Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. 23 Vísnaþáttur Látum fljóðin líða skort „Því em ek fáræðinn um þetta mál, at engi heflr mik at kvatt. En ef ek skal segja mína ætlan, þá hygg ek, at sá myni til vera hér- landsmönnum at ganga eigi undir skattgjafar við Óláf konung ok ali- ar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Ok munu vér eigi þat ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss ok son- um várum ok allri ætt várri, þeiri er þetta land byggvir, ok mun ánauð sú aldrigi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góður maður, sem ek trúi vel at sé, þá mun þat fara heðan frá sem hingat til, þá er konungaskipti verðr, at þeir eru ójafnir, sumir góöir, en sumir ilhr. En ef lands- menn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er land þetta byggðisk, þá mun sá til vera at hjá konungi enskis fangstaðar á, hvártki um landaeign hér né um þat at gjalda heðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metask. En hitt kalla ek vel fallit, at menn sendi konungi vingjafar, þeir er þat vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti er sendilegir eru. Er því þá vel varit, ef vinátta kömr í mót. En um Grímsey er þat að ræða, ef þaðan er engi hlutr fluttr, sá er til mat- fanga er, þá má þar fæða her manns. Ok ef þar er útlendr herr ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörgum kofbóndanum munu þykkja verða þröngt fyrir dyrum". Jón Arason, verkamaður í Reykjavík: Land og þjóð Eitt til hróss þó hef ég mér, heims ei lána gæddur, þetta bara, að ég er Islendingur fæddur Þegar síðast fer af fold og frændur leg mér búa, óska ég geymi íslenzkt hold íslenzk moldarhrúga. Um þig kæra íslands þjóð á ég minning bjarta. Meðan æðum yljar blóð, ann ég þér af hjarta. Ber ég nú fram bænarljóð og beztu óskir mínar. Leggðu, drottinn, land og þjoð í líknarhendur þínar. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum Eiður vor: Vér stöndum, hver einasti einn, um ísland hinn skylduga vörð: af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast bezt þess sál, þegar hættan er mest, hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal'kynstofninn sjálfum sér trúr, í landhelgi rísa við loft sem lifandi múr. Og heldur en hopa um spönn, vér herðum á fóm vorri og önn, hver einasti einn. Þótt særi oss silfur og gull, þótt sæki að oss vá eða grand, vér neitum að sættast á svik og selja vort land. Á fulltingi frelsisins enn vér festum vort traust eins og menn, hver einasti einn. Vona ég að sem allra flestir ís- lendingar taki heils hugar undir þau orð skáldsins. Torfi Jónsson Torfi Jónsson Þetta var svar Einars Eyjólfsson- ar Þveræings við spurningu um það hvort gefa skyldi Ólafi Haralds- syni Noregskonungi Grímsey. Eftir það „þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fásk“. En margt hefur breyst og ekki allt til batnaðar á þeim árum sem síðan hafa runnið sitt skeið. Þó eru þeir enn til sem eru sama sinnis og Einar Þveræingur og myndu fúslega taka undir með Guðmundi Sigurðssyni sem kvað: Látum fljóðin líða skort, lemjum góöa vini, fyrr en bjóðum frelsi vort falt í gróðaskyni. Og engum var þetta betur ljóst en Þorsteini Erhngssyni þegar hann kvað: Síðast glaðir sigla í strand, sama er hvað þeir börðu, þeir sem aðeins áttu land, elskuðu það og vörðu. Þingvisa frá 1918: Sjálfstæðis þeir sungu vers, svo að hvein í grönum; að því loknu langs og þvers lágu fyrir Dönum. Hugi Pétursson Hraunfjörð: Þjóð- hátíðarljóð Frelsisbarátta er yfirleitt illa þokkuð og ennfremur stefna sem lítið er spunniö í. Ó, hættum við sjálfstæðisbröltið og svoleiðis nokkuð og sveijum Baununum hollustueiðinn á ný. Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður „STJÖRNUBÓKIN HITTIR BEINT í MARK!“ Með spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Vísnaþáttur BUNAÐARBANKINN Traustur banki STJÖRHUBQK BÚNAÐARBANKANS 4* Verðtrygging og háir raunvextir. 4* Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. 4* Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. 4* Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. 4* Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.