Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. ★★★ Mannlíf í stórborg mm yfir markið. Er það draumasena hjónanna Macks og Claire sem þrátt fyrir fagmannlega úrvinnslu, er yfirborðskennt atriði, væmið og óþarft. -HK WAI T DISNEY PICTUKES Prcsents 4(8) LiveWire 5 (3) Wayne’s World 6(9) HomeAlone 8 (•) My Cousin Vinnie 1 10(5) BatmanRetums 11 (í Sakamálamyndin Live Wire er komin i efstu sæti listans og er þessa vikuna i fjórða sæti. Á myndinni eru aðalleikararnir í myndinni Pierce Brosnan og Ron Siiver. Myndin fjallar um leit að glæpasam- tökum sem myrða þingmenn sem eiga sæti i varnarmálanefnd. 12 (•} Quicksand -13 (10) Memoirs of an I 14 (“) 15(7) V.I. Warshawski Lygavefur LECACY OF LIES Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Bradford May. Aðalhlutverk: Michael Ontkean, Martin Landau og Eli Wallace. Bandarísk, 1992 -sýningartími 93 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Það eru ekki aðeins ítalir sem stunda skipulagða glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. í Lecacy of Lies er sagt frá voldugum glæpasamtök- um gyðinga og tengslum þeirra við lögregluna sem eru ekki aðeins í formi mútna heldur tengist foringi samtakanna einnig tveimur lög- reglumönnum blóðböndum. í byrj- un myndarinnar er framið morð á þekktum tónlistarmanni og fær lögreglumaðurinn Zack það verk- efni að rannsaka morðin en hann kemst fljótt að þvi að vitlaus maður hefur verið drepinn. Þegar hann kafar dýpra verður honum heldur betur órótt þegar ekki verður kom- ist hjá því að tengja föður hans við morðið. Lecacy of Lies er lítið meira en sæmileg afþreying. Söguþráðurinn er ósennilegur og klisjukenndur, en myndin er spennandi og leikar- ar standa fyrir sínu. Myndbönd líié Inic-Life Advtiuuft (}f A Voung Rrhiú j GRAND CANYON Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Aðalhlutverk: Danny Glover, Kevin Kline. Steve Martin og Mary McDonnell. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 130 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Grand Canyon er fimmta kvik- mynd Lawrence Kasdan og gerist hún í heimaborg hans, Los Ange- les. Sjö persónur koma mest við sögu, hjónin Mack og Claire, vel stæð millistéttarhjón, hamingju- söm á yfirborðinu en undir niðri er tómleiki í sambandi þeirra, bíla- viðgerðarmaðurinn Símon, sem bjargar Mack úr lífshættu kvöld eitt, maður með ólík lífsviðhorf, systir hans sem býr í stanslausri hræðslu um böm sín í hrörlegu hverfi þar sem glæpagengi ráða öllu eftir að dimma tekur, Davis, vinur Macks, framleiðandi ofbeld- iskvikmynda, sem frelsast um stundarsakir þegar hann verður fyrir skotárás, og skrifstofustúlk- umar tvær, Dee og Jane, einmana konur í stórborg í leit að hamingju. Líf þessara persóna tvinnast saman í áhrifamikilh kvikmynd þar sem komið er við flesta strengi mannlegra tilfinninga, auk þess sem stórborgin Los Angeles með allri ginni marglitu yfirborðs- mennsku og glæpum er í hnot- skurn. Grand Canyon er fyrst og fremst hlý og mannleg. Leikur er allur til Ævintýraferð CHRISTOPHER COLUMBUS - THE DISCOVERY Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Glen. Aðalhlutverk: Christopher Corraface, Marlon Brando, Tom Selleck og Rachel Ward. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 116 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Á síðasta ári voru gerðar tvær dýrar kvikmyndir um ferð Kristó- fers Kólumbusar til Ameríku en þótt sannað sé að hann hafi alls ekki orðið fyrstur til að uppgötva „nýja heiminn" þá trúir meirihluti bandarísku þjóðarinnar að svo sé. Christopher Columbus - The Discovery vann kapphlaupið en ekki urðu margir hrifnir af mynd- inni frekar en síðari myndinni 1492: Conquest of Pardise. í myndinni er sjálfsagt í stórum dráttum fylgt aðdraganda ferðar- innar yfir hafið en persónurnar eru óraunsæjar og handritið illa skrif- að og minnir myndin mig mest á gamlar ævintýramyndir sem gengu vel í þrjúbíó áður fyrr. Myndin byrjar á Spáni þar sem Kólumbus er að reyna afla fjár til ferðar yfir hafið. ísabella drottning hefur trú á sæfara þessum þótt aðrir hafi það ekki og það er henni að þakka að ferðin er farin. Kólum- busi tekst síðan að fá áhöfn með sér og heldur af stað í leit að fjar- lægu landi. Ferðin gengur ekki áfailalaust. Veður er vont og áhöfn- in lætur illa að stjórn. Það verður að segjast eins og er að Christopher Columbus er ekki vel gerð kvikmynd þegar miðað er við allt þaö fé sem lagt var í fram- leiðsluna. Leikarar eru afleitir, meira að segja sjálfur Marlon Brando getur lítið bjargað stein- dauðu handriti. -HK WlLD HEARTS Cas’i BE BROKEN Hugrökkstúlka WILD HEARTS CAN’T BE BROKEN Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Steve Miner. Aðalhlutverk: Gabrielle Anwar, Clitf Robertson og Michael Schoeftling. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 88 min. Leyfð öllum aldurshópum. Wild Hearts Can’t Be Broken er kvikmynd sem kemur nokkuð á óvart. Myndin er sannsöguleg og segir frá nokkrum árum í ævi Son- oru Webster sem hafði atvinnu af því að stökkva fram af stökkbretti í mikilli hæð á hesti. Þetta er saga um unga stúlku sem býr yfir mikl- um viljakrafti sem nýtist henni vel þegar forlögin grípa í taumana á grimmilegan hátt. Þetta er stúlka sem gefst ekki upp þótt á móti blási heldur stefnir ávallt fram á við. Garbrielle Anwar leikur Sonoru og gerir það vel, er eðlileg hvort sem hún er í táningshlutverki eða hlutverki ástfanginnar stúlku. Þetta gildir einnig um aðra leikara en minnisstæðastur er ClifFRohert- son sem leikur nokkurs konar nú- tíma Buffalo Bill. Hægt er aö mæla með Wild Hearts Can’t Be Broken fyrir alla aldurshópa. Vel farið með klassíkina Vinirnir Davis (Steve Martin) og Mack (Kevin Kline) ræða málin eftir að sá fyrrnefndi hafði orðið fyrir skotárás. DEVIL’S TREASURE Leikstjóri: Fraser Heston. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Christ- opher Bale, Richard Johnson og Oliver Reed. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 126 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Kvikmyndagerðarmenn hafa gert fjórar atlögur að hinu klass- íska ævintýri Roberts Lewis Ste- venson, Gulleyjunni, og er Devil’s Treasure sú síðasta í röðinni en hvers vegna þetta nafn er allt í einu komið á myndina er erfitt að gera sér grein fyrir því þegar hún var fyrst sýnd vestan hafs hét hún Treasure Island eins og hið rétta nafn bókarinnar er. Charlton Hes- ton bætist nú við í hóp frægra leik- ara sem leikið hafa þá ódauðlegu persónu, Long John Silver, og fer hann mjög vel með hlutverkið, mun betur en Orson Welles gerði í mynd sem gerð var 1972. Fræg- asta útgáfan af Treasure Island var gerð af Walt Disney fyrirtækinu 1950 og lék þá Robert Newton Long John Silver með miklum tilþrifum og er sú mynd eftirminnileg og er enn sýnd í dag öðru hverju í sjón- varpi. Áður hafði Wallace Berry leikið sjóræningjann illræmda í kvikmynd sem gerð var 1992. í meðforum Charltons Heston er Langi-Jón ekki svo slæmur skúrk- ur. Hann á sínar góðu hhðar þótt miskunnarlaus sé við suma. Óþarfi er að rekja söguþráðinn hér, þaö kannast sjálfsagt langflest- ir við söguna, en þessi útgáfa af Gulleyjunni kemur nokkuð á óvart. Myndin er mjög vel leikin og í alla staði vel gerð og hin skemmtilegasta á að horfa. Hún hefur í raun ekkert nýtt fram að færa, fetar dyggilega í far fyrri mynda. Þó er ég ekki frá því að skáldsögunni sé fylgt nákvæmar í Devil’s Treasure en áður hefur ver- ið gert. -HK fyrirmyndar og góð tónlist fellur vel að heildinni. Þótt takist að leysa sum vandamál einstakra persóna í lokin eru mörg alvarleg vandamál, sem hafa komið upp á yfirborðið, óleyst en Kasdan skilur okkur eftir í voninni um betra líf án þess að vera nokkuð að predika. Grand Canyon er góð kvikmynd og auðvelt að skilja úrskurð dóm- nefndarinnar á kvikmyndahátíð- inni í Berhn sem valdi hana bestu kvikmyndina. Eitt atriði er þó skot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.