsetningar og enga hengingaról," sagði Jón Bald- vinHannibalsson. -sme skráning- tvöföld endur- stofnun veita þeim sem fá gi'eidd mæðra- eöa feðralaun vegna rangrar skráningar sarabúðai' frest til áraraóta til að leiðrétta sambúðarskráninguna. Eftir það mun stofnunin beita viðurlögum sem felast í því aö þeir sem skrá sig rangiega verða krafðir um tvöfalda þá bótagreiðslu sem þeir : hafa ranglega fengið frá; Trygg- y; ingastofnun. Þetta var ákveðið í framhaldi af störfum nefndar á vegum ríkis- stjórnarinnar sem athugaði hvort stuðningskerfi fyrireinstæða for- eldra væri markvisst misnotað. Einnig hefur verið ákveðiö að lífeyrisdeild Tryggingastofnunar taki ekki til afgreiðslu umsóknir um mæðra- eða feðralaun nema þeim fylgi formlegur meðlagsúr- skurður eöa staðfestur samning- ur um meðlagsp’eíðslur, umsókn um meðlagsgreiðslur og vottorð um lögheimili beggja foreldra. -JSS ''iW. ■ Etding gróf sig ofan i jörðina um 150 metra frá bænum Kerlingardal i Mýrdal og tætti í sundur símavíra sem lágu um hálfan metra niðri í jörðinni. Viðgerðarmenn frá Pósti og sima vinna viö viðgerð ofan í holunni þar sem eld- ingunni sló niður. DV-mynd Páll Pétursson Elding sló út rafmagni og síma á þremur bæjum 1 Mýrdalnum: Hola í jörðinni þar sem eldingunni laust niður - símtæki eyðilögöust og innstunga sprakk „Hávaðinn var svo gífurlegur að það kom þrýstingur á hljóðhimnuna. Síðan fór allt rafmagnið af. Okkur brá mjög og vonun smástund aö átta okkur á hvaö hafði gerst. Af því að skömmu áður höfðu veriö eldingar og þrumur áttuðum við okkur fljót- lega á því að eldingu hefði slegið nið- ur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, bóndi í Kerlingardal. Eldingu sló niður rétt austan við Vík í Mýrdal seint á sunnudags- kvöldið meö þeim afleiöingum að rafmagns- og símasambandslaust varð við tvo sveitabæi í Kerlingardal og farfuglaheimihö Reynisbrekku. Eldingunni laust niður í rafmagns- girðingu um 150 metra frá Kerlingar- dal og sló svo niður í jörðina. Þar gróf hún sig niður í símastreng og khpptí í sundur plasthólk utan um strenginn. Þegar viðgerðarmenn Pósts og síma komu á vettvang stóðu símavíramir sundurtættir upp úr holunni. Að sögn Guðrúnar brunnu síma- leiðslur og símtæki yfir og rafmagn hljóp frá símanum yfir í innstungu töluvert frá með þeim afleiðingum að hún sprakk og brotín skutust út í loftið. Mikil mhdi er tahn að enginn var á ferh í stofunni. „Manni varð ósjálfrátt hugsaö til þess að við sitjum oft og horfum á sjónvarpið á móti innstungunni sem sprakk. Tengdapabbi, sem býr á hin- um bænum, kom hlaupandi skömmu eftír að eldingunni sló niður en þá var heymin hjá honum fyrst að verða eðlileg aftur. Þar virkaði þetta eins og sprenging og þeim fannst aö ahar rúðumar í húsinu hefðu sprungið," segir Guðrún. Að sögn hennar era oft eldingar í Mýrdalnum og er þetta í þriðja skipt- ið á örfáum árum sem háspennu- breytir við húsið eyðileggst. „Það hefur þó aldrei verið neitt þessu líkt. Tengdaforeldrar mínir hafa búið hér aha sína ævi og aldrei lent í öðra eins,“ sagði Guðrún. -ból Stj ómarandstaöan eftir fund með ríkisstjórninni: Ríkisstjórnin ræður ekki viðþetta „Þetta var ágætís yfirferð en það voru ekki lagðar fram neinar thlögur frá ríkisstjómarflokkunum og ekki ljóst hvert framhaldið verður. Það er hins vegar ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta. Því lagði ég th að fulltrúar ahra flokka settust að þessu ákvöröunarborði ásamt þeim aðhum sem tókujjátt í þjóðarsáttinni á sínum tíma. Eg bað forsætísráð- herra að hugleiða þetta en óskaði ekki eftir svari á þessum fundi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson eftir fund sem forystumenn stjórnarand- stöðunnar áttu með fuhtrúum stjómarflokkanna í gær. „Þetta var gagnlegur fundur en vit- anlega er það meirihlutinn sem ber ábyrgðina og leiðir þessa vinnu. Það var talað um það að þeir vhdu gjarn- an tala við okkur síðar og við eram fúsir tíl þess,“ sagði Steingrímur Hermannsson eftir fundinn. Steingrímur segir það stefnu Fram- sóknarflokksins að lækka vexti, hvort sem það sé gert með handafli eða með öðrum hættí. „Mér hefur skhist að stjórnarflokkamir hafi ekki komið sér niður á lausn sem þeir geti sameinast um. Persónulega tel ég því að það þurfi kraftaverk ef það á að nást fyrir ASÍ þing, sem hefst á mánudaginn. Það er hins veg- ar mjög mikilvægt að það náist þjóð- arsátt á breiðum grundvehi um þessi mál.“ -kaa Tvennir ungir tvíburar goðkunningjar lögreglunnar: Brugg, f íknief namisferli, innbrot og ávísanaf als - meðal afbrota í skrautlegum ferli Tvíburamir sem handteknir voru granaðir um að vera höfuðp- auramir í bruggmálinu á Lauga- veginum í fyrradag hafa margoft komið við sögu lögreglu áður. Fyrir utan að hafa veriö teknir 4 sinnum áður fyrir brugg hafa tví- buramir, sem era 19 ára gamlir, margsinnis verið kærðir fyrir þjófnaöi, ávísanafals, innbrot og fíkniefnamisferli. Þá komu þeir við sögu lögregl- unnar í fyrra þegar ráðist var á tvo lögreglumenn fyrir utan Miðbæj- arpósthúsið. Lögreglumennimir vora að handtaka tvo stráka sem náö höfðu í pakka með fikniefnum á pósthúsið. Þegar þeir vora á leið yfir á lögreglustöðina réðust að þeim íjórir menn og kýldu og spörkuðu í lögreglumennina. Einn árásarmannanna náði að hrifsa pakkann th sín og koma honum til phts sem var nærstaddur á mótor- hjóli. Þetta mál er komið th ríkis- saksóknara og bíður dóms. Aðrir og óskyldir tvíburar, ári eldri, sem búa í Breiðholti hafa einnig margsinnis komið við sögu lögreglunnar. Afbrotasaga þeirra er svipuð og hinna tvíburanna og hafa þeir margsinnis verið kærðir fyrir þjófnaði, innbrot, ávísanafals og fíkniefnamisferli en þó ekki bragg. Þeir veittu fíkniefnalögreglu mót- spymu með hnífum þegar þeir vora handteknir ásamt tveimur öðrum á heimili bræðranna árið 1990. Þá kom í ljós aö þeir höfðu selt og dreift umtalsverðu magni af fikniefnum. í framhaldi af því vora um 80 manns, flest ungmenni úr Breiðholtinu, kærð fyrir fíkni- efnamisferli. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.