Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1993, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 8.MARS 1993 17 Fréttir Átta ára byggingarsögu Listasafns Kópavogs að ljúka: Stef nt að opnun saf nsins vorið 1994 Spindilkúlur og stýrisendar QSvarahlutir HAMARSHÖFBA1 - 67 67 44 Elíasbet og Sverrir þegar þau af- hentu Blönduósbæ gjöfina - 100 húnvetnska steina. DV-mynd Magnús Blönduós: Bænum gefið steinasafn Magnús Ólafsson, DV, Blönduósi: Þegar bæjarstjórn Blönduóss hélt sinn 100. fund nýlega var Blöndu- ósbæ afhent steinasafn að gjöf með 100 steinum víða úr Húnaþingi. Það voru hjónin Elísabet Sigurgeirsdóttir og Sverrir Kristófersson sem gáfu þetta góða safn. Elísabet hefur verið að safna steinum aUt frá 1956. „Það hefur lengi veriö draumur minn að hér á Blönduósi kæmi vísir að náttúrugripasafni sem nota mætti við kennslu og til fróðleiks fyrir hér- aðsbúa," sagði Elísabet þegar hún aíhenti safnið. Hún sagðist vonast til að þetta safn yrði öðrum hvati til þess að gefa nátt- úrunni meiri gaum. Safninu hefur verið komið fyrir í héraðsbókasafninu og er þar til sýn- is. Gjöfinni fylgdi náttúrufræöiritið Týli innbundið. Það rit kom út í 15 ár og var gefið út á Akureyri. Meðal efnis í því er grein um fuglalíf við Blönduós eftir Kristin Pálsson. BIFREIÐAEIGENDUR! \ Við höfum farið að óskum vandlátra bifreiðaeigenda og tekið í notkun ÖRUGGT BURSTA- OG KÚSTALAUST BÍLAÞVOTTAKERFI fyrir minni og stærri bíla. Þjónustan, sem fer öll fram innanhúss og byggist að hluta til á handavinnu, inniheldur meðal annars: SÁPUHÁÞRÝSTIÞVOTT NAUÐSYNLEGAN HANDÞVOTT 2JA ÞÁTTA SONAX-GÆÐABÓN ÞURRKUN MEÐ HEITUM BLÆSTRI OG SNYRTINGU Bílinn þarf að þvo og bóna reglulega, það eykur endingu hans og ánægju eigandans. Þjónustan tekur 12-15 mínútur. Afkastageta stöðvarinnar er 40—50 bílar á klst. Tíma þarf ekki að panta. Verð kr. 950,— 1.050,- fyrir fólksbifreiðar 1.100,- - 1.400,- fyrir jeppa og stærri bíia. í vetur er opið alla daga nema sunnudaga. B«.\- OG H OITAST(tHI\ Sigtúni 3, sími 14820 ÖÐRUVÍSI BÍLAÞVOTTASTÖÐ - fjárskortur tafið framkvæmdir, segir formaður byggmgamefndar „Það er stefnt að því að taka húsið í notkun vorið 1994, mögulega á af- mæhsdegi Gerðar Helgadóttur sem er 11. apríl. Seint í haust verður þó kannski hægt að opna húsið almenn- ingi til sýnis,“ sagði Jón Guðlaugur Magnússon, formaður byggingar- nefndar Listasafns Kópavogs. Safnið mun einnig hýsa sérstakt Listasafn Gerðar Helgadóttur listakonu. Listasafn Kópavogs rís í nágrenni Kópavogskirkju. Safnið á sér afar langa og hæga byggingarsögu. Steyptir útveggir voru lengi það eina sem Kópavogsbúar sáu, fram- kvæmdir voru litlar sem engar. Það\ er fyrst nú sem einhver skriður er kominn á framkvæmdimar og mynd að komast á húsið. Verið er að ljúka frágangi að utan, klæðingu veggja með graníti og uppsetningu glerþaks. í síðasta áfanga framkvæmdanna verður gengið frá innréttingum. Á fjárhagsáætlun í fyrra voru 40 milljónir settar í framkvæmdir við húsið og gert ráð fyrir sömu upphæð í ár. Byggingarnefnd hússins var sett á laggirnar fyrir 16 árum en fyrsta skóflustungan að safninu tekin 1985. Jón Guðlaugur hefur átt sæti í bygg- ingamefndinni frá upphafi, lengst af sem formaður. - Af hveiju hefur byggingin tekið svo langan tíma? „Þar er einfaldlega peningaleysi um að kenna. Það eru önnur verk- efni sem hafa haft forgang enda margt að framkvæma í Kópavogi." -hlh Byggingu Listasafns Kópavogs fer brátt að Ijúka. Standa vonir til að safnið verði opnað vorið 1994. Glerálman tengir tvö hús. Þar eru stigar upp á loft og gert ráð fyrir kaffiteríu sem onast út í lítinn garð fyrir höggmyndir og fleiri verk. DV-mynd Brynjar Gauti SKEIFUNN111 • SIMI 67 97 97

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.