Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Side 19
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
31
Fréttir
Heilsugæslusel í Tálknafirði
Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði;
Heilsugæslusel var formlega opnað
og tekið í notkun hér 13. nóvember.
Selið er í 80 m2 húsnæði sem Heilsu-
gæslustöð Barðastrandarsýslu hefur
nýlega fest kaup á og rekur. Það er
á jarðhæð, vel og smekklega innrétt-
að, án alls íburðar, og þeim til sóma
sem að hafa staðið. Læknir er hér
aðeins hálfan dag í viku hverri en
vonir standa til að sú þjónusta verði
aukin áður en langt um líður.
Tálknfirðingar verða að sækja öll
sín lyf til Patreksfjarðar. Á þessum
tímamótum í heilsugæslumálum
staöarins væri það verðugt verkefni
að bæta úr því ófremdarástandi á
viðunandi hátt. Til þess þarf fyrst og
fremst vilja og einfalda en jafnframt
örugga skipulagningu réttra aðila.
Kvenfélagið Harpa færði Heilsu-
gæslustöðinni sjón- og heymarmæl-
ingartæki að gjöf viö opnunina og frá
Tálknafjarðarhreppi fékk stöðin óm-
skoðunartæki, hæðarmæh og vog.
Að þessari ágætu opnunarathöfn
lokinni voru bomar fram veitingar.
Frá opnun Heilsugæsluselsins í Tálknafirði.
DV-mynd Lúðvíg
3 Góðir saman
25 ára 1992
Seyðisflörður:
Hjálparstarf
vegna barna
í Júgóslavíu
Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði:
Undanfarið hefur verið í gangi
umræðuhópur á Seyðisfirði sem leit-
ar leiða til þess að aðstoða stríðshrjáö
böm í fyrrverandi Júgóslavíu.
Fyrir skömmu hélt hópurinn opinn
fund til þess að kynna starfsemi sína
og leita að nýjum hugmyndum. Ein
hugmynd, sem fékk góðar undirtekt-
ir, var að Seyðfirðingar stofnuðu til
vinabæjatengsla við eitt ákveðið
þorp í landinu og reyndu að koma
hjálpargögnum beint þangað.
Margar aðrar hugmyndir vom
einnig til umræðu en ljóst er aö erf-
itt er að koma upp samböndum á
stríðssvæðunum, hvað þá að koma
gögnum þangað. Mikill hugur er þó
í fólki og verður reynt til þrautar að
aðstoða saklaus fómarlömb stríðs-
ins. Á fundinum var ákveðið að hefj-
ast handa strax við að safna vetrar-
fotum, skófatnaði og teppum.
Dalvik:
Skátarkaupahús
af Byggðastofnun
Heimir Kristinsson, DV, Dalvik:
Hjálparsveit skáta hér á Dalvík
hefur keypt svokallað Pólstjömuhús
af Byggðastofnun fyrir starfsemi
sína. Niðurlagningarfyrirtækið Pól-
stjarnan varð gjaldþrota í fyrra.
Skátamir sögöust fá húsið á góðu
verði og kjömm og vinna nú ötullega
að lagfæringum og breytingum á þvi
fyrir starfsemi sína. Þeir vonast til
að taka húsið í notkun fyrir áramót
og halda þannig upp á 10 ára afmæli
sveitarinnar.
Lágttilboðí
jólaskreytingu
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
Þijú tilboð bámst í uppsetningu
jólaskreytinga hjá Keflavíkurbæ.
Samþykkt var að taka lægsta tilboði,
frá HL-spennu í Keflavík, rúmlega
434 þúsund krónur, sem er 38,3% af
kostnaðaráætlun. Hún var ein millj-
ón 135 þúsund krónur.
Hæsta tilboð átti Rafbrú, Njarðvík,
kr. 1.158.674, sem er 102% af kostnað-
aráætlun. Rafþjónusta Þorsteins
bauð kr. 597.500 - 52,7% af áætlun.
Lalli ljósastaur
Hvað tekur ósköp venjulegur strák-
ur til bragðs þegar hann lengist allt
í einu og verður eins stór og ljósa-
staur? Engin föt passa á hann
lengur og það eru heldur ekki til
nógu stórir skór á hann. Gerist
hann kannski körfuboltahetja í
Bandaríkjunum eða vill hann
allt til vinna að verða venjuleg-
ur strákur á nýjan leik?
Góð bók
frá Fróða
FRÓDI
BÓKA& BLAÐAÚTGÁFA
Tvær frábærar bækur eftir
verðlaunahöfundinn Þorgrím Þráinsson
Bak við bláu augun
Saga um nýnema í menntaskóla sem
eru jafn ólíkir og þeir eru margir og
hafa þeir mörgum hnöppum að
hneppa. Hver er þessi stúlka með fal-
legu bláu augun? Hver er leyndar-
dómur hennar og kemst hann nokkru
sinni upp? Og hvað tekur bekkjar-
bróðir hennar til bragðs til að vinna
hylli hennar?