Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 4
Skipting í trúfélög 1982 og 1992 Þjóðklrkjan: 219.091 Aðrlr: 15.889 1982 1992 Alls: 234.980 Þjáðklrkjan: 241.634 Aðrlr: 20.568 Alls: 262.202 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Fréttir Ríkissaksóknari um sakamálin sem komin eru í biðstöðu vegna hæstaréttardóms: Viðbúið að kröf ur komi um endurupptöku mála - óskar upplýsinga frá öllum lögreglustjórum landsins um fjölda mála óafgreidd geti orðiö með tvennum hætti - að þau verði látin bíða um sinn eða að lögreglustjórar sendi þau til ríkissaksóknaraembættisins til afgreiðslu á meðan, ef þeim býður svo. En ég á eftir aö ræða við lög- reglustjórana og sendi þeim væntan- lega bréf þegar Ijósara verður um framvindu þessara mála,“ sagði Hall- varður Einvarðsson. -ÓTT „Ég er aö kalla eftir upplýsingum frá lögreglustjórunum um flölda og umfang þessara mála. Þetta ætti því að verða ljósara í næstu viku. Þetta er gert fyrst og fremst vegna athug- unar á tillögum mínum um réttar- farsbreytingar vegna dóms Hæsta- réttar. Þetta er einnig til meðferðar í réttarfarsnefnd," sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari að- spurður um þau mál hjá lögreglu- stj óraembættunum og héraðsdóm- stólum sem nú eru komin í biðstöðu vegna dóms sem Hæstiréttur kvað upp í síðustu viku. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að lögreglustjóraembættin hefðu ekki heimild til að ákæra í ýmsum líkamsárásarmálum og fíkniefnamálum, samkvæmt því sem ríkissaksóknari fól þeim frá 1. júlí þegar nýjar réttarfarsreglur tóku gildi. Eins og fram hefur komið í DV er fíöldi mála kominn í bið vegna hæstaréttardómsins. Ríkissaksókn- ari gerði strax um síðustu helgi til- lögur að breytingum á réttarfarslög- unum og sendi dómsmálaráðuneyt- inu. Talsmaður ráðuneytisins sagði við DV í gær að þvi yrði hraðað að leggja fram frumvarp til laga eins fljótt og kostur er, í samræmi við óskir ríkis- saksóknara - strax í febrúar þegar Alþingi kemur næst saman. Um þau mál sem eru komin í bið, eða hafa þegar verið afgreidd í kerf- inu, sagði Hallvarður: „Um þau mál sem þegar hafa hlotið afgreiðslu hjá lögreglu og fyrir dómi skal ég ekki segja. Það er auðvitað viðbúið aö fram komi óskir um áfrýjun eða end- urupptöku þeirra. Ég vænti þess þó að framgangur þeirra mála sem eru Gömlu fastagestirnir á Borginni hafa aö undanförnu snætt hádeglsverð saman á Hótel Sögu. Óvist er hvort þeir flytja allir aftur á Borgina þegar hún verður opnuð eftir miklar endurbætur í næstu viku. Liklega munu þeir þó allir prófa staðinn enda togar minnlngin og tilhugsunin um Albert Guðmundsson i þá. Á myndinni eru f.v. örn Clausen, Guðmundur Haraldsson skáld, Jón H. Guðmundsson, Ragnar Ingólfsson, Egill Snorrason, Björn Guðjónsson, Guðmundur Ottósson og Haukur Jacobsen. DV-mynd S Fastagestir Borgarinnar sitja sem fastast á Hótel Sögu: Vttum ekkert um reksturinn hjá Tomma segir Öm Clausen, einn af þekktum fastagestum á Borginni „Við vitum ekkert hvemig rekstur Tomma veröur á Borginni. Hins veg- ar hefur Hótel Saga meðhöndlað okk- ur svo vel að ég held aö það veröi erfitt mál að fá okkur þaöan aftur. Vissulega er nokkur eftirsjá að Borg- iimi og margir í hópnum ætla sér þangað aftur svo framarlega sem þeim verður vært þar. Meirihlutinn er hins vegar á þeirri skoðun að það sé allt svo frábært á Hótel Sögu að erfitt sé að hugsa sér eitthvað betra,“ segir Öm Clausen, hæstarétt- arlögmaður og fastagestur á Hótel Borg. í áratugi hafa þekktir menn í þjóð- lífinu komið saman til hádegisverðar á Hótel Borg. í þeim hópi em meðal aimarra bræðumir Öm og Haukur Clausen, Hilmar Pálsson, Guðmund- ur Arason, Haukur Jacobsen, Egill Snorrason, Ragnar Ingólfsson, Kristján Knútsson og Gunnlaugur B. Daníelsson. Albert Guömundsson og Indriði G. Þorsteinsson vom einn- ig í þessum hópi. Eftir að Tómas Tómasson keypti Borgina í fyrra hófust víðtækar end- urbætur á húsinu og neyddust gömlu fastagestimir þá til aö finna sér nýj- an samanstað í hádeginu. Skrúður á Hótel Sögu varð fyrir valinu og ríkir nú fullkomin óvissa um hvort þeir flytja sig aftur yfir á Borgina þegar hún verður opnuð að nýju, en stefnt er að opnun á þriðjudaginn kemur. Að sögn Arnar hafa fastagestimir látið sér líka ótal breytingar á Borg- inni í gegnum árin. Alþýðlegt og gott starfsfólk hafi haldið mönnum róleg- um. En þrátt fyrir efasemdir nú seg- ir hann hópinn staðráðinn í að mæta til prufu þegar Borgin opnar aftur. En hvað mun Albert segja ef allir vinimir verða farnir? „Himn mun vafalaust reyna að toga menn niðureftir aftur.“ -kaa Mörg ný trúfélög hafa sprottið upp hér á landi é undanförnum árum á kostnað þjóðkirkjunnar, meðal annars Vegurinn, Orö lifsins og Krossinn. Þá hefur kaþólikkum fjölgað og sömu sögu er aö segja um trúleysingja. Þjóðkirkjan horfír á eftir 6.300 safnaðarbömum: Skakkaföll í Fríkirkju en kaþólskum fjölgar - Helgi Jónsson á Merkigili, eini fulltrúi almættisins í Ábæjarsókn Tæplega átta prósent landsmanna voru utan þjóðkirkjunnar um síð- ustu áramót samkvæmt samantekt Hagstofu íslands. Á undanfómum 10 árum hafa 2,4 prósent Jandsmanna yfirgefið þjóðkirkjuna og miðað við manníjölda í dag jafngildir það tæp- lega 6.300 manna fækkun. Á sama tíma hefur kaþólikkum á íslandi íjölgað um 42 prósent. í árslok vora vel á íjórða þúsund landsmanna utan trúfélaga og hefur þeim fjölgað um 25 prósent á 10 áram. Hvað varðar önnur trúfélög á land- inu hefur Fríkirkjan í Reykjavík orð- ið fyrir hvað mestum skakkafóllum undanfarin 10 ár. Þar hefur safnað- armeðlimum fækkað um ríflega 13 prósent. í Hvítasunnusöfnuðinum hefur fjölgunin hins vegar verið tæp- lega 45 prósent og hjá Vottum Jehóva hefur fjölgunin orðiö 63 prósent. Innan þjóðkirkjunnar era alls alls 16 prófastdæmi sem prestaköll og sóknamefndir úti um allt land falla undir. Fjölmennasta sóknin í Reykjavík heyrir undir Neskirkju en í sókninni era búsettir tæplega 10.600 manns. Á landinu öllu era einungis 6 sóknir sem hafa fleiri en 8 þúsund íbúa en það eru Nessókn, Árbæjar- sókn, Háteigssókn, Seljasókn, Hafn- arfiaröarsókn og Akureyrarsókn. Minnsta sóknin á landinu er hins vegar Abæjarsókn í Skagafirði. Ein- ungis einn íbúi er í sókninni, Helgi Jónsson á Merkigili, og er hann væntanlega sjalfkjörinn í sóknar- nefndina. Þá má geta þess að í Fitja- sókn í Borgarfirði, Möðrudalssókn og Víðihólssókn á Noröurlandi eystra, Kirkjubólssókn á Vestflörð- um og Bjamarhafnarsókn á Snæ- fellsnesi era innan við 10 íbúar. -kaa Önnur trúfélög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.