Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 28
28
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
37
i
I
t
-S
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Höfum staðið af
okkur alla storma
„Það er léttir. Sumir hafa sagt að
þeir séu hundleiðir á EES og öllu sem
því fylgir. Ég segi dittó, ég er hund-
leiður á þvi. Ég er feginn að þessi
áfangi er aö baki,“ sagði Jón Baldvin
Hannibaisson utanríkisráðherra um
staðfestinguna á EES.
„Það hafa komið tímabil þegar
geðshræringar hafa risið sem hæst.
Þegar umræðan um skattkerfis-
breytinguna 1988 stóð sem hæst fór
ekki á milli mála að húsbóndinn á
Vesturgötu 38 var ekki með vinsæl-
ustu mönnum þjóðarinnar. Þá vór-
um við vissulega umsetin. Það voru
hringingar, sumar djöfullegar, morð-
hótanir og hótanir um að brenna of-
an af okkur og eggjum var kastað í
húsið. Þessa hefur einnig orðið vart
núna og mér er enn hótað lifláti. Ég
geri ráð fyrir að fleiri umdeildir
stjórnmálamenn verði fyrir þessu.
Það væri dapurlegt til þess aö hugsa
ef sfjómmálamenn þurfa orðið að
láta vemda líftómna en við viljum
hafa þjóðfélagið opið og við viljum
forðast að stjómmálamenn séu um-
kringdir lífvörðum."
EES vartækifæri
„Það skal ég viðurkenna, ekki síst
fyrir þá hendingu að það kom í hlut
íslands að veita EFTA-ríkjunum for-
mennsku í upphafi, að ég var fljótur
að átta mig á því að við höfðum feng-
ið stórkostlegt tækifæri. Oft er það
svo í pólitík að það skiptir mestu
hvort menn grípa tækifæri sem gef-
ast eða missa af þeim. Það er fjarri
öllum sanni að eigna einum manni
þetta mikla mál. Þétta er hluti af
stærri málum samtíðarinnar."
- Eftir kosningamar hafnaðir þú
boði um að verða forsætisráðherra.
Lagðir þú mikla áherslu á að halda
embætti utanríkisráðherra og ljúka
EES-málinu?
„Nei, en þetta er eitt af þeim málum
sem skám úr um hvemig ríkisstjóm
var mynduð hér eftir kosningar. Þau
vom að vísu fleiri en af okkar hálfu
vom það EES, stóriðju- og álmálið
og, að fenginni reynslu af starfinu í
síðustu ríkisstjóm, ríkisfjármálin,
sem vom komin í óefni. Af þessum
málum var EES-málið stærst. Ólafur
Ragnar Grímsson lagöi það mikið
kapp á að áfram héldist samstarf
þessara flokka að hann lýsti því yfir,
fyrir hönd síns flokks, að hann væri
tilbúinn að mynda ríkisstjórn undir
forsæti mínu. Óneitanleg var það
traustsyfirlýsing. Einhvem tíma
sagði ég, í gamansömum tón, að ég
hefði á yngri ámm lært til forsætis-
ráðherra. Það er ekki á hverjum degi
sem menn hafna þvi aö verða forsæt-
isráöherra. Þetta undirstrikar að at-
fylgi við stefnumál og þjóðarhags-
muni er, þrátt fyrir aUt, persónuleg-
um metnaði yfirsterkara."
Steingrímur staöfesti
„Það var á leiðtogafundi EFTA í
mars 1989 sem Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi forsætisráö-
herra, var fulltrúi íslands og hann
staðfesti fyrir íslands hönd atfylgi
okkar að þessum samningaferli.
Samstarf okkar Steingríms í þeirri
ríkisstjóm var gott og hvað EES
varðar alveg snurðulaust. Ég man
ekki eftir neinu ágreiningsmáli milli
okkar um málið.
Að því er varðar Alþýðubandalagið
minnist ég þess, frá stjómarmyndun-
arviðræðum eftir kosningamar í
apríl 1991, að Ólafur Ragnar Gríms-
son kom á minn fund og kynnti fyrir
mér drög að stefnuyfirlýsingu sem
Við hðfum varðveitt æskuástina, segir Jón Baldvin um sig og Bryndisi. Hann segir að samband þeirra hafi aldrei
verið leiðinlegt. DV-myndir GVA
hann sagði Alþýðubandalagið vera
tilbúið að styðja. Ég man að ég spurði
hvort þetta hefði verið kynnt og sam-
þykkt í þingflokki Alþýðubandalags-
ins. Mér þótti ástæða til að spyrja
þar sem einhver hefði getað kailað
þetta makalaust ftjálshyggjuplagg.
Mér þótti með ólíkindum aö þing-
flokkur Alþýðubandalagsins hefði
samþykkt þetta, í þvf skjali var að
sjálfsögðu lýst yfir stuðningi við Evr-
ópska efnahagssvæðið. Jafnframt
sagði formaður Alþýðubandalagsins
að það mál myndi ekki standa í vegi
fyrir slíku stjórnarsamstarfi og hann
myndi ömgglega, ef þörf krefði, geta
handjárnað mann eins og Hjörleif
Guttormsson."
Hjörleifur
járnaði Ólaf
„Þegar ég lít til baka þakka ég fyr-
ir að þekking mín frá fyrri tíð á inn-
viðum Alþýðubandalagsins var næg
til þess að gína ekki við þessu agni.
Ég þóttist vita betur og efaðist mjög
um að þessu mætti treysta. Ég veit
ekki enn í dag hvort þingflokkur
Alþýðubandalagsins hefur séð þetta
plagg. Sumir þingmanna þess hafa
sagt mér að þeir hafi ekkert af því
vitað. Hvað sem um það er þá sjáum
viö hvemig mál hafa þróast eftir
kosningar. Framsóknarflokkurinn
klofnaði, formaður Alþýðubanda-
lagsins söðlaði algörlega um - í stað
þess að hann handjárnaði Hjörleif
gengur hann nú í hlekkjum Hjör-
leifs.“
- VærirþúaðfagnaEES-málinumeð
Steingrími og Ólafi Ragnari ef fyrri
ríkisstjórn væri enn við völd?
„Þessari spurningu verður aldrei
svarað svo óyggjandi sé. Ég efast
ekki um að Steingrímur og Ólafur
hefðu við þær kringumstæður fylgt
málinu fram en hvort þeir hefðu get-
að tryggt atbeina allra sinna þing-
manna, um það efast ég.“
Virði við Hjörleif
„Ég virði við Hjörleif Guttormsson
að andstaða hans við málið er hans
hjartans meining. Hann er þjóðemis-
sinnaður íhaldsmaður og villir ekki
Jón Baldvin segir aó Sighvatur sé fljóthuga kjarkmaður sem vaxið hafi af
verkum sínum og hann segir Jóhönnu vera kvenskörung sem sláist við
strákana.
á sér heimildir. Þess má líka geta að
hann er sá þingmaður stjórnarand-
stöðunnar sem hefur kynnt sér málið
best og það hefur ekki hent hann eins
og hina að fara með tómt mgl að því
er varðar staðreyndir.“
- Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduð sögðuð þið að til greina
kæmi að hafa stólaskipti um mitt
kjörtímabil:
Kokkteilráðuneyti
„Það eru engin samtöl hafin um
þetta mál og verða ekki á næstu vik-
um. Ég get engu svaraö tO um þetta.“
- En þetta kemur til umræðu?
„Mér þykir vaka fyrir þér hvort ég
geti hugsað mér aö fara í annað ráðu-
neyti. Vegna þessa vil ég vekja at-
hygh á að utanríkisráðuneytið hefur
tekið stakkaskiptum á seinni ámm.
Áður fyrr þótti ráðuneytið filabeins-
tum, stundum kallað kokkteilráðu-
neyti. Þeir stjómmálamenn, sem
hingað komu, vora oft stjórnmála-
menn sem vora á útleið. Flestir sem
fylgjast með átta sig á að þetta er
gjörbreytt. Þetta breyttist strax
haustið 1987 þegar ákveðið var að
færa forræði yfir markaðs- og við-
skiptamálum í þetta ráöuneyti, frá
viðskiptaráðuneytinu. Þaö sem síðar
gjörbreytti þessu vora samningamir
um Evrópska efnahagssvæðið. Þegar
þar við bætist að núverandi utanrík-
isráðherra er jafnframt formaður
annars stjómarflokksins kemur það
að sjálfsögðu í hans hlut aö eiga hlut
að mótun stefnu stjómarinnar í öðr-
um lykilmálum, svo sem ríkisfjár-
málum og efnahagsmálum, þá er
þessi mynd gjörbreytt."
Hefur metnaö til að
veröa forsætisráð-
herra
- Þú rifjaðir upp áðan aö þú hefðir
sagt að þú hefðir menntað þig til for-
sætisráðherra. Fylgdi þessu ekki ein-
hver alvara, ætlar þú aö vera for-
maður stjórnmálaflokks áram sam-
an án þess að fara alla leið?
„Stjómmálamenn era ekki emb-
ættismenn. Embætti forsætisráð-
herra er ekki starf sem hægt er að
sækja um.“
- En þú getur samt átt drauminn?
„Já, já. Það hlýtur að vera sameig-
inlegt öllum sem era í forystu í
stjómmálum að vera reiðubúnir að
hlýða kallinu þegar þar að kemur.
Starf forsætisráðherra er þess eðhs
að það sakar ekki að menn hafi víð-
tæka reynslu þó reynslan ein og sér
sé hvergi nærri einhlít."
En þú hefur metnað til að verða for-
sætisráðherra?
„Já, já.“
- Þú segir að það saki ekki að forsæt-
isráðherra hafi víðtæka reynslu. Ert
þú að segja að Davíð Oddsson hefði
mátt hafa meiri reynslu áöur en
hann varð forsætisráðherra?
„Hann hafði ekki reynslu af þing-
inu en það er ekki það þýðingar-
mesta. Ég hef sjálfur sagt að reynsla
af vera í sveitarstjórn sé sá skóli sem
ég lærði einna mest af. Ég var í bæj-
arstjórn á ísafirði í tvö kjörtímabil.
Sveitarstjórnir fást við þverskurð af
þjóðfélaginu og það er gagnleg
reynslá. Ég held að reynsla af starfi
á Alþingi skipti ekki sköpum."
Davíð er
harögreindur
- Nú ert þú reyndur sem ráðherra
og þingmaður. Hefur þú aldrei hrist
höfuðið og verið undrandi á þvi sem
nýliðinn Davíð Oddsson hefur sagt
eða gert?
„Nei. Það er nú svo með núverandi
forsætisráðherra að það yfirbragð,
sem hann hefur á sér fyrir gaman-
semi og glaðværð, \illir mönnum
sýn. Staðreyndin er sú að Davíð
Oddsson er harðgreindur og flestum
mönnum fljótari að átta sig á málum
og komast að kjama mála. Það ásamt
reynslu af stjórnunarstörfum hjá
Reykjavíkurborg þýðir að hann kom
ekki í forsætisráðuneytið reynslu-
laus. Ég hef hins vegar sagt við hann
að þegar kemur að veigamiklum
efnahagsmálum þyki mér hann
draga taum sveitarstjórna um of. Það
birtist meðal annars í því að eftir að
hann varð forsætisráðherra lagði
hann áherslu á að halda áfram sem
borgarfulltrúi. Það sitja margir sveit-
arstjórnarmenn á Alþingi og sveitar-
stjómarhðið er einn harðsvíraöasti
hagsmunahópurinn í okkar þjóðfé-
lagi.“
Jóhanna slæst
við strákana
- Jæja, þá langar mig að spyrja þig
hvemig samkomulagið mfili þín og
Jóhönnu Sigurðardóttur er þessa
dagana:
„Alveg frá þvi við kynntumst fyrst,
en það var eftir að ég flutti frá
ísafirði, hefur okkur komið vel sam-
an. Við höfum marga hildi háð sam-
an og síðar gegn hvort öðru um til-
tekin mál. En það er mikill misskiln-
ingur ef einhver heldur að milli okk-
ar ríki óvild eins og oft vill verða
með stjómmálamenn í sama flokki
sem lenda í átökum um mikilvæg
mál. Þvert á móti, við Jóhanna eram
persónulegir vinir og það vottar ekki
fyrir óvild milU okkar og í raun og
vera eigum við gott með að starfa
saman. Það breytir þvi ekki að við
getum tekist á og það harkalega. Jó-
hanna er kveriskörungur og að mínu
mati ber hún höfuð og herðar yfir
aðra kvenstjómmálamenn, að þeim
ólöstuðum. Hún hefur sýnt það í
verki, hún er vinnuþjarkur, hún hef-
ur komið miklu í verk, hún beitir sér
af miklu harðfylgi fyrir sínum mál-
um og hún biðst ekki vægðar á þeirri
forsendu að hún er í pilsi, hún slæst
við strákana alveg miskunnarlaust
og ætlast ekki til sérréttinda. Að því
leyti er jafnréttisbaráttan á réttu
róli.“
Sighvatur er
fljóthuga kjarkmaður
- Einn af ráðherrum Alþýðu-
flokksins er Sighvatur Björgvinsson
og um hann hefur blásið. Styður þú
hann í öllu sem hahii hefur verið að
gera?
„Um Sighvat er það segja að hann
er sá maður í okkar röðum sem mest
hefur vaxið af verkum sínum. Góður
stjómmálamaður þarf að vera gædd-
ur mörgum kostum en einn sá mikil-
vægasti er kjarkur. Sighvatur er ein-
hver ódeigasti maður sem ég hef
kynnst. Hann er jafnframt ham-
hleypa til verka og það eru fáir menn
í okkar þingflokki sem þekkja ríkis-
kerfið jafn vel og hann. Þar nýtur
hann langrar þingreynslu og starfa
sinna í fjárveitinganefnd og sem
formaður fiárlaganefndar. Samstarf
hans og Þo'rkels Helgasonar er dæmi
um hvemig menn bæta hvor annan
upp. Þorkell er að eðlisfari varfærinn
maður og vísindamaður. Sighvatur
er kjarkmikill afkastamaður, stund-
um fljóthuga eins og einkennir djarfa
menn. Það hafa margir reynt, á und-
an Sighvati, að koma böndum á sjálf-
vika útgjaldaþenslu í heilbrigðis-
kerfinu en enginn hefur náö árangri.
Það þarf engan að undra þótt árang-
urinn sé torsóttur en Sighvatur hefur
náð miklu meiri árangri en nokkur
fyrirrennari hans og það skiptir
sköpum fyrir þessa ríkisstjórn að
þetta skuli hafa tekist. Hitt er rétt
að þetta er viðkvæmt fyrir Alþýðu-
flokkinn en okkur hefur ekki brostið
kjark. Þessi störf Sighvats munu afla
honum virðingar þó síðar verði.“
Jón Baldvin segist telja að Alþýðu-
flokkurinn hafi ekki í annan tíma
haft á að skipa eins öflugu forystu-
liði. Hann sagði það mikilvægt vegna
þess að flokkurinn er búinn að vera
í ríkisstjórn frá 1987, erfiðasta tíma-
bilinu frá kreppuárunum.
Vildi Jón Sigurðsson
„Ég beitti mér fyrir því persónu-
lega á sínum tíma að fá Jón Sigurðs-
son í forystulið flokksins. Reynslan
frá 1978 til 1980 sat í mér en þá vann
flokkurinn glæsilegan kosningasig-
ur, aðallega fyrir tilverknað Vil-
mundar, og inn í þingflokkinn kom
fullt af reynslulitlu fólki. Ég kom inn
sem varamaður Sighvats og mér of-
bauð að horfa upp á þessa ráðvilltu
hjörð. Þingflokkurinn náði ekki tök-
um á sínum verkefnum og flokkur-
inn galt þess svo harkalega að hann
var metinn í skoðanakönnunum upp
á 3,5 prósent, á árinu 1984, og var
minnsti flokkur þjóðarinnar, þrátt
fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Ég
ætlaði aö tryggja að þessi ósköp end-
urtækju sig ekki. Það varð að treysta
forystusveitina. Jón Sigurðsson er
einn mikilvirkasti og traustasti mað-
ur sem hægt er að hugsa sér. Ég er
ekki í vafa um að það hefur skipt
sköpum, í mörgum krísum sem við
höfum lent í, að njóta hans yfirburða-
þekkingar."
Erekkiað
hætta í pólitík
- Sérð þú hvenær þú lætur af for-
mennsku í Alþýðuflokknum?
„Nú þegar formaður flokksins hef-
ur siglt heilu í höfn einu stærsta
máli þjóðarinnar á lýðveldistíman-
um er varla rétti tíminn að spyija
hvort ég ætli að segja af mér! Sann-
leikurinn er sá að það er ekki í mín-
um huga. Ég er ekki hættur í pólitík."
- Hefur EES-málið reynt mikið á
heimili þitt og fiölskyldu?
„Ekki vil ég gera of mikið úr því,
sennilega af því að þau eru svo illu
vön. Sfiórnmálamenn í dag fá aldrei
uppstyttu. Nú er stórt mál að baki,
en það er ekkert hlé. Stundum segja
„Sumir hafa sagt að þeir séu hundleiðir á EES og öllu sem því fylgir. Eg segi dittó, ég er hundleiður á þvi.“
menn sem svo að það séu engir al-
mennilegir sfiómmálamenn lengur
uppi og segja að það hafi nú verið
annað þegar við áttum Ólaf Thors,
Bjama Ben, Hermann, Eystein,
Gylfa og Hannibal eða aðra sem
menn kjósa að nefna. Ég hef kynnst
frá blautu barnsbeini hvernig þetta
er innan fiölskyldu. Ég held að álag
á sfiómmálamenn sé meira núna en
nokkru sinni. Ég var að lesa hið frá-
bæra verk Guðjóns Friðrikssonar
um Jónas frá Hriflu. Þar er sagt að
þegar Jónas var á hátindinum og
umdeildastur allra gat hann farið
burt með skipi að vori og verið lang-
tímum burtu. Flokksmálgögnin lyftu
sínum mönnum á stall, þeir vora
nánast í guðatölu. Þeir þurftu ekki,
um leið og þeir komu út úr ríkis-
stjórnarherberginu, aö standa
frammi fyrir hjörð fiölmiðlunga sem
reka tól sín og tæki upp í munninn
á þeim og byija þegar í staö að hakka
niður allt sem verið er að gera. í þeim
skilningi er nálægð sfiómmála-
manna nú, í gegnum fiölmiðlana,
miklu grimmari. I dag er þetta starf
að sumu leyti miklu kröfuharðara
en það var, til dæmis í tíð föður míns,
sem var þó með umdeildari stjórn-
málamönnum á sínum tíma.“
Bryndís er
konungsgersemi
- Heldur þú að eftir 25 ár eða svo
verði sagt eitthvað á þá leiö að það
hafi nú veriö annað þegar við áttum
hann Jón Baldvin?
„Góður er hver genginn."
Jón Baldvin segir að íslenskir
sfiómmálamenn verði að standa
meira á eigin fótum en sfiórnmála-
menn í nágrannalöndunum. ,Hann
segir að í raun sé merkilegt hvað við
höfum átt marga hæfa stjómmála-
menn á þessari öld.
- Jón Baldvin. Þaö er ekki bara að
þú sért með þekktari íslendingum.
Eiginkona þín er það líka. Bryndís
var eitt sinn kjörin fegurðardrottn-
ing og er oft nefnd þegar talað er um
glæsilegar konur - hefur þú aldrei
verið afbrýðisamur?
„Jú, auðvitað var ég það. Hún er
konungsgersemi. Þaö hafa margir
öfundað mig af henni og ýmsir reynt
að ræna mig henni. Auðvitað man
ég eftir afbrýðisemi og tilfinninga-
stormum. Við eram dæmi um fólk
sem hefur varðveitt æskuástina. Að
því er varðar uppeldi bama, umönn-
un heimilis og fiárreiður er Bryndís
forsætisráðherra og fiármálaráð-
herra heimilisins. Hún hefur rekið
þetta allt saman. Hún er mjög sjálf-
stæð. Stundum sjáumst við ekki
löngum og þá verða góðir fagnaðar-
fundir á ný. Viö erum bæði tilfinn-
ingamanneskjur og hún er örlynd
kona. Við erum gleðimanneskjur.
Við höfum gaman af því að gera okk-
ur glaðar stundir og geram það al-
mennilega - stundum þannig að
veldur einhverri hneykslun, hef ég
heyrt. Við höfum staðið af okkur alla
storma og okkar samband er orðið
nfiög þroskað og það hefur aldrei
verið leiðinlegt."
Vekur athygli hvar
sem hún kemur
- Ert þú stoltur af konunni þinni, til
dæmis þegar þú kynnir hana erlend-
is þar sem þú ert fulltrúi íslands?
„Það fer ekki milli mála að svo
glæsileg kona vekur athygli hvar
sem hún kemur. Ég er oft eins og
málhaltur við hliðina á henni þegar
hún sveiflar sér úr frönsku, ítölsku
eða þýsku. Það hefur oft verið gagn-
rýnt að hún hefur ferðast með mér
en hún er meira en eiginkona, hún
er líka samstarfsaðili minn. Hún að-
stoðar mig mikið á ferðalögum. Ég
get varla hugsað mér glæsilegri full-
trúa íslands og við höfum notið þess.
ísland og Ítalía sifia oft hlið við hlið,
stafrófsins vegna. Einu sinni á Nató-
fundi var verið að kveðja Shultz,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. í þann tíð var Andre-
otti forsætisráðherra Ítalíu - og tal-
aði aðeins móðurmálið. Bryndís sat
á milli ítalska forsætisráðherrans,
þýska utanríkisráðherrans Gens-
chers, og franski ráðherrann, Roland
Dumas, var við borðsendann. Andre-
otti talar ekkert nema ítölsku og það
var gaman að fylgjast með því
álengdar hvemig hún hélt uppi sam-
ræðum við þessa þijá menn á þrem-
ur tungumálum. Það hefði ég ekki
getað.“
- Varst þú stoltur?
„Já.“ -sme