Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993. 15 Jólahald á hlaupum „Hvernig væri nú að lengja ljóssins hátíð nokkuð fram á árið líka? Færa eitthvað af nýju siðunum fram í jan- úar. Ekki nauðsyn að bæta neinu við heldur aðeins að létta á desembervik- unum. .. ekki væri úr vegi að leyfa ævintýralegu Ijósunum á öspunum á Laugavegi að loga allan janúarmánuð og jafnvel i febrúar líka.“ íslendingar eru áhlaupafólk. Þetta sést best á undirbúningi jól- anna og ööru sem farið er aö tengja jólamánuðinum. Allt á að gerast í skyndingu, jafnvel með írafári á þremur vikum. Meiri kröfur Híbýlin eiga að vera sem hreinust og kökubaksturinn má ekki bregð- ast. Meðaltalið er um fimm tegund- ir af smákökum en metið yfir tutt- ugu tegundir. Þá þarf síld helst að fara í krukkur og rauðrófur sömu- leiðis. Ýmsir siðir í matargerð kalla á útsjónarsemi og fyrirhyggju enda mörg körfufylli reidd í hlað. Drjúg- ur tími getur einnig farið í sjálfa matargerðina. Þá þarf að huga að fatnaði og kaupa það sem vantar á fjölskyld- una. Minni tími og meiri ös léttir ekki þá hlið málanna. Gamlir skólafélagar taka jafnvel upp á því að hittast á þessum tíma og framboð á tónleikum er óvenju- mikið. Af nýjungum síðari ára ber mest á jólaglögginni, sem fyrirtæki, stofnanir og hópar standa fyrir, og veitingahúsin auglýsa óspart jóla- hlaðborð sem furðu margir flykkj- ast kringum. Fáir anna þessu öllu, síst þeir sem mest vinna á þessum tíma, svo sem bókagerðar- og verslunarfólk. Flestir lenda þó meira eða minna í hringiðunni og spennan getur verkað örvandi og þægileg fari hún ekki úr böndunum. Langþyngst hvílir jólaundirbún- ingurinn á húsmæðrunum sem fyrr en þó eru þær nú flestar einn- ig í annarri vinnu. Að vísu er margt KjaUaiinn Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. léttara en áður var en kröfurnar eru líka að ýmsu leyti meiri eftir því sem tilveran verður marg- breytilegri. Hætt er þvi við að jóla- haldiö verði ekki öllum það til- hlökkunarefni sem því ber. Kristn- ir menn hafa lengi haldið jól og fyrri kynslóðir héldu upp á ljóssins hátíð. Ekki má það allt koðna niður sökum annríkis. Viðbót við Ijóssins hátíð Segja má að kaupmennskunni hafi tekist að teygja jólahaldið verulega í annan endann. Götu- skreytingar eru komnar upp í síð- asta lagi um mánaðamótin nóv- ember-desember og margar gluggaskreytingar löngu fyrr. Er- lendis, þar sem jólin eru varla nema einn dagur, byrjar jafnvel að örla á þeim í október. Getum við íslendingar ekki haft annan hátt á? Janúar finnst mörg- um lengsti mánuður ársins, sum- um finnst hann reyndar eini langi mánuðurinn. Dagarnir eru stuttir og rökkrið ríkjandi og þótt það verki róandi á marga í góðu veðri vilja veðrin vera óvenjurysjótt á þessum árstíma. Hvemig væri nú að lengja ljóss- ins hátíð nokkuö fram á árið líka? Færa eitthvað af nýju siðunum fram í janúar. Ekki nauðsyn að bæta neinu við heldur aðeins að létta á desembervikunum og lengja þann tíma sem fólk gerir sér daga- mun. Sem dæmi mætti nefna að ekki væri úr vegi að leyfa ævin- týralegu ljósunum á öspunum á Laugavegi að loga aUan janúar- mánuð og jafnvel í febrúar líka. Nú er orðin venja að flóðlýsa nokkur hús í skammdeginu, svo sem elstu byggingar Landspítalans og Háskólans. Ef þessar stofnanir og fleiri fá rafmagnið á sérstökum kjörum til þess arna mætti kannski bjóöa eina innanhússlýsingu á sama hátt. Þegar farið er eftir Ei- ríksgötu á síðkvöldum fer dnmg- inn af kirkjuskipi Hallgrímskirkju þegar það er upplýst að innan. Mætti svo ávallt vera þegar rökkrið ríkir. Valdimar Kristinsson En berðu mig ekki fyrirþví... „Á þennan hátt gat Örnólfur Arnason komið hinum ósönnu slúðursögum sín- um að án þess að taka á þeim neina ábyrgð.“ Gróa á Leiti hefur verið á ferð síð- ustu mánuði og kallar sig að þessu sinni Ömólf Ámason. Hún er ólík sjálfri sér, lágvaxin, vel í holdum og hefur safnað alskeggi. Hvemig stendur þá á því að við þekkjum hana aftur? Ástæðan er sú að henni fylgir sama hvíslandi illgimin og áður. Verklagið er lika hið sama. Hún kemur slúðursögum sínum áleiðis án þess að taka neina ábyrgð á þeim. „Ólyginn sagði mér, en berðu mig ekki fyrir því...“ Næðingur á hefðartindi Liðið er nokkuð á annan mánuð frá því að ég gerði nokkrar athuga- semdir hér í blaðinu við jólahefti Heimsmyndar en flestar greinar í því tímariti einkennast af stækri andúð í garð Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Þar á meðal nefndi ég ritsmíöar Ömólfs Ámasonar en í þeim sagði hann ósannar slúðursögur af Dav- íð. Vom þær mjög í sama dúr og landsmenn heyrðu í byijun vetrar þegar rekin var hatrömm rógsher- KjaUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði ferð gegn forsætisráðherra. Ömólfur hefur nú skrifað tvær greinar til þess að bera af sér sak- ir, síðast 6. janúar. Þar segir hann að hann hafi aldrei sagt neitt um „drykkjuskap forsætisráðherra". Þetta séu aðeins getgátur mínar um efni ritsmíðar hans í Heimsmynd. Davíð Oddsson hefur svo sannar- lega fengið aö flnna það, eins og þeir Hannes Hafstein og Ólafur Thors á undan honum, að það næðir um menn á hefðartindum. - Auðvitað sagði Gróa á Leiti aldrei neitt beint um „drykkjuskap for- sætisráðherra" í Heimsmynd. Hún notaði annað verklag, eins og henni var líkt. Hún sagði sögu af manni sem hefði fengið martröö. Fyrst í draumnum hefði hann verið stadd- ur í konungsveislu, síðan á veit- ingastaðnum Ömmu Lú. Á báðum stöðum hefði æðsti ráðamaður þjóðarinnar verið og svo framveg- is. Á þennan hátt gat Ömólfur Ámason komið hinum ósönnu slúöursögum sínum að án þess að taka á þeim neina ábyrgð. „Enberðumigekkifyrirþví... “ Ógeöfellt slúður Eg læt hér útrætt um þetta ógeð- fellda slúður hinnar skeggjuðu Gróu á Leiti. Ég sit hér í minnsta herbergi hússins. Fyrir framan mig er grein Ömólfs Árnasonar. Eftir smástund verður hún komin fyrir aftan mig. Palo Alto, Kaliforníu, janúar 1993. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Ákvörðun Qölþjóðahers- ins, sem vann sigur í Persa- flóastríðinu, að hefa tak- inarkaðar loftárásiráír- ak ætti i sjálfu Steingrimur Slgur- sér ekki að gelrsson, formaöur komaáóvart. utanrikisnehHfar Saddam SUS Hussein hefur hvað eftir annað brotið þá vöpnahlésskiimála sem geröir vom að stríðinu loknu. Auðvitaö var ekki hægt að láta slíkt viögangast endalaust Viö megum ekki gleyma því hvers vegna flugbann var sett á í norður- og suðurhluta íraks. Það var gert í kjölfar blóðugrar útrýmingarherferðar íraks- stjómar á hendur Kúrdum í norðri og Shítum í suðri, sem höfðu sett sig upp á móti stjórn- völdum í Bagdad. Flugbannið var tilraun til aö halda (vissiúega óflúlkomnum) hlífiskiidi yfir þessum þjóöarbrotum. Ef flug- bann af þessu tagi á að hafa eitt- hvert gildi verður að framfylgja því af hörku. Þá var fjóst að Sadd- am hélt ótrauður áfram aö þróa fram kjarnorkuvopn þrátt fyrir að hann væri skuldbundinn til annars. Það er engan veginn óeölilegt að frökum sé refsað brjóti þeir gegn vopnahlésskilmálum. Hins vegar má spyrja þeirrar spum- ingar hvort þessar tilteknu loftá- rásir hafi verið heppilegasta leið- in til að koma höggi á Saddam og stjórn hans. Ég er ekki sann- færður um þaö.“ Tvöfalt sið- Loftárásim- ar nú hljóta að skoðast í ljósi þess gjöreyðinga- stríðs sem Bush Banda- ríkjaforseti stjómaöi Sveinn R. Hauks- gegnírakfyr- 80n, fornn. bland- ir tveim palestfea, l Samt. árum. Loftá- herstöðvaandst. ráslr vora ljótur leikur þá og þær em Jjótur leikur nú. Þá var stuðst við ályktun frá Öryggisráði SÞ um freisun Kúveit. Síðar kom i ljós að þetta var fyrst og ffernst einkastríö Bandaríkjaforseta gegn íraksforseta. Þolendur þessa voru hundruö þúsunda óbreyttra borgarar í írak og Kú- veit að ógleymdura Paiestínu- mönnum Tvöfalt siögæði hefur verið áberandi hjá Bandaríkjastjóm, annars vegar í afstöðunni til ír- aka og framferðis þeirra og hins vegar 1 afstöðunni til fsraels- manna, hemáms þeirra og algers virðingarleysis fyrir alþjóðalög- um og mannréttindum Palestin u- maima, Bæði ísrael og frak bijóta alþjóðalög en fyrmeínt ríki ieyfir sér það í skjóli neitunarvadds Bandaríkjanna í Öryggisráði SÞ. Annaö er að ísiendingar vilja væntanlega iosna undan vafa- sömum heiðri sem þeim aö bandarísku herstöðvamar hér- lendis iiafa „skipt miklu máli í stríðinu við Saddam Hussein ír- aksforseta" eins og nýverið kom fram hjá yfirhershöfðingja Nató í Evrópu, Þetta ætti að vera enn ein áminningin fýrir íslendinga að losa okkur við herstöðvamar sem þjóna nu ijóslega engum öðr- um tilgangi en striðsbrölti Bandaríkjaforseta. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.