Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 32
"j \j\ I-..- - - —
........
DmMiK.
° Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
-x"' " ■■■ frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
~t ~ í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
■Nl Ritstjórn-Augíýsingar-Áskrift-Dreifing: Sími 632700
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993.
Slökkviliðsmennirnir að störfum.
DV-mynd Ómar
Vestmannaeyjar:
Brenndist
lífshættulega
.„.jjjJjmar Garðarssan, DV, Vestmaimaeyjum:
Kona á 78. aldursári brenndist lífs-
hættulega þegar eldur kom upp í
stóru einbýlishúsi á 12. tímanum í
gær. Reykkafarar fundu konuna inni
í brennandi húsinu og þurfti að taka
hana út um glugga. Var hún þá með-
vitundarlaus en komst fljótlega til
meðvitundar. Að sögn lögreglu er
konan mikið bennd á milh 20% og
30% af yfirborði líkamans. Var hún
strax flutt tíi Reykjavíkur og hggur
nú á gjörgæslu. Hún er enn tahn í
_-,lífshættu.
Lögreglumaður á vakt átti leið
fram hjá húsinu sem stendur við
Höfðaveg. Kahaði hann strax á
slökkvihð og bað einnig um lækni
og sjúkrabíl því grunur lék á að fólk
væri inni í húsinu. Þá þegar var mik-
ih eldur í húsinu, mestur í eldhúsi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en tjón er mikið af eldi, reyk og hita.
Að sögn lögreglu bendir allt til að
eldurinn hafi komið upp í eldhúsinu.
Vestmannaeyjar:
Unnið dag og
„ nóttviðloðnu-
frystingu
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum:
Loðnufrysting hófst í Vestmanna-
eyjum í fyrrinótt og er unnið við
hana dag og nótt bæði í ísfélaginu
og Vinnslustöðinni. í nótt var verið
að frysta loðnu úr Sighvati Bjama-
syni VE og von var á Gígju VE með
loðnu kl. átta í morgun.
Sigurður Einarsson, forstjóri ísfé-
lagsins, sagði í morgun að loðnan
væri óvenjustór og faheg og hentaöi
vel á Japansmarkað. Sigurður á von
á að hægt verði að frysta loðnu næstu
-^i'ikuna og á meðan verður öhu th
tjaldað til að frysta sem mest.
LOKI
Vegirnirfyrirnorðan
eru þá orðnir eins konar
siglingaleiðir!
Borguðum 60
hefli Véðs hf.
„Það kom í ljós mUúll vandi í
sumar sem fólst í um 200 milljóna
króna skammtímaskuldum og
30-40 mUljónum í langtímaskuld-
um, Ég sá ástæðuna fyrir þessu
hggja í Setbergshlíð, í byggð upp á
100 íbúðir. Sú framkvæmd batt 200
mihjónir af lausafé. TU að leysa
þetta stofnaði ég Veð hf. til að
khppa á milli þess aö ijármagna
verkefni og standa í verktakastarf-
semi. Þegar Veð hf. var stofnað
fengust heilmiklir raunverulegir
peningar - það var ekkert fært á
mihi heldur 60 milljónir borgaðar
úr hefti Veðs hf. á 2-3 mánuðum.
Þar með töldum við að lausaíjár-
vandi SH-verktaka væri leystur,"
sagði Pétur Blöndal, fyrrura stjómar-
maður í SH-verktökum og stofnandi
hlutafélagsins Veðs sem nú er eig-
andi eins stærsta verkefnisins sem
SH-verktakar unnu áður en félagið
var tekið tíl gjaldþrotaskipta í gær.
Hlutafélagið Veð hf. er nú eigandi 99
íbúða í Setbergslandi.
Þungar ásakanir koma fram á
hendur Pétri í Alþýðublaðinu í dag
um að hann þurfi að „gera hreint
fyrir sínum dyrum í sambandi við
viðskipti sín við SH-verkiaka“ og
að hér sé „um svivirðUegan undan-
drátt á eignum úr búinu að ræöa,“
eins og það er orðaö.
Pétur sagöi að frá því í suraar
hefðu SH-verktakar haldið áfram
að tapa á framkvæmdum sem stöf-
uðu af mjög harðri samkeppni.
„Viö sáum því að eígið fé, sem var
30-40 milijónir í ágúst, yrði komið
i núU um áramÓt Þá var ekkert
annað en að stoppa, fara í greiðslu-
stöövun og leita nauðasamninga.
Þegar farið var ofan í allar eignirn-
ar kom svo í ljós að eignimar voru
töiuvert minna viröi en ætlað var
og skuldastaðan verri,“ sagði Pét-
Loðnufrysting í fullum gangi í Vinnslustöðinni i Vestmannaeyjum.
DV-mynd Ómar
Veðriðámorgun:
Áframhald-
andi þíða
Á morgun verður hæg breytUeg
átt um niestaUt land. Skúrir
verða á víð og dreif um morgun-
inn en síðdegis léttir til víðast
hvar á landinu. Hitinn verður á
bUinu 3-7 stig.
Veðrið í dag er á bls. 28
Jóhann Bergþórsson:
Viðfáumekki
öll verkef ni
SH-verktaka
- versta leiðin valin
„Þó ég fái verkefnin þá er það ekki
eins góð leið og hin. Með gjaldþrota-
leiðinni tel ég að skaði manna verði
meiri. Ég hef enga trú á að við fáum
öU þessi verkefni. Gjaldþrotaleiðin
var versti kosturinn," segir Jóhann
Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-
Kletts.
Jóhann sagði að verkefni SH væru
mjög mismunandi langt komin og
verð misgóð og því færi það algjör-
lega eftir skUmáium hvort eftirsókn-
arvert væri að taka þau að sér. Fyrir-
tæki hans þekki verkefnin hins vegar
orðið mjög vel. Eyjólfur Krisljáns-
son, sem var framkvæmdastjóri SH
fyrir Jóhann á greiðslustöðvunar-
tímabilinu, fundaði með Viðari Má
Matthiassyni bústjóra fram á nótt og
fundur var í morgun. Jón Ingi Gísla-
son, fyrrum framkvæmdastjóri SH,
sagði í morgun að sér sýndist líkleg-
ast að Hagvirki-Klettur tæki við
verkefnum SH-verktaka.
-Ari
Starfsfólkið:
Viðbíðum
„Menn eru frekar niðurlútir og
bíða eftir ákvörðun bústjórans. Það
er mætingaskylda en lítið hægt að
gera þar sem ekkert efni er tíl að
vinna úr. Það er kannski léttir að
hafa fengið niðurstöðu í máiinu eftir
aUa þessa óvissu," sagði smiður á
vegum SH-verktaka við DV í morgun.
A vinnusvæði SH-verktaka í Kópa-
vogi, við bUageymslu í Hafnarfirði
og við Hjónagarða voru menn mættir
en höfðust ekki mikið að meðan beð-
ið var ákvörðunar bústjóra þrotabús
fyrirtækisins. -hlh
Hörgárdalur:
BHIinn „flaut“
út af veginum
Gylfi Kristjánsson, DV, Aknxeyri:
Lítil fólksbifreið nánast „flaut“ út
af veginum við Syðri-Bægisá í Hörg-
árdal í gærmorgun og þurfti að flytja
einn farþega á sjúkrahús.
MikUl vatnselgur var á veginum
og má segja að bifreiðin hafi flotið
ofan á vatninu eins og korktappi
þrátt fyrir að Ijórir væru í bifreið-
inni. Þessari ökuferð lauk utan vegar
og var einn farþeginn íluttur á
sjúkrahúsið á Akureyri en fékk að
fara heim í gærkvöldi.
Reimar og reimskífur
VauMsen
SuAurlandsbraut 10. S. 68M90.