Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Lífsstíll nútímans Þeir ákveðnustu láta ekki á sig fá, þótt yfir landið fari ein dýpsta lægð í manna minnum. Þeir klæða sig við hæfi og fara út að ganga eða skokka eins og þeir eru vanir. Aðrir haga seglum eftir vindi og fara frekar 1 sund þann daginn. Þetta eru hinir nýju íslendingar. Heilsurækt á ört vaxandi gengi að fagna hér á landi. Skokkarar á gangstéttum eru auðsæ mæhstika á þessa ánægjulegu þróun, sem er smám saman að breyta hvehisjúkri kyrrsetuþjóð í heilbrigða sportþjóð, sem gætir betra jafnvægis í lífi sínu en áður tíðkaðist. Um leið og veður lægir leggja bílalestir af stað úr þéttbýh í skíðalöndin. Þúsundir manna velja fremur að taka þátt í skemmtilegri og erfiðri íþrótt heldur en að kúra heima í sófa að glápa á íþróttir annarra. Þetta er virkur lífsstíU, sem leysir hinn óvirka af hólmi. Aukinnar heilsuræktar sér ekki aðeins stað í auknum almenningsíþróttum. Tóbaksnotkun hefur minnkað svo, að því stigi hefur verið náð, að tóbaksneytendur eru orðnir að minnihlutahópi, sem verður að sæta aukn- um takmörkunum af hálfu hinna, sem lifa heUbrigðu lífi. Enn er þó ástandið þannig, að kostnaður ríkisins af tóbaksneyzlu landsmanna er tahnn meiri en tekjur þess, samkvæmt athugun, sem nýlega var birt. Það bendir til, að töluvert sé enn í land og að enn verði að þrengja kosti þeirra, sem eru háðir þessari tegund eiturs. Því miður verður hinnar nýju hugsunar ekki mikið vart í umgengni við dýrasta eitrið hér á landi. Það er áfengið, sem er meginorsök lagabrota, slysa, fjárhags- tjóns, félagsvandræða og sálrænna truflana. HáUæris- legir drykkjusiðir eru enn við lýði hjá háum og lágum. Útlendingar eru enn að furða sig á, að íslenzkar helg- ar skuh einkennast af gargandi fólki,' sem hvert slefar í eyru annars á mannamótum og af stöðugum ferðum lögreglumanna í heimahús til að reyna að stiUa tU frið- ar með fólki, sem stundar íslenzka drykkjusiði. Þótt þúsundir manna hafi hætt þessarri undirgefni við Bakkus og tekið upp heilbrigðari lífshætti, hafa eng- in straumhvörf orðið með þjóðinni á þessu sviði. Það þykir ennþá fínt hjá unga fólkinu að missa ráð og rænu og verða að slyttisiegum bjánum á almannafæri. Betri árangur héfur náðst 1 mataræði. Fiskbúðir og bakarí eru betri en nokkru sinni fyrr og njóta vaxandi viðskipta. Góð fordæmi eru gefin í veitingahúsum, sem mörg hver bjóða mjög gimUegan og hollan mat á tiltölu- lega sanngjömu verði miðað við íslenzkar aðstæður. HeUsufæði og náttúrufæði af ýmsu tagi nýtur vax- andi vinsælda. Fólk borðar Qölbreyttari mat og gætir betra jafnvægis í neyzlunni. Grænmeti og ávextir era vaxandi þáttur í fæðinu. Um leið minnkar hluti feitmet- is af ýmsu tagi, sem áður var of umfangsmikUl. Að vísu skiptir nokkuð í tvö hom á þessu sviði. Ann- ars vegar sést þessi þróun í átt til heUbrigði og hins vegar virðist ekki fækka þeim, sem nærast að miklu leyti á raslfæði af ýmsu tagi, svo sem djúpsteiktum kartöflum og unnum kjötvörum á borð við fars. Alvarlegast er þó, að ekki hefur tekizt að hnekkja óhóflegri sykumotkun okkar, sem er mun meiri en nokkurrar annarrar þjóðar. Þessi neyzla er svo mikil, að hún hlýtur að stuðla að slæmri heUsu og útgjöldum tU heUbrigðismála á sama hátt og áfengi og tóbak. í heUd hafa lífshættir okkar breytzt til batnaðar. Dæmin, sem hér hafa verið rakin, benda til, að okkur miði áfram eftir veginum í átt til lífsstfis nútímans. Jónas Kristjánsson Uppljóstranir atlaga að ríkis- erfðum Karls Fjaörafokið út af hjúskaparerj- um breska ríkisarfans Karls prins af Wales og Díönu prinsessu er komið á nýtt stig. Leitt hefur verið í ljós að prinsessan hefur sjálf kom- ið máhnu af sfað með því að láta vini sína leggja til efni í bók með harmatölum um vonsku eigin- manns síns og síðan fylgt henni eftir með frekari leka til slúður- blaða. Jafnframt sækir að kunnug- um mönnum grunur um að máhð hafi póhtíska hhö, verið sé að reyna að búa svo um hnúta, vegna andúð- ar á skoðunum sem Karl prins hef- ur látið í ljós, að hann útilokist frá ríkiserfðum. Wilham Rees-Mogg lávarður er fyrrverandi ritstjóri Times frá því það blað naut álits og áhrifa. Hann hefur nú látið uppi þá skoðun aö upptaka á ástarsamtali Karls prins við konu annars manns, Camilla Parker-Bowles, sé svo fagmannlega gerð að engum sé trúandi tíl að hafa þar um fjallað öðnun en at- vinnusímahlerurum bresku leyni- þjónustunnar, MI5. Símtahð birtist í ástralska slúð- urritinu New Idea, sem er í eigu ástralsk-bandaríska fjölmiðla- kóngins Ruperts Murdoch. Hann er einnig eigandi Sunday Times og Sun í Bretlandi. Fyrrnefnda blaðið birti meginefni Díönu-bókarinnar áður en hún kom út. Hið síðar- nefnda var síðan iðnast við kolann að halda lífi í hneykshssögum, þar sem málstað Díönu var jafnan haldið fram á kostnað Karls. Stykkin í púslinu taka nú að rað- ast saman. Eftir að uppvíst varð á fimmta og sjötta tug aldarinnar hvemig sovéska leyniþjónustan hafði komið erindrekum á sínum snærum í breska utanríkisþjón- ustu og leyniþjónustu, urðu þeir sem réðu inngöngu í leyniþjón- ustuna svo varir um sig að þangað áttu greiðastan aðgang hægri öfga- menn, sumir vart með öhum mjalla. Afleiðingamar komu í ljós eftir að Harold Whson varð forsæt- isráðherra í stjóm Verkamanna- flokksins. Hópur háttsettra manna Erlenci tíðindi Magnús Torfi Ólafsson í MI5 fékk þá flugu í höfuðið að breski forsætisráðherrann, og reyndar sumir meðráðherrar hans líka, væru laumulegir erindrekar Sovétríkjanna, og gerðu samsæri um að koma þeim frá völdum með undirróðri. í því skyni voru símar hleraðir, brotist inn í skrifstofur og á heimili og meira og minna rangfærðum afrakstri af þessu at- hæfi komið á framfæri við stjóm- arandstöðumálgögn. Einn fyrsti ósigur frú Thatcher á forsætisráðherrastóh var þegar henni mistókst að hindra að einn af samsærismönnum, Peter Wright, gæti birt frásögn af atlög- unni gegn Whson í bók sinni Spy- catcher. Ástralskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Thatcher heíði sent einn æðsta embættismann í ráðuneyti sínu gagngert th að bera ljúgvitni. Þetta dæmi og fleiri sýna að MI5 er th ahs trúandi, og milh leyni- þjónustunnar og útgefanda af sauðahúsi Murdochs hafa lengi legið þræðir. Það hggur svo í aug- um uppi hvers vegna báðir aðhar hljóta að hafa ihan bifur á Karh prins og væri ósárt um þótt hann missti af bresku krúnunni. Prinsinn hefur frá því hann varð fuhveðja verið ófeiminn að tjá skoðun sína á ýmsum opinberum málum, sem hann lætur sig veru- lega skipta, ólíkt móður sinni sem einkum hefur áhuga á hundum og hestum. Sérstaklega varð það ber- sýnhegt eftir að Thatcher komst til vaida að gildismat prinsins var allt annað en ráöandi afla. Hann er hefðarsinni í víðtækri merkingu, ólíkt jámfrúnni, sem sagt var aö yrði það fyrst fyrir kæmi hún auga á virðuiega stofnun að lúskra henni með handtösku sinni. Murdoch var einhver öflugasti stuöningsmaður Thatcher í bresk- um fjölmiðlaheimi, og er í hópi hefðbrjótanna sem Karl hefur átal- ið. Alkunna er úr breskri sögu hver áhrif þjóðhöfðingjar geta haft á tíð- arandann. Viktoría drottning var íhaldssemin dæmigerð, Játvarður VII. sonur hennar ýtti verulega undir samskiptin th fijálslyndari lífsviðhorfa. Því væri þaö alveg eft- ir þeim öflum, sem vhja fyrir hvem mun ríghalda í arfleifð Thatcher- tímans á Bretlandi, að grípa tæki- færi sem þau sjá gefast th að bola Karh prins frá ríkiserfðum. Auk þess sem mergjuð hneykslissaga selur slúðurblöðin dijúgt, sérstak- lega þegar konungborið fólk á í hlut. Meðan ósköpin ganga á sinna ríkisarfahjónin skyldustörfum. Díana (t.h.) fæst við regnhlífina í heimsókn í Leyland Daf bílasmiðjurnar. Karl horfir þungbúinn á viðurstyggð eyðileggingarinnar eftir strand olíuskipsins Braer við Hjaltland. Simamyndlr Reuter Skoðanir aimarra Saddam ætlar að sýna veik- leika Sameinuðu þjóðanna „Gerðir Saddams sýna einnig að markmið hans th lengri tíma Utið er að reka fleyg mihi banda- manna gegn írak og Sameinuðu þjóðanna. Saddam gerir sitt th að sýna hálfkákið í friðagæslu samtak- anna, sem er á mörkum þess að mistakast í Kambód- íu, lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu." Jim Hoagland í IHT, 14. jan. Varhugavert að styrkja Rússa „Bandaríkjamenn vilja að Rússar snúi frá mið- stýrðum kommúnisma til lýðræðislegs kapítaUsma en þeim sem krefjast þess að Bandaríkjamenn leggi Rússum th ríkihega aðstoð í þessum thgangi yfirsést tvennt: í fysta lagi hefur aðstoö afdrifarík áhrif á stjórn- mála- og efnahagsþróunina í Rússlandi. Það er ekki hlutverk stjómarinnar í Washington. í öðm lagi er ekki líklegt að stuðningur einnar ríki- stjórnar við aðra verði th að efla markaðsbúskap. Reynslan úr þriðja heiminum síðustu fjóra áratugina sýnir annað.“ Ted Galen Carpenter í USA Today, 23. des. Frelsi í fjölmiðlun „Það væri skhjanlegt ef ríkisstjóm Johns Major léti freistast th að takmarka frelsi fjölmiðla. Mönnum líkar ekki hvemig komið er fram við konungsfjöl- skylduna en ef fjölmiðlar fá ekki að starfa fijálsir er heldur enginn th aö segja sannleikann." Leiðari Sunday Express, 10. jan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.