Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Page 18
18
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
Uppboð á lausafjármunum
Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir upp að Hafnarbraut 14A, Akranesi,
þriðjudaginn 8. desember 1992, kl. 12.30:
Tvær vogir frá Rökrás, auðkenndar með: pro 7206, prentari frá Rökrás,
auðkenndur með: p-8000, vog frá Plastos, innpökkunarvél og bandsög.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
SÝSLUMADURINN Á AKRANESI
26. nóvember 1992
Misstu ekki af lestinni
Getum enn tekið á móti umsóknum til: Bandaríkj-
anna, frönsku- og enskumælandi Kanada, Þýska-
lands, Hollands, Englands, Japans og Norðurland-
anna.
Þú getur sótt um ef þú ert fædd/ur 1975-77
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar á
skrifstofu ASSE alla virka daga kl. 13 til 17, sími
621455.
n*; RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Húsbyggjendur
Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim-
taug að halda í hús sín I vetur, er vinsamlegast bent
á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til
þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost
er komið í jörðu.
Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta
hæð þar sem heimtaug verður lögð og að upþgröft-
ur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri
ekki lagningu hennar.
Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu
nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því
hlýst.
Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á að inntakspípur
heimtauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyrir
lóðamörk.
Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu
Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma
604600.
rjjótið góðrar þjónustu í notalegu umhverfi
Veitum alhliða snyrtiþjónustu
Varanleg háreyðing/diathermy er sérgrein okkar. Margra ára
reynsla tryggir góðan árangur
Leitið upplýsinga hjá okkur
TILBOÐ MÁNAÐARINS
ANDLITSBAÐ OG LITUN
Á KR. 2.950,-
Memuiig
Sföan já við öllu
Enn hlær þingheimur, heitir bók sem þeir Ámi Jo-
hnsen og Sigmund voru aö senda frá sér. Hún er eins
konar framhald bókarinnar Þá hló þingheimur. Bókin
er byggð upp á vísum og nokkrum sögum um og eftir
alþingismenn, sem Árni hefur safnaö saman, og skop-
myndum eftir Sigmund. Myndir hans eru bæði sjálf-
stæöar og í tengslum við vísur og sögur í bókinni.
Bókin er hin skemmtilegasta aflestrar. Þaö þarf ekki
að fara mörgum orðum um myndir Sigmunds. Hann
er löngu landskunnur fyrir teikningar sínar. Þær sem
í bókinni birtast eru allar góðar, en auðvitað misgóðar
eins og gengur.
Margar vísur eru í bókinni, nokkrar snjallar, nokkr-
ar góðar en því miður aUt of mikið af leirburði og
hnoði. Ámi hefði átt að vera vandlátari við valið á
vísunum.
Mér er það til efs að réttlætanlegt sé að birta vísur
eftir alþingismenn, ortar seint í þingveislum. Þar má
aöeins tala í bundnu máli enda eru menn að skemmta
Bókmenntir:
Sigurdór Sigurdórsson
sér. Vísur úr einni slíkri veislu eru birtar í bókinni.
Áberandi er hvaö vísur sæmilegra hagyrðinga versna
eftir því sem líður á veisluna. Auk þess eru birtar vís-
irn eftir menn sem greinilega eru ekki hagmæltir. Ég
leyfi mér að efast um réttmæti þess að birta þessar
vísur. Þannig er líka með fleiri vísur sem birtar eru í
bókinni. Þær hefðu betur aldrei komist á prent.
Sögumar sem Árni birtir eru vel flestar hnyttnar
og skemmtilegar. Ámi skrifar ágætan stíl og er góður
sögumaður. Hverri vísu fylgir stutt saga að sjálfsögðu
og em þær allar skýrar og skemmtilegar.
Nú þekki ég ekki tilurð nema einnar vísu í bókinni
og veit því ekki hvort Ámi fer rétt með söguna að
vísunni eða visurnar sjálfar. En eina vísu þekki ég
vel. Því miður er vísan röng í bókinni, sömuleiðis
höfundamafnið og líka sagan að vísunni. Þetta þótti
mér slæmt og bera vott um hroðvirknisleg vinnu-
brögð. Vísan sem um ræðir er „Glæst er á skriði flokks-
ins fley.“ Hún er sögð vera eftir Kristin Andrésson,
vera ort þegar menn ræddu um að Framsóknarflokk-
Ámi Johnsen og Sigmund höfundar Enn hlær þing-
heimur með bókina á milli sín.
urinn væri opinn í báða enda. Þetta er rangt. Það vill
svo til að undirritaður var viðstaddur þegar vísan var
ort og kom henni í loftið í fjölmiðlum. Það var Andrés
heitinn Kristjánsson, ritstjóri Tímans, sem orti vísuna
þegar undirbúningur að byggingu álversins í Straum-
svík var í undirbúningi. Framsóknarflokkurinn átti
þá einn mann í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Þar voru
tekin fyrir þrjú mál er snertu álverið. Framsóknar-
maðurinn sat hjá við afgreiðslu fyrsta málsins, sagði
nei við því næsta en já við því síðasta. Undirritaður
var að gantast með þetta við Andrés heitin. Hann lab-
baði herbergið á enda kom svo til baka með þessa vísu:
Glæst er á skriði flokksins fley,
með fræknu liði og snjöllu.
Það situr hjá og segir nei
og síðan já við öllu.
í bókinni segir: og segir já við öllu.
Ef til vill þykir einhverjum þetta smámunir og má
vera að svo sé en málið er mér skylt, þess vegna nefni
ég þetta. Ef hins vegar meira er af svona óvönduðum
vinnubrögðum varðandi vísur í bókinni þá er það hið
versta mál.
Þetta breytir þó ekki því að lestur bókarinnar er hin
besta skemmtun, sem vekur oftast upp bros og stund-
um hlátur. Það er nú líka sjálfsagt tilgangurinn með
henni.
Árni Johnsen og Sigmund
Enn hjær þingheimur
Hörpuutgáfan, 1992
Áhrif hirðingja
á hámiðöldum
Á miðju því tímabili (1000-1300 e. Kr.) sem er til
umfjöllunar í þessu hefti hinnar veglegu Ritraðar AB
um sögu mannkyns kemur Mongólinn Djengis Khan
(d. 1227) fram á sjónarsviðið, „heimins mesti landa-
skelfir og sigurvegari" eins og hann er nefndur í þessu
riti. Þegar ríki Mongólanna var sem útbreiddast náði
það yfir Kína, múslimsku svæðin í suöri og austur-
hluta Evrópu og var orðið mesta heimsveldi sem sögur
fóru af.
Höfundur telur þetta tímabil einkennast mjög af
spennunni milli hirðingja og hámenningar og af því
dregur þetta 5. bindi ritverksins heiti sitt, „Hirðingjar
og hámenning“. Þessi spenna kemur fram í samskipt-
um steppu- og eyðimerkúrhirðingja í Mið-Asíu og sið-
menntaöra þjóðflokka i austri, suðri og vestri. Sama
máli gegnir um samskipti eyðimerkur- og gresjuhirð-
ingja í Vestur-Asíu og Afríku og bænda og borgarbúa
við jaðra eyðimarkanna. Á tímabilinu 1000-1300 settu
hirðingjar mark sitt á almenna þróun siðmenningar
umfram það sem áður hafði gerst.
Það er kostur við þetta rit, eins og raunar ritröðina
í heild sinni, að því fer mjög fjarri að sjónarhófl höf-
undar sé bundinn við Evrópu eða Vesturlönd. Hér er
auk hins mikla herveldis Mongóla fjallað um Tyrki
og heim íslams, Egypta er þeir tóku forystu fyrir botni
Miðjarðarhafsins, aukin tengsl Afríku við uniheiminn,
svo og stjómmál og menningarmál í Austurlöndum.
Að sjálfsögðu er saga Evrópu ekki sniðgengin en því
fer fjarri að sagan sé í jafn ríkum mæli skoðuð af sjón-
arhóli Evrópu eins og oft hefur verið raun á.
Meðal þekktra sögupersóna, sem um er íjallað í þessu
riti, má nefna Marco Polo. Hann lagði upp frá Feneyj-
um árið 1271 í fylgd með foður sínum og föðurbróður
áleiðis til Kína og kom ekki heim aftur fyrr en 25 árum
síðar. Frásagnir hans af þessari miklu ævintýraför
hafa reynst einstakar heimildir enda er víða til þeirra
vitnað í þessu riti. Ferð Marco Polo varpar Ijósi á
hvemig samgöngur milli Evrópu og Kína tengdu hinn
gamla heim.
Niðurstaða höfundar er sú að hámiðaldir hafi verið
langtum „alþjóðlegra" tímabil en margur ætlar. Eina
stórvirkið sem eftir var að vinna var innlimum „nýja
heimsins“, Ameríku, í hið alþjóðlega samskiptakerfi.
Að sjálfsögðu kannast hinn norski höfundur ritsins
við að norrænir sæfarar hafi komist til Norðvestur-
Ameríku í byrjun 11. aldar. Ekki er þó Leifur Eiríks-
son nefndur á nafn í því sambandi. Hins vegar bætir
höfundurinn því réttilega við að það hafi ekki verið
fyrr en Kristófer Kólumbus fór í sína miklu siglingu
1492 að gamli og nýi heimurinn tengdust traustum
böndum.
Norðurlöndin koma afskaplega lítið við sögu í þessu
riti. ísland er nefnt einu sinni á nafn (bls. 177) þar sem
fjallað er um þær tvær borgir á Norðurlöndum sem í
lok hámiðalda voru helstu verslunarborgir á Norður-
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
löndum, þ.e. Björgvin og Stokkhólmur. Segir þar að
Björgvin hafi verið helsta birgðastöðin fyrir allan Vest-
ur- og Norður-Noreg og eyjarnar vestra: Grænland,
ísland, Færeyjar, Hjaltland og Orkneyjar. Að öðru leyti
er nánast ekkert fjallað um Norðurlönd í þessu hefti
og verður þvi Knut Helle, hinn norski höfundur rits-
ins, tæpast sakaður um að hafa gert sínum heimaslóð-
um of hátt undir höföi.
Þetta er 5. bindið af 15 binda norrænu ritverki sem
kemur út í samprenti í mörgum löndum. Ritröð þessi
er sérlega vönduð að öllum ytra búningi. í verkinu
öllu munu vera rúmlega 6000 myndir, flestar litmynd-
ir, svo og landabréf og afmarkaðir upplýsingareitir þar
sem ákveðin efnisatriði eru tekin út úr til náhari skoð-
unar. Nákvæmar efnis- og nafnaskrár géra ritverk
þetta sérlega aðgengilegt. Sjálfur á ég þegar í fórum
mínum ritröð þessa á sænsku og get því borið vitni
um að hin íslenska útgáfa er að öllu leyti sambærileg
þeirri sænsku. Þýðing þeirra Áslaugar Ragnars og
Jóhannesar Halldórssonar virðist mér yfirleitt vel
heppnuö.
Knut Helle
Hlrðlngjar og hámenning,
5. bindl I Sögu mannkyns.
Rltröð AB, 5. bindi (272 bls.)