Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Page 19
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993. ■ .31 Fréttir Nemendur sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Vesturlands í desember ásamt Þóri Ólafssyni skólameistara sem er lengst til vinstri í fremstu röð. DV-mynd Sigurgeir Nemandi á hagfræðibraut náði bestum árangri stúdenta Sigurjcm Sveinssan, DV, Akranesú Brautskráning nemenda í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram á sal skólans 19. desember sl. Þá luku alls 53 nemendur prófum frá skólanum, 34 stúdentar, átta iðn- nemar, fjórir luku prófum sjúkra- liða, fimm almennu verslunarprófi og tveir nemendur tveggja ára upp- eldisbraut. 17 úr hópi stúdenta luku stúdentsprófi á 7 önnum. Sjö nemendur hlutu viðurkenning- ar fyrir ágætan námsárangur. Best- um árangri stúdenta náði Elísabet Böðvarsdóttir á hagfræðibraut. Bergþór Helgason, sem lauk námi í húsasmíði, og Þröstur Þór Ólafsson, sem lauk námi í vélsmíði, hlutu við- urkenningar fyrir góðan námsárang- ur frá Landssambandi iðnaðar- manna. Steinar Berg Sævarsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í rafvirkjun, Linda Björk Pálsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir og Bima Þor- bergsdóttir fyrir viðskiptagreinar og Liija Brypja Skúladóttir fyrir erlend mál. Þá fékk Valgarður Jónsson við- urkenningu Rótarýklúbbs Akraness fyrir gott starf að félagsmálum nem- enda í skólanum. Þegar skólameistari hafði afhent burtfararskírteini flutti Valgarður Jónsson nýstúdent ávarp fyrir hönd brautskráðra nemenda þar sem hann þakkaði fyrir árin í skólanum og flutti starfsmönnum hans góðar óskir. Skólameistari flutti braut- skráöum nemendum heilræði og heillaóskir frá starfsmönnum skól- ans. Að athöfninni lokinni var gest- um boðið til veislukaffis í skólanum. Alls voru um 400 manns viðstaddir brautskráninguna að þessu sinni. Um 740 nemendur voru skráðir til náms við upphaf haustannarinnar á þremur stöðum á Vesturlandi í dag- skóla og öldungadeild. Kennt var á Akranesi, Hellissandi og í Stykkis- hólmi. Nokkrum tugum nýrra um- sókna varö að hafna og við upphaf annarinnar hófu 634 nemendur nám í dagskóla á Akranesi. Á Hellissandi og Stykkishólmi voru 60 nemendur við nám. Fjölbrautaskóli Vesiurlands er enn í mótun og uppbyggingu og unnið að nýrri þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Starfsemi Farskóla Vesturlands er dæmi um nýja þjónustu í vexti en námskeiðum af ýmsum toga á hans vegum fer fjölgandi og ná til fleiri og fleiri íbúa Vesturlands. NÝn 0G GUESILEGT ÆFINGASVÆÐI n> a> 3 § > s o NÝ BYRJENDANÁMSKEID álfari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins,- Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 16-22 isma 627295 ERU AÐ HEFJAST Vantar þig notaðan bíl á góðu verði? Allir bílar afgreiddir með útvarpi og á snjódekkjum RENAULT 9 1989 Ek. 54 þús. km, staðgreiðsluv. 530.000 kr. VW GOLF GT 1988 Ek. 81 þús. km, staðgreiðsluv. 750.000 kr. Renault Clio RN 1992 ek. 6 þús. km. Stgrverð 720.000 kr. Subaru st. 4x4 1987 Stgrverð 670.000 kr. RENAULT 19 GTS 1991 Ek. 34 þús. km, verð 770.000 kr. FORD SCORPIO 1987 Ek. 64 þús. km, verð 750.000 kr. CITROÉN BX 19 GTI 1988 TOYOTA COROLLA GTI 1988 Staðgreiðsluv. 850.000 kr. Staðgreiðsluv. 770.000 kr. Renault Nevada 4x4 1991 Stgrverð 1300.000 kr. Bflaumboðið hf. KRÓKHÁLS11 - REYKJAVÍK - SÍMI 686633 Fjöldi bfla á tilboðsverði! Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðslur TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. TILBOÐS VERÐ VERÐ DODGE ARIES 1989 690.000 610.000 FORD PICKUPXLT4X4 1985 950.000 800.000 RENAULT5TURBO 1985 470.000 420.000 PEUGEOT309 1987 550.000 470.000 MAZDA323 1984 240.000 180.000 FIATUNO 1987 220.000 170.000 SUZUKI FOX 1982 390.000 340.000 BMW518Í 1986 680.000 550.000 FORD ESCORT 1986 290.000 250.000 TOYOTA COROLLA 1988 640.000 550.000 Skuldabréf til allt að 36 mánaða Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Opió: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.