Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Page 13
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993. 13 Fréttir Ólögmæt yfirtaka gisti- og veitingastaðar: Kref ur ríkið um 11 milljóna bætur Bernharö Hjaltalín hefur stefnt Hans Georg Bæringssyni fyrir ólög- mæta yfirtöku á húseign sinni aö Mánagötu 4 á ísafirði og ríkissjóði og sýslumannsembættinu á ísafirði sem ábyrgðamönnum fyrir verknað- inn. Húseignin að Mánagötu 4 á ísafirði var eign Hjálpræðishersins en Bem- harð og hlutafélag hans, Djúp hf., keyptu húsið árið 1982. Bemharð rak gisti- og veitingastað í húsinu. Árið 1991 var beðið um nauðungarsölu á eigninni vegna vanskila og var húsið boðið upp í kjölfarið. Bernharð mótmælti uppboðinu sem ólögmætu þar sem húsið var auglýst sem hans eign og uppboðið haldið á því öllu. Húseignin var hins vegar óskipt eign hans og Djúps hf. auk þess sem Hjálpræðisherinn átti einn sal. Uppboðinu var áfrýjað til Hæstarettar og 16 manuðum siðar, eða nú í haust, var það dæmt ógilt. í millitíðinni hafði sýslumaður af- hent Hans Georg húsið en hann átti næsthæsta tilboðið á uppboðinu. Djúp hf. átti hæsta tilboðið en því var hafnað. Hans Georg tók við rekstri hússins og leigjendum og notaði það sem í húsinu var af húsgögnum, rúmfatnaði og boröbúnaði í veitinga- rekstur sinn þrátt fyrir að lausafé hefði ekki fylgt með í uppboðinu. Bemharð og Djúp hf., sem nú hafa aftur tekið yfir reksturinn, gera kröf- ur um skaðabæturnar vegna fjár- hagstjóns og rekstrartjóns sem varð vegna stöðvunar gisti- og veitinga- rekstursins. Skaðabótunum er beint að ríkissjóöi sem ábyrgðaraðila á verkum opinbers starfsmanns og nema kröfurnar alls 11 milljónum. -ból Biðröð við togbrautina í Oddsskarði. DV-mynd Emil Oddsskarð: Hundruð á skíðum Kæra fyrrverandi nemenda Nuddskóla Rafns Geirdal: Saksóknari sá ekki ástæðu til ákæru Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Mjög vel viðraði um helgina fyrir austfirska skíðaiðkendur í Odds- skaröi og er tahð að um 350 hafi ver- ið á svæðinu að sögn Ómars Skarp- héðinssonar, framkvæmdastjóra Skíöamiðstöðvar Austurlands. Það eru um 10% af íbúum þeirra sveitar- félaga sem byggt hafa upp aðstöðuna í skarðinu, Neskaupstaðar, Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Hugmyndina að skíðasvæði á þess- um stað áttu Bogi Nilsson, núverandi rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, og Gunnar Ólafsson, fyrrum skóla- stjóri á Neskaupstað. Talsvert er um að fólk frá Egilsstöðum og Fáskrúðs- firði sæki svæðið. Þar eru tvær lyft- ur, fallhæð 300 metrar, og það er einnig togbraut. Ómar Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri. DV-mynd Emil Ríkissaksóknari hefur fjahað um kæru Neytendasamtakanna fyrir hönd 27 fyrrverandi nemenda Rafns Geirdal, skólasfjóra Nuddskólans, og var niðurstaðan sú að rannsóknar- gögn þyki ekki gefa nægilegt tilefni til frekari aðgerða í máhnu. Kæran var byggð á lögum um óréttmæta verslunarhætti en nem- endumir töldu sig hafa byrjað nám í skólanum á röngum forsendum. Rafn segist hafa tekið það skýrt fram að nudd sé ekki lögght starfsgrein en skóhnn sé samt sem áður viður- kenndiu- af menntamálaráðuneytinu og metinn th 10 stiga af námsmats- nefnd. Sú viðurkenning feh þó ekki í sér lögvemdun en það hafi alltaf legið ljóst fyrir og ekki hafi annað verið gefið í skyn. í yfirlýsingu, sem DV hefur borist frá Rafni, kemur fram að hann íhugi nú að höfða skaðabótamál á hendur Neytendasamtökunum fyrir meið- yrði þar sem máhð hafi skaðað hann. -ból Lowell Charters sluaói eitii kvikmyinlahf ahaniiiiti John Fusco 1 ÚRVALS r SPENNUSAGA THUNDERHEART iiiiií1 Samnefnd kvikmyndj lLlV. I II sýndíStjörnubíói Strengur fortíðar hljómaði sterkt í hjarta mannsins sem átti að kanna nútíðina. ÞRUMUHJARTA alveg þrumugóð eins og allar URVALSIÆÍS! aðeins kr. 790,- og ennþá minna í áskrift á næsta sölustað NÚNA :KUR sími 63 • 27 ■ 00 Samnefnd kvikmynd sýnd í Stjörnubíói þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.