Alþýðublaðið - 15.03.1967, Page 6

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Page 6
JACOB Javits, öldungadeildar maður frá New York, sem er einn af leiðtogum frjálslyndra repúblikana, ihefur látið svo um mælt, að „pólitískur á- greiningur og tilfinningavanda *nál“, sem séu undirrót mis- klíðarinnar milli Johnsons for- seta og Robert Kennedys öld- ungadeildarmanns, megi ekki koma í veg fyrir að hinar nýju tillögur Kennedys um frið í Vietnam verði athugaðar eins gaumgæfulega og þær eigi skil ið.“ En því miður er það einmitt þetía sem virðist hafa orðið uppi á teningnum, ekki aðeins innan stjórnarinnar og Demó- krataflokksins heldur einnig í Iblöoum og umræðum manna á meöal. Það er ekki efni ræð- unnar sem vekur forvitni og eftirtekt heldur áhrif ræðunn- ar á misklíð forsetans og öld- ungadeildarmannsins. í marga mánuði jukust vin- sældir Kennedys stöðugt á sama tíma og forsetinn lækk- aði sífellt í áliti, ekki sízt með- al óbreyttra stuðningsmanna Demókrataflokksins. Bæði fyr ir og eftir þingkosningarnar í nóvember í fyrra virtist meiri- hluti kjósenda demókrata telja að Kennedy fremur en John- son yrði forsetaefni flokksins í forsetakosningunum 1968. ★ Johnson á uppleið. En á undanförnum vikum virðist Johnson hafa aukizt fylgi — • sumpart vegna þess að hann hefur miklu hægar um slg en áður og sumpart vegna þess, að þegar hann hefur kom ið fram í sjónvarpi í seinni tíð ihefur hann verið hæverskari og lítillátari og ekki eins stór- orður og menn hafa átt að venj ast. Á sama tíma ihefur fylgi Kennedys greinilega minnkað. Skýringin kann meðal annars að vera sú, að hann hefur allt- ' of mikið verið x sviðsljósinu. Þetta er talin ein helzta skýr- ingin á hinum minnkandi vin sældum forsetans kringum þingkosningarnar. Þegar stjórn málamenn láta of mikið á sér bera virðast margir fá leið á þeim og að lokum geta þeir farið í taugarnar á ýmsum. En höfuðorsökin er þó senni lega hin langdregna og leiðin- lega deila um útgáfu bókar William Manchesters um morð ið á John F. Kennedy forseta. Fljótt á litið virðist málstað- ur Kennedyfjölskyldunnar vera betri. En nú þegar deilan er um garð géngin virðist Kenne- dyfjölskyldan hafa farið óhyggi lega að ráði sínu með því að halda of stíft fram sínum mál- stað. Þetta kann Robert Kenne- dy einnig að hafa talið, en hann fór eftir óskum frú Jaque- line Kennedys í þessu máli. Hann lét til skarar skríða gegn Manchester, og hefur mál þetta allt skaðað hann sjálfan meira en rithöfundinn. ★ >,GAMLI BOBBY“ Fram að þessu átti Robert Kennedy að fagna mikilli vel- gengni, sem er sjaldgæf í stjórnmálaheiminum. Honum tókst að gerbreyta þeim hug- myndum, sem fólk hafði gert sér um hann, hvort sem hann gerði það af ásettu ráði eða ekki. Áður en Kennedy forseti var myrtur í Dallas hafði Robert Kennedy orð á sér fyrir að vera framgjarn, miskunnar- laus og harður í horn að taka. Talið var, að hann væri einn þeirra, sem létu ekkert standa í vegi fyrir sér. Þetta álit manna á honum var mikill þrándur í götu. Eftir dauða bróður hans virtist Robert Kennedy ætla smám saman að draga sig út úr opinberu lífi. Þegar hann bauð sijg síðan fram til öldungadeildai’innar virðist fólk hafa gleymt því orð* sem áður fór af honum og fagnaði honum í þess stað sem bróður lians endurfæddum. Deila Manehesters og Kenne dys hefur nú leitt til þess, að minningar fólks um hinn „gamla“ Robert Kennedy eru fai-nar að vakna aftur og finnst fólki nú að hann sé hinn raun- verulegi ,,Bobby“. Deilan hef- ur einnig skaðað Kennedygoð- sögnina, því að Kennedyfjöl- skyldan með Robert í broddi fylkingar virðist hafa vei-ið allt of mikið í mun að hafa eftirlit með því sem skrifað er um 'hinn látna forseta. Þar sem stjarna Roberts Kennedys virðiat nú vera á nið urleið hefur Vietnamræða hans haft langtum minni áhrif en hún hefði haft fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Það eru margir fleiri en Javits sem harma þetta. En eins og nú standa sakir munu tillögur Kennedys vart fá hljómgrunn meðal almennings nema því að- eins.að breyting verði til hins verra í Vietnamstríðinu. * KYNNISFERÐIR INNANLANDS MILLI ÆSKULÝÐSFÉLAGA ÞJÓÐKIRKJUNNAR KIRKJAN og málefni henn- ar hafa verið ofarlega á baugi undanfarið, en þó hefur mest borið á gagnrýni á þessa stofn- un. Margt er þó, sem kirkjan hefur vel gert, og eitt af því er hið öfluga æskulýðsstarf henn- ar. Hérlendis eru starfandi mörg og góð æskulýðsfélög á vegum kirkjunnar. Hafa þau haft sam- starf sín á milli og einnig við æskulýðsfélög . annarra landa, einkum Bandaríkjanna, en þar dveljast í vetur 20 íslenzk ung- menni á-aldrinum 16—1R áraj og nokkrir bandarískir unglingar eru hér á landi í staðinn. Þessi nemendaskipti þjóð- kirkjunnar hafa gefið mjög góða raun, og í fyrra hófust kynnis- ferðir milli æskulýðsfélaganna innanlands. Þetta tókst vel í fyrra og í vetur var þessu fram haldið, og föstudaginn 3. marz fóru fimrn félagar úr Æskulýðs- félagi Langholtssóknar til Akur- eyrar og dvöldu þar fram á mánudag í boði Æskulýðsfélags Ákureyrafkrrkju. Vár þeim vel tekið nyrðra, þar sem þau m. a. heimsóttu Minjasafnið og Gagn- fræðaskólann, fórú á píanótón- leika, voru á ungtemplaradans- leik í Skíðahóteiuiu, á árshátíð .hjá æskulýðsfélagihú og á æsku- lýðsguðsþjónustu í Akureýrar- kirkju. Brátt munu svo nokkrir Framhald á 15. síðu. 0 15. marz 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.