Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993.
Fréttir
Ástandið í Færeyjum versnar dag frá degi:
Annaðhvort launalækk-
un eða fjöldauppsagnir
- stærstu launþegasamtök Færeyja samþykktu 9 prósenta launalækkun
Það er glæsilegur miðbær í Þórshöfn. Þar, eins og annars staðar var byggt
upp fyrir lánsfé á niunda áratugnum. DV-mynd S.dór
Ekkert lát virðist ætla að verða á
efnahagserfiðleikum Færeyinga. Það
nýjasta er að færeyska landstjómin
hefur samið við stærstu launþega-
samtök Færeya, sem er félag opin-
berra starfsmanna, um 9 prósenta
launakækkun. Félaginu var stillt
upp fyrir framan þá staðreynd að
annaðhvort samþykkti það launa-
lækkunina eða að 40 prósent félags-
manna myndu missa vinnuna. Tahð
er fifilvíst að önnur launþegasamtök
í Færeyjum neyðist til að samþykkja
sömu launalækkun á næstunni.
Atvinnuleysið eykst enn
Um miðja síðustu viku var talaö
um að atvinnuleysið væri orðið 15 til
17 prósent. Að því er fréttaritari DV
í Færeyjum, Jens Dalsgaard, sagði í
gær voru nýjustu tölur um hádegið
22 prósenta atvinnuleysi. Flestir,
sem DV ræddi við í Færeyjum í síð-
ustu viku, spáöu því að með vorinu
yrði atvinnuleysið komið í 50 pró-
sent.
Skuldafenið
Færeyingar eru komnir niður í
bullandi skuldafen. Erlendar skuldir
þjóðarinnar, sem er 50 þúsund
manns, nema rúmum 90 milljörðum
íslenskra króna eða um 1,8 milljón-
um króna á hvert mannsbam. Er-
lendar skuldir okkar íslendinga eru
innan við 230 milljarðar króna.
Þannig að skuldin á hvert manns-
bam er enn innan við eina milljón.
Fyrir 7 árum vom skuldir þjóðanna
þær sömu á hvert mannsbam. Síðan
þá hefur sigiö jafnt og þétt á ógæfu-
hliðina hjá Færeyingum.
Á árunum mn 1980 og alveg til árs-
ins 1990 töluðum við íslendingar um
Færeyjar sem gósenlandiö. Laun
vom meira en helmingi hærri í Fær-
eyjum ená íslandi, skattar vom mun
lægri, matur meira en helmingi lægri
og vömverð á flestum hlutum lægra
þar en hér.
Sem dæmi má nefna að árið 1989
var besínveröið í Færeyjum 39,95
krónur íslenskar htrinn. Þá kostaði
bensínlítrinn á íslandi 42,80 krónur.
Nú kostar bensínhtrinn í Færeyjum
79 krónur en um 60 krónur á íslandi.
Framkvæmt fyrir lánsfé
Nú tala Færeyingar um níimda
áratuginn sem „tíu ára sorgarsögu
óarðbærra fjárfestinga.“ Vissulega
Fréttaljós:
Sigurdór Sigurdórsson
er það rétt. Á þessum árum fengu
allir lán sem vhdu. Menn byggðu sér
einbýhshús, keyptu innbú og bifreið-
ar, allt fyrir lánsfé. Það er algengt
að fjölskyldur skuldi 10 tíl 15 milljón-
ir íslenskra króna eftir þetta fram-
kvæmdatímabh.
Landstjómin lagði vegi um allar
eyjar aihc þess aö bora jarðgöng í
gegnum þær líka. Hafnir vom byggð-
ar, frystihús og fiskvinnslustöðvar
lika. Óhum eyjum átti að halda í
byggð. Þess vegna fékk hver smábær
höfn og frystihús, jarðgöng og vegi.
Aht var þetta gert fyrir lánsfé.
Laun í Færeyjum yom og em enn
helmingi hærri en á íslandi. Sá mikh
kaupmáttur sem haldið var uppi var
falskur. Honum var haldið uppi á
lánsfé. Nú hrapar hann dag frá degi
með vaxandi efnahagserfiðleikum.
Þegar loðnuverksmiðjan í Fugla-
firði var gerð upp samkvæmt nýjustu
tækni, keyptu Islendingar gömlu véÞ
amar frá Færeyjum. Þegar íslensku
loðnuverksmiðjumar sögðust ekki
geta greitt nema 3 þúsund krónur
fyrir tonnið af loönu, borgaði sú fær-
eyska 4 þúsund krónur. Og þegar
íslensku verksmiðjumar buðu 4 þús-
und krónur, þá bauö sú færeyska
5.400 krónur fyrir tonnið. Svona var
þetta mestahan níunda áratuginn.
Þegar mest gekk á við húsabygg-
ingar í Færeyjum á þessmn árum
urðu Færeyingar einhveijir stærstu
viðskiptaaðilar Steinuharverksmiðj-
unnar á Sauðárkróki. Þaö má eigin-
lega segja að þeir hafi komið henni
tíl hjálpar með kaupum sínum á
húsaeinangrun þegar verst stóð á
fyrir verksmiðjunni. Á þessum árum
fengu Færeyingar íslenskt kindakjöt
fyrir brot af því verði sem íslenskir
neytendur urðu að greiða fyrir það.
Þess vom dæmi að íslensk skip
kæmu við í Færeyjum th að kaupa
ódýrt íslenskt kindakjöt. Færeyjar
vom gósenlandið. En því miður fyrir
þá, aht á fólskum forsendum.
Stjórnleysi
Menn hljóta að spyija nú, hvers
vegna var engin stjóm á þessum
hlutum? Færeyingar benda á að þeir
ráði ekki gengi færeysku krónunnar.
Hún fylgir þeirri dönsku. Þeir hafi
því ekki getað feht gengið eftir hent-
ugleikum eins og Islendingar gerðu.
Þeir benda líka á að þeir eigi engan
seðlabanka. Þess vegna geti þeir ekki
ráðið peningamagni í umferð.
Eflaust er eitthvað th í þessu. Það
skýrir þó ekki hvers vegna engin
stjóm var höfð á þessum gegndar-
lausu lántökum, bæði einstaklinga
og þess opinbera th lúxusfram-
kvæmda eins og þeirra að byggja
varanlegan veg yfir heiði en bora
jarðgöng í gegnum hana líka. Að
bora jarðgöng fyrir 25 manna byggð-
arlag og jafnvel jarðgöng svo fé kæm-
ist í betri haga. Að byggja höfn og
frystihús í 400 manna byggðarlagi og
byggja líka höfn og frystihús í 600
manna byggðarlagi í 7 kílómetra fjar-
lægð meö steyptan veg í mihi. Það
em nokkur dæmi um þetta.
Vakna upp við vondan draum
Færeyingar hafa sannarlega vakn-
að upp við vondan draum. Það er
komið að skuldadögimum. Fólk hafði
greitt afar lága skatta. Nú aht í einu
em þeir hækkaðir upp úr öhu valdi,
eru að verða jafn háir og hér. Það
er þó ekkert á móti því útsvari sem
gjaldþrota byggðarlög leggja nú á
fólkið. Dæmi em um byggðarlög sem
em komin með 25 prósenta útsvar.
Þar greiðir fólk orðið 63 prósent í
opinber gjöld.
Það snýst við þessu með þeim hætti
að flytja frá byggðarlaginu og fara í
atvinnuleysið annars staöar. Þá fær
það í atvinnuleysisbætur 70 prósent
af þeim launum sem það hafði árið
áður.
Þegar maður talaði um flottræfils-
hátt við Færeyinga fékk maður að
heyra hjá þeim, sem þekkja th hér á
landi, að við ættum nú okkar flugstöð
í Keflavík, Perlu, Ráðhús og höfn og
frystihús í hverjum smábæ um land-
iö. Þá sagði maöur ekki fleira.
í dag mælir Dagfari
Fimm hundruð milljóna ferja
Eitthvert írafár er í uppsiglingu í
sambandi við Heijólf. Þetta góða
og trausta skip, sem er í siglingum
mihi lands og Eyja, hefur fyrir
mikinn misskilning lent í hremm-
ingum bæði th sjós og lands. Fyrst
var það að skipið valt meira en
góðu hófi gegndi og þoldi iha öld-
una. Farþegar og aðrir aðstandend-
ur skipsins héldu því fram að skip-
ið hristist óeðlhega og sú spuming
vaknaði hvort Heijólfúr væri sjó-
fær. Að minnsta kosti voru þeir
ekki sjófærir sem tóku sér far með
skipinu, því þeir lögðust allir sjó-
veikir um leið og skipið var leyst
frá landi.
Ekki kom þetta th af góðu. Og
þetta er ekki Heijólfi að kenna.
Skipið var stytt á sínum tíma, sem
stafaði af spamaðaráformum á Al-
þingi, þar sem þáverandi fjármála-
ráðherra var að spara sér nokkrar
mihjónir með því að skera nokkra
metra af skipinu. Þær milfjónir
vom þó eins og krækiber í helvíti
miðað við þann kostnað sem fylgir
því að reka skipið og greiða niður
kaupverðið. Núverandi samgöngu-
ráðherra segir að þetta séu fimm
hundmð mihjónir á ári og stynur
þungan.
Aht þetta gátu menn séð fyrir
enda lá kaupverðið fyrir þegar
skipið var keypt. Og þaö lá jafn-
framt fyrir að farþegar meö skipinu
mundu aldrei vera fleiri en svo að
rekstur skipsins stæði ekki undir
sér. Þar af leiöandi var ahtaf vitað
frá upphafi að Herjólfur yrði á
framfæri þjóðarinnar og ríkisins
og Vestmannaeyingar segja íslend-
inga ekki of góða th þess, úr því
þeir vhja ekki samþykkja að Vest-
mannaeyjar fái sjálfstæði.
Nú hefur Ámi Johnsen, alþing-
ismnaöur og sjálfskipaður tals-
maður Vestmanneyinga í hvert
skipti sem Vestmannaeyjar eru
nefndar á nafn, bent á þá staö-
reynd, að Hahdór Blöndal eigi ekki
að vera rífa kjaft út af nokkrum
krónum sem kostar að reka Her-
jólf. Þær krónur em eins og skítur
á priki miðað við spihinguna og
eyðsluna sem hlýst af þeim fram-
kvæmdum sem ríkið hefúr kostað
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Ámi Johnsen mun vera í fiár-
laganefnd Alþingis og hefúr þess
vegna gott yfirlit yfir helstu spih-
ingarbæli landsmanna og veit hvar
spillingin er mest. Ef einhver ráð-
herra dirfist að opna munninn og
brúka hann th að fetta fingur út í
Vestmannaeyinga, er Ámi thbúinn
með svör á reiöum höndum th að
upplýsa um að spillingin sé meiri
annars staðar.
Mórallinn er nefnhega sá í þing-
inu aö útgjöld era sjálfsögð og rétt-
lætanleg ef þau era ekki eins mikh
og útgjöldin annars staðar. Spilling
má þrífast ef hún er minni spilling
en annars staðar.
Þaö eina sem kemur í veg fyrir
að spihingin og eyðslan vegna Her-
jólfs verði minni en eyðslan annars
staðar, er verkfah stýrimanna á
Heijólfi sem era sárir yfir því að
bera ekki meira úr býtum heldur
en undirmennimir. Verkfahið hef-
ur stöðvað Heijólf og nú er smávon
th þess að meðan Heijólfur er
bundinn við bryggju dragi svo úr
útgjöldunum að hlutfóhin mihi
spillingarinnar á einum stað verði
meiri en spillingin á öðram stað
og ákvarðanir alþingis og ráðherra
raskist meö þeim hætti að enginn
viti hvar spihingin er mest.
Hitt er annað mál aö Dagfari hef-
ur fuhan skhning á kröfum stýri-
mannanna á Heijólfi. Það hlýtur
að vera erfiðisvinna að stýra skipi
sem hristist við minnstu öldu og
getur þess vegna hrist í sundur
áður en varir og svo hlýtur það aö
vera álag á blessaða mennina aö
sigla með hálftómt skip á mihi
lands og Eyja og eiga yfir höfði sér
ásakanir frá samgönguráðherra
um að reksturinn sé svo dýr aö rík-
ið hafi ekki efni á honum. Hvað ef
ríkið hættir að reka skipið þegar
það er úti á rúmsjó? Hvað ef leggja
verður skipinu vegna kostnaöar?
Þetta er ekkert atvinnuöryggi og
stýrimennirnir verða aö fá hærra
kaup miðað við hvað þeir hafa lítið
kaup miðað við undirmennina og
miðað við þann mikla kostnaö sem
rekstur skipsins hefúr í fór meö
sér. Það er að minsta kosti ekki
þeirra vegna sem rekstur er svona
dýr. Og hvaða sanngimi er í því
að stýrimenn fái lúsalaun og fái ht-
ið sem ekkert af þeim fimm hundr-
uð mihjónym sem þaö kostar að
reka skipið?
Dagfari