Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR9. FEBRÚAR1993 Spumingin Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Guðmundur Pétursson bílstjóri: Leika mér með dóttur minni. Axel Jóhannesson eftirlaunaþegi: Fara á hestbak. Gísli Ásgeirsson heimavinnandi: Mér finnst mest gaman að versla. Jón Gislason nemi: Að eyða pening- um. Guðmunda Kolbeinsdóttir húsmóðir: Aö lifa lífinu. Þórhildur Jóhannesdóttir verslunar- maður: Að leika mér við bömin mín. Lesendur Hálendisvegur: Hagkvæmasta samgöngubótin Sigurður skrifar: Hinn 3. febr. sl. fór fram skrýtin umræða í Sjónvarpinu um hugsan- legan hálendisveg. Hún var skrýtin að því leyti að þar var fyrst og fremst verið að ræða um hálendisveg sem þægindi fyrir þá sem „vildu ferðast um hálendið". Það er náttúrlega út í hött því að vel uppbyggður hálendis- vegur með varanlegu slitlagi (eða segjum bara olíumöl eins og hún laf- ir þó viðast hvar úti um land sumar- langt) væri fyrst og fremst vegur, já samgönguæð, til að flýta for þeirra sem þurfa að komast á milh lands- hluta, þ.m.t. vörufiutningar miiii landshluta. Með svona vegi myndi byggð eflast á hinum byggiiegu stöðum landsins en daprast á þeim stöðum sem strit- ast er við að halda í byggð, móti öll- um skynsamlegum lögmálum. Ferðalög og heimsóknir milh lands- hluta myndu stóreflast þegar fólk sæi að það gæti ferðast fljótar a.m.k. aðra leiðina, þótt einhverjir þræddu svo byggðaieiðina hina leiðina eins og verkast viU. Vörusiglingar tíl Evrópu myndu styttast um heilan dag í tíma ef skip- in gætu lestað og skipað upp á Reyð- arfirði og gámaflutningabílar tekið gámana þar og rennt þeim á 6-8 klukkutímum suður til Reykjavíkur. Byggð á Austfjöröumn og efnahagur myndi stóreflast fyrir vikið. Sumir sem fjaUað hafa um hálend- isveg í ræðu og riti hafa títt nefnt það „Byggð á Austfjörðum og efnahagur myndi stóreflast fyrir vikið.“ - Frá Reyðarfirði. til sögunnar að verið sé að bjóða hættunni heim og „eyðUeggja há- lendið“ þar sem bæði verði um að ræða „sjónmengun" og svo hitt að hálendið fyllist af ferðamönnum sem ekki kunni sér hóf í paradís auðnar- innar, hvað sem þetta síðasta nú merkir. Þá vaknar spumingin: Hvað er „hálendið" og er það sérstaklega eftirsótt af ferðamönnum á þeim stöðum sem hálendisvegur lægi um? Á hinu títtnefnda hálendi eru e.t.v. um tíu staðir sem eru sérstaklega áhugaverðir skoðunarstaöir. Og þeir eru heldur ekki í alfaraleið. Það eru því ekki nokkur haldbær rök að setja sig upp á móti hálendis- vegi sem tengir saman þéttbýlis- svæðið hér suðvestaniands og íbúða- svæði norðaustanlands vegna þess aö hér sé verið að eyðUeggja hálendi íslands. Ráðamenn í samgöngumál- um ættu sem fyrst að snúa sér aö þessari samgöngubót, sem yrði lík- lega ein sú hagkvæmasta sem um getur í landinu tíl þessa. Svar til Heiðars Ástvaldssonar: Þökkum áhuga danskennara Gunnar Þorláksson skrifar: Samtökin „Komið og dansið“ þakka þá athygli sem starfsemi þeirra hefur að undanfómu vakið með umfjöUun virtra danskennara. í lesandabréfi Heiðars Ástvaldssonar sl. miðvikudag kemur ekki nægUega fram munurinn á kennslu hinna hefðbundnu samkvæmisdansa sem kenndir em í dansskólum og þeim auðvelda dansi sem samtökin „Kom- ið og dansið“ hafa kosið að leiðbeina um notkun á tU þess að vekja áhuga almennings á dansi sem skemmtun. Þakkaður er sá áhugi danskennara að leggja starfsemi okkar hö með aðstoð við danskennslu, en enn er talin gagnast ágætlega sú leiðsögn sem viðurkenndir leiðbeinendur „Komið og dansiö" framkvæma enda hafa þeir fengið ágæta uppfræðslu um framkvæmd þeirrar léttu sveiflu sem nýtist fólki vel á almennum dan- sleikjum. Enginn hefur haldið því fram að forsvarsmenn „Kom og dans“ í Noregi, Sidsel og Johan Fasting, hafi lært eða kenni hina hefðbundnu samkvæmisdansa, enda nám við Folkedansstudiet við há- skólann í Þrándheimi af öðrum toga og fleira talið dans en hefðbundnir alþjóðlegir samkvæmisdansar. I bréfi, sem framkvæmdastjóri norska danskennarasambandsins hefur skrifað, kemur fram að sú teg- und sveiflu sem „Kom og og dans“ leiðbeinir um á sínum námskeiðum er fullkomnlega viðurkennt dans- form, þótt ekki falli það að dans- munstri hefðbundinna dansskóla. Þess er vænst að starfsemi „Komið og dansið", svo og dansskólanna, efli áhuga fyrir dansi og starfið mótist af jákvæðu hugarfari til heilla dans- inum og heilbrigðum skemmtunum. Um rannsóknir á Þingvallavatni Eyðilögðu virkjanir gotstöðvar urriðans í Þingvallavatni? T.Þ. skrifar: Fyrir nokkru var ég að fletta fræði- bók um rannsóknir á lífríki og fiski- stofhum Þingvallavatns, sem Pétur Jónasson hefur tekið saman, og er bókin á ensku. Mér var brugðið er ég komst að því að lítið sem ekkert kemur þar fram um hinn mikla urr- iðastofn sem var í Þingvallavatni fyrr á tímum. Einnig vantar þar margra ára kafla um yfirborðssveiflur þegar þær voru sem mestar í vatninu. Þegar jafn mikilvæga þætti vantar þá lít ég ekki á bókina sem það fræðirit sem talað hefur verið um. Bókin er að mínu viti mest mynd- skreytt skrautrit þar sem ekki er tek- iö á hinum ýmsu þáttum er varða Þingvallavatn og hversu lífríki vatnsins hefur farið halloka eftir að það var virkjað til raforku, sem olli DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf gífurlegum yfirborðssveiflum í vatn- inu og er taliö af fræðimönnum að hafi unnið ófyrirsjáanlegt tjón á fiskistofnum og lífríki vatnsins. Efiir því sem komið hefur fram í blöðum hafa margir fræðimenn stað- iö að þessu riti með miklum kostn- aði. Því er slæmt þegar slíkir mein- gallar koma í ljós við fyrstu skoðun. Eg vitna í grein sem Úlfar Antonsson skrifar í bókina „Brunnur lifandi vatns“ útg. 1990 af Háskóla íslands. Þar skrifar haim á bls. 160. „Torfu- myndun er aðlögun murtunnar að afráni frá urriða sem mikið var af í vatninu fyrr á tímum. Virkjanir í frárennsli eyðilögðu gotstöðvar þessa fisks og hefur hann síðan smám saman verið að hverfa úr vatninu". Þama skrifar fræðimaður sem hefur rannsakað Þingvallavatn. En upp á síðkastið hafa heýrst radd- ir fræðimanna að svo hafi ekki verið, og er það miður. G.P, skrifar: Mér telst til að ég hafi verið um 10 ára gamall þegar Bítlamir komu fram á sjónarsviðið og hrundu af stað stórskemmtilegri tónlistarbylgju. Samkvæmt venjulegu tímatafi nálgast ég nú fertugt. Nú vili svo til að Bylgjan vill bæta 10 árum við aldur minn. Þannig heyrir maður Ijómandi góðan þátt á þessari stöð þar sem leikin er „gullaldartónlist 6. ára- tugarins", skilmerkilega kynnt. Þetta get ég ekki sætt mig við enda var 6. áratugurinn á árun- um 1950-1960 eða 10 árum áður en lögin sem þeir kenna við þenn- an áratug komu fram. Vonandi komast þeir á Bylgjunni að þvx að 6. áratugurinn á ekkert skylt við þaö sem á enskri tungu er kallað „the sixties"! Ráðherraskipti tilbéta Haraldur skrifar: Mér líst vel á að núverandi stjórnarflokkar víxli ráðhermm eitthvað til. Best litist mér á ef Bjöm Bjarnason tæki að sér ut- anríkismálin. Hann er skarpur og einarður stjórnmálamaöur og þekkir utanríkismálin betur en margir aðrir. Landbúnaðarráöu- neytinu ætti svo að úthluta til kratanna, það er eina vonin til þess að einhver hreyfing komist á niðurskurö í málum sem undir það heyra. Víðar mætti eflaust taka til hendinni líkt og Sighvat- ur hefur gert í sínu ráðuneyti. Styðjumfjöl- skyldu Eðvalds 190838-4129 skrifar: israelsmenn ættu að líta sér nær þegar þeir éltast viö aldraöan mann fyrir meint afbrot sem eiga að hafa veriö framin fyrir 50 árum. Ég skora á alla landsmenn aö styðja fjölskyldu Eövalds fyrst og fremst því á henni hlýtur mest að mæða á þessum ógnartímum sem hún nú upplifir. A.M. hringdi: Hann ætlar að reynast lífseigur fóstrufasisminn sem flæðir í þjóöfélaginu gegn okkur reyk- ingafólkinu. A vinnustöðum er sífellt þrengt aö okkur og gjaman eru útbúin eins konar búr þar sem viö megum náðarsamlegast dvelja til að njóta þess unaðar sem tóbak veitir í erh dagsins. Tóbak sem neytt er í hófi, og er reyndar ekki annaö ein afurð móður jarðar, hefur ekki drepið neinn svo fullsannað sé. En það er heldur ekki allt sama tóbakið. Sígarettur kunna t.d. að vera eitt- hvað óhollari en tóbak í vindlum og skorið tóbak því í sígarettun- um eru mörg önnur efni en tób- akið eitt, t.d. pappírinn. En þetta offors gegn reykingafólki er að verða til verulegra óþæginda og jaörar jafnvel viö ofsóknir. Látið Eðvald í friði Guðmundur Hafsteinsson skrif- ar: Ég krefst þess sem íslenskur ríkisborgari að Eðvald Hinriks- son veröi látinn í friði. Eðvald hefur líka verið íslenskur ríkis- borgari í mörg árog hefur þjónað íþróttahreyfingunni á margvís legan hátt og merkilegan. Ég vitna til kunnáttu hans í að byggja upp líkamann án lyfja. Ég er sjálfur lifandi dæmi um bygg- ingu míns eigin líkama, m.a. að hans fyrirsögn. Stríöstímar eru eitt og heimsstyrjöldin er löngu liðin. Israelar, hvort sem þið eruð sækjendur eða verjendur, látið fortíðina í friði og leyfið þeim, sem lifa í friði, að lifa áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.