Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. w Veðrið á sunnudag og mánudag: Él um mestallt land Á sunnudag verður fremur hæg breytileg eða suðvestlæg átt, él um mestallt land, frost 3-10 stig. Á mánudag verður suðvestanátt, víða strekk- ingur. É1 verða vestanlands og við suðurströndina en úrkomulítið annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 61 Bakkabræður hefðu gengið afturá bak að verbúðinni! LOKI ísafjörður: Hundruð dauðra svartf ugia á Skutulsfirði Sigurður Ægisson, DV, Bolungarvik; Dauður svartfugl í hundraðatali er nú að koma í ljós á Skutulsíirði inn af Ísaíjaröarkaupstað. Svo virðist sem fuglinn hafi hrakið undan óveðrinu, sem geisaði síðasta sunnudag, inn ísi lagðan íjörðinn og drepist þar úr hungri og vosbúð. Nú er ísa að leysa og dauðir fuglar koma undan snjónum í hrönnum. Um er að ræða svartfugl, svo sem langvíu og stuttnefju, en það hefur vakið furðu manna því óvanalegt er að svo stórir fuglar hrekjist undan veðri, hvað þá í jafn stórum hópum. Tveir fuglar munu verða sendir Náttúrufræðistofnun íslands til rannsóknar til að fá staðfest hvort vosbúð hafi valdið dauða þeirra. SH verktakar: Björgunarað- gerðir reyndar um helgina „Viö munum vinna í málinu um helgina og reynt verður að fá niður- stöðu fyrir mánudaginn. Pétur Blöndal er enn að skoða máhn og er tilbúinn að vera með ef ákveðin skil- yrði nást,“ segir Jón Ingi Gíslason, stjórnarformaður SH verktaka. Hami segir að ef ekki næst lausn um helgina verði fyrirtækið senni- lega lýst gjaldþrota á mánudaginn. -Ari ÖR\ GGI - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA Rændu barinn og rot- uðu f orstöðumanninn slóð þjófanna rakin 1 ^ Júlía Jmsland, DV, Höfiv Brotist var inn í félagsheimiliö Sindrabæ hér á Höfn aðfaranótt föstudags. Kona í næsta húsi varð vör mannaferða í og við húsið, hringdi heim til Lúövíks Jónsson- ar, sem starfrækir Sindrabæ, og fór hann strax á staöinn. Þar voru fyrir menn að tæma hillur og skápa á barnum og voru þeir búnir að fara með mikið af vini og bjór út og skera sundur leiðslm- að bjórkút. Þegar Lúðvík vamaði þjófunum útgöngu böröu þeir hann niður og hurfu á brott. Snjófól var ogþví auðvelt að rekja slóð þeirra að verbúðinni Ásgaröi. snjónum að verbúð Þar var létt verk fyrir húsvörðinn aö finna þá þar sem þeir voru að raða ránsfengnum inn í skápa sína. Lúðvík taldi aö mennirnir hefðu verið fjórir sem þarna voru'að verki og eru þrír þeirra komnir í fangageymslur lögreglunnar á Höfn. Lúðvik er blár og marinn eftir árásina. Augljóst er að þjófarnir hafa fylgst með húsinu því þetta var fyrsta nóttin sem ekki var nætur- vörður í húsinu síöan brotist var þarna inn í fyrravetur. Það innbrot er óupplýst ennþá sem og nokkur önnur innbrot og skemmdarvcrk á Höfn. |j>. »» . _ .. 4 ‘ -‘ahwmHi i' '' „ —.....; í:i . - — ■,’i 1 , „ M • ‘ hað vantar «kkl akitefawrið þMsa dagana um allt land. Fóik notar lika tœklfaerlð til að skemmta sér á skiðum, atdrsi að vlta hvsnssr hann tar að rigna. í gar var IH og fjttr I Ártúnsbrekkunni I nýju sklðalyftunnl sem opnuð var I vikunni enda er fritt tyiir alla I lyttuna. DV-myndBG Félagsmálaráðuneytið: Aldrei fleiri íslendingar atvinnulausir Aldrei hafa fleiri íslendingar verið skráðir atvinnulausir en nú. Síðasta dag ársins 1992 voru þeir sjö þúsund. Vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins segir að frá því reglu- legar mælingar á atvinnuleysi hófust hafi aldrei mælst annað eins at- vinnuleysi. Að meðaltali voru 6.100 manns atvinnulausir í desember, þar af voru karlar 3.250 en konur 2836. Atvinnuleysi er mest meðal kvenna á Suðurnesjum eða 14 pró- sent. Atvinnuleysi er einnig mest á Suðurnesjum eða 8,9 prósent. At- vinnuleysið er minnst á Vestfjörðum eða 2,3 prósent. Rúmlega ein milljón atvinnuleysis- daga var skráð á árinu 1992 og er það algjört met en fyrra met var 586 þús- und dagar, árið 1990. Þess ber að geta að talið er að tals- vert vanti á að allir þeir sem eru at- vinnulausir láti skrá sig þar sem nokkuð er um að fólk hafi ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þar á meðal eru sjálfstæðir atvinnurekendur, fyrrumnámsmennogfleiri. -sme Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri 'viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.