Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
43
i>v Fjölmiðlar
Leiðindi,
meiri
Ioí. mdi
Ég hefaldreiskilið hvers vegna
sunnudagsdagskráin á Ríkissjón-
varpinu þarf að vera svona
óskaplega leiðinleg. Maður heföi
haldið aö sunnudagskvöld væru
einmitt þau kvöld sem flestir eiga
þess kost að fylgjast með: dag-
skránni og því væri tilvalið að
hafa eitthvað létt og skemmtilegt
efni „fyrir alla fjölskylduna“ eins
og kallað er. Ég tel einmitt að fólk
vilji slappa af yfir léttri dagskrá
á sunnudagskvöldum og und-
irbúa sig undir komandi vinnu-
viku. Það virðist hins vegar vera
einhver vinnuregla á Rikissjón-
varpinu að troða öllu þvi leiðín-
legasta og þyngsta dagskrárefni
sem til er á þetta kvöld. Gær-
kvöldið var engin undantekníng.
Dagskráin hófst meö útþynnt-
um framhaldsmyndaflokki um
tónelsku Strauss-flölskylduna.
Síðan þurfti auðvitað að eyða 10
mínútum í að auglýsa dagskrá
næstu viku, þó hægt sé aö flnna
upplýsingar um hana i öllum dag-
blöðunum, í textavarpinu, og á
fleiri stöðiun. Við tók þáttur um
mannlíf í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu og þar á eftir endur-
sýnd heimildamynd um skáldið
Jóhann Jónsson sem var uppi á
árunum 1896 til 1932. Það var
auðvitað orðin brýn nauðsyn á
að sýna myndina aftur því tæpt
ár hðiö frá'því.hún var sýnd sið-
ast!
Til hvaða aldurshóps er Sjón-
varpiö eiginlega að höföa til með
shkri dagskrá? Ég get ómögulega
ímyndað mér að nokkur maður
undir fertugu hafi geð í sér að
sitja undir þvílíkum leiðindum.
Auðvitað þarf Sjónvarpiö að gera
sem flestum til geðs en varla þarf
að eyða besta útsendingartíma i
efni sem Ijóst er að mikill minni-
hluti þjóðarinnar hefur áhuga á.
Ari Sigvaldason
Andlát
Helga Jónsdóttir, áður til heimihs að
Vesturgötu 65, Akranesi, andaðist í
Sjúkrahúsi Akraness miðvikudag-
inn 25. nóvember.
Jónína Jóhannsdóttir frá Skeiði í
Svarfarðardal andaðist í Dalbæ
fimmtudaginn 26. nóvember.
Hafþór Ingi Þórsson, Hjöllum 16,
Patreksfiröi, lést fimmtudaginn 26.
nóvember.
Einar Guðjónsson jámsmíðameist-
ari, Egilsgötu 16, Reykjavík, lést 27.
nóvember.
Kristinn Steingrímsson frá Tjalda-
nesi Iést að heimili sínu, Nóatúni 31,
að morgni 28. nóvember.
Ástráður Ingvarsson veiðieftirlits-
maður, Jöklaseh 11, lést á Landspít-
alanum að morgni fóstudagsins 27.
nóvember.
Björgvin Kristinn Friðsteinsson,
Skipholti 40, lést þann 27. nóvember.
Jarðarfarir
Helga Gunnlaugsdóttir, frá Hallgils-
stöðum á Langanesi, sem lést í hjúkr-
unarheimihnu Skjóh 23. þessa mán-
aðar, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapehu í dag, mánudaginn 30.
nóvember, kl. 15.00.
Friðrikka Sigríður Sveinsdóttir,
Kríuhólum 2, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, mánudaginn 30.
nóvember, kl. 13.30.
Guðni Danielsson, Melaheiði 19,
Kópavogi, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju, þriðjudaginn 1. des-
ember kl. 13.30.
Sigriður Guðmundsdóttir verður
jarðsungin frá Akraneskirkju,
þriðjudaginn 1. desember kl. 14.00.
Andrés Pétursson, Smáraflöt 41,
Garöabæ, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju þriðjudaginn 1. desem-
ber kl. 13.30.
Lalli og Llna
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkviUð og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreiö
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan simi
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavik 27. nóv. til 3. des., að báðum
dögum meðtöldum, verður í Laugar-
nesapóteki, Kirkjuteigi 21, simi 38331.
Auk þess verður varsla í Arbæjarapó-
teki, Hraunbæ 102b, sími 674200, kl. 18
til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefh-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnaríjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga tii fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarflarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opiö fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í simsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðmm tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11000,
Hafnarfjörður, simi 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnaríjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (simi Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartíim
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítaliqn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtah og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
Og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl.
15.30- 17.
Vísir fyrir 50 árum
Mánudagur 30. nóvember
Nýji stúdentagarðurinn verður íbúðar-
hæfur snemma í janúarmánuði.
Einstakt afrek stúdenta þrátt fyrir dýrtíð og vinnueklu.
_________Spakmæli___________
Mannkynssagan er satt að segja lítið
annað en skýrsla um afglöp og
heimsku mannanna.
Edward Gibbon
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júh og ágúst
aha daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvahasafn, Hofsvahagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19.
BókabUar, s. 36270. Viðkomustaöir víös
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn aUa
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ó
Laugamesfrer opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opiö þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík simi 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og i öðmm
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoö borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríöa, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvík., sími 23266.
Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá__________________________________
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 1. desember.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú þarft að taka ákvörðun í ákveðnu máh. Hikaðu ekki við að
fá áht annarra. Nýttu þér hæfileika þína. Þú gætir komið sjálfum
þér á óvart.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Gættu fyllsta öryggis og taktu enga áhættu. Þú nærð bestum ár-
angri ef þú sýnir þolinmæði. Það þarf líka að ljúka verkum sem
ekki eru skemmtheg.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Þér gengur best ef þú fæst við mál sem þú þekkir. Góður vinafund-
ur er æskhegur. Hafðu samband við þá sem þú hefur ekki hitt
lengi.
Nautið (20. april-20. mai):
Nýttu þér tækifæri sem gefst tU að læra eitthvað nýtt. Þú færð
ábendingu sem reynist þér ábatasöm.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú færð fréttir sem koma sér vel, sérstaklega í vinnu og ferðalög-
um. Treystu á reynslu þína og innsæi. Ef þú ert í vafa láttu þá
hlutina eiga sig.
Krabbinn (22. júní-22. júli):
Félagslíf og viöskipti geta farið vel saman. Farðu þó að öUu með
gát. Þú ferð á fund sem reynist hagstæður. Happatölur eru 8, 20
og 27.
Ljóniö (23. júli-22. ágúst):
Haltu þig að þeim sem þekkja þig og skifja. Reyndu að halda
sjálfstrausti þinu. Hlustaðu ekki á slúðursögur.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Sumir virðast óeðhlega áhugasamir um þig og þín mál. Þeir gefa
þér ráö en happadrýgra er að fylgja eigin dómgreind.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Aðstæður eru aUar að snúast þér í hag. Þróunin veröur óvænt
en færir þér lífsfyhingu og hamingju.
Sporödrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú reynir aö auka viðskipti þín og nú er rétti tíminn að skipu-
leggja framtíðina. Fáðu þær upplýsingar sem þú þarft. Láttu aðra
ekki tefja þig.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Aðrir, sérstaklega þeir ungu, taka mUcinn tíma frá þér. Nýttu þér
persónutöfra þína. Hlutimir ganga hratt fyrir sig.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú hagnast á öðrum. Dagurinn verður annasamur og þreytandi.
Þú fagnar því friöi og ró í kvöld. Happatölur eru 2,17 og 30.