Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
Rannveig mætt í sjónvarpið -en án knimma:
Anægjulegt að vera
komin hingað aftur
Rannveig sér um barnaefni morgunsjónvarpsins. DV-mynd GVA
Rannveig og Krummi voru feiknavinsæl hjá yngri kynslóðinni.
„Það er afskaplega ánægjulegt að
vera komin aftur til starfa hér í sjón-
varpinu og hitta hér marga sem ég
vann með áöur,“ sagði Rannveig Jó-
hannsdóttir, umsjónarmaður morg-
unsjónvarps barnanna.
Rannveigu þekkja allflestir lands-
menn. Fyrir rúmum tuttugu ánun
var hún tíður gestur á skerminum
ásamt krumma sínum. Allir krakkar
þekktu þau skötuhjúin og fylgdust
með asnastrikunum hjá krumma.
Vandséö var hvemig hann hefði
komist fram úr lífmu og tilverunni
ef Rannveigar hefði ekki notið
við.
En svo hættu þau hjá sjónvarpinu
og flugu sitt í hvora áttina. Rannveig
hóf nám til undirbúnings kennslunni
sem nú er hennar aðalstarf. Hún
kennir nú bömum í æfmgadeild
Kennaraháskólans. Einnig kennir
hún kennaranemum í Kennarahá-
skólanum.
„Þetta er virkilega skemmtilegt
starf,“ sagði hún. „og hreint ekki
þreytandi eða tilbreytingarlaust.
Annars vegar era það börnin og hins
vegar unga fólkið sem er aö búa sig
undir að fara sjálft út í kennslu."
Hún er nú komin með fjölskyldu
og á tvær dásamlegar dætur. Af
krumma og athöfnum hans fara hins
vegar engar sögur.
Tvenn tímamót
„Mér finnst það mjög merkilegt að
eiga þess kost að taka þátt í starfi
sjónvarpsins á tvennum tímamót-
um,“ sagði Rannveig. „Annars vegar
þegar það var að byija og hins vegar
þegar morgunsjónvarpið er að hefj-
ast. Hér mæta mér mörg kunnugleg
andlit sem vora hér fyrir rúmum
tuttugu árum. Margir hafa unnið hér
allan tímann, kannski með aðrar
áherslur í starfi núna. En þetta sýnir
bara hvað það er gott að vinna hérna
hjá sjónvarpinu."
Varðandi morgunsjónvarpið sagð-
ist hún fá efnispakka í hendurnar og
reyna að gera hann eins aðlaðandi
og skemmtilegan fyrir bömin og
kostur væri. Ekki væri reiknað með
flölskrúðugri umgjörð en lögð
áhersla á að hafa efnið gott. Aðspurð
hvort krummi fengi að vera með í
morgunsjónvarpinu sagðist Rann-
veig ekki búast við því. En hún ætti
efdr að ræða málið við hann.
-JSS