Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Side 9
seei EAUHíI.'5'í ,£i HUOAdUTHÖ’í
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993.
Utlönd
Foreldramir sem skildu dætur sínar eftir einar heima:
Sextíu ákærur
fyrir ómennsku
- kvöldu stúlkumar, vanræktu þær og reyktu maríjúana
Akæruvaldið í Illinois í Bandaríkj-
unum hefur gefið út 60 ákærur á
hendur hjónunum Sharon og David
Schoo, sem fræg urðu um allan heim
um jólin fyrir að skilja dætur sínar
tvær eftir aleinar heima meðan þau
fóru í frí til Mexíkó.
Þau hjón hafa ekki fengið að sjá
dætumar eftir að þau komu heim
um nýár og undruðust allt umstang-
ið sem fylgdi heimkomu þeirra. Al-
menn reiði hafði þá þegar brotist út
í Bandaríkjunum vegna meðferðar-
ixmar á stúlkimum.
Þær áttu að sjá um sig sjálfar þótt
þær væru fjögurra og níu ára. Tilviij-
un réði að þær létu vita af högum
sínum. Áður hafði aðstoð frá annarri
ömmunni verið afþökkuð.
Lögreglan hefur rannsakað heimil-
ishaldið og komist að því að dætum-
ar höfðu mátt þola ótrúlegt harðræði
í foreldrahúsum.
Saksóknari sagði að eitt minnsta
afbrotið hefði verið að skilja stúlk-
umar efdr einar í nokkra daga því
áður hefðu þær verið barðar með
ólum, dregnar á hárinu og sveltar ef
svo bar undir. Þá hefðu þau hjón
ekki hikað við að reykja maríjúna í
návist barnanna.
Þegar allar ávirðingarnar vom
upptaldar var saksóknari kominn
með 60 ákærur á listann. Óvíst
er hvaða dóm hjónin fá á endan-
um.
Víst er þó að þau fá ekki forræði
yfir dætrum sínum á ný enda hefur
þeim verið komið í fóstur.
Búast má við að hjónin verði dæmd
til fangavistar fyrir meðferð sína á
dætmnum. Lög ríkisins heimila ekki
þunga refsingu fyrir að yfirgefa börn
um skamman tíma.
Reuter
HMáskíöum:
Giænlendingur
náði38.sæti
Grænlendingurinn Arne Hard-
enberg náði 38. sæti 1 svigi á
heimsmeistaramótinu á skíðum í
Morioka í Japan. Arne er 19 ára
ogfyrsti grænlenski skíðamaður-
inn sem nær árangri á alþjóðlegu
móti.
Arne var styrktur af SÁS til
fararinnar sem eini maðurinn úr
ríki Danadrottningar sem von
væri um að kæmist á verðlauna-
pall. Hann æUar á keppa á alþjóð-
legum mótum það sem eftir er árs
og vonast eftir að komast á
ólympíuleikana i Lillehammer.
Sýknaðuraf
gamalii morð-
ákærumeð
DNA-rannsókn
Þrjátíu og fimm ára gamall Svíi
hefur verið sýknaöur af ákæru
um nauögun og morð sem framið
var á Skáni fyrir þremur árum.
Lögreglan taldi sig hafa sann-
anir ó hendur manninum en við
samanbuð á DNA úr manninum
og sýnum úr líkinu kom í ljós að
rangur maður var grunaður um
verknaöinn.
Lögreglan verður nú að hefja
rannsókn málsins að nýju. Konan
fannst í bíl sínnum á fáförnmn
vegi. Rítzau og tt
Sharon Schoo, 35 ára móðir, hefur ásamt David manni sínum verið ákærð
fyrir að skilja dætur þeirra eftir einar heima um jólin. Að auki eru þau
ákærð fyrir 60 brot önnur gegn stúlkunum. Símamynd Reuter
Vöggudauði rakinn
til næringarskorts
í móðurkviði
Læknar við háskólasjúkrahúsið í
Liverpool á Englandi hafa komist að
þeirri niðurstöðu að rekja megi
vöggudauða ungbama til næringar-
skorts í móðurkviði. Læknar hafa
lengi reynt að finna skýringuna á því
af hveiju böm deyja nýfædd, að því
er virðist án nokkurrar ástæðu.
Rannsókn læknanna í Liverpool
hefur staðið í nokkur ár og tók til
um 20 þúsund bama. Greint er ítar-
lega frá niðurstöðunni í dagblaðinu
Observer nú í vikunni. Þar er fullyrt
að vöggudauði stafi af vanþroska
fósturs í móðurkviði. Vanþroskann
megi rekja til þess að fóstrið hafi af
einhverri ástæðu ekki fengið þá nær-
ingu sem það þurfi.
Næringarskorturinn leiðir m.a. af
sér að nýrun þroskast ekki eðlilega
en börn sem deyja vöggudauða eiga
þaö mörg sameiginlegt að nýrun
starfa ekki eðlilega.
Stephen Hinchcliffe er einn þeirra
lækna sem varið hefur miklum tíma
í að rannsaka vöggudauða. Hann
stjórnaði rannsókninni í Liverpool
eftir að hafa fengið áhuga á málinu
meðan hann var læknanemi.
Hann segir að ekki sé nóg að böm-
in fái brjóstamjólk eftir fæðinguna
því næringarskortur í móðurkviði
Stephen Hinchcliffe læknir segir að
næringarskortur í móðurkviði valdi
vöggudauða barna.
hafi afgerandi áhrifa á möguleika
þeirra á að lifa. Enn er eftir að finna
út hvað veldur því að sum fóstur fá
ekki eðlilega næringu á með-
göngunni.
Reykingar og áfengisdrykkja em
taldar meðal þess sem ráðið getur
úrslitum um þroska fóstursins. Nið-
urstaða Hinchcliffes styrkir því fyrri
skoðanir um að mæðrum beri aö
forðast að reykja og drekka meðan á
meðgöngu stendur.
ÞORRATILBOÐ!
BOSCH
frá upphafi til enda!
Stiglaus hraðastilling
Ábur kr. 15.900,-
Nú kr. 10.990.-
m i
. .
Fræsari
POF 600 ACE
Stiglaus hraðastilling
12000 - 27000 snún. á mín
Leggur 6 mm
Áburkr. 19.900.-
Núkr. 15.990.-
Hjólsög
GKS 54, 1020W
Skurðardýpt 54 mm
5000 snún. á mín.
Ábur kr. 21.720.-
Núkr. 16.232.
Ath! 5 b/öð fylgja
Slipirolckur
2000W
GWS 20180
Skífustærð 180 mm
8500 snún. á mín.
Lykillaus skífufesting
Ábur kr. 27.221.-
Nú kr. 15.990.-
Rafhlöðu
pússikubbur 9
Stgr. kr. 14.633.
Rafhlöðúborvél 9.6 V
GBM 9.6 VES
Taska
Stiglaus hraðastilling
Fram- og aftursnúningur
Sjálfherðandi patróna
Aukarafhlaða fylgir
Ábur kr. 26.900.-
Nú kr. 22.990.-
Umboðsmenn um land allt
Gunnar Ásgeirsson hf.
Borgartún 24 • 105 Reykjavík • Sími: 91-626080