Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993.
Viðskipti__________________________________________________________dv
Dalvíkingar flytja inn fisk frá Bretlandi:
Hægt að græða á þessu
„Þaö er hægt að græða á þessu
fyrst menn geta keypt fisk á flsk-
mörkuðunum eins og verðið er nú
þar en því er ekki að neita að þetta
er ákveðið happdrætti,“ segir Ásgeir
- segir markaðsstjórinn
Amgrímsson, markaðsstjóri Fisk-
miðlunar Norðurlands á Dalvík, en
þar á bæ hafa menn ákveðið að
kaupa frystan fisk frá Bretlandi og
er fyrsti gámurinn væntanlegur á
næstunni.
Fiskurinn verður þíddur og unninn
eins og Rússafiskur að sögn Ásgeirs.
Til greina kemur að frysta fiskinn
aftur eða selja sem saltfisk. Ásgeir
segir framhaldið ráðast af því hvern-
ig til tekst með þennan fyrsta
skammt.
-Ari
Fiskmarkaðir:
Ýsuverð hærra
en í Bretlandi
Hreint ágætt verð fékkst fyrir
slægða ýsu á fiskmörkuðunum í síð-
asthðinni viku. Kílóverðið hækkaði
um 40 krónur milli vikna og meðal-
verðið var 148,71 króna. Hæsta dags-
verðið var hins vegar 172 krónur á
Fiskmarkaði Þorlákshafnar.
Meöalkilóverð slægðs þorsks
hækkaði um tvær krónur og var nú
rúm 101 króna. Karfaverðið lækkaði
hins vegar um 10 krónur og meðal-
verðið var 46,83 krónur. Ufsinn lækk-
aði einnig nokkuð og verðið var 35,74
krónur.
Salan var heldur dræm, aðeins fóm
620 tonn. Fyrir hálfum mánuði seld-
ust 1325 tonn og 1600 tonn þar áður.
-Ari
Fiskmarkaðirnir
— meðalverð á landinu öllu í síðastliðinni viku -
Þorskur □ Ýsa □ Ufsi ^ Karfi
1. feb. 2. feb. 3. feb. 4. feb. 5. feb. Meðalverö
Gámasöiur í Bretlandi
mnAnln/M*A I AA 11 ■ irvi ivrn vli /tf n i irvi t rviAnniliAirvr-ií i lil/i i
Fisksala í Bretlandi:
Mjög lágt verð
Lélegt verð fékkst fyrir flsk í gáma-
sölu í Bretlandi í síðustu viku. Alls
voru seld 456 tonn. Þar af vora 236
tonn þorskur, 95 tonn ýsa, 11,5 tonn
ufsi, 22 tonn karfi og 40,5 tonn koli.
Söluverðið í heild var 53,7 milljónir
króna.
Fyrir kílóið af þorski fékkst ekki
nema 113 krónur að meðaltali og
tæplega 120 krónur fyrir ýsuna en
um það bil 20 krónum meira fékkst
að meðaltali fyrir ýsukílóið á fisk-
mörkuðunum hérlendis í síðustu
viku. Verðið fyrir ufsa og karfa var
einnig lágt.
Tvö skip seldu afla sinn í Bremer-
haven í vikunni. Engey RE 1 seldi
210 tonn og fékk fyrir 23 milljónir og
Skafti SK 3 seldi 170 tonn og fékk
fyrir 19,9 milljónir. Kílóverðið var
hins vegar ekki gott.
-Ari
Ef nahag Græn-
lands ógnað
Árið 1992 var hörmulegt fyrir
grænlenskar fiskveiöar og vinnslu
og um leið fyrir efnahag landsins.
Nú kemur í ljós að þorskurinn hef-
ur horfiö af miðunum og rækjuveið-
in er í hættu. Nú er verið að gera upp
árið 1992 og kemur í ljós að rækjuafl-
inn við Norövestur- Grænland varð
meiri en árið 1991 en minna verð-
mæti fékkst fyrir aflann vegna mik-
ils verðhruns.
Um áramótin var gefið yfirlit um.
hvemig árið kom út. Grænlenskir
rækjusjómenn geta verið nokkuð
ánægðir með aflann en verðmætið
er minna og þess vegna em tekjur
þeirra minni. Rækjukvótinn við
Norðvestur-Grænland var 35.500
tonn og 4.700 við Austur-Grænland
en ekki veiddust nema 75% af hon-
um. Grænlendingar era ánægðir
með þessa veiði, sem varð tvöfalt
meiri en árið 1991. Þegar upp var
gert vora tekjumar 250 mUlj. d.kr.
minni en 1991. Ástæðan fyrir þessu
tekjutapi var aðallega verðfalhð á
rækju.
Grænlenski togaraflotinn er í mikl-
um vanda og stórtap er á togaraút-
gerðinni, segir Emil Abelsen fjár-
málaráðherra. Við höfum verið
þvingaðir til að afskrifa hundrað
millj. kr. af togurunum og eram því
í slæmum málum. Við eigum líka
mikiö af skipum sem við höfum ekki
not fyrir og meginhluti togaranna er
gerður út með stórtapi. Við þyrftum
að losa okkur við marga þeirra ef vel
ætti að vera. Árið 1992 var framlag
til togaranna 100 milljónir d.kr. og
200 millj. d. kr. árið 1991 og við sjáum
ekki fram úr því hvemig greiða á
þessar skuldir, segir Emil Abelsen.
Verðfall á rækju var allt að 33% þeg-
ar verst var. Rækjuveiöin kemur út
með 15-20% tapi. Úthafsrækjutogari
þarf að fiska fyrir 1 milljarð d.kr. á
ári ef vel á að vera. Mjög slæm út-
koma var hjá þorskveiðitoguranum
1992, þorskur er nánast horfinn af
Grænlandsmiðum. Emil Abelsen lýs-
ir áhyggjum sínum í viðtali við DFT:
Grænlenska þjóðin stendur frammi
fyrir meiri vanda en áður. Fyrir 13
árum var allt fifilt af fiski og menn
vora bjartsýnir og fjárfestu í nýjum
togurum. Árið 1993 verður erfitt ef
áfram helst lágt verð á rækju og þors-
kveiði engin.
Grænlenska þjóðin stendur
frammi fyrir pest eða kólera, segir
Lars Vesterbrik við grænlenska
sendiráðið í Brassel. Vöntun á hrá-
efni er alvarlegt mál, rnn 60 vinnslu-
stöðvar era hráefnislausar og er nú
um tvennt að velja; að kaupa hráefni
eða loka mörgum vinnslustöðvum.
Grænlendingar eru svo háðir fisk-
vinnslunni að voðinn er vís ef ekki
rætist úr.
Endursagt úr grein í Dansk Fiskeri
Tidende.
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
Allir vilja kaupa rússneska
togaraflotann
Aarsether í Finnmörku vinnur
stöðugt að því að kaupa 49% af tog-
araflota Severyba í Murmansk. Ef
af yrði þýddi það að meirihluti kvóta
Rússanna fylgdi með. Margir era til-
búnir að gera kaup við þá.
Auðmenn og sterk fjárfestingarfé-
lög hafa mikinn áhuga á að kaupa
sig inn í rússnesku útgerðina. Allt
bendir til að í Murmansk myndist
alþjóðlegt samfélag en Aarsether vill
eignast þetta útgerðarfélag einn. Það
sem mest freistar Aarsether er fyrir-
tækið Severyba Conxemet sem er
stórfyrirtæki. Hluti flota þess er not-
aður til rannsóknarverkefna fyrir
fyrirtækið Pinto (Knipovlj Polar) en
það er rannsóknarfyrirtæki sem
annast fiskirannsóknir og sjó- og
hafrannsóknir almennt. Sú starf-
semi, sem hér er nefnd, er kannski
stærsta hindruninn fyrir því aö hægt
sé að kaupa fyrirtækið.
Hægt gengur með samninga og er
það aðallega vegna þess að Norð-
menn telja að Rússar hafi ekki sama
tímaskyn og þeir. Skip þeirra eru
misvel búin fiskleitartækjum. Ef
samvinna tekst milli þessara fyrir-
tækja munu mikil verkefni koma í
hlut Norðmanna við að endurbyggja
fiskvinnslustöðvar og fleira í Mur-
mansk. Á síðastliðnu ári keypi Aar-
sether í Finnmörku 12.000 tonn af
togurum rússneska fyrirtækisins og
var það bæði þorskur, rækja og fleiri
tegundir. Nú hefur tekist samningur
milli þessara aðila aö Aarsether
kaupi 10.000 tonn af þorski og rækju
árið 1993 af Severyba. Nú vinna
heimamenn í Murmansk að því að
flotinn landi í heimahöfn 75% af af-
lanum en ekki hefur enn verið gefin
út tilskipun um það. Talið er að
umrætt fyrirtæki hafi yfirráð yfir
30% af kvóta rússneskra fiskiskipa.
Fiskmarkadimir
rdAdiivdi 8. febtúar seldi KQIflll st atls 9.9; .4 tonn,
Magn Verð í krónum
tonnum MeOal Lægsta Hæsta
Blandað 0,047 35,49 33,00 36,00
Hrogn 0,025 221,00 220,00 225,00
Lýsa 0,160 47,00 47,00 47,00
Rauðmagi 0,015 121,00 121,00 121,00
Tindabikkja 0,133 8,00 8,00 8,00
Þorskur, sl. 2,262 85,16 85,00 100,00
Þorskur, ósl. 2,060 84,75 82,00 98,00
Undirmálsf. 0,615 62,63 43,00 78,00
Ýsa,sl. 1,135 136,80 125,00 145,00
Ýsa, ósl. 3,467 132,90 117,00 157,00
Fiskmarkaður Hafns 8. febtóar seldust elis 19.335 tonn rfjarðar
Hrogn 0,040 265,00 265,00 265,00
Þorskur, ósl. 1,223 72,12 70,00 76,00
Hlýri 0,064 55,00 55,00 55,00
Ýsa, ósl. 3,292 123,06 117,00 134,00
Lúða 0,017 565,45 400,00 595,00
Ýsa 3,217 155,49 130,00 160,00
Smáýsa 0,103 100,00 100,00 1 00,00
Smárþorskur 0,481 80,00 80,00 80,00
Þorskur 8,583 105,00 80,00 110,00
Steinbitur 0,037 75,41 30,00 120,00
Langa 0,050 71,76 70,00 78,00
Keila 0,221 46,86 30,00 48,00
Fiskmarkaður Þorlákshafnar 8. febrúar seldust alls 16,188 tonn
Karfi 0,245 58,21 57,00 68,00
Keila 0,060 25,80 24,00 28,00
Langa 0,502 65,81 61,00 66,00
Skötuselur 0,090 375,00 370,00 380,00
Steinbítur 0,026 62,00 62,00 62,00
Þorskur, sl.dbl. 0,961 71,00 71,00 71,00
Þorskur.sl. 1,018 105,00 105,00 105,00
Þorskur,ósl. 0,722 102,16 80,00 112,00
Ufsi 10,748 46,04 25,00 47,00
Ufsi.ósl. 0,906 25,00 25,00 25,00
Undirmálsf. 0,532 77,00 77,00 77,00
Ýsa, sl. 0,355 128,12 123,00 129,00
Ýsa, ósl. 0,023 98,00 98,00 98,00
Fiskmarl 8. febrúar seldu aður st slls 30.0 51 tontt. Dpein
Þorskur,sl. 4,700 í 10,76 75,00 128,00
Ýsa, sl. 0,480 168,00 168,00 168,00
Ufsi, sl. 2,580 46,00 46,00 46,00
Þorskur, ósl. 10,601 86,38 58,00 117,00
Ýsa, ósl. 0,844 119,84 90,00 130,00
Ufsi.ósl. 9,975 38,84 38,00 41.00
Langa 0,250 77,00 77,00 77,00
Keila 0,146 45,00 45,00 45,00
Lúða 0,034 300,00 300,00 300,00
Hrogn 0,117 138,55 50,00 190,00
Undirmálsþ. 0,424 92,00 92,00 92,00
Fiskmarkaður Patreksfjarðar 8, lebruar soldust alls 5,227 tonn.
Geiiur 0,023 260,00 260,00 260,00
Hrogn 0,040 150,00 150,00 150,00
Keila 0,185 27,00 27,00 27,00
Steinbítur 3,281 55,00 55,00 55,00
Undirmálsf. 1,274 78,56 72,00 78,00
Ýsa, sl. 0,409 84,94 78,00 149,00
Fiskmarkaður Snæfellsness 8, febfúat seldust alls 25,203 lonn
Þorskur, sl. 3,277 98,08 98,00 99,00
Ýsa, sl. 0,500 170.00 170,00 170,00
Hrogn, sl. 0,026 100,00 100,00 1 00,00
Þorskur, ósl. 21,000 92,84 87,00 100.00
Ýsa, ósl. 0,100 140,00 140,00 140,00
Undirmálsþ., 0,300 76,00 76,00 76,00
ósl.
Fiskmarkaður ísafjarðar 8. febrúar soldust olls 17.198 tonn.
Þorskur, sl. 9,816 91,01 90,00 98,00
Ýsa, sl. 0,400 114,00 114,00 114,00
Keila, sl. 0,062 30,00 30,00 30,00
Steinbítur, sl. 1,160 69,00 69,00 69,00
Lúða, sl. 0,012 140,00 140,00 140,00
Skarkoli, sl. 1,445 76,00 76,00 76,00
Hrogn, sl. 0,056 165,00 165,00 165,00
Undirmálsþ.sl. 3,807 81,16 80,00 84,00
Sólkoli, sl. 0,060 80,00 80,00 80,00
Karfi, ósl. 0,053 20,00 20,00 20,00
Langlúra, ósl. 0,020 15,00 15,00 15,00
Fiskmarkaður Vestmannaeyja
8. febrúar seldust alls 3,746 tonn.
Þorskur, sl. 1,056 98,00 98,00 98,00
Ufsi, sl. 2,460 45,00 45,00 45,00
Langa, sl. 0,058 60,00 60,00 60,00
Keila, sl. 0,060 30,00 30,00 30,00
Steinbitur, sl. 0,023 30,00 30,00 30,00
Ýsa, sl. 0,089 80,00 80,00 80,00
Fiskmarkaður Breiðafjarðar 8, íebrúar soldust alls 66,416 tonn.
Þorskur, sl 43,017 104,36 81,00 115,00
Þorskur, ósl. 17,500 86,40 59,00 95,00
Undirmálsþ. sl. 1,319 81,90 81,00 91,00
Ýsa, sl. 2,226 153,43 109,00 163,00
Ufsi, sl. 0,105 39,00 39,00 30,00
Karfi, ósl. 0,038 37,00 37,00 37,00
Langa.sl. 0,048 55,00 55,00 55,00
Langa, ósl. 0,019 47,00 47,00 47,00
Keila, sl. 0,068 42,00 42,00 42,00
Keila, ósl. 0,074 37,00 37,00 37,00
Steinbítur, sl. 0,065 49,67 41,00 53,00
Steinbítur, ósl. 0,655 44,10 44,00 45,00
Lúða, sl. 0,042 457,65 430,00 475,00
Koli, sl. 0,374 90,01 85,00 97,00
Hrogn 0,498 175,00 175,00 175,00
Hrogn, sl. 0,175 175,00 175,00 175,00
Gellur 0,172 280,00 280,00 280,00
Kinnf. rl. 0,015 235,00 235,00 235,00
RAUTT LJOS
RAUTT LJOS!