Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. 15 Heilsufar efnahagsins er slæmt. Þegar vandræði komast í skrokk- inn, dugir oft að fá vítamínsprautu. Viö getum vonað, að það verði nægjanlegt þessu sinni. Sprautan fæst, þegar aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, fer að verka. í öllu rifrildinu hefur það falizt fyrir mörgum, að efnahags- legur ávinningur er talsverður af þessu. Reyndar hafa menn ekki deilt svo mjög um það atriði. Með samningnum um EES er ís- lenzk viðskiptalöggjöf í stærstum atriðum löguð að sambærilegri lög- gjöf Evrópubandalagsins, EB, og Island verður þátttakandi í innri markaði EB ásamt öðrum þeim EFTA-ríkjum, sem gerast aðilar að EES. Þessi ríki fá þó ekki aðild að stofnunum EB. Viðskipti með land- búnaðar- og sjávarvörur eru ekki hluti af samningnum, heldur er samið um þau mál í tvíhliða samn- ingum ríkjanna við EB eins og landsmenn kannast við af irniræð- unum um nýsamþykktan samning okkar við EB um gagnkvæmar veiðiheimildir. Dlu heilli gildir sú fríverzlun, sem við erum aðilar að um iðnaðarvörur, ekki um land- búnað. Það hefði verið íslenzkum neytendum mikil búbót, heíði frí- verzlun náð til búvara og til dæmis fengizt fram fijáls innflutningur þeirra vara. En „landbúnaðarmaf- ía“ ræður víöa miklu í þessum ríkj- um öllum. Felur í sér kjarabót EES-aðild er mikil hagsbót fyrir —---- Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar um EES komnar upp á töflu. Mikill áfangi hefur náðst. DV-mynd GVA Það munar um minna. Verðlag hér á landi ætti að lækka um tvö prósent eða svo vegna auk- innar samkeppni, lægra verðs á innfluttum vörum og fleira. Verðlækkun í bönkum Við græðum þannig á ýmsu með aðildinni að EES, en ekki sízt í bankaviðskiptum. Með opnari við- skiptum, sem greinir í samningn- um, munu vextir hér á landi verða á svipuðu stigi og í hinum löndun- um. Raunvextir hafa verið aUtof háir hér. Þjónusta peningastofnana á að verða ódýrari í Evrópuríkjum, eftir því sem sérfræðingar hafa reiknað. Talað er um allt að 10-15 prósenta verðlækkun á þessari þjónustu og lækkun vaxta um eitt prósentustig vegna opnari sam- keppni. Raunvextir hér á landi gætu hugsanlega lækkað um eitt prósentustig, þegar fram í sækir. Hagnaður okkar verður auk þess mikill af viðskiptum með sjávaraf- urðir. Fiskverð gæti hækkað um fimm prósent að mati Þjóðhags- stofhunar. Lækkun tolla í Evrópu kemur okkur aö miklu gagni enda þótt neytendur á Evrópumarkaði hagnist líka á minnkun og niður- fellingu tollanna. EB-aðild næst? Við verðum að hugsa næstu skref vandlega. EES-samningurixm verð- ur ekki varanlegt fyrirkomulag. Vítamínsprauta í vöðva almenning á Islandi. Telja má víst, að vöruverð verði, þegar fram í sækir, lægra en það hefði orðið ella. Greinilegt er, að aðildin mun færa launþegum kjarabót: framleiðsla og hagvöxtur verður meiri (eða samdrátturinn minni) fyrir vikiö. Okkur veitir ekki af þessu. Efnahagslíf okkar hefur verið í stöðnun allt frá árinu 1987. Fram- leiðslan í landinu var á síðastliðnu ári um þremur prósentum minni heldur en á árinu 1987. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 7 pró- sent, þannig að samdráttur lands- framleiðslu á þessu sex ára tíma- bih nálgaðist tíu prósent. Það er mikil tala, enda verðum við vör við það í pyngju okkar og af öllum fréttum um framvindu mála dag eftir dag. Betri aðgangur fyrir sjávarafurð- ir okkar á Evrópumarkaði og breytingar á viðskiptalöggjöfinni skipta atvinnulífiö mestu máh við EES-aöild. Útflutningsfyrirtæki okkar verða fylhlega gjaldgeng á þessum markaði og skoðast sem heimaaðilar á honum. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður og fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs, nefnir helztu breytingarnar á við- skiptalöggjöfinni: „Ný samkeppn- islög verða samþykkt, sem gjör- breyta fyrri löggjöf, sem byggðist fyrst og fremst á heimildum til að grípa inn í verðlagningu fyrir- tækja. Með hinni nýju löggjöf flyzt áherzlan yfir á að stuðla að sem virkastri samkeppni. Auk þess er sá hluti löggjafarinnar, sem snertir óréttmæta viðskiptahætti, færður til nútímahorfs. I samkeppnislög- gjöfirmi er ennfremur fjallað um réttindi Eftirhtsstofhunar EFTA og Framkvæmdastjómar EB vegna þeirra mála, sem upp kunna að koma vegna starfsemi fyrirtækja, sem eiga í viðskiptum við önnur ríki EES. Hér verður um afar mik- ilvægt nýmæh að ræða, þar sem réttarstaða íslenzkra fyrirtækja verður bæði skýrari og betri en með EFTA-samningnum og frí- verzlunarsamningnum við EB.“ Innreið nútímans Ny löggjöf verður samþykkt um allan fjármagnsmarkaðinn. Frjáls- ræði þar hefur þegar verið aukið verulega með nýjum lögum um gjaldeyrisviðskipti og innflutning, eins og flestum er kunnugt. Ný lög verða samþykkt um verðbréfavið- skipti, verðbréfasjóði og Verð- bréfaþing íslands, þar sem starf- semi verðbréfafyrirtækjanna verð- ur fest í sessi. Lögum verður breytt um viðskiptabanka og sparisjóði svo og Seðlabankann, þar sem skapaðar verða nútímalegar leik- reglur á fjármagnsmarkaði, sam- bærilegar við það, sem gildir hjá helztu viðskiptaþjóðum okkar. Með öhum þessum nýju leikreglum verður íslenzkur fjármagnsmark- aður orðinn nútímalegur og kom- inn afar langt frá þeim viðskipta- háttum, sem ghtu hér tíl dæmis á LaugardaosDÍstiU Haukur Helgason aðstoðarritstjóri áttunda áratugnum, segir VU- hjálmur. Við getum reynt að reikna gróða landsmanna af EES. Tvær milljónir í vasann Það hefur meðal annars Þjóð- hagsstofnun gert. Útkoman gæti verið, að hver fjögurra manna fjöl- skylda hagnaðist sem svarar tíl um tveggja milijóna íslenzkra króna í „eingreiðslu“, það er ef greitt væri í einu lagi fyrir ahan gróðann. Hagnaðurinn kæmi aö vísu á löngu tímabih. íslendingar munu þannig auka við tekjur sínar og bæta viöskipta- kjör sín við útlönd vegna EES. Við högnumst á afnámi ýmissa hindr- ana í viðskiptum. Framleiðsla hér á landi gæti orðið um einu pró- senti meiri en eha á ári vegna þess aö viðskiptin verða frjálsari. íslenzkur iðnaður mun að sjálf- sögðu standa frammi fyrir mjög aukinni samkeppni við erlendan iðnað. Vissulega munu sumir spjara sig og aðrir ekki, en íslenzk- ir neytendur munu allavega hagn- ast. Svonefndar tæknilegar við- skiptahindranir munu yfirleitt hverfa með EES. Stjómvöld hér á landi munu knúin til að búa inn- lendum iðnaði sömu starfsskhyrði og hinn erlendi hefur. Hið rangláta aðstöðugjald hefur verið feht nið- ur. Búast má við, að viðskiptakjör okkar batni sem gæti numið einu prósentustigi af framleiðslu okkar. Hinar þjóðimar í EFTA hafa sótt um aðUd að Evrópubandalaginu, EB. Ekki er fyrirséð, hvemig viðræð- ur um aðUd þeirra að EB munu þró- ast og hvort þær fara í EB. Víst er, að EES-samningurinn verður aö þró- ast yfir í tvUUiða samning við EB, ef aðrar EFTA-þjóðir en við ganga í EB, nema við förum þangað líka. Við verðum fljótlega að taka ákvörðim í þessum efiium. Við þurfum strax á þessu ári að gera upp við okkur, hvort ísland á að sækja um aðUd að EB. Þetta hefur ekki verið mikið í umrasð- unni. En nú örlar á hreyfingu í þá átt, að við sækjum um aðUd. Viljum við ekki beina EB-aðUd, þarf að fara að ræða, hvemig samskiptin við EB eigi að breytast yfir í tví- hhða samning. Við verðum að íhuga, hvort okkar bíði of mikU einangrun, stæðum við utan Evr- ópubandalagsins, eftir að hin EFTA-ríkin fæm þangað inn. Staðan í EES-málinu sýnir, að meirihluti þings, og líklega þjóðar, kýs, að við höfum náin samskipti við Evrópuþjóðir og tengjumst þeim meira. Tímans rás verður ekki stöðvuð. Margt mælir með því, að við hefjum hið fyrsta við- ræður inn aðUd að Evrópubanda- laginu, sækjum um hana og ræðum ítarlega, hvaða kosti við gætum átt í nánari samskiptum við EB. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.