Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Side 10
10
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
Úflönd
Einn launahæsti maöur Bret-
landseyja hefur fengið þreföldun
á launum sínum. Blöð i Bretlandi
hafa gert laun hans að umtalsefni
og þykir hækkunin undarleg i
raiðri kreppunni.
Umræddur maður er yfir trygg-
ingadeild Royai Bank í Skotlandi.
Hann fær í árstekjur jafhvirði 500
milljóna íslenskra króna. *ewter
KÆRKOMNAR
GJAFIR
Verö og
greiösluskilmálar
viö allra hœfi
SÆNSKT
ÞAK- OG
VEGGSTÁL
* A BONUSVERÐI *
ÞÚ SPARAR 30%
Upplýsingar og tilboð
í síma 91-26911,
fax 91-26904
MARKWSÞJÓNUSTAN
Skipholti 19 3. hæð
Þessi maður var einn þeirra 170 sem féllu í valdaránstilraun í Venesúela á föstudag.
Carlos Andres Perez, forseti Venesúela:
Simamynd Reuter
Ekki reiðubúinn
aðsegjaafmér
Carlos Andres Peres, forseti Ven-
esúela, neitaði að segja af sér í gær
eftir að tilraun hafði verið gerð til
að steypa honum af stóli í annað sinn
á níu mánuðum og kallaöi valda-
ránsmennina morðinga. Að minnsta
kosti 170 manns létu lífiö í aðgerðum
þeirra á föstudag.
í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar
viðurkenndi forsetinn að stjóminni
heföu orðið á mistök en þau réttlættu
engan veginn valdaránstilraunina.
Hann sagðist hvorki ætla að segja
af sér né stytta kjörtímabilið.
„Ég er ekki reiðubúinn aö gera
það,“ sagði Perez.
Sfjómvöld í Perú tilkynntu seint í
gærkvöldi aö þau ætluðu að veita
hæli 93 hermönnum sem flúðu þang-
aö eftir valdaránstilraunina.
„Við ætlum að veita þeim hæli í
samræmi viö alþjóðalög," sagði Al-
berto Fujimori Perúforseti í sjón-
varpsávarpi.
Francisco Visconti, hershöföingi í
flughemum og leiðtogi uppreisnar-
manna, 40 aðrir liðsforingjar og 52
óbreyttir hermenn fóm fram á land-
vistarleyfi eftir að þeir flugu til borg-
arinnar Iquitos í Amasónfrumskóg-
inum á föstudagskvöld. Ekki er vitað
um viöbrögð stjómvalda í Venesúela.
Næstkomandi sunnudag á aö kjósa
borgarstjóra, bæjarstjómamenn og
fylkisstjóra í Venesúela og í gær
ákvað yfirkjörstjóm landsins að
kosningarnar skyldu haldnar.
Rólegt var á götiun höfuðborgar-
innar Caracas í gær. Kyrrðin var ein-
ungis rofin af sprengjum uppreisnar-
manna sem verið var að sprengja
nærri forsetahöllinni. Bankar og
fjármálastofnamr sögðu að viðskipti
yrðu með eðliiegum hætti í dag og
ríkisolíufélagið sagði að valdránstil-
raunin heföi ekki haft áhrif á olíu-
framleiðsluna.
Reuter
Góðgætifrá Góu...
25 ára 1992
KHjuimmc -....
MÝKT ER OKKAR STYRKUR
HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F.
Brjóstastækk*
aniraukalíkurá
sjúkdómum
Bandarískir og japanskir vísinda-
menn segja að konur, sem hafa látiö
stækka bijóst sín, séu í meiri hættu
en aðrar konur að fá ýmsa sjúk-
dóma. Hættan er mest ef efnin, sem
sprautað er í bijóstin, komast út í
líkamann.
Niöurstöðumar em birtar í breska
læknatímaritinu Lancet. Þar er bent
á að silikonið í stækkuðum brjóstum
valdi Ijóni á ónæmiskerfi líkamans
og geti leitt til þess að viðkomandi
konur fái ýmsa sjúkdóma sem full-
hraust fólk hefur næga mótstöðu
gegn.
Hussein við
góðaheilsu
Husseins Jórdaníukonungur segist
vera við góða heilsu og að allar sögur
um alvarleg veikindi séu úr lausu
lofti gripnar. Konungurinn vék að
dauðanum í ræðu fyrr í mánuðinum.
Það varð til þess að margir þegnar
hans vom gripnir ótta við aö hann
væriaðdeyja. Reuter
Nífián ára írani, búsettur í New
York, hefur verið ákærður fyrir
að hafa skorið höfuðið af fööur
sínum. Atburöurinn átti sér stað
í íbúö þeirra feðga sl. föstudag en
auk höfuðsins vantaði eitt eista
og nokkra flngur á lík föðurins
þegar lögreglan kom á vettvang.
t hýbýlum feðganna fundust
einnig nokkur gæludýr sera búið
var að búta i sundur og af um-
merkjum að dæma þykir líklegt
að pilturinn hafi þar einnig veriö
að verki. Skömmu fyrir atburö-
inn á fóstudag heyrðu nágrannar
mikið rifrildi á milli þeirra en
ekki er vitað hvað olli ósættinu.
Thatchermeð
yfirvaraskegg
Málverk af Margréti Thatcher,
fyrrura forsætisráðlierra Breta,
hefur veriö tjarlægt úr breska
þinginu. Ónefndur aðili málaði
yfirvaraskegg á járnfrúna og fyr-
ir vikiö varð hún líkari Adolf
Hitler.
Málverkið, sem sett var upp
fyrir nokkrum vikum, er nú i viö-
gerð en óvist er hvort þaö muni
prýði veggi þinghússins í fram-
tíðinni. Thatcher er sögðeyðilögð
yfir skemmdarverkinu sem unn-
ið var með kúlupenna. Ódæðis-
maðurinn er ófundinn.
Bannaðað
skjóta drykkju-
svolaenekki
búðarþjófa
Dómstóll í París hefur dæmt
gaxnlan mann í þrettán ára fang-
elsi fyrir að bana ungum araba
fyrir utan heimili sitt. Málavextir
eru þeir að arabinn var að spiUa
næturfriði ellilífeyrisþegans með
drykkjulatum og því greip sá
gamli til byssunnar með fyrr-
greindum afleiðingum. Þrátt fyr-
ir að eUiiífeyrisþeginn segði rétt-
inum að hann heföi gefiö raann-
inum aðvörun dugði það ekki til
að milda dóminn.
Refsing gamla mannsins kom
mörgum á óvart því fyrir háifum
mánuði sýknaði réttur í sama
landi bakarmeistara nokkurn af
keimlíkri moröákæru. Sá greip
til byssunnar líkt og sá gamU og
skaut ungan araba tíl bana. Mála-
vextir voru þó eilítíð frábrugðn-
ari því sá var ekki með drykkju-
læti heldur stal gómsætum
brauðsnúðum úr búð bakarans.
skeytifrá
drottnÍBtgunni
Desert Orchid, vinsælastí veö-
hlaupahesturinn á Bretlandseyj-
um, er nú ailur að braggast eftir
erfíða aðgerð á meltingarfærun-
um sem framkvæmd var fyrir
helgi. Líðan Orchid hefur verið
fjölmiölum á Bretlandseyjum
hugleikin enda er þessi þrettán
vetri grái veðhlaupahestur dáöur
jafht hjá háum sem lágum. Til
dæmis hefur konungsfiöldskyld-
an verið áhyggjuftill vegna þessa
og Elísabet drotting sendi hestin-
um skeyti meö ósk um góöan
bata.
PaulRyan
erlátinn
Popparinn Paul Ryan lést á
sjúkrahúsi í Lundúnum í gær.
Banamein popparans, sem var 44
ára, var krabbamein. Paul ásamt
tvíburabróður sínum, Barry,
samdi aragrúa vinsælla dægur-
laga sem nutu mikillai' hylli fyrir
20-25 árum. Reuter