Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993.
Neytendur
DV kannar verð á þorramat:
Ódýrasti þorrabakkinn
á 906 krónur kílóið
Bóndadagur er á morgun og hefst
þá þorri. Það er gömul hefð að blóta
þorra með því að borða alls kyns
súrmeti og fleira gómsætt. í þorra-
bökkum verslana og á hlaðborðum
veitingahúsa flölgar sífellt matarteg-
undunum, enda smekkur manna
misjafn. Alls kyns súrmeti, innmatur
og sultur hafa þó lengst af verið kjöl-
festan í góðu þorrahlaðborði. DV fór
á stúfana og kannaði verð þorra-
bakka hjá nokkrum verslunum og
hvað það kostar að kaupa þorramat
á veitingahúsum. Ekki er lagt neitt
mat á gæði í þessari könnun. Þorra-
bakkarnir eru misstórir og því er
verðsamanburður á þeim reiknaður
í kílóverði. Hins vegar getur sam-
setning bakkanna verið mismunandi
og verð ráðist að hluta af magni
dýrra tegunda matar, eins og harð-
fiski og hangikjöti.
12-16 tegundir í bakka
Hagkaup er með tvær tegundir af
þorrabökkum frá tveimur framleið-
endum. Frá Kjamafæði á Akureyri
koma tveir bakkar, lítill og stór. Sá
minni, um 500 g, kostar 648 krónur.
í honum er súrmatur, það er bringu-
kollar, lundabaggar, hrútspungar og
sviðasulta, auk harðflsks, hangi-
kjöts, magáls, hákarls, saltkjöts,
hrossabjúgna, svínasultu og kart-
öflusalats. Þá er einnig rúgbrauð og
smjör í bakkanum. Stærri bakkinn,
fyrir 2, er um 1 kg og kostar 1195
krónur.
Hagkaup er einnig með þorrabakka
frá KEA. Rúmlega 400 g bakki kostar
719 krónur og rúmlega 900 g bakki
kostar 1293 krónur. Rófustappa fylgir
ekki bökkunum en kílóið af henni
kostar 429 krónur.
Mikligarður fær þorrabakka frá
Kaupstað í Mjódd og er verðið það
sama á báðum stöðum. 700 g bakki
kostar 649 krónur en 1200 g bakki
1199 krónur. í bökkunum er hangi-
kjöt, harðfiskur (í loftþéttum umbúð-
um), súrir lundabaggar, hrútspung-
ar, sviðasulta og bringukollar, ósúr
lifrarpylsa, blóðmör og sviðasulta,
síld, rófustappa, kartöflusalat, há-
Á þorrabökkum verslana og á hlaðborðum veitingahúsa fjölgar sífellt matartegundunum, enda smekkur manna
misjafn. Alls kyns súrmeti, innmatur og sultur hafa þó lengst af verið kjölfestan í góðu þorrahlaðborði.
karl, rúgbrauð og smjör.
Nótatún býður tvær stærðir þorra-
bakka. 550 g bakki kostar 589 krónur
og 1050 g bakki 998 krónur. í bökkun-
um eru harðfiskur, hrútspungar,
lundabaggar, bringukollar, ný og súr
lamba- og svínasulta, súr blóðmör
og lifrarpylsa, súrt heilagfiski, smjör,
rúgbrauð, rófustappa, magáll og
hangikjöt. í stærri bakkanum er
einnig baunasalat.
í Fjarðarkaupum er boðið upp á
eina stærð af þorrabakka, 550 g
bakka á 650 krónur. í honum er flest-
ur hefðbundinn þorramatur.
Kjötbúr Péturs er með myndarleg-
an þorrabakka sem er góður fyrir
tvo. Um er aö ræða um 1100 g bakka
Kílóverð á þorrabökkum í verslunum
sem kostar 997 krónur. í bakkanum
er hangikjöt, pressuð svið, svína-
sulta, hrútspungar, lundabaggar,
bringukollar, nýr blóðmör og lifrar-
pylsa, hákarl, harðfiskur, ítalskt sal-
at, flatbrauð, rúgbrauð, marineruð
síld og rófustappa. Séróskir eru einn-
ig uppfylltar þegar Kjötbúr Péturs
tekur að sér stór og lítil þorrablót en
þar á bæ útvega menn selshreifa,
sviðalappir og fleira.
Súrt í fötu
í Bónusi er ekki um hefðbundna
þorrabakka að ræða en þar má fá
keyptan súrmat í plastfotu frá SS á
mjög hagstæðu verði. Kosta 1,3 kg
af kjöti í súr 873 krónur.
í matvöruversluninni í Austurveri
verða alls kyns tegundir af þorramat
en þar á bæ voru menn ekki tilbúnir
með verð á hjónabökkum eða trogum
sem seljast fyrir 5 eða fleiri.
Maginn kýldur á veitingahúsi
Mörg veitingahús eru sem fyrr með
þorramat á boðstólum og gætir þar
ótrúlegrar fjölbreytni þar sem teg-
undir á einu hlaðborði geta verið
yfir 40 þegar allt er talið.
í Fjörukránni í Hafnarfirði er
myndarlegt hlaðborð þar sem meðal
annars má finna súrmat eins og blóð-
mör, lifrarpylsu, lundabagga, rúliu-
pylsu, sviðasultu, svínasultu og
bringukolla og auk þess magál, há-
karl, harðfisk, kútmaga, hangikjöt,
salöt, kæfu, hnísu, flatkökur, rúg-
brauð, laufabrauð, rófustöppu,
uppstú og kartöflur.
Kostar aðgangur að borðinu 2100
krónur.
Á Naustinu er gríðarmikið hlað-
borð þar sem rúmlega 40 tegundir
sveigja borðin og er brauð og annað
slíkt meðlæti þá ekki talið með. Kost-
ar aðgangur að krásunum 2400 krón-
ur.
Á 6-baujunni kostar aðangur að
þorrahlaðborði 1900 krónur en það
er einungis í boði föstudaga, laugar-
daga og sunnudaga.
Hótel Lind er einnig með hlaðborð
föstudaga og laugardaga og kostar
aðgangur að því 1.950 krónur. Þá má
einnig fá keyptan skammt fyrir einn,
með ábót ef vill, á 1190 krónur.
Hjónabakkar
Múlakaffi er með um 1200 g hjóna-
bakka á 1690 krónur. Fólk getur und-
ir flestum kringumstæðum valið á
bakkann, sleppt mat úr og sett annan
í staðinn, svo allir fái sem mest við
sitt hæfi. Þá má bæta í bakkann en
það kostar meira. Komi menn einir
er þorramatur seldur í lausu.
Á Pottinum og pönnunni kostar
skammtur af þorramat fyrir einn
1290 krónur. Getur fólk valið sér á
bakkann og fengið ábót ef vill. Þá er
einnig súpa og salat í boöi.
Á Árbergi kosta þorradiskar 980
krónur og seljast sem réttur dagsins.
Þá er einnig í boði hjónabakki á 1400
krónur. -hlh
Sjö daga
skemmtisigling um
Vertu með.
Áskriftarferðagetraun DV og FlugleiðaS
Heill heimur í áskrift.
Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða býður
stórglæsileg verðlaun í janúar: sjö daga /<£j
' siglingu um 3
Karíbahafum \ði
borð í fljótandi
draumahöll þar sem
augun glitra, hjörtun titra,
hlátrarnir gjalla, blóðið ólgar
og tónlistin dunar.
FLUGLEIÐIR Mm
Trauslur (slenskurferðafélagi ^
Þorri byrjar á bóndadegi
Þorri er fjórði mánuður vetrar
samkvæmt fornu íslensku tímatali.
Hann hefst alltaf á föstudegi í 13. viku
vetrar á bilinu 19.-25. janúar, í þetta
sinn 22. janúar. Þorri var blótaöur í
heiðni en siðurinn lagðist af við
kristnitökuna. Með auknu trúfrelsi á
19. öld var hann tekinn upp á ný og
nýtur nú mikilla vinsælda meðal
landsmanna.
Þorrablót voru upphaflega haldin
á fyrsta degi þorra en nú á dögum
fara menn fijálslega meö dagsetning-
amar. Frá því um 1950 hafa þorra-
blót verið haldin á vegiun átthagafé-
laga og þorramatur verið á boðstól-
um ýmissa veitingahúsa frá 1960.
Síðasti dagur þorra er 20. febrú-
ar. 21. febrúar byijar góa með konu-
degi.
-hlh