Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Við hjálparstarf á Fílabeinsströndinni: Blanda af hugsjónum og ævintýraþrá - segir Úlfur Bjömsson skipulagsfræðingur sem skráður er á Veraldarvakt Rauða krossins í hverjum mánuði komu um 600 tonn af matvælum á það svæði sem Úlfur hafði yfir að ráða. Þau voru að verðmæti um 25 milljónir króna. „Það kom beiðni til íslenska Rauða krossins um frönskumælandi mann sem gæti farið til Fílabeinsstrandar- innar og séð um matvæladreifingu •> til flóttamanna þar. Haft var sam- band við mig og spurt hvort ég ætti heimangengt. Eg tók mér tveggja daga umhugsunarfrest þar sem ég var að kenna við Háskólann og þurfti aö athuga með staðgengil í það starf. Hann fannst og rúmri viku síðar var ég lagður af stað suður á bóg- inn.“ Þetta segir Úlfur Björnsson, fertug- ur Þingeyingur sem hefur dvalið undanfarið ár á Fílabeinsströndinni við flóttamannahjálp á vegum Rauða krossins. * „Ég veit að þessi beiðni barst til fleiri landsfélaga Rauða krossins og það kom til álita að senda bandarísk- an mann. En það sem gerði útslagið var að sá maður komst ekki fyrr en eftir mánuö en ég gat farið strax. Þessi tímapressa kom til vegna þess að maðurinn sem ég átti að leysa af var farinn og það vantaði einhvern í staðinn fyrir hann.“ Úlfur er einn af rúmlega 60 íslend- ingum sem eru skráðir á Veraldar- vakt Rauða krossins. Þetta fólk verð- ur að vera tilbúið að leggja sín dag- legu verkefni til hliðar um óákveðinn tíma, kveðja vini og fjölskyldu og leggja með nokkurra daga fyrirvara upp í ferðalag sem óvíst er hvenær endar. Úlfur Björnsson skipulagsfræðingur starfar við hjálparstarf á vegum Rauða krossins. Flóttamenn frá Líberíu „Borgarastríðið í Líberíu hafði geisað í nokkur ár og fólk flúði unn- vörpum yfir landamærin tii Fíla- beinsstrandarinnar. Þegar mest var voru um 340 þúsund manns sem nutu aðstoðar Rauöa krossins á þeim svæðum þar sem mat var dreift. Ástandið er hins vegar ekki mjög slæmt miöað við það sem gengur og gerist í þessum málum, t.d í Sómalíu. Flóttafólkið hefur mat og húsaskjól og það sveltur enginn þótt gæði mat- arins séu kannski ekki mikil á ís- lenskan mælikvarða. Ástæðan fyrir því að Rauði kross- inn kom til hjálpar var einfaldlega sú að landsvæðið þar sem flótta- mennimir halda sig getur ekki brauðfætt allan þennan fjölda af fólki og ef ekki hefði komið til aðstoð af einhverju tagi hefði fljótlega skapast neyðarástand. Rauði krossinn á Fíla- beinsströndinni hafði sent 20 sjálf- boðaliða til svæðisins en það hafði lítið að segja gagnvart þessum fjölda flóttafólks sem kom yfir landamærin frá Líberíu. Stjómvöld Fílabeins- strandarinnar gátu heldur ekki veitt mikinn stuðning en þau leyfðu hins vegar fólkinu að vera um kyrrt í landinu og veittu því atvinnuleyfi. Með sextíu manns í vinnu „Flóttafólkið heldur sig aðallega á vesturhiuta Fílabeinsstrandarinnar og þegar Rauði krossinn hóf mat- væladreifingu var svæðinu skipt upp í fjóra hluta. Mitt hlutverk var að sjá um dreif- ingu matvæla á einu þessara svæða; ég var ábyrgur fyrir móttöku birgð- anna þar sem þær komu inn í landið og þangað til þær komust í hendur viðtakenda. Á mínu svæði voru 114 dreifingarstöðvar og ég hafði 60 manns í vinnu við að dreifa matvæl- unum til flóttafólksins. Það kom fljótt í ljós að dreifingarkerfið var meingallað þannig aö fyrsta verkefni mitt var að endurskipuleggja það frá grunni. Eins og annars staðar í Afríku skipta landamæri Fílabeinsstrandar- innar og Líberíu sömu ættbálkum upp í þegna tveggja ríkja þannig að flóttafólkið sem kom frá Líberíu sett- ist að í þorpum síns ættbálks á Fíla- beinsströndinni. Til að byrja með vom höfðingjar hvers þorps látnir sjá um að dreifa matvælunum til flóttafólksins sem þar bjó. Höfðingj- arnir vildu auðvitað hygla sínu fólki, sem hafði ekkert of mikið af mat fyr- ir, og skiptu því matvælunum venju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.