Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Qupperneq 5
(MÁNUDAGUR 8. MARS 1993 5 p v Fréttir Bátur úr þrota- búi seldur til Heimir Kristmsson, DV, DalvQc Útgerðarfélagið Rán hf. á Dalvík var lýst gjaldþrota fyrir nokkrum vikum. Það átti meðal annars skipið Sænes EA 75. Lengi hafði verið reynt að selja það en ekki tekist. Nú hefur þrotabúið hins vegar selt bátinn til Grenivíkur. Þar var stofn- að fyrirtæki um kaup og rekstur hans. Stærstu hluthafamir eru KEA, Grýtubakkahreppur og Kaldbakur hf. á Grenivík. Sænesið er rúmlega 100 lesta stál- bátur, smíðaður fyrir nokkrum ánun í Svíþjóð. Kvóti þess er 232 tonn af rækju. Sænes EA 75 við bryggju í Dalvíkur- höfn. DV-mynd Heimir Hraðakstur í Múlagöngum Gylfi Kristjánsson, DV, Ækuxeyri: Lögreglan á Ólafsfirði segir að allt- af sé nokkuð um hraðakstur i jarð- göngunum í Ólafsfjarðarmúla og hafi hún haft fregnir af því að menn láti sig hafa það aö aka í göngunum á yfir 100 km hraða en sæti oftast lagi þegar þeir vita að lögreglan er ekki nærri. DV hefur heimildir fyrir því að menn hafi beinlinis efnt til keppni í göngunum um það hver sé fljótastur að aka í gegnum þau, um þriggja km leið, og þá fari hraðinn oft langt yfir 100 km. Þarf ekki að fjölyröa um af- leiðingar slíks aksturs í þröngum göngunum fari eitthvað úrskeiðis. Lögreglan á Ólafsfirði og Dalvík voru með sameiginlega radarmæl- ingu á miðvikudagskvöld. Þeir stöðv- uðu m.a. menn á Árskógsströnd sem óku á 114 og 125 km hraða og í göngunum í Ólafsfjarðarmúla stöðv- uðu þeir einn á 82 km hraða. Gestum fjölgar í Bláa lónið Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Um síðustu helgi komst fjöldi gesta í Bláa lóniö yfir 5000 frá ára- mótum og er það töluverð aukning frá því sem var á sama tíma í fyrra,“ sagði Kristinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það hefur verið mikið um fyrir- spurnir hjá okkur að undanfórnu og mikið pantað fyrir hópa nú í mars. Einnig í apríl og reyndar allt fram á sumar. Fjöldi erlendra blaðamanna og sjónvarpsfólks hefur komið hing- að og unnið er mjög markvisst að kynningu á íslandi sem ferðamanna- landi. Veturinn hefur verið nýttur vel til kynningarstarfs og það er ekki spuming að þetta á eftir að skila sér í aukinni aösókn," sagði Kristinn. = ÖRTÖLVUTÆKNI = Skeifunni 17 sími 687220 Sterkari í harðri samkeppni! Velkomin í öflugri Örtölvutækni! Örtölvutækni hefur fengið sterkan liðsauka í samkeppninni á íslenska tölvumarkaðinum. Digital, eitt af öflugustu tölvufyrirtækjum heims, hefur tekið upp samstarf við Örtölvu- tækni og aukið starfssvið og starfsemi fyrir- tækisins til muna. Tökum ofan fyrir kröfu- hörðum viðskiptavinum Með því að bjóða heildarlausnir með á- herslu á net- og samskiptabúnað, ásamt kap- alkerfum, hefur Örtölvutækni eignast kröfu- harða viðskiptavini. Við tökum sérstaklega ofan fyrir þeim af þessu tilefni og hvetjum alla þá sem sækjast eftir vandaðri tölvuþjónustu að kynna sér öflugri Örtölvutækni. Hjá okkur er loforð um heildarlausnir í tölvu- málum einstaklinga og fyrirtækja byggt á 15 ára reynslu! í hattinn okkar! i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.