Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 10
10 Útlönd Bandaríska mannætan Dah- mervill meira Jeffrey Dahmer segir að hann muni taka upp fyrri iðju fái hann frelsi á ný. Dahmer var á síðasta ári dæmdur Í999ára fangelsi fyr- irmorð á 17 drengjum og ungling- um. í sumum tilvikum át hann fórnarlömb sin. í viðtah við bandaríska sjón- varpsstöð sagði Dahmer að hann mundi aldrei breytast og hefði enn sama hug og áöur á að kom- ast yfir drengi. Hann sagðist hafa elskað öll sín fórnarlömb. Dreng- ina hefði hann myrt til að geta haft þá lengur hjá sér. kvennaáráð- stefnu Rannsóknarnefnd í bandariska flotanum heftir komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á vélum flotans hafi farið út fyrir öil vel- særaismörk á ráðstefnu sem félag þeirra stóð fytir í Las Vegas árið 1991. Á ráðstefnimni voru flugmenn; af báðum kynjum og leystist hún að sögn upp 1 kynsvall. Karlamir Iiafi haft forystuna um nektar- sýningar en konurnar tekið þátt í uppákomunum. Á kvöldin og nóttunni hafi allt farið úr bönd- : unum með íjöldasamíörum á hót- elherbergjum. Mál þetta hefur orðið til þess að flotastjómin vill herða kröfur um siðsemi þeirra sem gegna her- þjÓnUStU. Reuter Særð önd fær Japani til að gleyma öHum áhyggjum: Vakna um nætur til að frétta af öndinni „Þetta var á heitum sunnudegi og margir sáu öndina koma fljúgandi með örina í bakinu,“ segir borgar- starfsmaður í Tokyo í Japan. Hann hefur það verkefni ásamt mörgum starfsbræðrum sínum að góma önd- ina sem fengið hefur Japani til að gleyma öllum öðrum áhyggjum. Sjónvarpsáhorfendur rísa upp um miðjar nætur til að fá nýjustu fréttir af hvemig gengur að góma öndina. Hún sást fyrst á polli í borginni í síð- asta mánuði. Hún er mjög hrædd við menn og stygg enda með slæma reynslu af viðskiptum við mann- skepnuna. Kunnugir segja að framhaldssagan um öndina jafnist á við bestu sápuó- pem. Langt sé síðan sjónvarpsefni hafi vakið meiri athygli í Japan. Dýralæknar hafa verið kallaðir til álits um líðan andarinnar og óttast þeir að örin hafi skaddað annað nýra hennar. Öndin virðist eiga létt með flug þrátt fyrir örina, hún hefur flutt sig milli andapolla í Tokyo. Veldur flakk andarinnar því að erfiðlega gengur að góma hana. Náttúrufræðingar segja að hafa verði hraðar hendur við að ná önd- inni og losa hana við örina því senn fari endur, sem hafa vetursetu í Jap- an, að huga að farflugi á norðurslóð- ir til varps. Reuter öndin með ör í bakinu hefur sett allt á annan endann í Japan. Borgarstarfs- menn í Tokyo elta hana á röndum með sjónvarpsmenn á hælunum en hálf þjóöin situr sem límd við skjáina og bíður leiksloka. Símamynd Reuter Uppboð á lausafjármunum Eftir kröfu Friðriks J. Arngrímssonar hdl., v/Hampiðjunnar hf. og Bridon Fisching Ltd., fer fram uppboð á eftirfarandi lausafjármunum þriðjudaginn 16. febrúar nk. kl. 10.15 þar sem lausaféð er staðsett að Suðurströnd 4, Seltjarnarnesi. Seld verða m.a. ýmiss konar veiðarfæri, svo sem togvírar, snurpuvír, granda- vír, vinnuvír, blýtóg, snurvoðartóg, trollkúlur, keðjur, lásar, lim, þorskanet, trollnet, polyvalent, toghlerar og loðnu- og síldarnótarefni, allt talið eign Asiaco hf. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Uppboð á lausafjármunum Að kröfu Einars Gauts Steingrímssonar hdl. verður haldið uppboð 17. febrú- ar nk. kl. 14.00 hjá Þórkötlustöðum hf., kt. 601290-1389 (áður Hraðfrysti- hús Þórkötlustaða), á Toyta rafmagnslyftara 2,5 tn og Baader 99 flökunar- vél og Baader 419 hausunarvél, síldarflökunarvél VMK með hausara ásamt fínhreinsunartækjum fyrir loðnuhrogn. Uppboðið verður haldið að starfs- stöð fyrirtækisins að Þórkötlustöðum í Grindavík. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK 5. febrúar 1993 Uppboð á lausafjármunum Að beiðni Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl., skiptastjóra þb. Kópu hf., verða eftirtaldir munir, sem tilheyrðu lifrarbræðslu fyrirtækisins, seldir á upp- boði sem fram fer þann 16. febrúar 1993 kl. 11.00 að Bolafæti 9, Njarð- vík. Lifrarbræðslan samanstendur af eftirtöldu lausafé: þróartanki, tveimur tveggja tonna bræðslukörum, grútarkassa með tætara, dælu, mjölskilvindu- kút (1 tn), mjölskilvindu, sigti, tveimur forhitunarkútum fyrir skilvindu (Tit- an 70), tveimur 8 tn stöðutönkum og 20 tn geymslutanki. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK 5. febrúar 1993 Uppboð á lausafjármunum Að kröfu Ásgeirs Jónssonar hdl. verður haldið uppboð þriðjudaginn 16. febrúar 1993 kl. 16.00 aðTjarnargötu 3, Keflavík, á ýmsum lausafjármunum sem fylgja rekstri myndbandaleigu, m.a. u.þ.b. 560 áteknum myndbands- spólum og tómum hylkjum, Lazer Turbo XT tölvu, Tele Video skjá, Sharp og Omrom afgreiðslukössum, Taylor ísvél, Ignis ísskáp, afgreiðsluborði fyr- ir sælgæti úr álprófílum og gleri, innréttingum og stöndum fyrir myndbands- spólur og fleira. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn I Keflavík 5. febrúar 1993 Sjö hundruð Danir létu lífið í sovésk- um fangabúðum Tæplega sjö hundruð danskir fang- ar týndu lífi eöa hurfu á annan hátt í sovéskum fangabúðum á árum heimsstyrjaldarinnar síðari eða að henni lokinni á meðan dönsk stjóm- völd horföu meira eöa minna að- gerðalaus á. Þetta kemur fram í skjölum sem til þessa hafa verið lokuð en sem frétta- stofa danska sjónvarpsins og blaðið Berhngske Tidende hafa fengið að- gang að. Samkvæmt skjölunum höfnuöu 697 Danir í sovéskum fangabúöum á meðan á styijöldinni stóð eða á árun- um þar á eftir, þar af voru 240 sak- lausir Danir sem voru á sovésku yfir- ráöasvæði þegar Stalín dróst inn í styrjöldina áriö 1941. Annars voru það Danir sem gegndu herþjónustu í sveitum Hitlers sem voru sendir í fangabúðimar. Til þessa hafa örlög þeirra veriö gleymd og geymd á rykföllnum hillum í hér um bil hálfa öld. Það kemur einnig í ljós aö dönsk stjómvöld hafa gert ákaflega lítið til að fá Danina látna lausa eða til að afla upplýsinga um þá. Samkvæmt fréttum sjónvarpsins finnast sann- anir fyrir því í skjölunum að norsk stjórnvöld hafi eftir stríðið reynt að fá Norðmenn, sem sátu í fangabúð- unum, leysta úr haldi. Hins vegar finnst ekki snefill um að dönsk yfir- völd hafi sýnt máhnu áhuga. í utanríkisráðuneytinu var skýrt frá því í gær að Niels Helveg Peter- sen utanríkisráðherra vildi ekki tjá sigumskjöhnfyrrenídag. Rítzau Aspirín gott fyrir hjartað Ein tafla af aspiríni á dag getur komiö í veg fyrir hjartaáfoll en vís- indamenn vara þó viö því að lyfið sé ekki hollt fyrir alla. í nýrri skýrslu, sem birtist í blað- inu Circulation, málgagni banda- ríska hjartavemdarfélagsins, í dag era staöfestar fyrri niðurstöður að aspirín sé áhrifamikið lyf við með- ferð hjartaáfalla og til að koma í veg fyrir annað áfall. En regluleg neysla aspiríns getur einnig haft alvarlegar aukaverkanir í fór með sér, einkum hjá fólki sem hefur haft lifrar- eöa nýmasjúk- dóma, magasár, blæöingar í melting- arfæmm eða vandamál vegna ann- ars konar blæðinga. „Ailir eiga aspirín í lyfjaskápnum en þetta er ekki hættulaus lækninga- aðferð,“ sagði Pantel Vokonas, pró- fessor í læknisfræði við læknaskóla Bostonháskóla. í skýrslunni era nýjar viðmiöunar- reglur sem eiga að auðvelda læknum að ákveða hvenær gagnið af daglegri notkun aspiríns vegur þyngra en hætturnar. „Það virðist skynsamlegt að mið- aldra og eldri menn noti aspirín ef hættan á að þeir fái hjartaáfall í fyrsta sinn er nægilega mikil til að það réttlæti hugsanlegar aukaverk- anir viö langvarandi notkun lyfs- ins,“ skrifuöu höfundar viðmiðunar- reglnanna. Vísindamenn em enn að kanna áhrif notkunar lítilla skammta af aspiríni hjá miöaldra konum. Reuter ÞRIÐ JUDAGUR 9. FEBRÚAR1993 vijjaaiikafjár- veitingufrá Danmörku Emil Abelsen, fiármálaráð- herra á Grænlandi, hefur farið þess á leit við starfsbróður simi í Danmörku að framlag Dana verði aukiö fram tíl 1996. Abelsen segir að fjárhagur Grænlendinga sé nú svo slæmur að ekki verði hjá því komist að biðja um meiri peninga. Viðræður Abelsens og Mogens Lykketoft, fiármáiaráðherra Dana, hófust nú fyrír helgina. Abelsen segir að mjög hafi dregið úr þorskveiðum við Grænland síðustu ár og verð á rækju failið. Því hafi fyrri áætlanir um rekst- ur landsjóðsins brugðist. ónumúrbanka meðsíma Lögreglan í Sönderborg á Jót- landi hefur handtekið rúmlega þrítuga konu og gefur henni að sök aö hafa rænt 12 milljónum danskra króna úr banka. Þetta er jafnvirði utn 120 milljóna ís- lenskra króna. Konan ■ sat viö símann heima hjá sér þegar rániö var fratnið. Vegna þekkingar á tölvukerfi bankans tókst henni að flytja peningana á eigin reikning með símann einan að vopni. Tvöföldummorð- ingja neitað um framsal til heima- landsins Dómsmálaráðuneytið danska hefur haíhaö kröfu Makedóníu- mannsins Naum Coneveski um framsal til heimalandsins. Cone- veski hefur setiö í fangelsi i Dan- mörku frá árinu 1985 þegar hann var fundinn sekur um morö á tvemur drengjum á Amager. Coneveski hefur sótt fast aö fara heim eftir að landar hans í Makedóníu lýstu yfir sjálfstæði með hruni Júgóslavíu. Hann á konu og böm í Makedóníu. Clintonfyrsti Bandaríkja- forsetinntil Danmerkur? Danir gera sér vonir um að BiU Clinton komi og heimsæki þá á þéssu ári. Utanríkisráðherrann, Niels Helveg Petersen, er i for- sæti hjá Evrópubandalaginu og til sendur að leiðtogar þess ræði við Bandaríkjaforseta um ágrein- ignsmáiin á árinu. Danir telja eðlilegt aö fundur- inn veröi haldinn hjá Niels Hel- veg. Bandariskur forseti hefur aldrei komið til Ðanmerkur. Eistneskurkon- ungssinnivill Kaile Kulbok, leiðtogi ílokks konungssinna í Eistlandi, hefur boðiö Karli Filipusi, prinsi af Sví- þjóð, að veröa konungur Eist- lands. Karl ér 13 ára og annar í sænsku erfðaröðinni. Kalle Kulbok hefur einnig sent áskomn við Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. um að sendur verði her til landsins svo auðnast megi að hrekja setulið Rússa á brott. Konungssinnar hafa átta af 101 þingsæti á eistneska þingittu. Þeir vilja nána samvinnu við konungsrikin á Norðurlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.