Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993. 5 Þær voru heldur snjókarlalegar, stúlkurnar sem biðu eftir skólabíl í ofankom- unni, þegar Ijósmyndari DV hitti þær. Þótt tíðarfarið hafi verið rysjótt undan- farnar vikur þykir börnunum ekki leitt að hafa nóg af snjó og hefur til dæm- is skiðafæri verið ágætt. DV-mynd BG Gísli B. Bjömsson markaðsráðgjafi: Fréttir Fylgishrun ríkisstj ómarinnar og Sjálfstæðisflokksins: Söguleg sveifla sem stafar af ótta fólks - segir JónHákonMagnússonmarkaðsráðgjafi „Skoðanakönnun DV sýnir sögu- lega sveiflu í fylgi stjómmálaflokk- anna. Niðurstaðan hiýtur að vera mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og þá ekki síst forsætisráð- herra. í þessari sveiflu felast skila- boð frá fólkinu um að það sé ótta- slegið. í því sambandi er lykilatriði að ríkisstjórnin tah við það. Fólkið í landinu virðist ekki treysta ríkis- stjóminni og því þarf að róa það,“ segir Jón Hákon Magnússon mark- aðsráðgjafi. í nýrri skoðanakönnun DV, sem birt var í gær, kemur í ljós mikið fylgishrun hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Samkvæmt kosningaspá DV yrði Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærsti flokkur landsins og fengi einungis 13 þingmenn kjörna ef efnt væri til kosninga nú. Fram- sóknarflokkurinn fengi 18 þing- menn og Alþýðubandalagið 15 þingmenn. „Líklega er skýringin á fylgis- hruninu að hluta til sú að verka- lýðsforystan hefur að undanfornu blásið til stríðs gegn ríkisstjóm- inni. Þau skilaboð em bersýnilega að skila sér út til launþega. Það er því nauðsynlegt fyrir ríkisstjóm- ina að auka sem mest samskiptin við verkalýðshreyfinguna í hefld,“ segir Jón Hákon. Markaðssetning hefur mistekist Að sögn Jóns Magnúsar virðist markaðssetning ríkisstjómarinnar á efnahagsaðgerðum sínum hafa mistekist. Fólk standi frammi fyrir kaupmáttarrýmun og auknu at- vinnuleysi án þess að hafa trú á að ríkisstjóminni takist að snúa þróuninni við. Afgreiðslan á EES- máhnu hafi síðan aukið enn á ótrú almennings á stjórninni þrátt fyrir að EES-samningurinn feh í sér efnahagslega ávinninga fyrir þjóð- ina. „Ég held þetta sé tímabundin sveifla en er engu að síður alvarleg fyrir ríkisstjórnina. Nú hljóta menn að setjast niður og leggja mat á hvað þeir hafi gert vitlaust. í framhaldinu held ég að það sé lykil- atriðið fyrir ríkisstjómina að hún reyni að ná sambandi viö fólkið í landinu. Það þarf að róa fólk á erf- iðum tímum.“ Jón Magnús segist vantrúaður á að fylgisaukning Faramsóknar- flokks og Alþýðubandalags haldi fram að kosningum. Frá forystu- mönnum þeirra flokka hafl ekki komið fram neinar trúverðugar hugmyndir um lausn aðsteðjandi vanda. -kaa Ríkisstjórnin virðirekki almenningsálitið - forsætisráðherranærekkitilfólksms „Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur ekki virt almenningsáhtið í landinu. Hún hefur ekki heldur leit- ast við að halda góðu sambandi við fólkiö, hvorki með sýndarmennsku, fagurgala eða raunveralegum at- höfnum. Þjóðarleiðtogar geta keyrt svona í einhvem tíma en tfl lengdar lætur fólk ekki bjóða sér að vilji þess sé sífellt hunsaður," segir Gísh B.' Björnsson markaðsráðgjafi. Gísli segir fylgishran Sjálfstæðis- flokksins og aukna andstöðu gegn ríkisstjóminni eiga sér þá skýringu að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á rök og sjónarmið landsmanna. Sem dæmi nefnir hann að í EES-máhnu hafl stór hluti þjóðarinnar óskað eft- ir þjóðaratkvæðagreiðslu án árang- urs. Þá hafi launþegar óskað eftir áframhaldandi þjóðarsátt en á þá sáttahönd hafi stjórnin slegið. „Menn hafa einfaldlega ályktað scm svo að ríkisstjórnin vilji ekki friö við þjóðina. Ég haíði mikla trú á Davíð sem stjómmálamanni og borg- irstjóra. Hins vegar fæ ég ekki séð ið hann hafi áhuga á að vinna með liðinu eða miðla því nógu mikið af applýsingum." Að sögn Gísla má hkja gengi flokka og ríkisstjórna við markaðsetningu á vöru og þjónustu. Þegar vara sé orð- in óvinsæl þurfi mikið átak til að koma henni aftur inn á markað. Oft dugi ekki önnur ráð en að skipta um umbúðir og jafnvel nafn. Hann segir Davíð hljóta að hugleiða hvort ekki sé tímabært að stokka upp í ríkis- stjórninni og fá tfl hðs við hana vin- sæla stjórnmálamenn. Að sögn Gísla er sundurlyndið inn- an Sjálfstæðisflokksins eitt stærsta innanmein ríkisstjórnarinnar. Fyrir það líði bæði ríkisstjórnin og flokk- urinn. Alþýðuflokknum hafi hins vegar tekist að koma fram sem ein heild og ná tiltrú almennings, eink- um í EES-máhnu. ,fMér er til efs að þessi ríkisstjórn haii nokkurn tima verið vinsæl. Það getur vel verið að hún sé að gera erfiða hluti og eigi bágt en hún fær ekki samúð þjóðarinnar nema hún fái fólkið með sér. Það hlýtur að valda ráðhermnum erfiðleikum í hinu daglega amstri að vita tfl þess að fólk sé í hjarta sínu á móti þeim.“ -kaa Kaup ÚA á útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi: Beðið eftir af greiðslu þýskra stjórnvalda 3yffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Eftir að skrifaö var undir viljayf- rlýsingu af okkar hálfu og forsvars- nanna þýska fyrirtækisins þurfti náhð að fara fyrir ýmis ráð og nefnd- r til samþykktar. Þegar sú afgreiðsla iggur fyrir taka síðan við samninga- dðræður og þá kemurM ljós hvort if þessu verður," segir Sverrir Leós- :on, stjómarformaður Útgerðarfé- ags Akureyringa, um hugsanleg caup ÚA á þýska útgerðarfyrirtæk- inu Mecklenburger í Rostock. Þýska fyrirtækið á 8 frystitogara og viljayfirlýsingin, sem undirrituð var milli fyrirtækisins og ÚA, gerir ráð fyrir að ÚA kaupi 60% í fyrirtæk- inu. Gert er ráð fyrir, ef samningar takast, að togararnir muni að vem- legu leyti a.m.k. landa afla sínum á Akureyri og kaupi þá í leiðinni ýmsa þjónustu. „Viö sjáum okkur veruleg- an hag í því að þessi kaup nái fram að ganga og vonum þaö besta," segir Sverrir Leósson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.