Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1993, Page 11
FÖSTUDAGUR 5. MARS1993
11
dv Útlönd
Danir grípa til refsiaðgerða gegn Færeyingum vegna svika á loforðum:
Poul Nyrup var sagt
ósatt um stöðu mála
- bæta átti úr óreiðu 1 rekstri félagsmálastofnunar en það var ekki gert
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum:
Poul Nyrup Rasmussen, forsætís-
ráöherra Dana, hefur látiö þung orð
falla í garð færeysku landstjórnar-
innar vegna þess að ekki hefur verið
staðið við skilyrðin sem danska
stjómin setti í haust fyrir stuðn-
ingi.
Poul Nyrup segir að þegar Marita
Petersen lögmaður og Jógvan Sund-
stein komu á hans fund eftir áramót-
in hafl þau fullyrt að búið væri að
uppfylla fyrri skilyrði. Poul Nyrup
taldi þá ekkert því til fyrirstöðu að
hjálpa landstjóminni aftur.
Nú segir forsætisráðherrann í við-
tati við Jyllands Posten að sér hafi
m.a. ekki verið greint rétt frá varð-
andi stöðu félagsmálastofnunar Fær-
eyja. Mikil óreiða var í rekstrinum
og lofaði landstjómin að bæta úr.
Komið er á daginn að ekkert hefur
verið gert enn. Hefur félagsmála-
ráðuneytið ákveðið að setja stofnun-
ina í straff og greiða aðeins fasta
upphæð í reksturinn í stað helmings
af útgjöldum áður.
Þetta þýðir að félagsmálastofnun
verður að koma lagi á reksturinn þvi
Danir neita að borga óreiðuna. For-
stjórinn, Tommy Petersen, hefur
sagt af sér en í danska félagsmála-
ráðuneytinu er því neitað að hann
hafi verið knúinn til uppsagnar.
Danir segja að engar skynsamlegar
reglur gildi um starfsemi stofnunar-
innar en nú er verið að semja þær.
Á síðasta ári sveik starfsmaður þar
út háar fjárhæðir með því að greiða
tilbúnu fólki bætur. Nú á m.a. að
koma í veg fyrir stikt.
Marita Petersem lögmaöur neitar
aö segja nokkuð um reiði Pouls Nyr-
up þótt eftir sé leitað. Sömu sögu er
að segja af Jógvan Sundstein. Böndin
berast eðtilega að þeim enda vandséð
annað en að danski forsætisráðherr-
ann eigi við þau þegar hann segir að
sér hafi verið sagt ósatt.
Poul Schúter féll einmitt á að trúa
samráðherra sínum. Nú gegnir þó
öðru máti því landstjórn Færeyja er
sjálfstæð stofnun.
í hár saman vegna reykinga.
Áfengi blandast og í deiluna.
Upphafið er að Fjóns Stiftstid-
ende auglýstu eftír blaöamönn-
um hjá keppinautunum á Amts
Avis. Ritstjórninni var talið til
tekna að þar mætti ekki reykja.
Þeir hjá Amts Avis svöruðu að
bragði og auglýstu að hjá þeim
mætti bceði reykja og drekka.
Síöast þegar fréttist af stríðinu
leit út fyrir að blöðin skiptust á
mannskap þannig að bindindis-
mennirnar væru allír á öðru
blaðinu en svallararnir á hinu.
Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra er reiður Færeyingum og segir
að sér hafi verið sagt ósatt um stöðu félagsmálastofnunar. Simamynd Reuter
r
vV
Veitingastaður
í miðbæ Kópavogs
f
20
SEZE
V
M
Kópavogsbúar
leitið ekki yfir lœkinn
Aspassúpa og vínargrísasneið
Kr. 990
Lifandi tónlist til kl. 3
ÖLTILBOÐ
Veisluþjónusta
Hamraborg^JJ^-^sí^42166^ 3
9 ferðaskrífstofur og Flugleiðir kynna ferðamöguleika sumarsins 1993
F®
Atlas-klúbbur Félags íslenskra ferðaskrifstofa efnir til
ferðakynningar í Kringlunni.
Kynningin stendur yfir í dag kl. 13-19.
Á morgun kl. 10-16.
Allir Kvikk-
veitingastaðir
í Kringlunni
bjóða sérstakan
afslátt
í tiiefni dagsins.
& Samvinnuferðir-Landsýn
Q| Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Ferðaskrifstofa Reykjavikur
Ferðabær
Ferðaskrifstofa stúdenta
4 4
jdfó Úrval-Útsýn Ferðaskrifstofan
Viíb Ferðaskrifstofa íslands
RAMS
"Travel
Flugleiðir