Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 34
42 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Menning Bandarísk utan- garðslist í Hafnarborg Skilgreiningin á þvi hvað sé að vera utan- garðs hefur jafnan verið nokkuð á reiki. Thord Thordeman, hinn sænski skipuleggj- andi sýningar bandarískra utangarðshsta- manna, sem nú stendur yfir í Hafnarborg, segir í sýningarskrá aö eini munurinn á nútímalist og utangarðslist sé sá að hin síðar- nefnda sé ekki akademísk. í þeirri staðreynd liggi jafnframt styrkur utangarðshstar. í hugum þeirra sem hafa raunverulega sköp- unarþörf sé ekki til neinn mæhkvarði á menntun eða þekkingu. Hið eina sem máh skipti sé viljinn og getan til að skapa. í ein- Myndlist Ólafur Engilbertsson faldleika sínum, tilgeröarleysi og fordóma- leysi auðgi utangaröshstin hugmyndir fólks um hvað sé góð hst. í Hafnarborg eru verk eftir þrjátíu og einn einstakhng og vart er hægt að hugsa sér meiri breidd á einni sýn- ingu; hér eru utanaðkomandi staðlar víðsfj- arri. Myndlist sem lífsnauðsyn Bih Traylor var orðinn áttatíu og þriggja ára vinnulúinn erfiðismaður þegar hann gerði fyrstu mynd sína árið 1939. Þó hann Bill Traylor: Svartur hundur með rauða tungu. ætti þá aðeins þijú ár eftir ólifuð lét hann eftir sig töluvert safn af myndum sem eru grípandi í einfaldleik sínum og afar form- sterkar. Segja má að hann hafi verið uppgöt- vaður íjórum áratugum eftir dauðann en þá fyrst komu myndir hans í leitirnar og voru fljótlega gefnar út á bók. Traylor var blökku- maður, en það viðhorf hefur í gegnum tíðina verið ríkjandi í Bandaríkjunum að alhr blakkir hstamenn, sem ekki hafa gengið í myndhstarskóla, séu annaðhvort utangarðs- menn eða naífistar. Mexíkanar eru hins vegar áhtnir vera upp til hópa alþýöuhstamenn sem séu uppteknir af þjóðlífslýsingum o.þ.h. Martin Ramirez (1895-1963) var af mexikönsku bergi brotinn, en fiarri því að vera aiþýöuhstamaður. Hann var geðklofasjúklingur og var á stofnunum frá þijátíu og fimm ára aldri. Það var ekki fyrr en Ramirez var um fimmtugt sem hann hóf að vinna að myndhst og hún var upp frá því hans eini tjáningarmöguleiki. Pappírinn bjó hann í fyrstu til sjálfur úr tilfallandi rush og hmdi saman með kartöflum og vættu brauði. Af þessu má sjá hvílík lífsnauðsyn myndhst getur verið og gildi sýningar sem þessarar felst e.t.v. ekki hvað síst í shkum uppgötvunum. Á eintali við óraunveruleikann Henry Darger (1892-1973) átti einnig við andlega erfiðleika að stríða. Hann var þó ekki á stofnunum heldur liíði í algerri ein- angrun í litlu herbergi við Websterstræti í Chicago. Á fiörutíu árum skrifaöi hann 2600 blaðsíðna ævisögu sína auk myndskreytts verks með yfir fiórtán þúsund síðum og hann nefndi í ríki óraunveruleikans. Verkið er engin smásmíði og nálgast hver opna að vera fermetri á stærð. Þar birtist einkennileg ævintýraveröld þar sem stúlkuböm með typpi berjast við hina grimmu karlkyns stríðsherra í Glandehníu. Persónur ævintýr- is þessa eru mestmegnis dregnar upp úr hta- bókum og auglýsingum, en baksviðið er ýmist sunnudagsskrúðgarður eða blóðugur vigvöhur úr hugskoti hstamannsins. Tahð er að Darger hafi verið misnotaður kynferð- islega í æsku og ekki náð sér upp úr því. Hann mun hafa lýst því yfir í ævisögu sinni að hann hafi aldrei viljað verða fullorðinn. Art brut og list geðsjúkra Ofantalda þijá hstamenn tel ég eiga eftir- mimúlegustu framlögin á þessari gagn- merku sýningu. Þegar á aUt er Utið hlýtur sýning þessi að kveikja áhuga margra á Ust ólærðra; alþýðul- ist í víðtækri merkingu. Jean Dubuffet skU- greindi Ust geðsjúkra með hugtakinu art brut. Margt af því sem hér ber fyrir augu getur falhð undir þá skhgreiningu, þó utan- garðshst Norður-Ámeríku sé óumdeUanlega undir öðrum formerkjum en sú mið-evr- ópska. Lausanne í Sviss verður reyndar næsti viðkomustaður þessarar farandsýn- ingar, en þar er einmitt safn kennt við art brut. Það sem til lengri tíma ætti þó að hafa í huga þegar sýning sem þessi er skoðuð er hvemig haldið er á málum hér á landi varð- andi hstiðkun geðsjúkra og hvort gildi verka þeirra sé e.t.v. vanmetið. Sýningin er í aUa staði vel úr garði gerð og sýningarskrá vönd- uð og ítarleg. Sýningin á bandarískri utan- garöshst stendur til 31. janúar. OKKAR LAUSN ER VÆNNI KOSTUR! Næstu tvo mánuði býður Gámaþjónustan hf. öllum nýjum viðskiptavinum sérstakt tilboð til lausnar á sorphirðumálum þeirra. Fyrirtækið þitt fær gám til reynslu leigufrítt í einn mánuð. Við leggjum faglegt mat á magn og samsetningu sorpsins og á grundvelli þess finnum við hagkvæmustu fram- tíðarlausnina fyrir fyrirtækið. Hringdu í sölumann okkar í síma 688555 og hann mun fúslega veita þér allar nánari upplýsingar. Það borgar sig að leita til fagmanna! GÁNIAMÚNUSTAN HF. SIMI 688555 FAX 812051 Akstur Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í akstur fyrir þvotta- hús Ríkisspítala. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00, 2. febrúar 1993. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISIIMS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embætlisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, 3. h., sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Smyrlahraun 24, 1. hæð, Hafiiarfirði, þingl. eig. Sigurður S. Ketilsson, gerð- arbeiðendur Bæjarsjóður Hafiiar- fjarðar, Innheimta ríkissjóðs og Spari- sjóður Hafnarfjarðar, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Stapahraun 12, Hafharfirði, þingl. eig. Þorsteinn Sveinsson, gerðarbeiðendur Innheimta ríkissjóðs og Landsbanki íslands, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Stekkjarhvammur _40, Hafnarfirði, þingl. eig. Sveinn Ámason, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafharfjarðar og Innheimta ríkissjóðs, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Hvaleyrarbraut 31, Hafiiarfirði, þingl. eig. Helgi Sigu rðsson, gerðarbeiðend- ur Böðvar Ámason, Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, Eyvindur Ámason, Gottfreð Ámason og Gunnar Áma- son, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Lækjarhvammur 3, 101, Hafiiarfirði, þingl. eig. Guðjón Þorkelsson, gerðar- beiðandi Innheimta ríkissjóðs, 19. jan- úar 1993 kl. 14.00. Strandgata 26, (26-28), 2101, Hafhar- firði, þingl. eig. Istan hf., gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík og Innheimta ríkissjóðs, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Melás 3, Garðabæ, þingl. eig. Gunnar Öm Ólafsson, gerðarbeiðandi Bæjar- sjóður Hafharfjarðar, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Strandgata 26, (26-28), 3101, Hafhar- firði, þingl. eig. Istan hf., gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík og Innheimta ríkissjóðs, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Merkurgata 9A, Hafiiarfirði, þingl. eig. Öm Ingólfkson, gerðarbeiðandi Innheimta rfldssjóðs, 19. janúar 1993 kl. 14.00. Sveifla, Krísuvík, Hafharfirði, þingl. eig. Krýsuvíkursamtökin,jgerðarbeið- andi Vátryggingafélag Islands, 19. janúar 1993 ld. 14.00. Reykjavíkurvegur 21, n.h. Hafiiar- fírði, þingl. eig. Ólafúr Karlsson og Kristín Bjamadóttir, gerðarbeiðendur Innheimta ríkissjóðs og Innheimtu- stofiiun sveitarfélaga, 19. janúar 1993 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI Sléttahraun 15,303, Hafharfirði, þingl. eig. Ester Haraldsdóttir, gerðarbeið- andi Innheimta ríkissjóðs, 19. janúar 1993 kL 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.