Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
15
Vegur yf ir Elliðaárvog
„Mikið myndi vinnast með vegi yfir Elliðaárvog til viðbótar þvi að létta
umferðina um Gullinbrú," segir Vaidimar meðai annars.
Skipulagsáætlanir gera ráð fyrir
að þörf sé á tveimur umferðaræð-
um yfir Elliðaárvog í framtíðinxii
en þróun byggðar og samgangna
benda til þess að ekki megi dragast
lengi að hafist verði handa um
lagningu annarrar hvorrar þessara
umferðaræða.
Nýlega kom þó upp sú hugmynd
í viðræðum áhugamanna um sam-
göngumál hvort ekki mætti slá
tvær flugur í einu höggi í þessum
málum.
Annars vegar hefur verið um að
ræða leiðina rétt norðan Elliðaár-
ósa, sem tengir Kleppsmýrarveg
við Gullinbrú, og hins vegar leiðina
á milii Kleppsspítala og Miklagarðs
er tengdist „Sundabraut" og áætl-
uðum Vesturlandsvegi norðan
Gufuneshöfða.
Sú fyrmefnda, sem kölluð hefur
verið Ósabraut, mun þegar vera
hönnuð að meira eða minna leyti
og hefur verið birt teikning af brú
þar sem virðist sannkallað lista-
verk í útliti. Þessi framkvæmd er
þó áreiðanlega nokkuð dýr en
henni er ætlað að bæta úr brýnni
þörf með því að létta á umferðinni
í Elliðaárbrekkunni.
Síðamefnda umferðaræðin yrði
þó mun dýrari. Vegna núverandi
viðlegukanta Samskipa við Klepps-
víkina, og áætlaðra frekari hafnar-
framkvæmda þar fyrir sunnan,
yrði hugsanleg brú að vera svo há
að venjuleg flutningaskip gætu
siglt undir hana.
Einn vegur í stað tveggja
En þá er það „millileiðin“ sem
hugsanlega gæti sameinað hinar
tvær (sjá meðfylgjandi kort). Við
eftirgrennslan kom í ljós að skipu-
lagsmenn höfðu reyndar hugleitt
þessa leið en lagt til hliðar á sínum
tíma án þess þó að hafna henni.
KjaUaiiim
Valdimar Kristinsson
cand. oecon., BA
Nú hafa aðstæður í þjóðfélaginu
breyst að ýmsu leyti og nauðsyn
þess að velja fjárhagslega hag-
kvæmustu kostina er augljósari en
áöur. Ef ein akstursleið yfir Elliða-
árvog í stað tveggja gætí dugað vel
til frambúðar er um mikilsvert mál
að ræða, sem þyrfti að athuga
gaumgæfilega.
Millileiðin yrði framhald Klepps-
mýrarvegar eins og Ósabraut en
lægi í norðaustur að miðjum Gufu-
neshöfða. Hún yrði sunnan allra
viðlegukanta sem ætlaðir eru vöru-
flutningaskipum og því þýrfti ekki
hærri brú en svo að bátar kæmust
undir en jafnframt gæti meginhlutí
leiðarinnar yfir voginn væntanlega
verið úr grjótí og öðru fyliingarefni
sem ættí að vera mun ódýrari kost-
ur heldur en meiri háttar brúar-
smíð eða jarðgangagerð.
Þegar komið væri að Gufunes-
höfða gæti vegurinn legið í fjörunni
til beggja átta en ekki sýnist nein
þörf á að leggja veginn að Gullin-
brú. Enda væri þetta byijun á nýj-
um Vesturlandsvegi en þeir sem
ættu leið í Grafarvogshverfin, og
veldu þessa leið, gætu sem best far-
ið norður fyrir Gufuneshöfða og
síðan allra sinna ferða um íbúðar-
hverfin.
Vesturlandsvegur
Mikið mundi vinnast með vegi
yfir Elliðaárvog til viðbótar því að
létta umferðina um Gullinbrú.
Umferð að pökkunarstöð Sorpu
yrði mun greiðfærari en áður og
búast mætti við að hóflegur kostn-
aður við veg um Eliiðaárvog mundi
flýta því að nýi Vesturlandsvegur-
inn yrði lagður áfram um Geld-
inganes og Gunnunes að Álfsnesi
þar sem urðun Sorpu fer fram.
Verður mikil bót fyrir Grafarvogs-
hverfin og Mosfellsbæ að losna við
alla þá flutninga.
Samhliða þessu kæmi svo greið-
færari leið fyrir flesta íbúa höfuð-
borgarsvæðisins að Kjalarnesi og
vestur á land er síðar styttíst enn
frekar með vegagerð yfir Kollafjörð
sem yröi þó að bíða betri tíma.
Framkvæmd í takt
viö tímana
Reynist „millileiðin“ vænlegur
kostur þá ætti undirbúningur
framkvæmda ekki að þurfa að taka
mjög langan tíma þar sem væntan-
lega er ekki um flókið verkefni að
ræða. Gijótíð 1 garðana er nærtækt
og aðkeypt byggingarefni í lág-
marki. Þama er því hugsanlega um
að ræða verkefni sem gæti haft
þýöingu til að draga úr atvinnu-
leysi næstu misserin, þó líklega að
því tilskildu að vinnuvélar verk-
taka haldi áfram að standa undir
þeim lágu tilboðum sem mikið ber
á um þessar mundir.
Valdimar Kristinsson
„Samhliða þessu kæmi svo greiðfærari
leið fyrir flesta íbúa höfuðborgarsvæð-
isins að Kjalarnesi og vestur á land er
síðar styttist enn frekar með vegagerð
yfir KoUafjörð sem yrði þó að bíða betri
tíma.“
Vitnaleiðslur
verkalýðsfélaga
Ekki er langt síðan forstjórar í
íslenskum verkalýðsfélögum opin-
berra starfsmanna kættust mjög
yfir því sem breskur íhaldsmaður
sagði um einkavæðingu í Bretlandi
í viðtali við Morgunblaðið. Þessi
náungi, sem var fyrrverandi
stjómarmaður í opinbem rútubíla-
fyrirtæki sem alla tíð var rekið með
halla, taldi einkavEeðinguna í sínu
heimalandi hafa gengið alltof langt
og sérstaklega fannst honum víta-
vert að ríki og sveitarfélög skyldu
hafa selt einstaklingum rútubíla-
fyrirtæki!
Starfsmaður BBC
Ekki er heldur langt síðan Starfs-
mannafélag ríkisútvarpsins fékk
annan breskan íhaldsmann hingað
til lands til að ræða um einkavæð-
ingu ríkisflölmiðla. Þessi var meira
að segja þingmaður íhaldsflokks-
ins en hafði áður verið starfsmaður
breska ríkisútvarpsins, BBC, og
átti þar öraggt athvarf ef hann félli
af þingi. Vart þarf að taka það fram
að hann sagðist andvígur þvi að
tíölmiðlar væra færðir frá stjóm-
málamönnum til einstaklinga enda
væntanlega tíl þess hingað fenginn
af Starfsmannafélagi ríkisútvarps-
ins.
Nú er ástæða til að spyxja hvort
mark sé takandi á þessum tveimur
mönnum sem greinilega hafa per-
sónulega hagsmuiú af því að xfkið
taki fé af fólki og setji í fyrirtæki
sem þeir þiggja laun frá. Þetta sýn-
ir ágætlega við hvað er að eiga þeg-
ar ætlunin er að losa fyrirtæltí úr
KjaUaiiim
Glúmur Jón Björnsson
nemi í HÍ
klóm stjómmálamanna og létta þar
með skattbyrðum af almenningi.
í fyrsta lagi þarf að kljást við þá
stjómmálamenn og aðra pólitíska
fiilltrúa sem sitja í stjómum fyrir-
tækjanna. Þeir era í mörgum til-
fellum orðnir háðir þeim launum
sem þeir þiggja fyrir stjómarsetu
og hafa jafnvel notað aðstöðu sína
til að tryggja vinum og ættingjum
stöður innan fyrirtækjanna.
Búkollusögur
í öðra lagi era það svo forsfjórar
stéttarfélaga opinberra starfs-
manna en þeir hafa mikla hags-
muni af því að fyrirtækin séu
áfram eign ríkisins og starfsmenn
þess þar með áfram félagar í stétt-
arfélögum opinberra starfsmanna.
Formaður BSRB hefur til dæmis
spymt við fótum þegar minnst hef-
ur verið á einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja hér á landi. - Helsti „rökst-
uðningur" hans gegn einkavæðing-
unni hefur verið reiddur fram sem
Búkollusögur. Þ.e. að ríkið eigi
ekki frekar að selja fyrirtæki sín á
meðan þau skili hagnaði en bóndi
að selja bestu mjólkurkúna sína.
Þetta er spaugUegt viðhorf enda
kemur þessi sami formaður iðulega
fram í fjölmiðlum og kvartar yfir
verðlagi á þeirri þjónustu sem þessi
ríkisfyrirtæki bjóða. Þannig mót-
mælir hann hækkunum á gjáld-
skrá Pósts og síma. Þessum sömu
„ A það má líka benda að það er vitan-
lega vænlegra fyrir ríkið og þar með
skattgreiðendur að fyrirtækin séu seld
á meðan J)au eru réttum megin við
núlbð. Þa fæst einfaldlega meira fyrir
þau.“
Greinarhöfundur segir þaö spaugilegt viðhorf hjá forystu BSRB að
kvarta yfir verðlagi ríkisfyrirtækja á þjónustu á meðan hún hefur hags-
muni af því að fyrirtækin séu f ríkiseign.
hækkunum og era forsendur þess
að fyrirtækið sé „góð mjólkurkýr"
fyrir ríkið. Hann mótmælir verði á
þjónustu ríkisbankanna, þ.e. þeim
útlánsvöxtum sem þeir bjóða, en
þetta era þeir vextir sem bankamir
telja sig þurfa að fá til að skila
hagnaði og vera „góðar mjólkur-
kýr“. Á það má líka benda að það
er vitanlega vænlegra fyrir ríkið
og þar með skattgreiðendur að fyr-
irtækin séu seld á meðan þau era
réttum megin við núllið. Þá fæst
einfaldlega meira fyrir þau.
Enn eittvitnið
í síðustu viku var síðan enn eitt
vitnið gegn einkavæðingu leitt
fram af BSRB. Hingað til lands var
fenginn (á kostnað verkafólks) yfir-
forstjóri evrópskra stéttarfélaga
ríkisstarfsmanna. Hann kom í við-
tal við ríkissjónvarpið (hvar ann-
ars staðar) og hélt því fram með
alvörasvip að einkavæðingin í Evr-
ópu á undanfómum árum væri alls
ekki jafnæskileg og haldið væri
fram. Þetta sýndu skoðanakannan-
ir! Þessi rök era jafnvel enn hlægi-
legri en Búkollusögumar og sýna
í hvílíkri nauðvöm þessir menn
era.
Það má vel vera að einhvers stað-
ar einhvem tímann hafi tekist að
gera skoðanakönnun sem sýnir
einhveija andúð þátttakenda á
einkavaeðingu en hvað segja raun-
verulegar kosningar um þessi mál?
Ekki þarf að líta lengra en til Bret-
lands tíl að fá vísbendingu um það.
Ef breskur almenningur hefúr haft
slæma reynslu af einkavæðingu á
síðustu tólf áram þá hefúr það ekki
skilað sér að marki í kosningum
þar. Þvert á mótí hefúr sá stjóm-
málaflokkur, sem líklega hefur
staðið fyrir mestu einkavæðingu í
Vestur-Evrópu sem um getur, unn-
ið hvem sigurinn á fætur öðrum.
Vitnaleiðslur vafasamra vitna í
kaffiklúbbum stéttarfélaga breyta
þar engu um. Þær skerpa hins veg-
ar og undirstrika sérhagsmuna-
gæslu forstjóra verkalýðsfélaga.
Glúmur Jón Bjömsson