Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
íslenskir karlmenn vilja í bamapössun til Bandaríkjanna:
Kokkar og fiskeldisfræð-
ingar meðal umsækjenda
rætt við Iindu Hallgrímsdóttur, fulltrúa samtakanna Au pair in America
„Það er mjög mlMl aðsókn hjá okk-
ur. Þetta er bæði fyrir stúlkur og
pilta. Því miður er miklu minna beð-
ið um piltana. Það er hins vegar mjög
mikill áhugi hjá þeim og síðastliðinn
vetur leituðu til mín yfir 40 sem vildu
komast út á vegum samtakanna.
Meðal þeirra sem hafa sótt um eru
kokkar og fiskeldisfræðingar, svo
eitthvað sé nefnt. Því miður hefur
okkur ekki tekist að senda neinn
karlmann enn sem komið er. Þeir
þurfa aö hafa þrefalda reynslu miðað
við stúlkurnar."
Þetta sagði Linda Hallgrímsdóttir,
fulltrúi samtakanna Au pair in Am-
erica hér á landi. Þessi samtök eru
deild í menningarsamtökunum Am-
erican Institut for Foreign Study
Foundation. Þau hafa verið starf-
rækt í Bandaríkjunum síðan 1964.
Au pair-deildin var stofnuð 1986. Frá
stofnun hafa þúsundir ungmenna á
aldrinum 18-25 ára farið á vegum
samtakanna til Bandaríkjanna frá 20
Evrópulöndum. ísland gekk svo inn
í samstarfiö fyrir ári.
„Við sendum tugi fólks til Banda-
ríkjana á síðasta ári,“ sagði Linda.
„Þetta er svipað og skiptinemasam-
tök. Við undirbúum krakkana fyrst
hérna heima og vöndum mjög til
þess.“
Ókeypis námskeið
Að loknum undirbúningnum
heima er öllum þeim sem fara utan
á vegum samtakanna boðið upp á
ókeypis námskeið í New York. Þar
lærir fólk skyndihjálp, umönnun
barna, ýmis öryggisatriði og ótal
margt fleira sem kemur því að gagni
í Bandaríkjunum. Einnig ýmislegt
sem ekki er vel séð í vistinni erlendis.
„Reykingar eru til dæmis strang-
lega bannaðar," sagði Linda. „Það
kemst enginn út sem reykir. Ég hef
lofað stúlkum, sem reykja, að sækja
um. En þær hafa ekki fengið fjöl-
skyldur."
Að námskeiðinu loknu fer hver til
sinnar fjölskyldu. Allur kostnaður
er 'greiddur af fjölskyldunni, flugfar,
uppihald, sjúkra- og slysatrygging,
upp á 3 milljónir króna, og vasapen-
ingar. Heildarkostnaðurinn nemur
8740 dollurum (rúmlega hálf milljón
ísl. kr.)
Mjög er vandaö til valsins á fjöl-
skyldum úti. Þær þurfa að fá með-
mæh frá nágrönnum, lækni, vinnu-
veitendum og fleirum. Þá eru sam-
tökin með ráðgjafa á hveiju svæði
sem fylgist með og ungmennin geta
leitað til ef eitthvað bjátar á.
„Þau mega skipta um fjölskyldu
einu sinni til tvisvar yfir árið,“ sagði
Linda. „Það getur alltaf eitthvað
komið upp á. Þótt hjónin séu hið
besta fólk og stúlkan frábær þá eiga
þau ekki alltaf skap saman. Stundum
gefast stúlkumar upp á bömunum
og þá er ekki um annað að ræða en
að skipta um fjölskyldu. Það hefur
ætíð gengið mjög vel. Þá leitar ung-
mennið til ráðgjafa sem finnur aðra
fjölskyldu."
Ein af fjölskyldunni
„Meginmálið er þaö að stúlkan er
tekin inn á heimilið sem ein af fjöl-
skyldunni. Það er ekki litið á hana
sem vinnukonu. Hún vinnur fyrst
og fremst við bamapössun. Á öllum
þeim heimilum, sem mínar stúlkm-
era á, kemur manneskja og þrífur
húsið einu sinni í viku til tvisvar í
mánuði. Þaö er svo hlutverk stúlk-
unnar að halda í horfinu. Of mikið
Sigurbjörg Guðjónsdóttir úr Reykjavík er á vegum samtakanna á Long Island í New York. Hér er hún að gæða fjölskyldu sinni á rammíslenskum sviðum.
Svo virðist sem húsbóndinn ætli að ráðast til atlögu.
vinnuálag heyrir til sérstakra und-
antekninga.
Ungmennin geta stundað létt nám
í nærliggjandi skóla, sér að kostnað-
arlausu. Þau fá vegabréfsáritun fyrir
námsmenn sem gildir í 13 mánuöi.
Síðasta mánuðinn nota þau gjarnan
til að ferðast um Bandaríkin saman
í hóp. Það ferðalag verða þau að
greiða sjálf.“
Síminn stopparekki
Eins og áður sagði er gífurlegur
áhugi hér fyrir au pair-dvöl erlendis.
Síminn hefur ekki stoppað hjá Lindu
eftir að hún auglýsti slíka dvöl í
Bandaríkjunum á dögunum. Fyrr í
vikunni fóru 4 stúlkur út og í hveij-
um einasta mánuði fara a.m.k. 5-8
héðan. Þess má geta að umsóknar-
gjöld era engin.
„Það hefur komið upp að stúlkur
hafa komið heim áður en umsaminn
dvalartími var liðinn," sagði Linda.
„Oft fá þær heimþrá, eiga jafnvel
kærasta heima og dæmið gengur
ekki upp. Svo hafa tvisvar komið
fyrir ófyrirsjáanleg atvik, eins og að
stúlkan hafi lent í umferðaróhappi.
Fjölskyldan hefur þá ekki treyst
henni til að keyra bömin eftir þaö. í
þessu tilviki kom stúlkan heim, en
svona óhapp getur komið fyrir alla.
En okkar stúlkur hafa aldrei lent
í neinu slæmu, eins og sumar sem
farið hafa á eigin vegum. Margar sem
farið hafa eftir auglýsingum í blöðum
hafa hringt í mig og sagt mér ljótar
sögur. Þær hafa lent í kynferðislegri
áreitni frá heimilisföður og alls kon-
Linda Hallgrimsdóttir, fulltrúi Au pair in America hér á landi
DV-mynd BG
ar ótrúlegri framkomu af hendi fjöl-
skyldunnar."
Á löglegan hátt
„Ég ráðlegg stúlkum að fara þetta
á löglegan og öruggan hátt. Þær geta
verið vissar um að komast á góð
heimili. Okkar fólk er búið að skoða
heimilin og ræða við fjölskyldurnar
og veit því nákvæmlega hvað er í
boði. Að auki kostar þetta fjölskyld-
urnar svo mikið, eins og ég gat um
áðan, að fólk er ekkert að leika sér
með þetta. Þetta er fólk, sem er í
hærri kantinum tekjulega séð. Þetta
er yfirleitt vel menntað fólk, vel upp-
lýst og hefur ferðast og jafnvel num-
ið í Evrópu. Það er ekki verið að
senda stúlkurnar í einhver fátækra-
hverfi, eins og komið hefur fyrir með
íslensk ungmenni sem hafa farið á
eigin vegum. Þetta fólk býr allt í út-
hverfum stórborga, við góðar aö-
stæður í góðum hverfum. Allt vegur
þetta þungt þegar tryggja á stúlkun-
um góöa og öragga vist erlendis."
-JSS